Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 15
Fréttir 15Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Gullæði á norðurslóðum sem verða fyrir innrás. Þetta er ótrú­ lega áhugavert og mjög skiljanlegt að íslenskir stjórnmálamenn vilji ræða þetta. Þetta er dálítil gullgrafar­ aumræða. Fólk er að greina ný tæki­ færi og lausnir sem blasa við eins og helgimyndir,“ segir Eiríkur. Kristín tekur undir orð Eiríks. „Það er ákveðin útrásarstemning ríkjandi, gullgrafarastemning og gleði. Það slær mig hvað mest þegar ég skoða efni frá utanríkisráðuneyti og forseta Íslands, svo dæmi séu nefnd. Mér finnst orðfærið gefa til kynna að við séum að „helga okkur land“ bæði í umræðunni og í þessu kapphlaupi. Sem er áhugavert því Ísland hefur sögulega ekki haft mikinn áhuga á að tengja sig við norðurslóðir.“ Veikar raddir íbúa svæðanna Eiríkur og Kristín greina einnig að raddir íbúa svæðanna séu veikar og þá verður vart við hegðun í ætt við þá sem nýlenduherrar Evrópu sýndu af sér fyrr á öldum. „Kristján Sveinsson sagnfræðing­ ur skrifaði fyrir löngu síðan um viðhorf Íslendinga til Grænlands og Grænlendinga. Kristján benti þá á að áður hafi Íslendingar sýnt því áhuga að nýta náttúruauðlindir á Græn­ landi og þá var ekkert verið að spá í grænlenska þjóð. Þá kom líka upp sú umræða hvort Íslendingar eigi tilkall til Grænlands. Þess vegna er svolítið áhugavert hvernig við erum í dag að helga okkur land – í ákveðnum skiln­ ingi. Meginstefnan í utanríkismálum er að tryggja hagsmuni Íslands hvað varðar norðurslóðir,“ segir Kristín. „Það er eins konar landnema­ stemning að grípa um sig,“ seg­ ir Eiríkur. „Maður sér til dæmis í allri umræðu að það er sjaldgæft að talað sé við íbúa á svæðinu. Það er eins og þetta sé opið svæði fyrir aðra til að helga sér. Það minnir á nýlenduhegðun Evrópu fyrir all­ mörgum árum. Umræðan ætti að snúast um fólkið sem býr á þessum slóðum, samfélögin sem þar eru, þau tæki­ færi sem fólkið þar hefur. Í stað þess hefur umræðan snúist um bandalög og landnám. Kólóníska samhengið í þessu er til staðar. Það skiptir máli. Íslendingar af öll­ um mönnum ættu ekki að láta það henda sig í að taka þátt í nýlendu­ för á hendur samfélögum á norður­ slóðum.“ Bóla og afskiptaleysi í garð Grænlendinga „Það er verið að blása út bólu í tengslum við norðurslóðirnar,“ segir Eiríkur. „Það er líka ákveðinn flótti frá núverandi utanríkistengslum Íslands sem eru erfið og flókin. En þetta er alvöru mál og spennandi. Eitthvað sem menn eiga að fara í en við Íslendingar eigum það til að missa okkur og fara fram úr okk­ ur eins og svo oft áður. Það er ver­ ið að blása út bólu í tengslum við norðurslóðirnar. Utanríkisstefna Ís­ lands getur ekki miðað við svæði sem sárafáir búa á og litið er fram­ hjá helstu mörkuðum okkar. Mark­ aðir okkar verða ekki á norðurslóð­ um, samt sem áður er þetta málefni þar sem Ísland á að láta til sín taka. Við höfum margt fram að færa. Sér í lagi á Grænlandi. Það er náttúrlega alveg furðu­ leg staða sem Grænlendingar eru í og það hefur verið alveg ótrúlega skringilegt afskiptaleysi Íslendinga gagnvart þessum næstu nágrönn­ um okkar – sem við ættum að leggja lið. Áherslan ætti ekki að vera á tækifæri okkar á norðurslóðum eða ágóða okkar, heldur hvernig við get­ um hjálpað nágrönnum okkar á Grænlandi í því að takast á við inn­ reið nútímans og breyttar aðstæður eins og gerðist á Íslandi á öndverðri 20. öld. Mér hefur fundist svolítil skekkja í þessari umræðu og hún er að því leytinu hálf rasísk á þeim forsendum að það er ekki tekið tillit til þess fólks sem þar býr. Það fólk á þetta svæði.“ n Norðurslóðir Eftir miklu er að slægjast og segja má að auðlindakapphlaupið sé hafið með offorsi. Til marks um það veittu yfirvöld á Grænlandi níu olíufélögum leyfi til tilraunaborana undan austurströnd landsins. Loftlags- breytingar Varfærnislega metin áhrif n Hafís og jöklar rýrna n Hækkað yfirborð sjávar n Aukið aðstreymi ferskvatns í Norður- Íshafi og breytingar á hafstraumum n Meiri veðurhæð – hærri öldur sem ógna strandbyggðum n Breytingar á útbreiðslu plantna og dýra n Dýr háð hafís í útrýmingarhættu n Opnari siglingaleiðir n Greiðari aðgangur að auðlindum norðursins n Vindasamara n Úrkoma eykst n Skýjafar eykst Segir Þorvald hafa magnað upp orðróm n Deilt um sandkorn DV n Segist hafa verið í góðri trú A ðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Steinars Gunnlaugs­ sonar, fyrrverandi dómara í Hæstarétti, gegn háskóla­ prófessornum Þorvaldi Gylfasyni fór fram í héraðsdómi á fimmtudaginn. Jón Steinar var óá­ nægður með ummæli Þorvaldar í grein hans, sem birtist í ritröð háskól­ ans í München í Þýskalandi. Þar gagn­ rýndi Þorvaldur dóm Hæstaréttar, sem gerði kosningu til stjórnlagaþings árið 2010 ógilda vegna galla við fram­ kvæmd hennar. Ummælin sem deilt er um eru þessi: „Þá gengur sá orðrómur með­ al lögfræðinga, sem teljast til sér­ fræðinga í greiningu á lögfræðitextum hvers annars, að einn af dómurum Hæstaréttar, staðfastur flokksmaður áður en hann var skipaður dómari og þá tekinn fram fyrir þrjá hæfari um­ sækjendur samkvæmt áliti nefndar sem mat umsækjendur, hafi lagt drög að einni af kærunum sem Hæstiréttur, undir forystu sama dómara, nýtti sem átyllu til að ógilda kosningarnar. Ekki hafa þó verið færðar sönnur á þetta.“ Sprottið upp úr sandkorni Lögmaður Jóns Steinars, Reimar Snæ­ fell Pétursson, sagði í ræðu sinni að orðrómurinn sem Þorvaldur talaði um væri sprottinn upp úr sandkorni DV, sem birtist í blaðinu þann 9. nóvember árið 2011. Þorvaldur hafi magnað upp þennan orðróm, með því að segja að hann hafi gengið á milli lögfróðra manna, sérfræðinga í lestri og skrifum á lögfræðilegum textum, og þannig látið líta út fyrir að orðrómurinn hafi verið meiri en hann var. Einnig setti lög­ maðurinn spurningar­ merki við þau rök Þor­ valdar að greinin hafi verið í vinnslu, og einungis birt til þess að fá umsagnir kollega og viðbrögð þeirra vegna hugsanlegra leiðréttinga. Ekki hafi verið settur sérstakur fyrirvari við greinina, hvorki í þessari rit­ röð né í íslenskri og styttri útgáfu hennar, sem var birt í Skírni. Í máli hans kom það einnig fram að Jón Steinar hafi fagnað gagnrýni á Hæstarétt og þar með á störf sín sem dómara, jafn­ vel þegar hún var óréttmæt. Slíkt hefði hann þurft að þola og sætt sig við. Um­ mæli Þorvaldar væru hins vegar ekki af þeim toga. Góð trú Þorvaldar Verjandi Þorvaldar, Sigríður Rut Júlí­ usdóttir, sagði að Þorvaldur hefði ver­ ið í góðri trú um að frétt DV, þ.e. sand­ kornið, hefði verið rétt og að hann hefði einungis verið að endursegja það sem kom fram í fréttinni. Það skal þó tekið fram hér að sandkorn DV telj­ ast ekki til frétta, þau eru hluti af um­ ræðuhluta blaðsins. Sigríður Rut vísaði einnig í umfjöll­ un DV um skipun hæstaréttardóm­ ara, þar sem ítarlega var greint frá ráðn­ ingum þeirra, hags­ munum og tengsl­ um, meðal annars við stjórnmála­ flokka. Sagði hún að þeim hefði ekki ver­ ið mótmælt eða þau ummæli dregin fyrir dóm sem þar hefðu verið höfð frammi. Þannig hafi Þorvald­ ur ekki verið sá fyrsti sem fjallaði um tengsl Jóns Steinars við Sjálf­ stæðisflokkinn, og því verði að líta á ummæl­ in í víðu samhengi og sem part af umræðu í samfélaginu um stjórnvöld, dómstóla og afleiðingar hruns­ ins. Einnig minntist hún á að Jón Steinar hafi aldrei verið nafn­ greindur og að Þor­ valdur hafi ekki geng­ ið lengra en þörf var á. Samt sem áður hafi hann fellt ummælin út úr grein­ inni, án þess að honum bæri skylda til þess. Í niðurlagi ræðu sinnar spurði Sig­ ríður Rut hvort það væri ætlun dóm­ stóla að banna fólki að hafa það eftir sem sagt væri í fréttum, og þá einnig hvort refsa ætti fyrir slíkt líkt og sækj­ andi færi fram á. Aðalmeðferð málsins er nú lokið, en ekki liggur fyrir hvenær úrskurður verður kveðinn upp. n Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Jón Steinar Lögfræðingur hans segir orðróminn sprottinn upp úr sandkorni DV. Þorvaldur Gylfason Endur- sagði einungis frétt DV, að sögn lögfræðings hans. 9. nóvember 2011 B andaríska parið Nataliya og Karl Griggs varði áramótunum í Reykjavík. Nataliyu var nauðgað aðfara­ nótt gamlársdags á hótelher­ bergi þeirra, en hún segist litlar undir­ tektir hafa fengið vegna málsins hjá íslenskum lögregluyfirvöldum. Í samtali við DV greindi Karl frá því að þau Nataliya hefðu verið á leið heim á hótelið af bar eftir lokun þegar þau rákust á þrjá bandaríska menn, sem einnig voru ferðamenn á landinu, sem buðu þeim með sér í íbúð sem þeir dvöldu í á Óðinsgötu. Þar gáfu þeir þeim báðum tvo drykki en fengu sér sjálfir ekki drykki. Karl telur lík­ legt að ólyfjan hafi verið í drykkjun­ um. „Ég man glefsur. Maðurinn sem kyssti mig fylgdi okkur á hótelið. Þegar við komum á hótelið hélt maðurinn á mér í fanginu og bað dyravörðinn um að opna herbergið fyrir okkur og fylgdi okkur inn. Ég man síðan að kærastinn minn lá rænulaus í rúminu og hinn maðurinn var inni á baðherbergi. Svo var ég komin úr fötunum, kannski var það ég sem klæddi mig úr, en ég man það ekki. Næsta sem ég man er að hann var að nauðga mér,“ segir Nataliya. Lögreglan tók skýrslu af ferða­ mönnunum eftir að þau fóru aftur til Bandaríkjanna. Nataliya og Karl fengu tölvupóst sendan á miðvikudag frá ræðismanni í bandaríska sendiráðinu á Íslandi sem í stóð meðal annars að málið yrði ekki rannsakað frekar, þar sem ekki væru líkur á því að slík rann­ sókn bæri árangur. n erlak@dv.is Stúlku byrluð ólyfjan á hóteli í Reykjavík Ferðamanni nauðgað á hóteli Nauðgað „Við misst- um minnið skyndilega og á sama tíma,“ segir Nataliya. SViðSett MyNd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.