Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 32
32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 9.–11. september 2011 Helgarblað
S
kúli fæddist í Reykjarfirði
í Árneshreppi á Ströndum
og ólst upp í Kjós í Árnes
hreppi og á Djúpuvík. Hann
lauk prófi frá Héraðsskólan
um í Reykjanesi 1942, frá Samvinnu
skólanum 1950 og stundaði nám við
framhaldsdeild Samvinnuskólans
1950–51.
Skúli var verkamaður við síldar
verksmiðjur í Árneshreppi og á
Skagaströnd, stundaði sjómennsku
um hríð og stundaði verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaup
félagi Hellissands á árunum 1951–
55.
Skúli var framkvæmdastjóri Jök
uls hf. á Hellissandi frá 1961, var
varaþm. af og til frá 1971, alþm. Vest
urlandskjördæmis 1979–91 og ann
aðist rekstur gistihússins Gimlis á
Hellissandi frá 1991–2001. Hann var
síðan aðalhvatamaður að byggingu
Hótel Hellissands sem tók til starfa
2001.
Skúli var formaður Verkalýðs
félags Árneshrepps 1946–47, sat í
stjórn ungmennafélagsins Eflingar
í Árneshreppi og ungmennafélags
ins Reynis á Hellissandi, var oddviti
hreppsnefndar Neshrepps utan Enn
is 1954–66, 1970–74 og 1978–81, sat í
Flugráði í tólf ár, var formaður Skóg
ræktar og landverndarfélagsins und
ir Jökli frá 1991, var formaður Vest
urlandsskóga og hefur setið í fjölda
nefnda á vegum hreppsins og Alþing
is, einkum um sjávarútvegsmál. Hann
hefur setið í ráðgjafanefnd Þjóðgarðs
ins Snæfellsjökuls frá stofnun 2001.
Skúli hefur skrifað greinar um
þjóðmál í blöð og tímarit.
Skúli var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
félagsstörf nú í sumar.
Fjölskylda
Skúli kvæntist 23.6. 1955 Hrefnu
Magnúsdóttur, f. 24.6. 1935, fyrrv.
verslunarstjóra. Hún er dóttir Magn
úsar Ólafssonar, sjómanns í Fáskrúð
á Hellissandi, og Ástu Sýrusdóttur
húsmóður.
Börn Skúla og Hrefnu eru Ari, f.
8.1. 1956, hagfræðingur og deildar
stjóri í Landsbankanum, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Jönu Pind og eiga
þau þrjár dætur; Hulda, f. 9.3. 1958,
fulltrúi við Félags og skólaskrifstofu
Snæfellsbæjar, en maður hennar er
Hallgrímur Guðmundsson, starfs
maður Fiskmarkaðs Breiðafjarð
ar, og eiga þau þrjár dætur; Drífa, f.
12.1. 1962, kaupmaður á Hellissandi,
en maður hennar er Viðar Gylfason
íþróttakennari og eiga þau tvö börn.
Systkini Skúla: Sigurbjörg, hús
freyja í Krossnesi í Árneshreppi, nú
látin, var gift Eyjólfi Valgeirssyni
bónda; Ágúst Jóhann, bílasmið
ur í Kópvogi, nú látinn, var kvænt
ur Kristínu Guðmundsdóttur hús
móður; Alda Sigrún, húsfreyja í
Tungunesi í Fnjóskadal, gift Stefáni
Kristjáns syni bónda.
Foreldrar Skúla voru Alexander
Árnason, f. 6.8. 1894, d. 11.1. 1970,
bóndi í Reykjarfirði og í Kjós, og k.h.,
Sveinsína Ágústsdóttir, f. 7.6. 1901, d.
3.11. 1987, húsfreyja.
Ætt
Alexander var sonur Árna Júlíusar,
strandapósts og b. í Reykjarfirði Alex
anderssonar, b. á FremriÞorsteins
stöðum í Haukadal Bjarnasonar, b. á
Þóroddsstöðum í Hrútafirði Daníels
sonar. Móðir Alexanders á Þorsteins
stöðum var Kristín Hallgrímsdóttir,
frá Borðeyri Jónssonar. Móðir Árna
Júlíusar var Hólmfríður, ljósmóðir
Björnsdóttir, b. í Hrútatungu Björns
sonar.
Móðir Alexanders í Reykjarfirði
var Björg Jónsdóttir, b. í Munaðar
nesi Bjarnasonar.
Sveinsína var systir dr. Símonar
Jóhanns prófessors, föður dr. Bald
urs lífefnafræðings. Sveinsína var
dóttir Ágústs, b. í Kjós í Reykjarfirði
Guðmundssonar, hákarlaformanns í
Kjós, bróður Jórunnar, ömmu Bjarna,
langafa Sigríðar Ellu Magnúsdóttur
óperusöngkonu og Gunnars Þórð
arsonar, tónskálds og hljómlistar
manns. Guðmundur var sonur Páls,
b. á Kaldbak, ættföður Pálsættar Jóns
sonar, b. í StóruÁvík, bróður Sigurð
ar, langafa Sigurðar Friðrikssonar, afa
rithöfundanna Jakobínu og Fríðu Sig
urðardætra. Móðir Guðmundar var
Sigríður, systir Jóns, afa Stefáns frá
Hvítadal. Sigríður var dóttir Magn
úsar, b. í Hafnarhólma Jónssonar og
Ingibjargar Jónsdóttur ,,glóa“, í Goð
dal og ættföður Glóaættar Arnljóts
sonar.
Móðir Ágústs var Guðríður Jóns
dóttir, b. í Kjós Þórólfssonar. Móð
ir Sveinsínu var Petrína Sigrún Guð
mundsdóttir frá Krossnesi Ólasonar
Viborg.
S
verrir fæddist á Akureyri og
ólst þar upp auk þess sem
hann var í sveit á Sandhól
um í Eyjafjarðarsveit. Hann
var í Lundaskóla, Steins
staðaskóla í Skagafirði, Hrafnagils
skóla og Glerárskóla og stundaði
nám við Verkmenntaskólann á Ak
ureyri.
Sverrir sinnti landbúnaðarstörf
um á Sandhólum, á Brattavöllum
og á Bægisá, starfaði hjá Bústólpa
og hjá Þrifum og ræstivörum á Ak
ureyri en hefur lengst af starfað við
vörubílaakstur og vinnuvélastjórn
un.
Fjölskylda
Kona Sverris er Elín Helga Kolbeins
dóttir, f. 25.8. 1982, starfsmaður við
dvalarheimilið Hlíð.
Börn Sverris og Elínar Helgu eru
Aron Máni Sverrisson, f. 9.8. 2006;
Rakel Nótt Sverrisdóttir, f. 8.8. 2009;
Elvar Logi Sverrisson, f. 16.7. 2011.
Albræður Sverris: Sigtryggur
Ómar, f. 5.4. 1977, d. 10.1. 1982;
Garðar Hvítfeld, f. 15.3. 1979, starfs
maður hjá Becromal.
Hálfsystkini Sverris, samfeðra:
Helga Margrét, f. 15.3. 1990, nemi;
Leó, f. 15.12. 1991, starfsmaður ISS
á Akureyri; Ómar Berg, f. 26.7. 1996;
Kristrún, f. 14.1. 1998.
Systir Sverris, sammæðra, er
Andrea Rún Halldórsdóttir, f. 22.6.
1993.
Foreldrar Sverris eru Jóhannes
Rúnar Sigtryggsson, f. 27.4. 1957,
bóndi á Sandhólum, og Guðný
Sverrisdóttir, f. 3.9. 1956, starfsmaður
hjá Þrifum og ræstivörum á Akureyri.
Stjúpfaðir Sverris er Halldór Ingimar
Tryggvason, f. 6.6. 1957, starfsmaður
hjá Þrifum og ræstivörum.
Á
gústa fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún var í Breiða
gerðisskóla og Réttarholts
skóla og stundar nú nám við
Menntaskólann í Kópavogi.
Ágústa stundaði verslunarstörf á
unglingsárunum, m.a. í 1111 og Aktu
taktu, starfaði við Leikskólann Vina
gerði í Reykjavík í tvö ár en hefur starf
að í Íslandsbanka frá 2007.
Fjölskylda
Sonur Ágústu er Guðmundur Örn
Ingason, f. 26.6. 2004.
Bræður Ágústu eru Kristján Odds
son, f. 18.1. 1989, nemi við Háskólann
í Reykjavík; Ívar Oddsson, f. 11.12.
1990, nemi í Danmörku.
Foreldrar Ágústu eru Hafdís Sig
urðardóttir, f. 5.10. 1961, bókari, bú
sett í Reykjavík, og Oddur Kristjáns
son, f. 5.10. 1962, kerfisfræðingur.
Ö
rnólfur fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta
skólanum í Reykjavík 1951,
stundaði nám í náttúru
fræði í Háskólanum í Lundi 1952–59
og lauk þaðan fil.kand.–prófi 1960,
var aðstoðarkennari við Háskólann í
Lundi 1955–60, lauk prófi í uppeldis
og kennslufræði við Háskóla Íslands
1967 og stundaði framhaldsnám í
kennslufræði við Edinborgarháskóla
1974–75.
Örnólfur var stundakennari við
Menntaskólann í Reykjavík 1959–60,
kennari þar 1960–67, við Mennta
skólann í Hamrahlíð 1967–80, deild
arstjóri í líffræði þar 1972–76 og var
rektor Menntaskólans í Hamrahlíð á
árunum 1980–95.
Örnólfur var námsstjóri í líffræði
við barna og gagnfræðaskóla 1971–
74, sat í landsprófsnefnd 1968–73, sat
í Náttúruverndarnefnd, síðar Um
hverfismálaráði Reykjavíkur, 1970–
82, var varaformaður stjórnar raun
vísindadeildar Vísindasjóðs 1978–87
og sat í Námsgagnastjórn 1979–87.
Örnólfur var ritstjóri Náttúru
fræðingsins 1966–67 og var umsjón
armaður þáttarins Nýjasta tækni og
vísindi í Ríkissjónvarpinu frá stofnun
þess 1967 og til 1980 en síðari árin,
ásamt Sigurði Richter.
Örnólfur gaf út nokkrar kennslu
bækur og kennsluleiðbeiningar í
líffræði, erfðafræði, efnafræði og
lífeðlis fræði og hefur þýtt fjöldann
allan af fræðibókum og barnabók
um. Hann hefur haft umsjón með
íslenskri útgáfu nokkurra þýddra
bóka og bókaflokka, meðal annars
Fjölfræðibóka AB, Heimsmetabókar
Guinness og Heimsstyrjaldarinnar
1939–1945. Þá hefur hann skrifað
fjölda greina í ýmis tímarit og er
enn að í þeim efnum. Hann er nú að
vinna að riti um Dýrafræði sem hann
hefur átt í handraðanum um langt
skeið.
Fjölskylda
Örnólfur er kvæntur Rannveigu
Tryggvadóttur, f. 25.11. 1926, þýð
anda. Foreldrar hennar voru Tryggvi
Ófeigsson útgerðarmaður og Herdís
Ásgeirsdóttir húsmóðir.
Fyrri kona Örnólfs var Guðný Ella
Sigurðardóttir, f. 4.5. 1931, d. 27.1.
1983, kennari.
Börn Örnólfs og Guðnýjar eru
Sigurður, f. 10.5. 1953, dr. í tauga
lækningum og prófessor við Há
skóla Íslands, kvæntur Sif Eiríksdótt
ur þroskaþjálfa en þau eru búsett í
Reykjavík og eiga tvö börn; Arngrím
ur, f. 17.9. 1956, efnafræðingur og
kennari við Landbúnaðarháskólann
á Hvanneyri og á hann fjögur börn;
Birgir, f. 28.3. 1958, lyfjafræðingur,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Rósu
Jónsdóttur matvælafræðingi og eiga
þau fjögur börn; Lárus f. 27.1. 1964,
dr. í eðlisfræði og prófessor við Há
skóla Íslands, kvæntur Þóru Árna
dóttur jarðeðlisfræðingi og eiga þau
þrjú börn.
Systkini Örnólfs eru Kristín Rann
veig, f. 30.3. 1933, fyrrv. kennari
og ekkja eftir Rögnvald Finnboga
son, prest á Staðarstað; Hrafnkell,
f. 22.1. 1937, d. 17.6. 2007, arkitekt,
var kvæntur Kristínu Bjarnadóttur
meinatækni; Hallveig, f. 30.8. 1939,
brúðuleikari, kennari og skjalaþýð
andi úr rússnesku, gift Ragnari Arn
alds, fyrrv. ráðherra og fyrrv. for
manni Heimssýnar; Kristján, f. 30.10.
1941, kennari og fyrrv. formaður
Hins íslenska kennarafélags, kvænt
ur Ásdísi Kristinsdóttur kennara en
þau eru búsett í Reykjavík.
Foreldrar Örnólfs: Sigurður
Thorlacius, f. 4.7. 1900, d. 17.8. 1945,
skólastjóri Austurbæjarskólans í
Reykjavík, og k.h., Áslaug Kristjáns
dóttir, f. 21.11. 1911, fyrrv. ritari.
Ætt
Sigurður var bróðir Erlends öku
kennara, Birgis ráðuneytisstjóra og
Kristjáns, formanns BSRB.
Sigurður var sonur Ólafs Thorla
cius, læknis á Búlandsnesi Jónssonar
Thorlacius, pr. í Saurbæ í Eyja
firði, bróður Þorsteins á Öxnafelli,
afa Vilhjálms Þórs bankastjóra. Jón
var sonur Einars Thorlacius, pr. í
Saurbæ, og Margrétar, systur Álf
heiðar, langömmu Einars Guðfinns
sonar, útgerðarmanns í Bolungarvík,
afa Einars K. Guðfinnssonar, alþm.
og fyrrv. ráðherra; langamma Helga
Hálfdánarsonar leikritaþýðanda og
Helga Tómassonar yfirlæknis, föður
Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar,
fyrrv. alþm. og ráðherra. Þá var Álf
heiður langamma Þórhildar, móður
Sigurðar Líndal lagaprófessors og
Páls ráðuneytisstjóra, föður Björns
lögmanns og Þórhildar, forstöðu
manns Rannsóknarstofnunar Ár
manns Snævarr um fjölskyldumál
efni. Margrét var dóttir Jóns lærða,
pr. á Möðruvöllum Jónssonar.
Móðir Ólafs læknis var Kristín
Rannveig Tómasdóttir, systurdóttir
Jónasar Hallgrímssonar skálds.
Móðir Sigurðar var Ragnhildur,
systir Sigurðar Eggerz ráðherra, föð
ur Péturs Eggerz sendiherra. Systur
Ragnhildar voru Arndís, langamma
Þorbjörns Broddasonar prófessors,
og Solveig, amma Þorsteins Sæ
mundssonar stjörnufræðings. Ragn
hildur var dóttir Péturs Eggerz, kaup
manns í Akureyjum á Breiðafirði.
Systkini Áslaugar voru Anna, hús
freyja á Kirkjubæjarklaustri; Rann
veig, húsfreyja á Laugum; Frið
rika, húsfreyja á Fremstafelli; Helga,
skólastjóri Húsmæðraskólans á
Akur eyri og húsfreyja á Silfrastöð
um; Jón, bóndi á Fremstafelli, Jónas,
fyrrv. forstöðumaður Stofnunar Árna
Magnússonar, og Ásdís er lést sjö ára.
Áslaug er dóttir Kristjáns, b. á
Fremstafelli, bróður Jónasar frá
Hriflu, afa Sigurðar Steinþórsson
ar jarðfræðiprófessors. Kristján var
sonur Jóns, b. í Hriflu Kristjánsson
ar, b. í Sýrnesi Jónssonar, b. í Sýrnesi,
bróður Jóhannesar, ættföður Laxa
mýrarættar, afa Jóhanns Sigurjóns
sonar skálds. Jón var sonur Kristjáns,
b. á Halldórsstöðum Jósefssonar, b. í
YtraTjarnarkoti, bróður Jónasar, afa
Jónasar Hallgrímssonar skálds. Jósef
var sonur Tómasar, ættföður Hvassa
fellsættar Tómassonar. Móðir Krist
jáns á Halldórsstöðum var Ingibjörg
Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, afa
Tryggva Gunnarssonar bankastjóra
og Kristjönu, móður Hannesar Haf
steins. Móðir Kristjáns í Fremstafelli
var Rannveig Jónsdóttir, b. á Gvend
arstöðum Jónssonar.
Móðir Áslaugar var Rósa, dótt
ir Guðlaugs, b. í Fremstafelli Ás
mundssonar, b. á Ófeigsstöðum
Jónssonar. Móðir Guðlaugs var
Guðný Guðlaugsdóttir, b. í Álfta
gerði Kolbeinssonar og Kristínar,
systur Þuríðar, móður Sigurðar, ráð
herra í Ystafelli, afa Jónasar bún
aðarmálastjóra. Þuríður var einnig
móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmsson
ar dómara, föður Helga, forstöðu
manns Reiknistofu Háskóla Íslands.
Önnur systir Kristínar var Frið
rika, móðir Sigurðar, langafa Sveins
Skorra Höskuldssonar prófessors.
Kristín var dóttir Helga, ættföður
Skútustaðaættar Ásmundssonar.
Móðir Rósu var Anna Sigurðardótt
ir, b. á Litluströnd Erlendssonar, b. á
Rauðá Sturlusonar. Móðir Önnu var
Guðrún, systir Guðnýjar á Ófeigs
stöðum.
Örnólfur Thorlacius
Fyrrv. rektor Menntaskólans í Hamrahlíð
Skúli Alexandersson
Fyrrv. alþingismaður
Sverrir Már Jóhannesson
Bifreiða- og vinnuvélastjóri á Akureyri
Ágústa Oddsdóttir
Ritari hjá Íslandsbanka
85 ára á föstudag
30 ára á föstudag
30 ára á föstudag
80 ára á föstudag