Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 17.–20. janúar 201416 Fréttir
„Vitum ekki hvort hann
er lifandi eða dáinn“
n Geir Gunnarsson hvarf inn í kínverskt fangelsi n Ættingjar hafa ekkert heyrt í honum
V
ið erum viti okkar fjær. Við
vitum ekki hvort hann er lif-
andi eða dáinn,“ segir Arnar
Gunnarsson, bróðir Geirs
Gunnarssonar sem dæmd-
ur var í ellefu mánaða fangelsi í Dali-
an-borg í Kína á Þorláksmessu. Geir
var dæmdur fyrir að kýla leigubíl-
stjóra og hefur fjölskyldan ekki heyrt
frá honum frá því að dómurinn féll.
Geir átti 31 árs afmæli daginn sem
dómurinn féll og hann fékk aðeins
eitt símtal áður en hann hóf afplán-
un. Faðir þeirra er nú úti að reyna að
vinna í málinu og sendiherra Íslands
í Peking, Stefán Skjaldarson, heldur
til Dalian í dag, föstudag, til að vinna
í máli Geirs.
Fá ekki að tala við hann
Vinir og vandamenn Geirs fá hvorki
að heimsækja hann né hafa sam-
band við hann með nokkru móti.
„Þeir segja að þannig geti hann feng-
ið upplýsingar sem hann má ekki
fá, en ég veit ekki hverjar þær væru.
Það er búið að dæma í máli hans,“
segir Arnar en þeir bjuggu saman úti
í Kína. „Hann fær ekki einu sinni að
vita að það er fólk að hugsa um hann;
að reyna að hjálpa honum.“
Einangrun af þessu tagi er skýrt
brot á mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um meðferð á
föngum. 37. grein um réttindi fanga
kveður á um að fangar eigi að fá að
hafa samband við fjölskyldu sína og
vini með reglulegu millibili, og að
þeir eigi rétt á heimsóknum. Fjöl-
skylda Geirs segir að honum sé neit-
að um hvort tveggja og veit raunar
ekki hvort hann sé heill eður ei.
Vildi þrefalt verð
Líkamsárásin sem Geir var dæmdur
fyrir átti sér stað í lok janúar í fyrra.
Geir og Arnar voru úti að borða á
japönskum veitingastað eitt kvöld
ásamt vinum sínum. „Um þrjú, hálf
fjögur leytið fer Geir heim,“ segir
Arnar. Geir tók leigubíl heim til sín
en leigubílstjórinn reyndi að rukka
hann um þrefalt eðlilegt verð, um
1.800 krónur íslenskar í stað 600
króna. Það tók Geir ekki mál og
pirraðist út í leigubílstjórann, enda
tók hann leigubíl þessa leið á nánast
hverjum degi. Hann endaði á því að
skilja eftir ígildi um 600 króna í fram-
sætinu og ganga út úr bílnum.
„Bílstjórinn fer brjálaður á eftir
honum, togar í hann og hangir á
honum. Svo endar hann á því að rífa
ermina af jakkanum sem hann er í,“
segir Arnar. Geir sneri sér þá við og
reiddi bílstjóranum eitt kjaftshögg
til þess að losa hann af sér, áður en
hann gekk inn til sín.
Vildi 5,2 milljónir króna
Þegar Arnar kom svo heim nokkru
síðar beið mikill fjöldi lögreglu-
þjóna átekta fyrir utan íbúð bræðr-
anna, ásamt leigubílstjóranum. „Þeir
ryðjast inn og ég spyr þá: „Hvað er í
gangi? Hvað er í gangi?!“ Segi þeim
að þeir megi ekki ryðjast svona
inn,“ segir Arnar. „Þá er Geir vakinn
og við dregnir upp á lögreglustöð.
Þar var Geir hreinskilinn, játaði og
vildi borga manninum skaðabætur.“
Krafðist leigubílstjórinn svimandi
hárrar upphæðar.
Leigubílstjórann sjálfan hittu þeir
aðeins einu sinni, kvöldið sem lög-
reglan réðst inn til þeirra. Eftir það
áttu þeir einungis samskipti við full-
trúa leigubílstjórans. „Fyrst sagði
hann bílstjórann hafa misst tvær
tennur,“ segir Arnar. „Geir bauð hon-
um þá allt það sem hann átti, um 600
þúsund krónur. En hann kom með
fullkomlega óraunhæfar kröfur og
vildi fá 5,2 milljónir króna. Vanalega
eru skaðabætur í svona málum frá
um 800 þúsundum og upp í milljón.“
Sagðist vera lamaður
Þeir funduðu reglulega með full-
trúa leigubílstjórans á árinu sem
leið og að sögn Arnars urðu lýs-
ingar fulltrúa hans á meiðslunum
sífellt ævin týralegri eftir því sem á
árið leið. „Leigubílstjórinn laug og
laug og laug. Fyrst sagðist hann hafa
misst tvær tennur. Svo breyttist það í
sjö tennur, en aldrei fengum við nein
sönnunargögn, fengum ekki að hitta
hann og sáum engar myndir eða
neitt slíkt. Á endanum sagðist hann
vera lamaður.“
Dómarinn í málinu sendi leigu-
bílstjórann í læknisskoðun og
reyndist hann þá ekki vera lamaður.
Arnar gagnrýnir að leigubílstjórinn
hafi ekki verið látinn sæta ábyrgð
fyrir að ljúga. „Svo var hann sífellt
að blanda veikri móður sinni í mál-
ið, að skaðabæturnar þyrftu að vera
hærri vegna hennar. En hún kom
þessu máli náttúrlega ekkert við,“
segir Arnar.
Hann telur málið snúast fyrst og
fremst um peninga. „Þetta gerist rétt
fyrir kínversku áramótin, sem eru
í febrúar. Þá er siður að menn gefi
foreldrum sínum rautt umslag með
peningum í og sá sem gefur foreldr-
um mínum mestan pening er mesti
maðurinn,“ segir Arnar.
Sviptur vegabréfinu
Bræðurnir misstu vinnuna eftir að
vinnuveitandi þeirra var rukkaður
um skaðabæturnar. „Það eru all-
ir lafhræddir við lögguna,“ útskýrir
Arnar. „Hann rak okkur bara sam-
stundis. Þannig að við enduðum
peningalausir á götunni og Geir ekki
með vegabréfið sitt, því lögreglan tók
það.“
Geir lifði á þeim fjármunum sem
hann hafði safnað sér og bræðurnir
fengu inni heima hjá vini þeirra.
Arnar kom heim til Íslands þann 8.
desember síðastliðinn og frétti síðan
þegar dómurinn féll á Þorláksmes-
su. Þeir funduðu nokkrum sinnum
með dómara vegna málsins yfir árið.
„Í hvert skipti var okkur sagt að það
væri verið að fara að dæma í þessu.
Það var aldrei gert fyrr en ég var
kominn heim.“
Óréttlát málsmeðferð
Arnar segir að Geir hafi ekki fengið
réttláta málsmeðferð. „Þetta er svo
langur listi af óréttlæti,“ segir Arnar.
„Í fyrsta lagi þá fengum við túlk og
hann kunni ekkert ensku. Við feng-
um það staðfest frá kínverskum vini
okkar að túlkurinn var bara að þýða
einhverja vitleysu.“
Þá segir hann að leigubílstjórinn
hafi komist upp með að ljúga í mál-
inu. Til að mynda hafi verið tekin
mynd af blóðblettum nálægt íbúð
þeirra, en sú mynd hafi verið tekin
langt frá staðnum þar sem Geir kýldi
leigubílstjórann. Þá hafi hann sem
kunnugt er ýkt meiðsli sín á stór-
vægilegan hátt.
Fangelsaður á afmælisdaginn
Ferlið frá því að hann var sakaður um
líkamsárásina fram að því að hann
var dæmdur tók tíu mánuði. „Hann
mætti í dómsal á afmælisdaginn. Þar
fékk hann að vita að dómarinn sem
við höfðum fundað oft með og við
höfðum útskýrt mál okkar fyrir væri
fastur í umferð. Þessi aðstoðardóm-
ari dæmdi hann þá bara á staðnum:
Ellefu mánuðir í kínversku fangelsi.
Geir fékk eitt símtal til að ljúka sín-
um málum og síðan var hann bara
settur inn. Við höfum ekki heyrt í
honum síðan þá.“ Fjölskyldan veit nú
ekki einu sinni í hvaða fangelsi Geir
er í. Geir hefur ekki þurft að greiða
leigubílstjóranum skaðabætur.
Óvíst með áfrýjun
Aðspurður hvort fjölskyldan hyggist
áfrýja máli Geirs segir Arnar að það
hafi verið allsendis ómögulegt að fá
upplýsingar um það hvernig áfrýjun
gangi fyrir sig hjá dómaranum.
„Hann sagði bara „hmm“, „jamm“
og „ég veit ekki“. Á dómari að haga
sér svona?“ spyr Arnar. Málið þarf að
fara í áfrýjun áður en íslensk stjórn-
völd geta farið fram á að Geir afpláni
dóm sinn á Íslandi.
Utanríkisráðuneytið myndi fara
með slíkt mál. Þegar DV hafði sam-
band við utanríkisráðuneytið í síð-
ustu viku fengust þær upplýsingar
að ráðuneytið væri ekki að vinna sér-
staklega í málinu þar sem það væri
fjölskyldan sem tæki ákvörðun um
áfrýjun. Sendiherra Íslands í Kína
er hins vegar á leiðinni til Dalian til
þess að vinna í málinu. n
Einangraður í Kína Geir
Gunnarsson gaf kínverskum
leigubílstjóra eitt kjaftshögg
og situr nú í fangelsi og fær
hvorki að heyra í né hitta
fjölskyldu sína. Mynd Úr EinKaSaFni
„Á endanum
sagðist hann
vera lamaður
„Á dómari
að haga
sér svona?
Stórborg Dalian er næstfjölmennasta borg Liaoning-héraðs, á austurströnd Kína. Íbúar
hennar eru rúmlega sex milljónir.
Símon Örn reynisson
simon@dv.is