Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Blaðsíða 25
Fréttir | 25Helgarblað 9.–11. september 2011 Náði að koma arðinum undan Fikts. Um þetta segir í skýrslu stjórnar FS7 fyrir árið 2007: „Stjórn félagsins leggur til að greiddar verðir 385,8 milljónir króna í arð en hagnaður árs- ins verði að öðru leyti fluttur til næsta árs.“ Fikt stendur mjög vel Á sama tíma og FS7 hefur verið úrskurðað gjaldþrota stendur þetta móðurfélag þess mjög vel. Fikt, sem með- al annars heldur utan um eignarhlut Finns í móður- félagi bifreiðaskoðunarfyrir- tækisins Frumherja, á eignir upp á nærri 1.200 milljónir króna og eigið fé upp á 622 milljónir króna, samkvæmt ársreikningi ársins 2009. Fikt stendur reyndar svo vel að Finnur hefur getað tek- ið arð út úr félaginu síðast- liðin tvö rekstrarár þess þar sem ársreikningar liggja fyrir. Finnur tók 13,5 milljóna arð út úr Fikti vegna rekstrarárs- ins 2008 og 15 milljónir króna vegna rekstrarársins 2009. Finnur átti að greiða um 374 milljónir króna af skuldum Fikts í fyrra, árið 2010, en þar af voru að minnsta kosti um 300 milljónir króna við lána- stofnanir. Miðað við eigin- fjárstöðu Fikts, sem meðal annars er svo góð vegna arð- greiðslunnar út úr FS7 vegna rekstrarársins 2007. Ekki náðist í Finn Ingólfs- son á fimmtudaginn til að spyrja hann út í hvort þess- ar skuldir Fikts hefðu verið greiddar í fyrra. Heldur arðinum þrátt fyrir þrot Staðan er því sú að þrátt fyr- ir að Langflug sé gjaldþrota, sem og FS7, sem hélt utan um eign Finns í Langflugi, situr eignarhaldsfélag í eigu Finns enn á mörg hundruð millj- óna króna arðgreiðslum sem FS7 fékk vegna óbeins eignar- hlutar síns í Icelandair. Kröfu- hafar Langflugs og FS7, sem fjármögnuðu kaupin á bréf- unum í Icelandair, þurfa að afskrifa kröfur sínar á hendur félögunum en Finnur heldur eftir arðinum sem hann fékk vegna hlutabréfaeignarinnar sem fjármögnuð var með lán- unum sem þarf að afskrifa að mestu leyti. Frumherji stendur eftir Stærsta og verðmætasta eign Finns Ingólfssonar sem hann heldur enn eftir íslenska efna- hagshrunið er Frumherji – Langflug er farið í þrot sem og FS7 eins og áður segir – sem hann á hlut í í gegnum Fikt og Spector ehf. Fyrirtækið hef- ur verið með ráðandi stöðu á bifreiðaskoðunarmarkaðn- um um árabil. Frumherji er því með gríðarlega sterka stöðu á markaði þar sem all- ir bifreiðaeigendur þurfa að leita til slíkra skoðunarfyr- irtækja. Rekstrarhagnaður Frumherja fyrir fjármagns- liði var rúmlega 312 milljón- ir króna árið 2009 og rúmlega 920 milljónir króna árið 2008. Eignir Frumherja eru metnar á nærri 2,7 milljarða króna en þar af er viðskiptavild bók- færð sem tveir milljarðar. Finnur tjáði sig um stöðu Frumherja í viðtalinu við Fréttatímann í fyrra og benti á að rekstur félagsins væri góð- ur þó að skuldastaðan væri vissulega erfið. „Frumherji er með mjög góðan rekstur. [...] Félagið greiðir afborg- anir og vexti af öllum sínum lánum og er með öll sín lán í skilum. Verði ekki verulegar breytingar á rekstrarumhverfi félagsins mun það geta staðið við allar sínar skuldbinding- ar. Félagið er auðvitað mjög skuldsett eftir þær efnahags- legu hamfarir sem við höfum gengið í gegnum.“ Milljarða króna ábyrgðir og skuldir Í ársreikningi Frumherja kemur fram að óvissa ríki um rekstrarhæfi félagsins vegna skulda þess og kemur Lárus Finnbogason, endurskoðandi fyrirtækisins, með ábendingu um þennan vafa. „Við viljum vekja athygli á skýringu 10 og 12 með ársreikningnum. Í skýringu 10 kemur fram að félagið er í ábyrgðum utan efnahags vegna skulda syst- urfélagsins Varða ehf. sem nemur um 3,6 milljörðum króna í árslok 2009. Í skýringu 12 er greint frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins og einnig er þar fjallað um þær óvenjulegu aðstæður sem hafa skapast á fjármála- markaði og þeirrar almennu óvissu sem nú ríkir um áframhaldandi rekstur fyrir- tækja landsins. Ekki er fyrir- séð hver áhrif fjármálakrepp- unnar verða á áframhaldandi rekstur félagsins og er því al- menn óvissa um rekstrarhæfi þess.“ Mælasamningurinn settur að veði Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Frumherja nemi rúmlega 2,6 milljörð- um króna og að ábyrgðirnar sem félagið hafi gengist í séu vegna skulda fasteignafélags- ins Varða ehf., sem á fast- eignirnar þar sem starfsemi Frumherja er til húsa, við Ís- landsbanka. Þá kemur einnig fram að Frumherji hafi veð- sett greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur til tryggingar á skuldum félagsins við bank- ann. Líkt og DV hefur greint frá á Frumherja hitaveitu-, vatns- og raforkusölumæla sem er að finna á heimilum fólks á starfssvæði Orkuveit- unnar og leigir félagið stofn- uninni þessa mæla fyrir 200 milljónir króna á ári – Frum- herji sér einnig um þjónustu tengda mælunum samkvæmt samningnum. Samningurinn milli Frumherja og Orkuveit- unnar gildir til ársins 2014. Um þessa veðsetningu segir í ársreikningnum: „Til tryggingar greiðslu langtíma- skulda við Íslandsbanka hf. sem í árslok námu kr. 2.359,3 milljónum, hafa greiðslur samkvæmt samningi milli Orkuveitu Reykjavíkur og Frumherja hf., verið veðsett- ar Íslandsbanka hf. Þá hefur Frumherji hf., til tryggingar greiðslu sömu skulda, veitt Ís- landsbanka hf. allsherjarveð í viðskiptakröfum sínum, með tryggingarbréfi verðtryggðu með vísitölu neysluverðs.“ Staða Frumherja er því erfið um þessar mundir. Í viðtali við DV í fyrra sagði framkvæmdastjóra Frum- herja, Orri Vignir Hlöðvers- son, að félagið ætlaði sér að berjast við þessar skuldir á næstu árum. „Þetta kemur fram í áliti endurskoðanda og er ekki óeðlilegt í ljósi skulda- stöðu félagsins. Við ætlum okkur hins vegar að berjast við þetta fjall á komandi árum og það hjálpar okkur þar að rekstur félagsins er góður.“ Framtíð Frumherja virðist því að hluta til vera í höndum Ís- landsbanka en bankinn hefur enn ekki leyst hluta af fyrir- tækinu til sín. Hvorki of né van Finnur er því í þeirri stöðu að á meðan eitt af helstu félögum hans er sett í þrot berst annað, Frumherji, fyrir lífi sínu. Staða Finns hefur því breyst um- talsvert frá því fyrir íslenska efnahagshrunið, líkt og gildir um margra fjárfesta og eðli- legt má telja. Sjálfur sagðist Finnur í viðtalinu við Frétta- tímann hvorki vera milljarða- mæringur né að hann væri á leiðinni í þrot. „Staðan er hins vegar sú að ég er hvorki að verða gjaldþrota né milljarða- mæringur. Ég hef, eins og all- ir, tapað miklum peningum í hruninu. Ég kemst þokkalega af og mun komast í gegnum þetta án þess að verða gjald- þrota. Staða minna félaga er mjög misjöfn. Sum hafa góða stöðu, önnur ekki.“ Ef marka má orð Finns sjálfs mun hann því sleppa persónulega þó svo einhver af eignarhaldsfélögunum verði úrskurðuð gjaldþrota, til að mynda FS7 ehf., en ekkert bendir til þess að Finnur hafi verið í persónulegum ábyrgð- um vegna skulda hins gjald- þrota félags. n 1954 Fæddur í Vík í Mýrdal 8. ágúst 1954. n 1973–1975 Nám við Sam- vinnuskólann á Bifröst n 1975–1976 Framkvæmda- stjóri Prjónastofunnar Kötlu n 1977–1978 Framkvæmda- stjóri Prjónastofunnar Dyngju n 1979 Stúdentspróf Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1979 n 1982–1983 Stundakennari í hagfræði við Flensborgar- skólann í Hafnarfirði n 1983–1987 Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra n 1984 Viðskiptafræðipróf HÍ 1984 n 1987–1991 Aðstoðarmaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra n 1991–1999 Alþingismaður Reykvíkinga fyrir Framsóknar- flokkinn n 1995–1999 Iðnaðar- og við- skiptaráðherra n 2000–2002 Seðlabanka- stjóri n 2002–2006 Forstjóri Vá- tryggingafélags Íslands (VÍS) n 2006–2011 Fjárfestir, stjórnarformaður Icelandair, eigandi Frumherja og fleira Lífshlaup Finns Félagar Finns: Settur inn í Landsbankann Leiðir Finns Ingólfssonar og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, hafa legið saman um langt skeið. Finnur gerði Helga S. að formanni bankaráðsins árið 1997 þegar Finnur var iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Árið 2002 ákvað bankaráð Landsbankans, sem Helgi S. fór fyrir að, að selja hlut bankans í Vátryggingafélaginu VÍS til S-hópsins sem síðar keypti Búnaðarbankann. Síðustu ár hafa Helgi S. og Finnur verið við- skiptafélagar en Helgi S. á meðal annars hlut í Frumherja. Helgi S. sagði um tengslin við Finn í viðtali við Morgunblaðið árið 1998: „Ég var fyrst þingkjörinn í bankaráðið 1995, formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, og þingflokkurinn studdu mig. Þegar Finnur Ingólfsson tók við viðskiptaráðuneytinu tók hann þá ákvörðun að setja mig í formennsk- una. Hann þekkir mig vel og treystir mér. Hann þekkir til minna starfa.“ Í stjórn Giftar Jafet Ólafsson, stærsti eigandi bifreiðaskoðunarfyrir- tækisins Aðalskoðunar og fyrrverandi framkvæmda- stjóri VBS, var gerður að stjórnarformanni Frumherja eftir að Finnur keypti félagið árið 2007. Hann settist sömuleiðis í stjórn Giftar þegar félagið var stofnað árið 2007. Finnur og Jafet eiga saman jörðina Innri-Kóngsbakka í Helga- fellssveit. Fyrirtæki þeirra tveggja eru með nærri 100 prósenta hlutdeild á bifreiðaskoðunarmark- aðnum. Jafet, um Finn í samtali við DV fyrr á árinu: „Þegar þú átt jörð með manni þá er ekki þar með sagt að hann sé vinur þinn. Nei, hann er ekkert í vinahóp mínum og ég lít bara á hann sem kunningja minn. Það er stór munur á því.“ „Þetta er af- leiðingin af því sem gerst hefur í viðskiptalífinu hér á landi. Stjórnarformaður Icelandair Finnur Ingólfsson var stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Icelandair árið 2007. Þá seldi hann hlut sinn í félaginu með um 400 milljóna króna hagnaði sem hann greiddi sér síðan út sem arð. Félagið sem hélt utan um hlut hans í Ice- landair er nú gjaldþrota. Til metorða í gegnum Framsókn Finnur Ingólfsson komst til metorða í íslensku samfélagi í gegnum Framsóknarflokkinn á níunda áratugnum. Hann varð aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar árið 1985 og settist á þing 1991. Þaðan lá leiðin til æðstu metorða: ráðherraembættis, forstjórastarfs í VÍS og í stöðu seðlabankastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.