Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað É g er frek/ákveð- in stelpugeit með bein í nef- inu.“ Þannig lýsti fyrirsætan Hildur Líf Hreins- dóttir sér þegar hún tók þátt í Sam- keppni Samú- els í fyrra. Hild- ur Líf vakti mikla athygli í síðustu viku fyrir vitn- isburð sinn og sérstæða fram- komu í dómsmáli gegn Ríkharð Júl- íusi Ríkharðssyni, foringja Black Pi- stons, og Davíð Frey Rúnarssyni. Hún ját- aði við aðalmeð- ferð í málinu að hafa farðað fórnarlamb- ið eftir hrottafengn- ar árásir mannanna. Hildur Líf vakti þó fyrst athygli þegar hún ásamt fleirum stóð fyrir svokölluðu VIP- partíi á skemmtistað í eigu Ásgeirs Þórs Davíðssonar sem er betur þekktur sem Geiri á Gold finger. Partíið var umdeilt og fékk mikla um- fjöllun í fjölmiðl- um. Þar svaraði Hildur Líf eftir- minnilega fyrir sig og sagði að „fólk gæti bara halt sitt eigið partí“ ef það væri ósátt við hennar. Sú setning fór eins og eldur í sinu um netheima og í kjöl- farið varð Hildur Líf þekkt. Hildur, sem á mikinn bakgrunn í íþróttum, lýsir sér sem skynsamri lít- illi prinsessu með harða skel. Algjört íþróttafrík Hildur Líf var afrekskona í íþróttum og æfði hand- bolta með ÍR í mörg ár. Hún var valin oftar en einu sinni í 40 manna úrtak fyrir landsliðshóp yngri en 16 ára í handbolta og var talin efnilegur leikmaður. Að sögn æskuvin- konu hennar var Hildur Líf eng- in skvísa í grunnskóla. „Alls ekki. Við áttum ekki gallabuxur fyrr en í 10. bekk, máluðum okkur aldrei og vorum alltaf í íþróttagalla. Við vorum algjörir strákar. Við vorum mestu íþróttafríkin í skólanum og vorum meira á handboltavellinum en heima hjá okkur,“ segir æskuvin- konan í viðtali við DV. Í grunnskóla var Hildur Líf „ósköp venjuleg stelpa“, sem hvorki reykti né drakk. Hún hékk ekki með vinsælu krökkunum en átti tvær bestu vinkonur sem einnig stund- uðu íþróttir af miklu kappi. Svo íþrótta- mannsleg var hún í útliti og fasi að hún var kölluð „Hildur massi“ af öðrum nemendum og var lögð í einelti af hópi krakka innan skólans. Hildur Líf hefur sagt í fjölmiðlum að hún hafi átt erfiða æsku og hafi þess vegna slitið öll tengsl við fjölskyldu sína. Æsku- vinkona hennar kannast ekki við að miklir erfiðleikar hafi verið á heim- ilinu. Sækir í athygli Hildur Líf ólst upp hjó móður sinni í Breiðholtinu og gekk í Breiðholts- skóla. Hún skipti um skóla á lokaári sínu í grunnskóla þegar hún flutti til föður síns í Kópavoginn en hélt áfram að æfa handbolta með ÍR í Breiðholti. Það er erfitt að ímynda sér Hildi Líf, eins og hún kemur fyrir í dag, ómálaða í íþróttagalla en að sögn þeirra sem til þekkja var það eftir 10. bekk sem hún lagði íþróttagallann til hliðar og fór á háu hælana. Hún eignaðist kærasta en að sögn vinkonu Hildar sem hef- ur þekkt hana í mörg ár, var það þá sem hún breyttist úr íþróttastelpunni í ljóshærðu skvísuna sem hún er í dag. Þessi sama vinkona er ekki í sambandi við Hildi í dag og segir þær hafa vaxið hvor í sína áttina. Hún segir Hildi Líf sækja í athygli og dramatík og aldrei sé nein lognmolla í kringum hana. Hún segir að upp úr 10. bekk hafi Hildur Líf byrjað að laðast að karlmönnum sem höfðu misjafnan bakgrunn: „Ég held að hún sé bara óörugg með sig.“ Undir niðri er hún alveg klár stelpa. En hún breytti ekki bara útliti sínu heldur líka málrómnum og hvern- ig hún talar. Hún var alls ekki svona mikil ljóska eins og virðist vera í dag. Ég held að hún sé bara í ein- hverju hlutverki til að fá athygli.“ Hildur Líf fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti eftir grunnskóla en hætti þar eftir eina önn. Lítil prinsessa með harða skel Hildur Líf hefur verið iðin við að koma sér á framfæri sem glamúrfyrir- sæta og tók þátt í Samkeppni Sam- úels 2010, eins og fram kemur í upp- hafi greinarinnar. Þar kynnir hún sig sem dæmigerða steingeit: „Ég er frek/ákveðin stelpugeit með bein í nefinu, er samt inn á milli skynsöm, lítil prinsessa … með harða skel.“ Hún segist einnig vera dugleg í rækt- inni og iðin í íþróttum: „Ég hef alltaf verið í sporti. Mamma henti ofvirka barninu sínu í fimleika þriggja til fjög- urra ára gömlu. Síðan hef ég æft nán- ast allt sem hægt er að æfa og fer líka reglulega í ræktina.“ Þar segist hún jafnframt eiga góðar minningar úr æsku og nefnir sem dæmi þegar pabbi hennar gaf henni írskan „setter“ sem hún nefndi Leó. Hún lét Leó draga sig um hverfið á hjólaskautum og þau hafi brallað ýmis prakkarastrik saman. Hildur Líf hlaut einnig titilinn Miss janúar í Skvísuvaktinni sem Ásdís Rán stóð fyrir á Pressunni árið 2010. Þar segist hún vera góðhjörtuð stelpa og áramótaheit hennar sé að verða enn betri manneskja. VIP-partí með glæpamönnum VIP-partíið áðurnefnda þótti heldur misheppnað því fátt þess fræga fólks sem sem vonast var eftir að léti sjá sig mætti. Sjálf segir Hildur Líf á Pressunni partíið hafa verið eitt allsherjargrín: „VIP-partíið var líka svakalegt djók. Bara það að hafa hleypt fullt af glæpa- mönnum inn á staðinn á sama tíma og fullt af viðskiptamönnum finnst mér svakalega fyndið og allt í kringum part- íið var djók. Sá sem sér ekki húmorinn í því hefur ekki húmor.“ Hvort Ellý Ár- manns og Sigríður Klingenberg hafi hlegið dátt innan um glæpamennina er ekki gott að vita, en þær voru svo til einu fulltrúar fræga fólksins, ef svo má að orði komast. Hildur Líf hélt fljót- lega aftur partí ásamt vinkonu sinni, í þetta skipti var það haldið á Akranesi. Það var aðeins lokaður hópur sem fór með á Skagann og voru þar Jón stóri og Geiri á Goldfinger fremstir meðal jafningja. Margslunginn karakter Hildur Líf er kunningi Jóns stóra en þau ásamt hópi fólks fóru meðal ann- ars á Ungfrú Vesturland og á Mótel Venus og skemmtu sér saman. Þar var einnig Geiri á Goldfinger og Rík- harð, sem er fyrrverandi kærasti dótt- ur Geira. Það má segja að þetta sé einn stór kunningjahópur sem tengist í gegnum Geira. Einn kunningi Hildar Lífar, sem ekki vill koma fram undir nafni, en þekkir vel til þessa hóps, seg- ir hana vera „margslunginn karakter.“ Ennfremur segir hann Hildi vera fína stelpu, en eilítið týnda. Aðspurður úti samband Hildar Lífar við Ríkharð segir hann margar sögur hafa verið á kreiki, hann viti ekki betur en þau séu bara vinir. Hann segir hana vera mjög meðvitaða um allt sem hún geri. „Hún væri mjög góður mafíósi. Þú veist aldrei hvað hún er að hugsa eða plana og hún fær sínu framgengt. Hún er ekki eins vitlaus og hún gefur sig út fyrir að vera, hún er alltaf plottandi eitthvað þessi stelpa. Allt sem hún ger- ir þjónar einhverjum tilgangi.“ Taldi fórnarlambið vera á leið í atvinnuviðtal Hildur Líf var fengin til að bera vitni í Black Pistons-málinu svokallaða. Hún var á heimili Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, sem sagður er vera höfuðpaur Black Pistons, á sama tíma og fórnarlamb ofbeldisverk- anna var þar. Fram hefur komið að hún farðaði yfir áverka fórnarlambs- ins. Sjálf sagði Hildur Líf fyrir dómi að hún hefði haldið að fórnarlambið væri að fara í atvinnuviðtal og hann hefði sjálfur beðið hana um að farða sig. Hvað hún var að gera heima hjá Ríkharði sagði hún vera einkamál, en eftir ávítur dómara sagði hún að þau hefðu bara verið að tala saman. Eins og kom fram í DV vakti vitnis- burður Hildar Lífar í málinu athygli og furðu. Hún ásakaði saksóknara um að vera með stæla við sig og sagði við dómara, þegar hann reyndi að leið- beina henni að tala rétt í hljóðnemann, að hún væri ekki þroskaheft. Vinkona hennar, sem sat á meðal áheyrenda, kallaði „heyr, heyr,“ Hildi Líf til stuðn- ings en óhætt er að segja að þessi fram- koma sé óvenjuleg í réttarsal. Nefbrotnaði í líkamsárás Sjálf hefur Hildur Líf verið fórnarlamb ofbeldis en fyrrverandi kærasti hennar Skúli Steinn Vilbergsson, Skúli Tyson, var sakfelldur fyrir að kasta bjórglasi í andlit hennar á skemmtistað í Kefla- vík í janúar 2009. Hildur Líf nefbrotn- aði og hlaut nokkra skurði í andliti. Skúli Steinn sagði Hildi Líf hafa spark- að í klofið á sér og ósjálfráð viðbrögð hans hafi verið að kasta glasinu frá sér en Hildur neitaði því og sagðist hafa sparkað í lærið á honum eftir að hann hafði niðurlægt hana fyrir framan vin- konur. Tvö vitni í málinu sögðu fyr- ir dómi að bæði Skúli Steinn og Hild- ur Líf hafi sett sig í samband við sig og beðið um að vitnisburður þeirra yrði þeim í hag. Hildur Líf fór fram á skaða- bætur að fjárhæð 1.600.000 krónur en Skúli Steinn var dæmdur til að greiða henni rúmlega 400.000 krónur. Hann fékk að auki fimm mánaða skilorðs- bundinn dóm til þriggja ára. Flink í förðun Samkvæmt heimildum DV stefndi hugur Hildar Lífar á fyrirsætustörf í Bandaríkjunum og telur hún að áverk- arnir og örin sem hún hlaut í kjölfar árásarinnar hafa eyðilagt fyrir sér at- vinnumöguleika á þeim vettvangi. Hæfileikar hennar liggja einna helst í því að hún þykir flink í förðun án þess að að vera lærð á því sviði en vart verð- ur um það deilt að hún hefur einnig hæfileika til þess að koma sér á fram- færi. Hún þykir skapmikil og ákveðin en báðir eiginleikar geta ýmist talist til kosta eða ókosta. Óvíst er hvað fram- tíðin ber í skauti sér hjá Hildi Líf en samkvæmt heimildum DV hefur hún lengi stefnt á að flytja til Noregs. „Skynsöm lítil prinsessa“ „Svo íþróttamanns- leg var hún í útliti og fasi að hún var kölluð „Hildur massi“ af öðrum nemendum. n Var strákastelpa sem lifði fyrir handbolta n Valin í landliðshóp undir 16 ára n Sögð sækja í athygli og dramatík n Breyttist í útliti í 10. bekk Hanna Ólafsdóttir hanna@dv.is VIP-partíið Hildur Líf, lengst til vinstri, ásamt gestum. Þarna sjást meðal annarra Sigríður Klingenberg og Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi skemmtistaðarins Goldfinger. Hildur Líf Hildur Líf hefur vakið mikla athygli að undanförnu, en hún bar vitni í svokölluðu Plack Pistons-máli með eftirminni- legum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.