Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 12
12 Fréttir Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fangavörður fann sig varnarlausan K ona sem sagði starfi sínu lausu á Litla-Hrauni eftir að hafa orðið fyrir áreitni sam- starfsfélaga segist hafa upp- lifað það frá öðrum vinnu- félögum að málið snerist frekar um „fortíðardrauga“ en kynferðislega áreitni. Líkt og DV greindi frá á þriðjudag hefur fangavörður verið ákærður fyr- ir kynferðislega áreitni gegn öðrum fangaverði á Litla-Hrauni. Hann hef- ur, samkvæmt heimildum DV, játað brotið og að auki urðu vitni að því. Maðurinn strauk konunni um axlir og brjóst. Maðurinn fékk áminningu frá fangelsismálayfirvöldum vegna máls- ins, en var ekki vikið úr vinnu eða sendur í leyfi. Þrátt fyrir ákæru hefur honum ekki verið vikið úr starfi. Sam- kvæmt heimildum DV upplifði kon- an mikið varnarleysi eftir atvikið og er ósátt við úrvinnslu fangelsisyfirvalda á málinu. Nýtti þær heimildir sem hann hafði Páll Winkel fangelsismálastjóri segir málið ekki hafa verið svæft eða það þaggað niður í sínum meðförum. Hann hafi nýtt þá valkosti sem hann hafði í stöðunni, sem var að áminna starfsmanninn. Þá hafi hann verið fluttur af vaktinni sem konan var á. „Ef mál af þessum toga koma upp tökum við á þeim með þeim verkfærum sem við höfum, sem eru tiltal, áminning eða brott- rekstur,“ sagði Páll í samtali við DV á mánudag. Aðspurður hvort manninum yrði sagt upp störf- um ef til þess kæmi að hann yrði sakfelldur segist Páll ekki geta svarað því að svo stöddu. Kon- an fór í veikindaleyfi, mætti aft- ur í mars og fór eftir nokkrar vaktir aftur í veikindaleyfi. Hún sagði starfi sínu lausu í júlí. Mikið hugarangur Heimildir DV herma að kon- an hafi upplifað það af hálfu samstarfsfélaga að málið væri smá- mál sem óþarfi væri að bregðast of mikið við. Þetta varð til þess að hún átti mjög erfitt uppdráttar á vinnu- staðnum. Hún upplifði það sem svo að fólk hefði skipt sér í hópa og tekið afstöðu með og á móti henni. Þær raddir sem gagn- rýndu hana voru háværar og urðu til þess að hún upplifði mikla vanlíðan þegar hún kom aftur úr veikindaleyfi í mars. Þetta hefði brotið hana niður og valdið henni miklu hugarangri. Hún taldi sér því ekki lengur vært á vinnustaðnum og því sagði hún upp í júlí. Hún lagði að auki fram kæru gegn manninum og gaf ríkis- saksóknari út ákæru í desember. Hún var þingfest um miðjan desember. Maðurinn var yfirmaður konunnar, varðstjóri á Litla-Hrauni. Bæði hann og konan hafa átt mjög farsælan og langan starfsferil innan fangelsisins. Þau höfðu starfað saman um árabil á sömu vakt. Í samtali við DV vildi konan ekki tjá sig um málið og vildi bíða eftir að- almeðferðinni og niðurstöðu dóm- stóla. Sem áður sagði hefur málið allt tekið mikið á hana og telur hún að sér hafi hreinlega verið bolað úr starfi. Aðalmeðferð fer fram í málinu í mars, en það var þingfest í desember. n n Áreitt í vinnunni n Töldu málið snúast um „fortíðardrauga“ Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Erfitt uppdráttar Konan átti erfitt uppdráttar eftir að málið kom upp og taldi samstarfsmenn sína ekki styðja sig. Þess í stað töldu þeir málið vera smámál, sem leysa ætti innan veggja fangelsisins. Litla-Hraun Fanga- vörður á Litla-Hrauni hefur verið ákærður vegna málsins. 14. janúar 2014 Áhugaljósmyndari í opnu fangelsi Eyþór var dæmdur fyrir tólf kynferðisbrot og afplánar á Sogni E yþór Kolbeinn Kristbjörns- son afplánar rúmlega fjögurra ára fangelsis- dóm sinn í opna fangelsinu Sogni. Eyþór var í nóvember dæmdur í fangelsi fyrir gróf kyn- ferðisbrot gegn tólf stúlkum og fyr- ir vörslu á barnaklámi. Samkvæmt heimildum DV eru margir hissa á veru Eyþórs að Sogni og telja að eðlilegra væri að hann afplánaði á Litla-Hrauni, enda hefðu brot hans verið gróf og alvarleg. Á Sogni eru einkum vistaðir menn sem hafa stuttan sakar- feril og þeir sem ætla má að sé treystandi til að afplána við slíkar aðstæður. Einnig þeir sem eru við það að ljúka afplánun. Fangelsis- málastofnun getur ekki tjáð sig um mál einstakra fanga og getur því ekki gefið upplýsingar um vistun Eyþórs á Sogni. Fangelsið á Sogni var tekið í notkun árið 2012. Áður hafði það verið réttargeðdeild. Nú er það opið fangelsi og leys- ir af hólmi fangelsið Bitru. Í opn- um fangelsum eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangels- ið og lóð þess. Föngum er ætlað að stunda vinnu eða nám og þurfa að skrifa undir samkomulag um vistun sína í fangelsinu. Í niðurstöðu Hæstaréttar í nóv- ember sagði að brot Eyþórs hefðu verið mörg og alvarleg. Þá hefðu mörg þeirra verið til þess fallin að hafa í för með sér alvarlegar af- leiðingar en margar stúlknanna voru mjög ungar þegar brotin áttu sér stað. Þær yngstu aðeins tólf og þrettán ára. Tillit var tekið til þess við ákvörðun refsingar að Eyþór hafði ekki áður gerst brotlegur við lög og þá hafi hann aðeins ver- ið sextán ára þegar hann framdi alvarlegasta brotið. Eyþóri var gert að greiða stúlkunum samtals 5,3 milljónir í miskabætur. Eyþór tældi stúlkurnar og notaði til þess sam- skiptamiðla, svo sem Facebook. Hann lokkaði þær til sín undir því yfirskini að hann væri áhuga- ljósmyndari og vildi taka af þeim myndir. Hann lofaði meðal annars greiðslum fyrir myndatökurnar. Ey- þór var sakfelldur fyrir eina nauðg- un af þremur sem hann var ákærð- ur fyrir, en að auki fyrir önnur kynferðisbrot. n Opið fangelsi Fangar sjá sjálfir um eldamennsku, þrif, þvotta og annað er viðkemur almennu húshaldi. Það á að undirbúa þá fyrir endurkomu í samfélagið. 300 skráð í borgaralega fermingu Þrjú hundruð ungmenni hafa skráð sig í borgaralega fermingu Siðmenntar 2014. Um er að ræða tvöföldun aðsóknar á fimm árum og þreföldun á tíu árum. Í tilkynningu frá Siðmennt kemur fram að á þeim 25 árum sem Siðmennt hefur boðið borg- aralega fermingu sem valkost hafi vinsældir hennar aukist stöðugt. Þannig voru 16 ungmenni fermd borgaralegri fermingu árið 1989 þegar Siðmennt bauð fyrst upp á þennan valkost. Níu athafnir á sex stöðum verða á landinu í ár; þrjár í Reykjavík, tvær í Kópavogi og ein á Akureyri, Fljótsdalshér- aði, Suðurlandi og Höfn í Horna- firði. Leigjendur kanna rétt sinn Leigjendaaðstoðinni, sem Neyt- endasamtökin halda úti, bárust alls 1.467 erindi árið 2013. Til samanburðar voru þau 219 fyrsta starfsár aðstoðarinnar árið 2009. Er því um að ræða rúmlega sexfalda fjölgun erinda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Leigj- endaaðstoðarinnar sem aðgengi- leg er á vef Neytendasamtakanna. Þjónusta Leigjendaaðstoðar- innar er opin öllum leigjendum íbúðarhúsnæðis, þeim að kostn- aðarlausu. Algengast er að fyrir- spurnir leigjenda snúi að viðhaldi og ástandi eignar og svo upp- sögn á leigusamningi. Leigjenda- aðstoðin heldur úti heima síðunni leigjendur.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.