Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Síða 6
6 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað B ankar á Íslandi græða meira á viðskiptavinum sínum en bankar annars staðar í Evr- ópu. Munurinn á innláns- vöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna var 9,3 prósentu- stig árið 2009 en það setti Ísland í 110. sæti af 137 löndum sem fjallað var um í skýrslu Alþjóðefnahagsráðs- ins, sem unnin var upp úr gögnum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mest- ur munur er á þessum vöxtum á Ís- landi af öllum Evrópuríkjunum 34 sem fjallað er um í skýrslunni. Serbía kemur næst fyrir ofan Ísland á listan- um, í 106. sæti. Ísland langt fyrir neðan Norðurlöndin Norðurlöndin eru öll talsvert ofar á listanum en Ísland. Það þýðir að hagstæðara er fyrir einstaklinga að vera í viðskiptum við viðskiptabanka annars staðar á Norðurlöndun- um en á Íslandi með tilliti til vaxta. Finnland er efst Norðurlandanna á listanum, í 6. sæti, með 0,9 pró- sentustiga mun á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum. Næsta Norðurland á eftir Finnlandi er Svíþjóð, í 11. sæti. Noregur er í 15. sæti listans og Dan- mörk í 36. sæti. Ísland er 8,4 prósentustigum fyr- ir neðan Finnland á listanum og 6,1 prósentustigi á eftir Danmörku. Í raun er ekki hægt að flokka Ísland með hinum Norðurlöndunum á list- anum og er umhverfið hér á landi talsvert líkara því sem gerist í Afríku og Suður-Ameríku. Hagnaður bankanna sífellt meiri Eins og fram kemur í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er ekki að sjá annað en að enn sé þessi mikli munur á innláns- og út- lánsvöxtum. Bankinn hagnaðist um 10,2 milljarða króna á aðeins sex mánuðum. Eins og fram kom í DV á miðvikudag er það 160 sinnum meira en þýski bankinn Commerzbank, sem er næst stærsti banki Þýska- lands, gerði á sama tímabili, sé mið- að við hagnað í hlutfalli við eignir. Í Vaxtamunurinn eins og í afríku n Munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna gríðarlegur n Staðan svipuð og í Armeníu og Bólivíu n Ísland 74 sætum neðar á listanum en Danmörk Holland -0,6% Finnland 0,9% Austurríki 1,2% Ungverjaland2,9% Lúxemborg 1,5% Malta 1,6% Ítalía 2,7% Sviss 2,7% Þýskaland 2,7% Svíþjóð 1,9% Litháen 1,9% Noregur 2,1% Frakkland 0,7% Portúgal 2,6% Írland 2,7% Danmörk 3,2% Tyrkland 3,4% Pólland 3,4% Spánn 4,5% Eistland 4,6% Serbía 8,7% Slóvenía 4,6% Tékkland 4,7% Búlgaría 5,2% Rúmenía 5,4% Albanía 5,9% Rússland 6,7% Úkraína 7,1% Lettland 8,2% Svart- fjallaland 5,6% Moldavía 5,6% Grikkland 3,4% Bretland 0,2% HeiMilD: AlþjóðefNAHAgSráðið, AlþjóðAgjAlDeyriSSjóðuriNN Ísland langt frá nágrönnum Munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum í prósentustigum í Evrópu. því ljósi er athyglisvert að bera sam- an vaxtamun íslensku bankanna við þá þýsku. Þá kemur í ljós að 6,6 pró- sentustiga munur er á muninum á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum íslensku bankanna og þýsku bank- anna. Þýskaland situr í 28. sæti listans en er á pari við banka í Sviss, Bandaríkjunum og Ítalíu þar sem vaxtamunurinn nemur 2,7 pró- sentustigum. innlán og útlán bankanna svipuð Tölurnar í skýrslu Alþjóðaviðskipta- ráðsins miða við árið 2009 en þá var hagnaður bankanna talsvert minni. Samanlagður hagnaður bank- anna var engu að síður tugir millj- arða króna það ár. Hagnaður Arion banka var árið 2009 12,9 milljarðar króna, hagnaður Landsbankans 14,3 milljarðar og Íslandsbanka 24 milljarðar. Samkvæmt uppgjöri Ar- ion banka fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs kemur fram að hreinar vaxtatekjur bankans hafi vaxið úr 10,3 milljörðum 2010 í 11,2 millj- arða á tímabilinu. Í uppgjörinu kemur einnig fram að aðeins munar einum milljarði króna á innlánum og útlánum Arion banka. Vaxtamunur af meðalstöðu vaxtaberandi eigna var þá 3,2 pró- sent á tímabilinu á meðan munur- inn var 2,8 prósent á sama tímabili í fyrra. Ísland 9,3% Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „ Ísland er 8,4 pró- sentustigum fyrir neðan Finnland á listan- um og 6,1 prósentustigi á eftir Danmörku félag aðstoðarforstjóra landspítalans í þrot: Lítið fékkst upp í kröfur Skiptum er lokið í þrotabúi einka- hlutafélagsins A1919, sem áður hét Eignarhaldsfélagið Hnota. Fengust um 70 milljónir króna upp í nærri 380 milljóna kröfur félagsins. Aðeins 0,32 prósent upp í almennar kröfur. Hnota var stofnað utan um hlut Benedikts Olgeirssonar í fjárfest- ingafélaginu Atorku árið 2006 en á þeim tíma var hann í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins. Hann er aðstoð- arforstjóri Landspítalans. Hnota fór með 1,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið fékk lán hjá Lands- bankanum fyrir hlutabréfakaupun- um í Atorku. Eftir að Atorka óskaði eftir greiðslustöðvun árið 2009 var Benedikt tímabundið gerður að for- stjóra fyrirtækisins. Í nóvember árið 2010 var hann hins vegar ráðinn að- stoðarforstjóri Landspítalans þar sem hann starfar í dag. Félag Benedikts er ekki eina félagið hjá fyrrverandi stjórnend- um Atorku sem tekið hefur verið til gjaldþrotaskipta. Eignarhaldsfélög í eigu Magnúsar Jónssonar, fyrrver- andi forstjóra Atorku, og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Atorku Group, hafa sem dæmi verið tekin til gjaldþrota- skipta. Stjórnendur Atorku fóru með 37 prósenta hlut í félaginu í gegnum ýmis félög eins og Skessu, Harðbak, Ránarborg og Máv sem öll eru gjald- þrota í dag líkt og félag Benedikts. as@dv.is Úrgangur barst niður Ytri-Rangá Mengunarslys varð þegar úrgang- ur úr kjúklingasláturhúsi við Hellu barst niður Ytri-Rangá á miðviku- daginn og segja veiðimenn að óveið- andi hafi verið í ánni. RÚV greindi frá þessu á fimmtudagskvöldið. Á annan tug útlendinga var að veiðum í Ytri-Rangá við Hellu í gær og tóku þeir eftir því þegar að úrgangur frá kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs barst niður ána. Þar á meðal kjúklingainnyfli og kjúklinga- fita að sögn veiðilögsögumanns, Guðmundar Atla Ásgeirssonar, sem var að störfum í ánni. Hann segir að erlendur ferðamaður hafi neitað að bíta í ugga á maríulaxi sínum vegna mengunarinnar. Framleiðslustjóri Reykjagarðs, Sigurður Árni Geirsson, segir að um mistök hafi verið að ræða þegar of mikið vatn flæddi niður fitugildru, með þeim afleiðingum að yfirflæði varð á veitukerfi fyrirtækisins. Hann segir ábyrgðina liggja hjá fyrirtæk- inu og hjá verktaka sem var að skola gildruna, en kannast ekki við að slíkt hafi gerst áður þrátt fyrir að veiðilög- sögumaðurinn segi að svo sé. „Það var kannski einum, tveimur einstaklingum heitt í hamsi þarna en andinn á fundinum var heiðar- leg og hreinskiptin umræða þar sem fólk var að tjá sig um hversu alvarleg mistök voru gerð og að ræða rann- sóknarskýrsluna,“ segir Guðbjörg Jó- hannesdóttir, formaður Prestafélags Íslands. Félagið bauð Karli Sigur- björnssyni, biskupi Íslands, og Pétri Hafstein, forseta kirkjuþings, á fund sinn í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á þriðjudag þar sem fjallað var um sannleiksskýrsl- una sem kom út fyrr á þessu ári og fjallaði um stjórnunarhætti kirkjuyf- irvalda og viðbrögð þeirra við ásök- unum á hendur Ólafi Skúlasyni. Prestar sem þarna voru sam- ankomnir komu sínum skoðunum milliliðalaust á framfæri við bisk- up og einhverjir gengu svo langt að opinbera þá skoðun sína að Karli bæri að segja af sér vegna þáttar hans í málinu. Guðbjörg staðfestir í samtali við DV að þessari skoðun hafi verið varpað fram. „Við erum margir prest- ar og einhverjir telja að biskup eigi að segja af sér. Þrátt fyrir þessa skoð- un einstaklinga þá er það ekki hlut- verk Prestafélagsins að hafa á því skoðun. Það ríkir aldrei 100 prósent sátt með neitt, sama í hvaða félagi það er, en það sem var gott við þenn- an góða fund var að þar áttu sér stað hreinskiptin skoðanaskipti. Og þeir sem höfðu tilteknar skoðanir fengu að koma þeim á framfæri og fólk var óhrætt við að tjá sig.“ Guðbjörg segir sömuleiðis að biskup væri sammála þeirri skoðun presta að haldið verði áfram veg- inn og tryggt að því góða verki sem hófst með skýrslunni og skipun fag- ráðs kirkjunnar verði haldið áfram og fylgt kirfilega eftir. mikael@dv.is Prestum heitt í hamsi á fundi Prestafélags Íslands: Vilja að biskup segi af sér Biskup og forseti kirkjuþings mættu Prestafélag Íslands bauð biskupi á fund á þriðjudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.