Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Síða 14
14 Fréttir Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Gullæði á norðurslóðum Norðurslóðaævintýrið – hvað er það? DV grennsl- aðist fyrir um málið og heyrði í Eiríki Bergmann og Kristínu Loftsdóttur um orðræðuna í kringum norð- urslóðir sem þeim þykir einkennast af eins konar gullæðisnýlendustemningu. Bæði segja þau gróða- hugmyndir kæfa raddir íbúa á norðurslóðum. N orðurslóðir eru heimshlut- inn í kringum Norðurheim- skautslandið. Það þekur einn sjötta hluta jarðarkringlunn- ar. Hlutar af Rússlandi, Alaska, Kanada, Grænlandi, norð- urhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands og allt Ísland eru þau lönd sem eiga lönd innan norðurslóða og vinna saman innan Norðurskautsráðsins. Stærstur hluti svæðisins er hins vegar ísilagt Norður-Íshaf. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra Loftslagsbreytingar á svæðinu skapa tækifæri þótt ógnir séu líka margar. Sigurður Reynir Gíslason, jarðvís- indamaður og höfundur bókarinnar Kolefnishringrásin, greindi frá kolefn- isógninni á síðasta ári í viðtali við DV og hvernig framtíð bíður barna okk- ar ef við höldum áfram að brenna kolefni út í andrúmsloftið með sömu hraðaaukningu og við höfum gert. „Styrkurinn er svo mikill að af- leiðingarnar verða gríðarlegar, með þessu framhaldi þá stefnir í tveggja metra hækkun sjávarborðs í lok þessarar aldar. Það er bara eins og í einhverri hamfarasenu í Hollywood- kvikmynd. Líklega verður miklu heitara á Íslandi – þótt við séum á erf- iðum tímapunkti til að spá fyrir um slíkt því að Golfstraumurinn gæti allt í einu hoppað yfir til Portúgal. Það hef- ur gerst áður og þá lækkar hitastigið. Við erum að hreyfa svo mikið við lofts- lagskerfinu. Var það ekki Hallgrím- ur Helgason rithöfundur sem sagði: „Icelanders have high hope for clima- te change?““ sagði Sigurður Reynir og vísaði til þess að Hallgrímur átti við að eðlilega vildu Íslendinga heitara loftslag. Orðalagið er óheppilega tví- bent því ef hitastig hækkar þá hækk- ar yfirborð sjávar. Sem hentar okkur ekki vel. „Tíðni aftakaveðra verður meiri hér sem annars staðar ef fram fer sem horfir,“ sagði hann og bætti því við að ef við horfðum enn lengra fram í tímann gæti landslagið breyst mikið á meðan yfirborð sjávar hækk- ar með bráðnun jökla. „Ef sjórinn fer svo súrna þá hefur það áhrif á lífið í sjónum og fiskistofnana og þeir stofn- ar sem við höfum verið að veiða færa sig norðar og aðrir koma í staðinn. Ís- lendingar eru fær veiðiþjóð og þurfa þá að verða viðbragðsfljótir.“ Varfærnislega metin áhrif mikil Loftslagsbreytingar skipta miklu máli um hvernig málum vindur fram á norðurslóðum. Ekki eru allir sammála um hvaða áhrif hlýnandi veðurfar mun hafa á aðstæður íbúa en ljóst er þó að þær verða miklar og ná til um- hverfis, þjóðfélags og efnahags. Varla er hægt að líta fram hjá sveiflum sem hafa verið í Norður-Íshafi en í ár hef- ur komið vísindamönnum á óvart að rúmmál hafíss í lok sumars 2013 var 50 prósentum meira á norðurhveli en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þessa óvæntu uppgötvun hefur hafísinn minnkað á undanförnum árum og ljóst að brotthvarf íss og hlýnun held- ur áfram. Sigurður málar dökka mynd af framtíðinni og horfir til langs tíma. Varfærnislega metin áhrif í nærri framtíð eru talin hækkað yfirborð sjávar, meiri veðurhæð, opnari siglingaleiðir, útrýming dýra sem eru háð hafís og greiðari aðgangur að auðlindum norðursins. Hver er sérstaða Íslendinga? Tækifærin sem fylgja í kjölfar lofts- lagsbreytinga felast meðal annars í möguleikum til siglinga um Norður- Íshaf. Þá myndi aðgengi aukast að auðlindum á hafsbotni svo sem olíu. Leiðin um Súesskurð og leiðin um Íshafið. Leiðin milli Atlantshafs og Kyrrahafs gæti styst um meira en 7.000 kílómetra. Við opnun norðaustur- leiðarinnar á milli Asíu og Evrópu er Ísland vel staðsett landfræðilega og gæti átt vel við sem miðstöð dreifingar. Þá hefur verið nefnt að Reykjavík sé eina höfuðborgin innan svæðisins. Þó er Grænland allt innan svæðisins en telst sem hluti Danmerkur. Auðlindakapphlaupið hafið Eftir miklu er að slægjast og segja má að auðlindakapphlaupið sé haf- ið með offorsi. Til marks um það veittu yfir völd á Grænlandi níu olíufélögum leyfi til tilraunabor- ana undan austurströnd landsins. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt til- raunaboranirnar og segja svæðið viðkvæmt fyrir umhverfisspjöllum vegna mengunar. Ákveðin hætta er á slíkum spjöllum og svæðið erfitt rannsóknar. Boranir hefjast eft- ir 8–10 ár samkvæmt talsmönnum grænlenskra yfirvalda. Fleiri auðlindir er um að tefla. Til að mynda koparnámur í Rússlandi, demantanámur í Jakútíu í Síberíu, kol á Svalbarða, olíu- og gaslindir í Alaska og Nunavut í Kanada, svo eitthvað sé upptalið. Þá má telja ferskvatn á Ís- landi til auðlinda. Stórveldin kortleggja auðlindir Stórveldin sýna norðurslóðum síauk- inn áhuga vegna væntanlegra sigl- ingaleiða og gnóttar auðlinda. Þann 10. desember á síðasta ári dró til tíð- inda í samstarfi Norðurlandaþjóða við Kínverja. Þá skrifuðu forsvars- menn sex stofnana á Norðurlöndum undir samstarfssamning við Heim- skautastofnun Kína. (Polar Research Institute of China) og þrjár aðrar kín- verskar stofnanir um stofnun Kín- versk-norrænnar norðurslóðamið- stöðvar (KNN). Hallgrímur Jónasson, forstöðu- maður Rannís, undirritaði samn- inginn fyrir hönd stofnunarinnar og hefur sagt að hlutverk nýrrar mið- stöðvar sé að efla rannsóknasamstarf með það fyrir augum að auka vitund, skilning og þekkingu á norðurslóðum, auðlindum og hnattrænum áhrifum breytinga. Veik rödd frumbyggja Það sem einkennir norðurslóðir er fámenni og mikill fjöldi þjóðarbrota sem svæðið byggir. 10 prósent íbúa norðurslóða eru frumbyggjar. Í Norð- urskautsráði þar sem unnið er að vett- vangi norðurslóða eiga átta lönd sæti og þar eru auk Norðurlanda, Rúss- land, Kanada og Bandaríkin. Þá eiga sex samtök frumbyggjaþjóða sæti í ráðinu, það eru: Alþjóðasamtök Al- eúta, Alþjóðaráð Gwichin þjóðarinn- ar, Norðurskautsráð Atabaksa, Norður skautslæg svæðissamtök Inúíta, Samtök þjóða í Rússlandi sem eiga uppruna á norðurslóðum og Samaráðið. Gagnrýnt hefur verið að raddir íbúa þeirra svæða sem búa yfir ríkulegum auðlindum heyrast ekki en í ráðinu eiga frumbyggjar að hafa möguleika á að koma sjónarmið- um sínum áfram. Nýtt norður og vinátta við stórveldi Orðræða um „Nýja norðrið“ eins og Ólafur Ragnar Grímsson nefnir norð- urslóðir í nýársávarpi sínu hefur stór- aukist síðustu mánuði. „Það sem margir nefna Nýja norðrið setur nú þegar aukinn svip á samskipti okkar við Rússland og Kanada; rennir nýjum stoðum und- ir gömul tengsl við Bandaríkin; færir norrænu samstarfi fleiri víddir, heill- andi verkefni sem kalla á náið samráð við nágranna í austri og vestri, Noreg og Grænland.“ Ólafur Ragnar segir svo frá viðræðum sínum við Medvedev og Putin á nýlegum fundi utanríkis- ráðherra Íslands og Rússlands. Hann telur upp frekara samneyti við stór- veldin. „Sams konar vitnisburður fólst í komu Hillary Clinton og annarra bandarískra ráðamanna á fund Norður skautsráðsins í Nuuk,“ sagði Ólafur Ragnar og sagði gæfu Íslands að þróunin á norðurslóðum færði landinu nýjan sess. Þá muni vinátta við Indland og Kína reynast okkur far- sæl og sagði Ólafur að þessi fjölmenn- ustu ríki heims mundu ráða úrslitum um örlög jarðarbúa á næstu árum og áratugum. Endurómur frá góðæristímum Ræða Ólafs Ragnars er sem enduróm- ur af ræðu Davíðs Oddssonar frá árinu 2006, í miðju góðæri. Þá sagði hann norðurslóðir hafa verið Íslendingum hjartfólgnar ekki síst fyrir þær sakir að Íslendingar námu lönd í Norður- Ameríku og fyrir sakir arfleifðar vík- inga sem könnuðu siglingaleiðir til austurs. „Eftir mörgu er að slægjast en sumar stærstu náttúruauðlindir jarðar er að finna á svæðinu. Þá helst jarðefnaeldsneyti, fiskimið, ferskvatn, eðalsteina, málma og jarðefnaelds- neyti,“ sagði Davíð. Gullgrafaraumræða og útrásarstemning Eiríkur Bergmann prófessor í stjórn- málafræði og Kristín Loftsdóttir pró- fessor í mannfræði eru sammála um að orðræðan einkennist af gullgraf- araæði. „Þetta er síðasta opna svæði ver- aldarinnar og í orðræðuna flækjast óljós alþjóðalög, valdabarátta stór- velda, aðkoma smáríkja, auðlinda- kapphlaup og frumbyggjasamfélög Raddir íbúa heyrast ekki Gagnrýnt hefur verið að raddir íbúa þeirra svæði sem búa yfir ríkulegum auðlindum heyrast ekki en í ráðinu eiga frumbyggjar að hafa möguleika á að koma sjónarmiðum sínum áfram. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Umfjöllun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.