Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað B ankar á Íslandi græða meira á viðskiptavinum sínum en bankar annars staðar í Evr- ópu. Munurinn á innláns- vöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna var 9,3 prósentu- stig árið 2009 en það setti Ísland í 110. sæti af 137 löndum sem fjallað var um í skýrslu Alþjóðefnahagsráðs- ins, sem unnin var upp úr gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mest- ur munur er á þessum vöxtum á Ís- landi af öllum Evrópuríkjunum 34 sem fjallað er um í skýrslunni. Serbía kemur næst fyrir ofan Ísland á listan- um, í 106. sæti. Ísland langt fyrir neðan Norðurlöndin Norðurlöndin eru öll talsvert ofar á listanum en Ísland. Það þýðir að hagstæðara er fyrir einstaklinga að vera í viðskiptum við viðskiptabanka annars staðar á Norðurlöndun- um en á Íslandi með tilliti til vaxta. Finnland er efst Norðurlandanna á listanum, í 6. sæti, með 0,9 pró- sentustiga mun á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum. Næsta Norðurland á eftir Finnlandi er Svíþjóð, í 11. sæti. Noregur er í 15. sæti listans og Dan- mörk í 36. sæti. Ísland er 8,4 prósentustigum fyr- ir neðan Finnland á listanum og 6,1 prósentustigi á eftir Danmörku. Í raun er ekki hægt að flokka Ísland með hinum Norðurlöndunum á list- anum og er umhverfið hér á landi talsvert líkara því sem gerist í Afríku og Suður-Ameríku. Hagnaður bankanna sífellt meiri Eins og fram kemur í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er ekki að sjá annað en að enn sé þessi mikli munur á innláns- og út- lánsvöxtum. Bankinn hagnaðist um 10,2 milljarða króna á aðeins sex mánuðum. Eins og fram kom í DV á miðvikudag er það 160 sinnum meira en þýski bankinn Commerzbank, sem er næst stærsti banki Þýska- lands, gerði á sama tímabili, sé mið- að við hagnað í hlutfalli við eignir. Í Vaxtamunurinn eins og í afríku n Munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna gríðarlegur n Staðan svipuð og í Armeníu og Bólivíu n Ísland 74 sætum neðar á listanum en Danmörk Holland -0,6% Finnland 0,9% Austurríki 1,2% Ungverjaland2,9% Lúxemborg 1,5% Malta 1,6% Ítalía 2,7% Sviss 2,7% Þýskaland 2,7% Svíþjóð 1,9% Litháen 1,9% Noregur 2,1% Frakkland 0,7% Portúgal 2,6% Írland 2,7% Danmörk 3,2% Tyrkland 3,4% Pólland 3,4% Spánn 4,5% Eistland 4,6% Serbía 8,7% Slóvenía 4,6% Tékkland 4,7% Búlgaría 5,2% Rúmenía 5,4% Albanía 5,9% Rússland 6,7% Úkraína 7,1% Lettland 8,2% Svart- fjallaland 5,6% Moldavía 5,6% Grikkland 3,4% Bretland 0,2% HeiMilD: AlþjóðefNAHAgSráðið, AlþjóðAgjAlDeyriSSjóðuriNN Ísland langt frá nágrönnum Munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum í prósentustigum í Evrópu. því ljósi er athyglisvert að bera sam- an vaxtamun íslensku bankanna við þá þýsku. Þá kemur í ljós að 6,6 pró- sentustiga munur er á muninum á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna og þýsku bank- anna. Þýskaland situr í 28. sæti listans en er á pari við banka í Sviss, Bandaríkjunum og Ítalíu þar sem vaxtamunurinn nemur 2,7 pró- sentustigum. innlán og útlán bankanna svipuð Tölurnar í skýrslu Alþjóðaviðskipta- ráðsins miða við árið 2009 en þá var hagnaður bankanna talsvert minni. Samanlagður hagnaður bank- anna var engu að síður tugir millj- arða króna það ár. Hagnaður Arion banka var árið 2009 12,9 milljarðar króna, hagnaður Landsbankans 14,3 milljarðar og Íslandsbanka 24 milljarðar. Samkvæmt uppgjöri Ar- ion banka fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi vaxið úr 10,3 milljörðum 2010 í 11,2 millj- arða á tímabilinu. Í uppgjörinu kemur einnig fram að aðeins munar einum milljarði króna á innlánum og útlánum Arion banka. Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna var þá 3,2 pró- sent á tímabilinu á meðan munur- inn var 2,8 prósent á sama tímabili í fyrra. Ísland 9,3% Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „ Ísland er 8,4 pró- sentustigum fyrir neðan Finnland á listan- um og 6,1 prósentustigi á eftir Danmörku félag aðstoðarforstjóra landspítalans í þrot: Lítið fékkst upp í kröfur Skiptum er lokið í þrotabúi einka- hlutafélagsins A1919, sem áður hét Eignarhaldsfélagið Hnota. Fengust um 70 milljónir króna upp í nærri 380 milljóna kröfur félagsins. Aðeins 0,32 prósent upp í almennar kröfur. Hnota var stofnað utan um hlut Benedikts Olgeirssonar í fjárfest- ingafélaginu Atorku árið 2006 en á þeim tíma var hann í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Hann er aðstoð- arforstjóri Landspítalans. Hnota fór með 1,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið fékk lán hjá Lands- bankanum fyrir hlutabréfakaupun- um í Atorku. Eftir að Atorka óskaði eftir greiðslustöðvun árið 2009 var Benedikt tímabundið gerður að for- stjóra fyrirtækisins. Í nóvember árið 2010 var hann hins vegar ráðinn að- stoðarforstjóri Landspítalans þar sem hann starfar í dag. Félag Benedikts er ekki eina félagið hjá fyrrverandi stjórnend- um Atorku sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta. Eignarhaldsfélög í eigu Magnúsar Jónssonar, fyrrver- andi forstjóra Atorku, og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Atorku Group, hafa sem dæmi verið tekin til gjaldþrota- skipta. Stjórnendur Atorku fóru með 37 prósenta hlut í félaginu í gegnum ýmis félög eins og Skessu, Harðbak, Ránarborg og Máv sem öll eru gjald- þrota í dag líkt og félag Benedikts. as@dv.is Úrgangur barst niður Ytri-Rangá Mengunarslys varð þegar úrgang- ur úr kjúklingasláturhúsi við Hellu barst niður Ytri-Rangá á miðviku- daginn og segja veiðimenn að óveið- andi hafi verið í ánni. RÚV greindi frá þessu á fimmtudagskvöldið. Á annan tug útlendinga var að veiðum í Ytri-Rangá við Hellu í gær og tóku þeir eftir því þegar að úrgangur frá kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs barst niður ána. Þar á meðal kjúklingainnyfli og kjúklinga- fita að sögn veiðilögsögumanns, Guðmundar Atla Ásgeirssonar, sem var að störfum í ánni. Hann segir að erlendur ferðamaður hafi neitað að bíta í ugga á maríulaxi sínum vegna mengunarinnar. Framleiðslustjóri Reykjagarðs, Sigurður Árni Geirsson, segir að um mistök hafi verið að ræða þegar of mikið vatn flæddi niður fitugildru, með þeim afleiðingum að yfirflæði varð á veitukerfi fyrirtækisins. Hann segir ábyrgðina liggja hjá fyrirtæk- inu og hjá verktaka sem var að skola gildruna, en kannast ekki við að slíkt hafi gerst áður þrátt fyrir að veiðilög- sögumaðurinn segi að svo sé. „Það var kannski einum, tveimur einstaklingum heitt í hamsi þarna en andinn á fundinum var heiðar- leg og hreinskiptin umræða þar sem fólk var að tjá sig um hversu alvarleg mistök voru gerð og að ræða rann- sóknarskýrsluna,“ segir Guðbjörg Jó- hannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Félagið bauð Karli Sigur- björnssyni, biskupi Íslands, og Pétri Hafstein, forseta kirkjuþings, á fund sinn í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á þriðjudag þar sem fjallað var um sannleiksskýrsl- una sem kom út fyrr á þessu ári og fjallaði um stjórnunarhætti kirkjuyf- irvalda og viðbrögð þeirra við ásök- unum á hendur Ólafi Skúlasyni. Prestar sem þarna voru sam- ankomnir komu sínum skoðunum milliliðalaust á framfæri við bisk- up og einhverjir gengu svo langt að opinbera þá skoðun sína að Karli bæri að segja af sér vegna þáttar hans í málinu. Guðbjörg staðfestir í samtali við DV að þessari skoðun hafi verið varpað fram. „Við erum margir prest- ar og einhverjir telja að biskup eigi að segja af sér. Þrátt fyrir þessa skoð- un einstaklinga þá er það ekki hlut- verk Prestafélagsins að hafa á því skoðun. Það ríkir aldrei 100 prósent sátt með neitt, sama í hvaða félagi það er, en það sem var gott við þenn- an góða fund var að þar áttu sér stað hreinskiptin skoðanaskipti. Og þeir sem höfðu tilteknar skoðanir fengu að koma þeim á framfæri og fólk var óhrætt við að tjá sig.“ Guðbjörg segir sömuleiðis að biskup væri sammála þeirri skoðun presta að haldið verði áfram veg- inn og tryggt að því góða verki sem hófst með skýrslunni og skipun fag- ráðs kirkjunnar verði haldið áfram og fylgt kirfilega eftir. mikael@dv.is Prestum heitt í hamsi á fundi Prestafélags Íslands: Vilja að biskup segi af sér Biskup og forseti kirkjuþings mættu Prestafélag Íslands bauð biskupi á fund á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.