Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 33
Ættfræði | 33Helgarblað 9.–11. september 2011 9. september 40 ára Barbara Milewczyk Faxabraut 25d, Reykjanesbæ Björn Jakob Magnússon Jónsgeisla 65, Reykjavík Margrét Sigfúsdóttir Þinghólsvegi 9, Mjóafirði Óli Jón Sigurðsson Hátúni 34, Reykjanesbæ Þórunn Sif Friðriksdóttir Strandgötu 71a, Eskifirði Jónína Líndal Sigmarsdóttir Bjarkargrund 6, Akranesi 50 ára Atli Viðar Engilbertsson Keilusíðu 2b, Akureyri Jóhannes G. Þorvarðarson Sæbóli 46, Grundarfirði Helgi Hrafnkell Helgason Hálsaseli 24, Reykjavík Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir Huldugili 25, Akureyri Hannes Valgeirsson Lindarbyggð 14, Mosfellsbæ Eyþór Gunnarsson Skaftahlíð 7, Reykjavík Margrét Anna Hjaltadóttir Austurvegi 2, Þórshöfn Kristín Theodóra Sveinsdóttir Frostafold 4, Reykjavík Auður Margrét Sigurðardóttir Deildarási 9, Reykjavík Sigrún Ögmundsdóttir Háholti 5, Hafnarfirði Sigríður Finnbogadóttir Laugarnesvegi 102, Reykjavík Tryggvi Þór Jóhannsson Brekkubyggð 71, Garðabæ Sigurður Matthíasson Barðastöðum 67, Reykjavík Meixian Wang Akurvöllum 1, Hafnarfirði Sigrún Inga Mogensen Stigahlíð 6, Reykjavík 60 ára Elísabet Skarphéðinsdóttir Hóli 2, Akureyri Soffía Emilía Bergmannsdóttir Hlíðarvegi 39, Ísafirði Einar Magnússon Króktúni 12, Hvolsvelli Agnes S. Eiríksdóttir Bugðulæk 14, Reykjavík Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Bræðratungu 24, Kópavogi Anna Þórunn Halldórsdóttir Seilugranda 14, Reykjavík Erla Vigdís Kristinsdóttir Dofrabergi 11, Hafnarfirði Guðfinna Björg Kristinsdóttir Njarðvíkurbraut 22, Reykjanesbæ Oktavía Guðmundsdóttir Hólavallagötu 9, Reykjavík Ísleifur Þorbjörnsson Gnoðarvogi 56, Reykjavík Sveinn Einarsson Ölduslóð 14, Hafnarfirði Ragnar Sigurbjörnsson Heiðarbrún 2, Hveragerði 70 ára Katrín Jónsdóttir Brekkubyggð 61, Garðabæ Þráinn Valur Ingólfsson Fornósi 3, Sauðárkróki Benedikt Elínbergsson Suðurvangi 2, Hafnarfirði 75 ára Árni Gunnarsson Stórholti 14, Reykjavík Magnús R. Jónsson Eskiholti 15, Garðabæ 80 ára Björg Þórisdóttir Skúlagötu 20, Reykjavík Guðjón Sigurjónsson Fannborg 8, Kópavogi Elín A. Þorsteinsdóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði Eiður Hafsteinsson Langholtsvegi 160, Reykjavík 85 ára Elín Helgadóttir Gullsmára 9, Kópavogi Snorri Jónsson Sunnubraut 15, Akranesi 90 ára Gunnhildur Bjarnason Hjallaseli 55, Reykjavík 101 árs Ármann Guðjónsson Brekkustíg 13, Sandgerði 10. september 40 ára Rayong Ngosanthiah Aðalstræti 1, Þingeyri Guðmundur Arnar Guðmundsson Valsmýri 5, Nes- kaupstað Júlíus Magnús Pálsson Tryggvagötu 22, Selfossi Hrefna Björk Guðnadóttir Aðalgötu 1, Dalvík Helgi Halldórsson Grænuhlíð 15, Reykjavík Fjóla Valborg Stefánsdóttir Lækjarvöllum 10, Grenivík Hrefna Guðmundsdóttir Auðarstræti 11, Reykjavík 50 ára Anna Bialobrzeska Skarðsbraut 19, Akranesi Finnbjörn Birgisson Hlíðarstræti 20, Bolungarvík Marsibil H. Halldórsdóttir Austurvegi 13, Ísafirði Ólafur Gunnar Sæmundsson Unnarbraut 22c, Sel- tjarnarnesi Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir Bólstaðarhlíð 48, Reykjavík Selma Filippusdóttir Mánabraut 1, Kópavogi Helga Sigurbjörg Sigurðardóttir Rauðalæk 61, Reykjavík Þórunn S. Gunnsteinsdóttir Smárarima 80, Reykjavík Þorsteinn J. Hannibalsson Reykjakoti 2 Björg Eysteinsdóttir Eskihvammi 4, Kópavogi Erla Alexandersdóttir Hlíðarhjalla 47, Kópavogi Jón Bruno Ingvarsson Markaskarði, Hvolsvelli 60 ára Guðjón S. Guðjónsson Eiríksgötu 25, Reykjavík Þorsteinn Christensen Gilsbakka 14, Hvolsvelli Guðjón Baldursson Reynihlíð 4, Reykjavík Gerður Hallsdóttir Melasíðu 3a, Akureyri Guðrún Bernódusdóttir Mosarima 8, Reykjavík Flosi Jörgensson Hamrahlíð 7, Vopnafirði Hjalti Jörgensson Hamrahlíð 28, Vopnafirði Ólafur Óskar Lárusson Kleppsvegi 6, Reykjavík Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir Grashaga 21, Selfossi Lilja Stefanía Mósesdóttir Yrsufelli 13, Reykjavík Helga Ágústsdóttir Búhamri 26, Vestmannaeyjum Þorgerður Jóh. Guðlaugsdóttir Víkurgili 15, Akureyri 70 ára Garðar Halldórsson Hryggjarseli 14, Reykjavík Álfheiður Ólafsdóttir Þrastarlundi 10, Garðabæ Eggert Briem Giljalandi 11, Reykjavík Steingerður Sigmundsdóttir Baughóli 25, Húsavík Karl E. Austan Vernharðsson Flyðrugranda 20, Reykjavík Gissur Vilhjálmsson Smyrlahrauni 60, Hafnarfirði Guðbjartur Einarsson Fagrahvammi 2b, Hafnarfirði 75 ára Elínborg Karlsdóttir Lágholti 17, Stykkishólmi Sigurbjörg Ármannsdóttir Hléskógum 1, Egilsstöðum Bergsteinn Pétursson Rauðhálsi, Vík Jóhanna Magnúsdóttir Strikinu 4, Garðabæ Jóhanna Gunnarsdóttir Austurbergi 36, Reykjavík Guðbjörg Jónína Katrín Arndal Norðurbraut 17, Hafnarfirði Þórdís Sigfúsdóttir Vesturvegi 5, Vestmannaeyjum Aðalgeir Egilsson Mánárbakka, Húsavík 80 ára Filip Þór Höskuldsson Strandvegi 18, Garðabæ Bergþóra Gísladóttir Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi 85 ára Ingibjörg Þorgrímsdóttir Blásölum 13, Kópavogi Steinar Hagalínsson Stekkjarholti 24, Akranesi Reinhold Greve Þykkvabæ 3, Reykjavík Ólafur Þorgrímsson Jöklafold 37, Reykjavík Guðjón Peter Hansen Haðalandi 12, Reykjavík Kristín Björg Sveinsdóttir Ljósheimum 18, Reykjavík 90 ára Vigdís Einarsdóttir Suðurlandsbraut 66, Reykjavík 11. september 40 ára Jón Emil Þorsteinsson Fléttuvöllum 41, Hafnarfirði Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Hagamel 29, Reykjavík Ástríður Gísladóttir Búagrund 7, Reykjavík Skúli Geir Jensson Ólafsgeisla 24, Reykjavík Þórhalli Haraldsson Húnaveri, Blönduósi Guðmundur Árni Sigfússon Maríubaugi 95, Reykjavík Jörgen Jörgensen Suðurhvammi 19, Hafnarfirði Davíð Haukur Unnsteinsson Suðurvangi 23b, Hafnar- firði Kristinn Gústaf Bjarnason Sólarsölum 4, Kópavogi Örn Frosti Ásgeirsson Hlíðarhjalla 27, Kópavogi Marinó Viðar Sveinsson Kálfskinni, Dalvík Jón Valgeir Björnsson Ásakór 1, Kópavogi Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir Gullengi 4, Reykjavík Jóhann Árni Helgason Breiðvangi 10, Hafnarfirði 50 ára Valur Sveinbjörnsson Langholtsvegi 25, Reykjavík Jóna Hálfdánardóttir Grundarási 11, Reykjavík Sigrún Baldursdóttir Vesturási 49, Reykjavík Þórdís Þórðardóttir Hálsaseli 40, Reykjavík Sigrún Andersen Móaflöt 20, Garðabæ Garðar Ingvi Gunnarsson Eiðsvallagötu 38, Akureyri Erik Jensen Lóni, Akureyri Snorri Þór Snorrason Garðarsbraut 31, Húsavík 60 ára Björg Pétursdóttir Dalatanga 1, Mosfellsbæ Guðrún Árnadóttir Seiðakvísl 17, Reykjavík Sigurgeir Benediktsson Sílakvísl 23, Reykjavík Lárus Ögmundsson Kjalarlandi 3, Reykjavík Halldór Sigurðsson Syðri-Sandhólum, Húsavík 70 ára Elsa Bjarnadóttir Stóra-Fjarðarhorni, Hólmavík Kristín Jónsdóttir Kársnesbraut 113, Kópavogi Eysteinn B. Guðmundsson Melgerði 40, Kópavogi Ólína Sigurbjört Guðmundsdóttir Hlíðarvegi 45, Siglufirði Björk Aðalsteinsdóttir Bauganesi 24, Reykjavík Eiríkur Þóroddsson Klapparstíg 7, Reykjavík 75 ára Ragnar Magnússon Breiðvangi 22, Hafnarfirði Þóra Kristjánsdóttir Jöklatúni 20, Sauðárkróki Guðríður Jónsdóttir Mánatúni 6, Reykjavík Karl Sigurjónsson Efstu-Grund, Hvolsvelli 80 ára Svavar Jónsson Laugatúni 32, Sauðárkróki Sveinbjörn Hjálmarsson Kirkjubæjarbraut 2, Vest- mannaeyjum Erla Sörladóttir Hraunbæ 64, Reykjavík 85 ára Hilmar Pétursson Sólvallagötu 34, Reykjanesbæ Kristján Sigurðsson Áslandi 6b, Mosfellsbæ Ásgeir Valdemarsson Hvassaleiti 26, Reykjavík Sigurbjörg Óskarsdóttir Gullsmára 9, Kópavogi Bjarni Ásmundsson Hjallaseli 55, Reykjavík Stefanía Ástvaldsdóttir Dvalarh aldraðra, Sauðárkróki 90 ára Sigríður S. Jónsdóttir Sléttuvegi 17, Reykjavík Guðrún Kristófersdóttir Sogavegi 168, Reykjavík B jörgvin fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Með- alholtinu. Hann var í Barnaskóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og Lindar götuskólanum. Þá lærði Björgvin á gítar hjá Katrínu Guðjónsdóttur og síðar á píanó í Tónskóla Sigursveins. Björgvin vann við húsasmíðar um skeið hjá Sigurði Bárðarsyni húsa- smíðameistara og vann við húsamál- un af og til í nokkur ár. Björgvin hefur verið gítarleikari frá því unglingsárunum og var um árabil almennt viðurkenndur sem langfremsti gítarleikari í poppbrans- anum hér á landi. Auk þess leikur hann á píanó og sítar sem hann eign- aðist árið 1969. Björgvin hefur m.a. spilað með hljómsveitunum Flamingo; Falcon; Zoo; Opus 4; Pops; Náttúru sem var við lýði 1969–73; Pelican 1973– 76; Paradís 1976; Póker 1977, og Ís- lenskri kjötsúpu 1979. Þá fór Björg- vin til Bandaríkjanna 1980, og lék þar með ýmsum hljómsveitum í eitt ár, var búsettur á Barðaströndinni í eitt sumar, bjó í Breiðholtinu skamma hríð en hefur verið búsettur á æsku- heimili sínu í Meðalholtinu frá 1982. Björgvin lék síðan með hljóm- sveitunnum Friðryk; Deild 1; Frökk- unum; Gömlu brýnunum; Pelican; spilaði með KK; Hljómsveit Stefáns P, og Bláa fiðringnum. Hann hefur auk þess starfaði töluvert með Mugison, bæði á tónleikum og við upptökur. Björgvin starfaði síðan við hljóð- blöndun og upptökur, m.a. í Þórs- kaffi, með Smákóngi á Snæfellsnes- inu og við Þjóðleikhúsið. Björgvin gaf út sólóplöturn- ar Öræfarokk, 1977; Glettur; 1981, Örugglega, 1983; bio, 2001 gefin út í 50 tölusettum eintökum, og Punkt, 2003. Helstu hljómplötur þeirra hljóm- sveita sem Björgvin hefur leikið með eru Magic Key með Náttúru; Upp- teknir og Lítil fluga, með Pelican; plata með Paradís; Kjötsúpa með samnefndri hljómsveit sem og ýmsar „session“-plötur. Þá hefur Björgvin leikið inn á fjölda hljómplatna með ýmsum hljómsveitum og einstökum tónlistarmönnum. Björgvin hefur tekið þátt í fjölda uppfærslna, s.s. Hárinu, 1971; Jesus Christ Superstar, 1973; Prinsessunni á bauninni, í Þjóðleikhúsinu 1979, og Síldin kemur – síldin fer, með Leik- félagi Reykjavíkur, 1988, auk þess sem hann hefur tekið þátt í fjölda tónlistarviðburða af ýmsu tagi. Þá hefur Björgvin sinnt gítar- kennslu, einkum síðustu árin. Fjölskylda Björgvin kvæntist 14.6. 1980 Guð- björgu Ólöfu Ragnarsdóttur, f. 15.9. 1952, sjúkraliða. Hún er dóttir Ragnars Guðbjörnssonar, f. 9.6. 1917, d. 19.1. 2008, sjómanns og bifreiðastjóra, og k.h., Bryndísar Baldvinsdóttur, f. 4.8. 1918, d. 12.4. 1978, húsmóður. Börn Björgvins og Guðbjargar Ólafar eru Ragnar Björgvinsson, f. 11.2. 1970, húsasmiður og nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri en kona hans er Margrét Lilja Magnús dóttir, f. 19.8. 1973, og eru börn hans Esther Björg Ragnars- dóttir, f. 7.8. 1995, Bjarmar Logi Ragnarsson, f. 22.10. 1999, og Elí Eldur Ragnarsson, f. 9.9. 2006; Óð- inn Bolli Björgvinsson, f. 18.8. 1972, rennismiður, iðnhönnuður og starfs- maður við Keili í Reykjanesbæ en kona hans er Guðrún Líneik Guð- jónsdóttir, f. 11.8. 1977, og eru börn þeirra Embla Dröfn Óðinsdóttir, f. 16.7. 2000, Bjarki Leó Óðinsson, f. 2.5. 2005, Hekla Óðinsdóttir, f. 22.9. 2007; Gísli Freyr Björgvinsson, f. 15.7. 1982, rafvirki en kona hans er Ólöf Inga Jónsdóttir, f. 26.10. 1983, og eru börn þeirra Antonía Mist Gísla- dóttir, f. 13.4. 2003, Björgvin Steinar Gíslason, f. 17.9. 2005, og Darri Freyr Gíslason, f. 8.8. 2009. Systur Björgvins eru Halla Gísla- dóttir, f. 26.9. 1939, húsmóðir í Nor- egi; Bryndís Gísladóttir, f. 8.1. 1945, starfsmaður við umönnun, búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Björgvins voru Gísli Gestur Guðmundsson, f. 18.10. 1910, málarameistari í Reykjavík, og k.h., Hallfríður Jóna Jónsdóttir, f. 11.5. 1915, d. 26.1. 1981, húsmóðir. Ætt Gísli Gestur var bróðir Helgu, móður Árna Árnasonar sem var stofnandi og forstjóri Austurbakka, föður Árna Þórs, framkvæmdastjóra Oxymap. Gísli Gestur var sonur Guðmund- ar, b. í Ártúni og sjómanns og síðar ökumanns í Reykjavík Guðmunds- sonar, húsmanns í Hamraendum Þórhallasonar, b. á Hamraendum í Tungu í Hörðudal Jónssonar. Móðir Guðmundar húsmanns var Signý Sæmundsdóttir. Móðir Guðmund- ar í Ártúni var Solveig Einarsdóttir, b. í Hvammi í Kjós Erlendssonar, og Margrétar Ólafsdóttur. Móðir Gísla Gests var Margrét Ólafsdóttir Þórðar, b. í Ártúni á Kjalar- nesi Eyjólfssonar, bókbindara að Lykkju Ólafssonar. Móðir Ólafs á Hofi var Diljá Þórðardóttir, systir Runólfs, hreppstjóra í Saurbæ, afa Matthíasar þjóðminjavarðar og Björns forsætis- ráðherra, Þórðarsona. Móðir Mar- grétar var Ástríður Jónsdóttir, b. á Hofi á Kjalarnesi Runólfssonar, b. á Ketils- stöðum á Kjalarnesi, bróður Magnús- ar, langafa Árna, afa Styrmis Gunnars- sonar, fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins. Runólfur var sonur Magnúsar, b. á Bakka á Kjalar nesi Hallgrímssonar, b. á Bakka Þorleifssonar. Móðir Hall- gríms var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu í Hvalfirði Hallgrímsson- ar, prests og sálmaskálds á Saurbæ í Hvalfirði Péturssonar. Móðir Ástríðar var Ástríður Sigurðardóttir, b. á Hofi á Kjalarnesi Þórólfssonar, b. í Engey Þorbjörnssonar. Móðir Ástríðar var Margrét, systir Þorláks, afa Þorláks Jo- hnson, kaupmanns í Reykjavík. Mar- grét var dóttir Lofts, b. á Móum á Kjalarnesi Þorkelssonar, bróður Guð- rúnar, langömmu Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Lofts var Margrét, systir Halldórs, langafa Ólafar, langömmu Jóhannesar Nor- dal, föður Ólafar Nordal, alþm. og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Margrét var dóttir Bjarna, b. á Skild- inganesi Bergsteinssonar og Guðríðar Tómasdóttur, b. á Arnarhóli í Reykja- vík og ættföður Arnarhólsættar Berg- steinssonar. Hallfríður Jóna var dóttir Jóns, sem átti og starfrækti Fiskhöllina í Reykjavík með Steingrími. Jón var sonur Guðna, b. í Þorleifskoti í Flóa Felixsonar, b. á Arnarhóli í Vestur- Landeyjum Guðnasonar, b. þar Ög- mundssonar. Móðir Guðna í Þor- leifskoti var Halldóra Bjarnadóttir, hreppstjóra í Laugardælum Símon- arsonar. Móðir Jóns í Fiskhöllinni var Þuríður, systir Þórdísar, langömmu Jónatans Þórmundssonar lagapró- fessors. Þuríður var dóttir Hannesar, b. á Minna-Mosfelli í Grímsnesi Jóns- sonar, og Auðbjargar Þorleifsdóttur. Móðir Hallfríðar var Hallbera, systir Guðríðar, móður Runólfs Sæ- mundssonar forstjóra, föður Loga framkvæmdastjóra. Hallbera var dóttir Otta, vinnumanns á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi, sonar Guð- mundar Guðmundssonar og Guð- rúnar Hákonardóttur. Móðir Hallberu var Vilborg, systir Gamalíels, föð- ur Guðmundar bóksala og Guðjóns, föður Odds sendiherra og Guðmund- ar arkitekts. Vilborg var dóttir Odds, b. á Indriðastöðum Helga sonar, og Hall- beru Þorsteinsdóttur. Björgvin Gíslason Gítarleikari í Reykjavík 60 ára sl. sunnudag Afmælisbörn helgarinnar Til hamingju! I ngimar fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Laugarási í Biskupstungum. Hann var í Barnaskólanum í Reykholti, stundaði nám við Fjölbrauta- skóla Suður lands á Selfossi og við Borgar holtsskóla í Reykjavík, lauk þaðan sveinsprófi í bifvélavirkjun og síðan meistaraprófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík árið 2008. Ingimar var bifvélavirki hjá Véla- veri í Reykjavík á árunum 2003– 2009 en starfar nú hjá K2M á Akur- eyri. Ingimar var aðstoðarökumaður í rallýkeppnum í nokkur ár. Þá söng hann með karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði um skeið. Fjölskylda Eiginkona Ingimars er Kristín Helga Jónasdóttir, f. 22.3. 1984, hjúkrunar- fræðingur. Dóttir Ingimars og Kristínar Helgu er Bríet Laufey Ingimarsdóttir, f. 27.7. 2011. Systkini Ingimars eru Ólafur Loftsson, f. 25.6. 1977, tæknimað- ur hjá Icelandair Hotels, búsettur í Hafnarfirði; Eyþór Loftsson, f. 28.12. 1985, rafvirki hjá Rafmiðlun, búsettur í Kópavogi; Guðrún Arna Loftsdóttir, f. 9.6. 1993, nemi við Menntaskólann við Sund, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Ingimars eru Loftur Ingólfsson, f. 17.4. 1955, vélvirki á Iðu, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 19.2. 1956, læknaritari. Ingimar Loftsson Bifvélavirki á Akureyri 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.