Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2011, Page 30
30| Viðtal 5. september 2011 Mánudagur É g er bara að glíma við verkefni,“ segir Sveinn og brosir. „Kannski svo- lítið óvenjulegt verkefni en það virðist allt benda til að verkefnið leysist farsæl- lega,“ bætir hann við. Já, óvenjulegt verður verk- efnið að kallast. Sveinn er í raun búinn að berjast fyrir lífi sínu síðan síðla árs 2007 og kannski má segja að hann sé rétt nýlega kominn yfir þrösk- uldinn, þessi baráttuglaði, já- kvæði strákur. „Ja, þetta byrjaði nú allt vegna eymsla í fæti,“ segir Svenni og glottir. „Ég pantaði tíma hjá mínum heimilislækni eins og gengur og gerist.“ Sveinn sem alla tíð hefur verið nokkuð þrekinn taldi sig hraustan þó hann hefði orð- ið litla velmegunarbumbu. Jú, hann var kannski orðinn kringluleitari en áður, enda hafði hann stundað minni hreyfingu eftir að fjölskyldulíf- ið hófst og krakkarnir fæddust. Lækninum brá Sveinn ólst upp í Norðurbæn- um í Hafnarfirði, í skóla var hann alltaf jákvæður, bæði sem barn og unglingur, kraft- mikill og vinsæll. Fram eftir öllum aldri stundaði hann alls kyns íþróttir og golfið átti hug hans allan í seinni tíð. Hann er giftur Láru B. Björnsdóttur úr Reykjavík og eiga þau tvö börn, Aron, 15 ára, og Elísu, 9 ára. „Þú ert nú aðeins farinn að bæta á þig,“ sagði heimilis- læknirinn þegar hann skoð- aði fótinn og sagðist vilja nota tækifærið og taka blóðþrýst- inginn í leiðinni. „Ég taldi það nú í lagi enda vissi ég ekki ann- að en allt væri í stakasta lagi.“ Læknirinn tók þrýsting- inn og „það var engu líkara en honum brygði,“ segir Sveinn. Blóðþrýstingurinn var langt upp úr öllu sem eðlilegt getur talist en hjartsláttur var eðli- legur. „Þetta líst mér ekkert á,“ sagði læknirinn, „við verðum að meðhöndla þetta.“ Enda var þrýstingurinn svo hár að í raun var Sveinn í lífshættu. Spurn- ing hvort æðarnar þyldu þenn- an þrýsting. Fór á milli lækna Læknirinn setti hann á blóð- þrýstingslækkandi lyf en þau virkuðu ekki sem skyldi. Hann reyndi önnur lyf og enn önnur og í sem stystu máli þá virkuðu lyfin hreinlega ekki. Þrýsting- urinn hélst áfram langt yfir öllu eðlilegu. Sveini var því vísað af heimilislækni sínum til hjarta- læknis í nóvember 2007. Hjartalæknirinn mældi blóðþrýstinginn og reyndist hann vera 190 yfir 140 mm Hg. Ekki leist hjartalækninum á þessar niðurstöður og útbúinn var lyfjakokteill til að reyna að ná þessum ógnvænlega blóð- þrýstingi niður. „Hjartalækn- irinn spurði mig hvort ég hefði ekki haft neina verki samfara þessu. Nei, jú, kannski smá höfuðverk og síðan smá verki í nýrunum,“ svaraði Sveinn. Hjartalækninum leist ekki á það og vísaði Sveini áfram á innkirtlasérfræðing. Þangað fór Sveinn og „hún þurfti ekki að skoða mig lengi áður en hún sagði mig vera með Cushing-sjúkdóminn.“ Sveinn leit á hana og sagði: „Já, er það?“ og hugsaði með sér hvað í ósköpunum það væri. Byggðu sumarhús Sveinn og Lára búa á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi í Reykja- vík. Í stað þess að fjárfesta í stóru húsi eins og margir gerðu árið 2007 hóf fjölskyldan bygg- ingu á langþráðu sumarhúsi það ár og var unnið við bygg- ingu þess allar lausar stundir. Ekkert benti til þess að heilsa Svenna væri að bila en annað átti eftir að koma á daginn. Eftir að Sveinn fór á þenn- an blóðþrýstingslyfjakokk- teil, fór hjartað að sýna ein- hverjar truflanir. „Ég veit náttúrulega ekkert hvort þetta tengdist lyfjunum en ég var kominn með það sem kallað er hjartsláttarflökt,“ segir Sveinn. Blóðþrýstingurinn lækk- aði með lyfjunum en var þó ekki viðunandi og nú bættist við þetta hjartsláttarflökt sem lýsti sér þannig að það kom eitt sérkennilegt slag, svo hlé, og svo fór allt í gang og hjart- að sló eins og það ætti lífið að leysa. Púlsinn skaust upp undir 160 slög og svo tók það mislangan tíma að ná eðli- legum hjartslætti að nýju. „Vegna þessa var ég settur á blóðþynningarlyf eins og mér skilst að sé gert til að forðast blóðtappa eða aðra hættu- lega kvilla,“ segir Sveinn. Þarna virtust allt í einu vera komnir saman tveir sjúkdómar, hjartsláttarflökt og Cushing-sjúkdómurinn. Óbreytt ástand eftir aðgerð „Ég hafði aldrei heyrt um þetta áður og hafði ekki hugmynd um hvaða fyrirbæri þetta Cus- hing væri,“ segir Sveinn. Inn- kirtlasérfræðingurinn sagði að „Markmiðið að vera laus við hjólastólinn,“ segir Sveinn Stefánsson sem lá tvo mán- uði í dái eftir hjartaáfall og kransæðaskipti og vaknaði lamaður. Lífsgildi fólks geta verið æði misjöfn. Meðan sumir meta það til lífs- gilda að eiga dýra bíla eða flott einbýlishús eru aðrir, ekki síst þeir sem háð hafa harða baráttu fyrir lífi sínu, annarrar skoðunar og sjá lítil verðmæti í dauðum hlutum. Svæfður í mars, vaknaði í aí Með Cushing-sjúkdóm Innkirtlasérfræð- ingurinn sagði að þetta tengdist offramleiðslu á kortisóni í heiladingli. „Ef líkaminn vinnur ekki úr þessum hormónum, blæs kviðurinn á manni út sem og andlit og háls. Stundum er sagt að andlitið líti út eins og „moonface“ eða eins og tungl í fyllingu,“ segir Sveinn. Myndir gunnar gunnarsson Sigurður Þ. Ragnarsson siggistormur@dv.is Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.