Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fréttir 21 Ráða ekki við álagið að segja, nema þeirra allra nánustu sem sjá á látbragðinu hvað þeir eru að reyna að segja. Þetta getur gengið mjög langt þannig að málstolið verð­ ur mjög mikið. Önnur einkenni eru ekki eins al­ geng, eins og að skynja ekki það sem þú sérð eða skynja ekki það sem þú heyrir og geta ekki túlkað það rétt. Þannig að fólk horfir á mynd og sér abstraktmálverk þegar aðrir sjá lands­ lag eða fólk eða hvað sem það nú er. En það er mun sjaldgæfara.“ Ruglar saman kynslóðum Persónuleikabreytingar eru gjarna nefndar í tengslum við sjúkdóminn en Jón áréttar að sumir haldi sínum persónuleika í gegnum öll veikindin. „Þú ert auðvitað stöðugt að bregðast við aðstæðum. Ef þú ert með mikið skert minni þá bregstu öðruvísi við og ert orðinn töluvert öðruvísi en þú varst því minnið er svo mikill partur af daglegri tilveru, en það þýðir ekki endilega að persónuleikabreyting verði. Þá ertu týndur, og þegar sjúk­ dómurinn er genginn mjög langt þannig að þú manst ekki frá einni mínútu til næstu þá ertu mikið farinn. Þú getur ekki haldið uppi sömu sam­ skiptum og áður. Þeir sem missa minnið rugla gjarna saman kynslóðum, tala um maka sem barn eða foreldri. Það er oft þannig að þeir skynja að þessi persóna sé þeim nákominn en ruglast á því hvort það er makinn, barn eða foreldri. Innst inni veistu það, en tjáir þig öðruvísi. Þeir sem eiga erfitt með að tjá sig vita augljóslega meira en þeir geta sagt og þess vegna er mikil­ vægt að fara varlega í að tala óvarlega í kringum fólk jafnvel þótt þér finnist það vera úti á þekju.“ Einstaka sinnum ber einnig á hömluleysi, til orðs og æðis. „Annars er það meginregla að þegar fólk finn­ ur fyrir svona breytingum þá bregst það við á sinn eðlislæga hátt, eins og það er vant að bregðast við. Á því eru þó undantekningar og þá verða vissar persónuleikabreytingar og viðbrögð fólks geta breyst.“ Kæfisvefn gæti haft áhrif Þróunin er svo misjöfn á meðal manna að læknar hafa tilhneigingu til að líta á Alzheimer sem fleiri en einn sjúkdóm. Annars vegar þegar fólk fær snemmkominn sjúkdóm, fyrir 65 ára, og hins vegar síðkominn sjúkdóm, eftir 65 ára, útskýrir Jón. „Aldursmörkin passa nokkuð vel. Þetta virðist sitthvor sjúkdómurinn. Á meðal þeirra sem yngri eru kem­ ur sjúkdómurinn klárlega fram sem taugahrörnunarsjúkdómur. Þeir sem fá síðkominn sjúkdóm eru flestir komnir á áttræðisaldur og þá koma fleiri þættir inn, æðakölkun og annað. Þessi munur endurspeglast líka í því hvernig sjúkdómurinn birtist, hvort það sé bara um minnistap að ræða eða einnig fleiri einkenni. Munurinn er líka mikill á því hversu hratt sjúkdómurinn gengur. Í eðli sínu er sjúkdómurinn þannig að einkennin aukast með tímanum. Hjá sumum gengur hann svo hægt að þú sérð nánast engar breytingar um árabil. Hjá öðrum sérðu fólk breytast nánast frá einum mánuði til annars. Þegar sjúkdómurinn þróast mjög hægt eru alltaf líkur á að eitthvað ann­ að liggi þar að baki sem veldur heila­ breytingum.“ Jón segir það ekki sannað en talað sé um að kæfisvefn geti haft áhrif þar á. „Þar sem fólk hættir að anda, kannski svo tugum skiptir yfir nóttina, ég tala ekki um ef þessar hrinur eru langar, þá minnkar súrefnisflæðið í heilanum. Þegar þetta stendur yfir árum og jafn­ vel áratugum saman þá getur það haft áhrif á heilastarfsemina. Í þeim tilvik­ um er framvindan mjög hæg. Við höfum slík dæmi hjá okkur, en það þarf að fara mjög varlega í að búa til heildarmynd út frá örfáum dæm­ um þannig að við erum að rannsaka þetta núna.“ Gott hjónaband hjálpar Fyrir flestum á það fyrir að liggja að flytja inn á hjúkrunarheimili ef sjúk­ dómurinn nær því stigi. Aukin heima­ þjónusta kemur þeim fyrst og fremst til góða sem geta gefið til kynna að þeir þurfi á þjónustu að halda. Einstaklingar með Alzheimer búa hins vegar við óöryggi vegna minnis­ leysis og þegar sjúkdómurinn er kom­ inn á ákveðið stig þurfa þeir viðveru allan sólarhringinn. „Ef þeir búa einir er augljóst að það er enginn til staðar. Ef þeir búa með maka og börnum felur það í sér töluvert og vaxandi álag á aðstandendur. Þá reynir á hversu álagið er mikið og hversu vel aðstand­ endur geta tekist á við það. Hraustir aðstandendur sem hafa til að mynda verið í góðu hjónabandi við þann sjúka eru stundum tilbúnir til að leggja meira á sig en manni finnst hollt. Ef aðstandandinn er hins vegar veikburða fyrir, kannski veikur sjálf­ ur, eða ef hjónabandið hefur verið erfitt þá eru þolmörkin minni og það er eðlilegt. Okkar hlutverk er að huga að því að fólk fái þá þjónustu sem það þarf á að halda en það getur verið vand­ meðfarið að meta hvenær þetta er orðið gott. Sem betur fer vinnum viði í teymum, læknar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar við að reyna að skilja aðstæður fólks. Þannig tekst okkur oftast að finna réttu lausnina. Vandinn er sá að þegar þú ákveð­ ur að tiltekin lausn þurfi að koma til þá tekur við biðtími. Biðtíminn er erfiður. Það er ýmislegt sem bend­ ir til að hann muni heldur þyngjast á komandi árum. Eftir hrun hefur lítið breyst í þeim efnum, lítið hefur kom­ ið til af nýjum úrræðum og þá helst í stað þeirra sem hafa lokað. Víða er verið að breyta tveggja manna her­ bergjum í eins manns herbergi og þá fækkar plássum enn frekar.“ Erfiðustu einkennin Verst er þegar sjúklingar sem hafa S tyðja þarf mun betur við aðstandendur fólks með Alzheimer, sem finna fyrir einangrun, streitu, kvíða, vanmáttarkennd og von­ leysi. Þetta segir Salbjörg Bjarna­ dóttir, geðhjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu. Hún bendir á að fólk með heilabilun, þar með talið Alzheimer, sé gjarna lengi heima. „Það eru bara veikustu einstaklingarnir sem fara á hjúkr­ unarheimili. Álagið sem fylgir sjúk­ dómnum og leggst á aðstandendur er virkilega vanmetið. Sem og al­ mennt álag sem fylgir veikindum maka eða foreldra. Það lendir oft­ ar á konum, dætrum til dæmis,“ út­ skýrir hún. Mikil sorg Þetta er sérstaklega erfitt þegar mikill aldursmunur er á milli hjóna og annar aðilinn er orðinn veikur á meðan hinn er enn á vinnumark­ aði. Eða þegar fólk veikist ungt, og er jafnvel með börn á fram­ færi, skuldir á húsnæði og bíl. Þá geta fjárhagsáhyggjur lagst ofan á áhyggjur af veikindunum. Salbjörg hefur vakið athygli á aðstæðum aðstandenda með grein sem birtist í fréttabréfi Alzheimer­ félagsins í fyrra, auk þess sem hún hefur talað fyrir þessum mál­ um. „Þegar ég var að ræða þessi mál þá sá ég hvað það var mikil sorg í mörgum, sem eru að styðja við bakið á sínum nánasta, maka, móður eða föður. Þetta hefur gríðarleg áhrif á alla. Það er enginn eyland. Við erum í kerfi og þegar einn er veikur í fjölskyldunni hefur það áhrif á allt.“ Stuðningur hverfur „Í upphafi heilabilunar verður einstaklingurinn oft hræddur og óöruggur, finnst hann vera að missa tökin, og á sama tíma eru að­ standendur að reyna að bregðast við. Veikindin hafa þau áhrif að að­ standandi verður að endurskoða líf sitt og stundum verða draumar og væntingar að engu. Það sem áður var sjálfsagt þarf endurskoðunar við. Lífsgæði breytast og stundum virðist stuðningur nærsamfélags­ ins hverfa undurfljótt þrátt fyrir góð fyrirheit í upphafi veikind­ anna. Stuðningurinn er þó oft til staðar í orði, en frumkvæði vantar og nánasti aðstandandi er kannski ragur við að biðja um hjálp, vill ekki íþyngja börnum og öðrum ættingj­ um sem oftar en ekki eru í vinnu og með sína eigin fjölskyldu þar sem hraðinn og kapphlaup eftir lífsgæðum er í algleymingi. Sumir glíma einnig við skömm og jafnvel sálarangist yfir að ráða ekki við að­ stæður og þora ekki að viðurkenna vanmátt sinn,“ segir meðal annars í grein Salbjargar. Getur leitt til þunglyndis „Það að búa við langvarandi veik­ indi maka síns þar sem umönnun eykst jafnt og þétt hefur oft mikil áhrif á líðan. Mörgum finnst þeir vera að einangrast félagslega, það er stöðugt álag, þreyta gerir vart við sig, streita, kvíði, verkir, vanmáttur, svefnvandi, tómleiki, vonleysi, fjár­ hagslegt óöryggi og jafnvel pirring­ ur út í þann veika, sem verður er á líður háðari og háðari umönnun frá sínum nánustu og getur oft reynt mikið á þolinmæðina. Á sama tíma er aðstandandi einnig að kljást við flókin sorgar­ viðbrögð, missi en þó ekki missi því viðkomandi er ekki látinn, þó vitsmunalega og tilfinningalega sé hann minna og minna til staðar og atferlisbreytingar geti reynt mjög á þá nánustu. Langvarandi sorg og vanmáttur geta leitt til þunglyndis ef ekkert er að gert.“ n ingibjorg@dv.is Langvarandi sorg „Stundum virðist stuðningur nær- samfélagsins hverfa undurfljótt. n Álagið á aðstandendur vanmetið n Þurfa betri stuðning lítið innsæi á sjúkdóminn skilja ekki af hverju þeir þurfa á aðstoð að halda. „Eitt það erfiðasta við sjúk­ dóminn er þegar innsæisleysið er mjög mikið. Þegar fólki finnst allt vera í lagi þegar raunin er sú að allt er að fara fjandans til. Þá vill fólk ekki þiggja utanaðkomandi aðstoð. Við reynum í lengstu lög að beita lagni til að fá viðkomandi til að fall­ ast á að prufa þá þjónustu sem stend­ ur honum til boða og stundum finnst aðstandendum nóg um þá þolin­ mæði sem við sýnum. Oftast gengur það þó þannig fyrir sig að viðkom­ andi er ánægður þegar upp er staðið. Stundum verðum við einfaldlega að fylgjast með því að öryggisatriði séu í lagi, sjá til þess að einhver hafi lykla að íbúðinni og komist inn, að heima­ þjónustan fari í innlit, að einhver borði með viðkomandi og svo framvegis.“ Sjálfræðissvipting Í ítrustu neyð er hægt að svipta fólk sjálfræði en hér á landi er lítil hefð fyrir því. „Það er minna gripið til þess varðandi geðsjúkdóma hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og enn minn varðandi heilabil­ aða. Samfélagið og dómstólar gera ráð fyrir því að þessi þröskuldur sé mjög hár, að fólk sé beinlínis hættu­ legt sjálfu sér eða öðrum. Það er ekki tekið fram fyrir hendurnar á fólki þótt það vilji ekki fara í bað eða ann­ að slíkt. Í þeim tilvikum sem ég hef séð þá fellur allt í dúnalogn um leið og við­ komandi er lagður inn. Í sumum til­ vikum gerist það um leið og hann gengur inn ganginn og er boðið kaffi. Í öðrum tilvikum er mikil tortryggni gagnvart starfsfólki og stundum hef­ ur þurft að varna fólki því að fara út. Fyrir flesta er þetta ákveðinn léttir. Fólk var í erfiðum aðstæðum en var svo angistarfullt að það gat ekki horfst í augu við það. Síðan þegar það er komið hingað inn og finnur að það er öruggt og að starfsfólk kemur fram af vinsemd og virðingu þá er eins og angistin sé að baki.“ Skortur á úrræðum Með því að stunda dagþjálfun getur fólk alla jafna verið lengur heima en ella. Bæði vegna þess að þá fá að­ standendur andrými og eins vegna þess að þá er verið að halda uppi ein­ hverri virkni. „Alzheimer­sjúklingur biður ekki um að fá að fara í dagþjálf­ un en með því að leggja þetta þannig upp að þetta sé viðbót sem standi fólki til boða og hvetja það til þess að mæta og skoða málið fáum við flesta til þess að nýta sér þjónustuna. Fólk hefur kannski efasemdir til að byrja með og hugsar sem svo: Á að loka mig inni? Er verið að taka fram fyrir hendurnar á mér? En af því að þetta er góð þjónusta þar sem komið er til móts við fólk finnst flestum þetta ágætt. Við þykjumst sjá og erum sann­ færð um að þeir sem sættast á þetta geta verið lengur heima. En eins og öll góð þjónusta er hún eftirsótt, þannig að það er dálítil bið eftir henni. Það vantar fleiri pláss í dagþjálfun. Við verðum líka að auka við minnismóttökuna, sem hangir saman við það að það þarf að efla heilsugæsl­ una svo hún geti tekið meira á sig. Í grunninn vantar að samfélag­ ið, og þar af leiðandi þeir sem sinna þessum málaflokki, marki sér stefnu, hvert þeir vilja fara. Í þessum mála­ flokki er oftar um að ræða viðbrögð við ástandi sem kemur upp frekar en stefnu til framtíðar.“ n n Fjöldi Alzheimer-sjúklinga eykst n Þeir yngstu greinast 45 ára n Mánaða bið eftir niðurstöðum „Eitt það erfið- asta við sjúkdóm- inn er þegar innsæisleys- ið er mjög mikið. Þegar fólki finnst allt vera í lagi þegar raunin er sú að allt er að fara fjandans til. Lendir á konum Sal- björg segir að umönnun hins sjúka lendi oftar á konum en körlum,oft dætrum hins veika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.