Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 9.–11. september 2011 Helgarblað n Gift lagði fé í fasteignauppbygginu í Örfirisey 2007 n Krefjast nauðungar- uppboðs á eignunum n Magnús Jónat- ansson missir eignir sínar úti á Granda Lánaði hundruð milljóna fyrir fasteignum F járfestingafélagið Gift hefur farið þess á leit við sýslumannsemb­ ættið í Reykjavík að það bjóði upp fasteignir sem félagið á veð í á Hólmaslóð 2 og 4 í Örfirisey í Reykjavík. Fasteignirnar eru í eigu eignarhaldsfélagsins Góms. Stærstu hluthafar Góms eru fjárfestirinn Magn­ ús Jónatansson og Sparisjóðabankinn, Icebank, sem báðir eru með 35 pró­ senta eignarhlut. Nauðungaruppboðin munu eiga sér stað síðar í haust sam­ kvæmt upplýsingum frá sýslumannin­ um í Reykjavík. Ástæða þess að Gift, sem stofnað var til að halda utan um eign­ ir og skuldbindingar Samvinnutrygg­ inga árið 2007, fer fram á nauðungar­ söluna er sú að félagið fjármagnaði kaup Góms á fasteignunum árið 2007. Í staðinn fékk Gift veð í fasteignunum. Gríðarleg uppbygging fyrirhuguð Kaup Góms á fasteignunum í Örfiris­ ey voru hluti af hugmyndum eigenda Góms og eignarhaldsfélagsins Lind­ bergs ehf., sem var í eigu sömu aðila, um gríðarlega uppbyggingu á svæðinu. Lindberg og Gómur keyptu tugi fast­ eigna í Örfirisey í lok árs 2006 og byrjun árs 2007 fyrir samtals nokkra milljarða króna. Lindberg hefur nú verið yfirtek­ ið af slitastjórn Icebank, sem fjármagn­ aði fasteignakaup félagsins, og er bank­ inn því eigandi þeirra fasteigna sem Lindberg átti. Magnús mun því missa eignarréttinn af fasteignunum í Örfiris­ ey yfir til kröfuhafa sinna. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á sínum tíma að falla frá forkaupsrétti sínum á fasteignunum og veita Lind­ bergi leyfi til að kaupa þær. Fasteign­ irnar eru fyrst og fremst við Fiskislóð, Hólmaslóð og Eyjarslóð. Hugmyndir Reykjavíkurborgar á þeim tíma gengu út á að þróa íbúðabyggð í Örfirisey og er líklegt að Lindberg hafi fjárfest í fast­ eignunum vegna þess að félagið hafi viljað taka þátt í því verkefni. Efnahags­ hrunið setti í strik í reikninginn hjá félögunum, líkt og gilti um mörg önnur fasteignafélög á Íslandi, og ekki var ráð­ ist í þá uppbyggingu úti í Örfirisey sem fyrirhuguð var. Upphaflega lánaði Icebank um þrjá milljarða króna til Lindbergs til að kaupa eignir á Fiskislóð. Í kjölfar­ ið keypti Gómur eignir á Eyjarslóð og Hólmaslóð og voru kaupin fjármögn­ uð að hluta að minnsta kosti með lán­ um frá Gift. Í tveimur veðskuldabréf­ um sem Gómur stílaði á handhafa í júlí 2007 kemur fram að að félagið veð­ setji eignir á Hólma­ og Eyjarslóð fyrir 390 og 450 milljónir króna. Veðskulda­ bréfin eru bæði með beinni uppboðs­ heimild. Keyptu skuldabréf fyrir 840 milljónir Í fundargerð stjórnar Giftar frá 20. júní, sem DV hefur undir höndum, kemur fram að sú breyting hafi orðið á eignasafni félagsins að það hafi keypt skuldabréf með fasteignaveði fyrir 840 milljónir króna. „Frá lokum apríl 2007 til 14. júní 2007 hefur sú breyting orðið á eignasafni félagsins og skuld­ um þess að keypt voru skuldabréf með fasteignaveði fyrir 840 milljón­ ir króna og voru kaupin fjármögnuð með bankaláni.“ Nokkra athygli vek­ ur að Gift tók bankalán til að kaupa umrædd skuldabréf. Félagið var með eigið fé upp á um 30 milljarða króna þegar viðskiptin áttu sér og hefði því getað fjármagnað skuldabréfakaupin án lántöku. Hugsanlegt er að Gift hafi keypt skuldabréfin vegna þess að Gómur átti í erfiðleikum með að fá frekari fyrirgreiðslu í bankakerfinu vegna fasteignaverkefnisins í Örfiris­ ey. Útgáfa skuldabréfs hafi því verið ákveðin þrautalending í málinu. Vildu dreifa áhættunni Guðsteinn Einarsson, stjórnarfor­ maður Giftar, segir að félagið hafi keypt skuldabréf í Gómi á sínum tíma til að dreifa áhættu félagsins. „Gift keypti skuldabréf í þessu félagi á markaði. Þetta var bara hluti af fjár­ festingarstefnu félagsins: Að dreifa áhættu þess. Við hefðum nú átt að gera það meira en við gerðum,“ segir Guðsteinn en með síðustu staðhæf­ ingunni er hann að vísa til þess að Gift átti stóran hlut í Kaupþingi, 2,58 prósent, og var níundi stærsti hluthafi bankans. Guðsteinn segir að hann átti sig ekki á hvað Gift muni fá upp kröfur sínar á hendur Gómi. „Við erum bara að vernda hagsmuni okkar með því að innheimta skuldabréfin sem eru í vanskilum. Svo kemur það bara í ljós þegar betur árar. Við höfum ekki hug­ mynd um þetta að öðru leyti en eig­ endurnir hafa ekki borgað af þessum skuldum í langan tíma,“ segir Guð­ steinn. Ljóst er því að Magnús Jón­ atansson og félög í hans eigu munu ekki halda eftir þeim fasteignum sem félagið keypti í Örfirisey árin 2006 og 2007. „Við erum bara að vernda hags- muni okkar með því að innheimta skuldabréfin sem eru í vanskilum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Um lán Icebank til Lindbergs „Í fundargerð lánanefndar 14. júní 2007 er samþykkt að hækka fyrirgreiðslu til Lindbergs ehf. úr 1,3 milljörðum króna í 1,5 milljarða króna, sem ráðstafað var til að kaupa land í Örfirisey með það í huga að nýta það til íbúðabyggðar. Athygli vekur að þegar lánið er veitt var ekki til nýtt skipulag fyrir Örfirisey og því ekki hægt að gera áætlanir um það hvenær uppbygging gæti hafist og því síður hvenær og hvort fjárfestingin myndi skila tekjum fyrir bankann. Í ljósi þessa verður að telja að töluverð óvissa og áhætta hafi fylgt verkefninu. Í skýrslu um stærstu útlán Sparisjóðabankans sem dagsett er 24. febrúar 2009 kemur fram að stjórnendur bankans voru vel meðvitaðir um áhættuna sem tengdist útlánum til félaga er tengdust Magnúsi Jónatanssyni. „Að sögn bankastjóra var ljóst þegar farið var í þessar fjárfestingar að einu veðin sem yrðu á bak við þessi verkefni væru þau lönd sem voru fjármögnuð í upphafi. Því var það meðvituð ákvörðun að kalla ekki eftir auknum tryggingum þrátt fyrir að tryggingaþekja væri undir viðmiðum (125%). Stjórnendur gerðu sér grein fyrir því að bankinn væri að taka alla áhættuna. Verið var að fjárfesta í tækifæri sem Magnús Jónatansson átti hugmyndina að.““ Skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis. Magnús stærstur Magnús Jónatansson er stærsti hluthafi Góms ásamt Sparisjóða- bankanum, Icebank. Saga Giftar Sögu fjárfestingarfélagsins Giftar má rekja aftur til ársins 2007 en þá var eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar lagt niður og Gift búið til. Félagið var með um 30 milljarða króna í eigið fé. Rætt var um það á þeim tíma að greiða ætti 20 milljarða af þessum 30 til um þeirra 40 þúsund tryggingataka, einstaklinga og lögaðila, sem áttu hlut í Samvinnutryggingum. Skiptin á félaginu drógust hins vegar en upphaflega átti þeim að ljúka haustið 2007. Hluthafar Giftar, þessir 40 þúsund tryggingatakar, fengu því aldrei þá fjármuni sem þeim hafði verið lofað. Í stað þess fjárfesti Gift í umtalsverðum hlut í Kaupþingi í árslok 2007 en um var að ræða hlut sem hafði áður verið í hlut fjárfestingarfélagsins Gnúps sem varð tæknilega gjaldþrota í desember það ár. Félagið átti einnig hlut í Exista sem verðmetinn var á um 15 milljarða króna. Samtals átti félagið eignir upp á rúmlega 54 milljarða króna fyrir bankahrunið 2008. Eignir Giftar urðu hins vegar að engu í hruninu. Í dag skuldar félagið rúmlega 56 milljarða króna. Nauðasamningar félagsins voru samþykktir fyrr á árinu. Helstu stjórnendur Giftar voru aðilar tengdir S-hópnum og Framsóknarflokknum: Þórólfur Gíslason, Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson og Benedikt Sigurðarson svo einhverjir séu nefndir. Gríðarleg uppbygging fyrirhuguð Gríðarleg uppbygging var fyrirhuguð úti í Örfirisey árið 2007 og keyptu félögin Gómur og Lindberg margar fasteignir á svæðinu. Mynd siGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.