Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 22
22 Fréttir Helgarblað 17.–20. janúar 2014
grunlaus um fortíð Karls
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
U
nnur Kolbrún Karlsdóttir,
formaður Bergmáls, líkn-
ar- og vinafélags, segist
ekki hafa haft rökstuddan
grun um að Karl Vignir
Þorsteinsson, hafi misboðið skjól-
stæðingum eða starfsfólki Bergmáls
á einn eða annan hátt á starfstíma
Karls hjá félaginu. Karl Vignir var
strikaður út af félagaskrá Berg-
máls árið 2007, en ári áður var hon-
um sagt upp störfum. Í yfirlýsingu
frá Unni segist hún ekki hafa haft
ástæðu til að ætla að Karl Vignir
væri barnaníðingur þrátt fyrir að
henni hafi borist bréf þar sem fram
kom að Karl Vignir hefði misboðið
ungri stúlku.
Stofnuðu Bergmál saman
Forsaga samstarfs þeirra Unnar
Kolbrúnar og Karls Vignis er sú að
þau kynntust í grunnskóla og voru
skólafélagar í Hlíðardalsskóla árið
1959. Þar stofnuðu þau kórinn
Bergmál. Mörg ár liðu þar til leiðir
þeirra lágu saman að nýju að sögn
Unnar Kolbrúnar, eða rúm þrjátíu
ár. Það var árið 1994 þegar líknar-
félagið Bergmál var stofnað. Félagið
hóf starfsemi ári síðar og voru
stofnfélagar meðal annars félagar
úr samnefndum kór, þeirra á meðal
Karl Vignir.
„Á þessum tíma hafði ég ekki
heyrt um að Karl Vignir hneigðist til
barnagirndar eða annars ólögmæts
athæfis. Hefði ég haft vitneskju um
slíkt, hefði að sjálfsögðu aldrei kom-
ið til greina að skrá hann sem stofn-
félaga eða þiggja aðstoð hans sem
sjálfboðaliða þá örfáu daga á ári
sem um var að ræða,“ segir hún.
Fékk bréf
Í upphafi árs 2013 var í Kastljósi
greint frá því að Unnur Kolbrún
hefði hundsað ábendingar þess
efnis að Karl Vignir hefði beitt börn
kynferðisofbeldi. Þar greindi María
Björk Haraldsdóttir frá því að hún
hefði mátt sæta langvarandi og ít-
rekuðu ofbeldi af hendi Karl Vignis
frá níu ára aldri og þar til hún varð
fjórtán ára. Hún greindi einnig frá
því að hún væri mjög ósátt við að
Karl Vignir hefði starfað áfram hjá
Bergmáli eftir að formanni félags-
ins, Unni Kolbrúnu, hefði borist bréf
frá Haraldi, föður Maríu Bjarkar.
Í bréfinu kom
fram að
Karl
Vignir
hefði
brotið
trúnað
gegn
henni
og
foreldrum hennar. Þess má geta að
María Björk var önnur kvennanna
sem afhjúpaði Karl Vigni í Kastljósi,
með því að fara með falda mynda-
vél heim til hans árið 2009.
Unnur hefur ekki tjáð sig um
bréfið áður. Hún bar því við að þeir
sem segðu hana hafa haft vitneskju
um það væru ekki að segja satt. Í
greinargerð sem DV hefur undir
höndum nú segist Unnur Kolbrún
hafa fengið bréf frá félaga sínum
sem hún átti í bréfaskriftum við. Í
einu bréfanna hefði bréfritari greint
því að Karl Vignir hefði „misboðið“
dóttur hans, þ.e. Maríu Björk.
Taldi það ekki tengjast sér
Unnur Kolbrún segir í yfirlýsingu
sinni að hún hefði ekki fengið séð
að þetta mál eða upplýsingar bréfs-
ins ættu erindi við sig eða líknarfé-
lagið. Í greinargerðinni staðfestir
bréfritari frásögn hennar.
Þar segir Unnur Kolbrún: „ Eftir
stofnun líknarfélagsins var ég í
bréfaskriftum við sameiginlegan
vin okkar Karls Vignis sem þá var í
námi erlendis. Í einu bréfanna sem
hann skrifaði mér kom fram að
Karl Vignir hefði á einkverjum
[sic] tímapunkti fyrir tugum
ára misboðið dóttur hans
og fjölskyldunni allri.“
Hún segir enn fremur að hún
hafi ekki séð að málið ætti erindi
til sín eða Bergmáls. Málið hefði
verið útkljáð fyrir mörgum árum
án íhlutunar þriðja aðila og hún
fór ekki fram á frekari útskýringar
vegna málsins. „Bréfritari sagði
málið löngu fyrnt fjölskyldumál
sem viðkomandi aðilar afgreiddu á
sínum tíma að eigin ákvörðun og á
eigin ábyrgð,“ segir Unnur Kolbrún.
Fór til fundar við Karl Vigni
Þrátt fyrir þessa afstöðu ákvað Unn-
ur Kolbrún að ræða bæði við prest
og Karl Vigni um innihald bréfsins.
Hún sýndi prestinum bréfið sem
trúnaðarskjal, en hann mun þekkja
til Karls Vignis. „Í framhaldi af því
heimsóttum við bæði Karl Vigni,
sem aðspurður af presti sór og sárt
við lagði að alls ekkert saknæmt
hefði komið fram milli hans og
þeirra fjölskyldumeðlima sem um
var að ræða,“ segir Unnur Kolbrún
í yfirlýsingunni.
Vísað burtu 2007
Sem áður sagði hafði Unnur Kolbrún
vísað málinu alfarið á bug og sagði
að það væri ósatt að halda því fram
að hún hefði haft upplýsingar um
brot Karls Vignis fyrr en árið 2007,
árið sem Karli var vísað úr félaginu
endanlega. Þegar að því kom að
vísa honum úr félaginu var ástæða
brottvísunarinnar rökstuddur
grunur um kynferðis glæpi gegn
börnum og unglingum. Þá hafði
hann starfað í tvær vikur á ári
við störf í eldhúsi og þrif á
húsnæði, segir Unnur
Kolbrún, sem tekur
sérstaklega fram að
Bergmál hafi aldrei
komið að barna-
starfi á einn eða
neinn hátt.
Baðst
afsökunar
Í greinargerðinni,
sem sjá má hér
til hliðar fer Unn-
ur yfir samskipti
sín við Karl Vigni
og Bergmál. Í fyrra
baðst hún afsökun-
ar fyrir hönd Berg-
máls á því að Karl
Vignir hefði starfað
með félaginu.
„Ljóst er að góð-
leg framkoma hans
blekkti okkur og að
við, samstarfsmenn
hans, réttarkerfið
og samfélagið í heild, brugðumst
þolendum ofbeldis hans og fjöl-
skyldum þeirra,“ sagði Unnur Kol-
brún í tilkynningu sem send var til
fjölmiðla í nafni Bergmáls í janúar
2013. „Fyrir hönd Bergmáls viljum
við biðja þolendur Karls Vignis Þor-
steinssonar og aðstandendur þeirra
innilega afsökunar á þeim mistök-
um að hafa trúað og treyst þess-
um manni til starfa fyrir líknarfélag
okkar.“ n
Neitaði Unnur Kolbrún
fór með presti á fund
Karls Vignis. Karl neitaði
öllum ásökunum og
sagðist ekkert saknæmt
hafa gert. MyNd SigTryggur Ari
„Á þessum
tíma hafði
ég ekki heyrt um
að Karl Vignir
hneigðist til
barnagirndar
Blaut tuska
Ósátt við orðuveitingu
Líkt og DV greindi frá í byrjun þessa árs
voru margir ósáttir við að Unni Kolbrúnu
Karlsdóttur hefði verið veittur riddara-
kross á nýjársdag. „Þetta er eins og að fá
blauta tusku í andlitið. Ég er enn að reyna
að ná mér niður eftir fréttirnar,“ sagði
Erna Agnarsdóttir í samtali við DV. Erna
er önnur kvennanna sem fóru til fundar
við barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteins-
son með upptökutæki árið 2009. Sjálf
var hún vistuð á Kumbaravogi sem barn
og áreitt af Karli Vigni. Það sama má
segja um bróður hennar sem dvaldist þar
í tíu ár en lést með voveiflegum hætti
aðeins 25 ára gamall. Fjölmiðlamaðurinn
Helgi Seljan gagnrýnir orðuveitinguna
harðlega. Helgi var einn þeirra sem vann
að umfjöllun Kastljóss í janúar 2013.
„Í dag fannst forseta ríkisins þjóðráð
að næla riddarakrossi í barm nokkurra
einstaklinga. Meðal annars eins sem
fyrir sléttu ári
varð uppvís að
því að hafa skellt
skollaeyrum við
ábendingum
um að einn af
stofnendum
líknarfélagsins
sem hún veitti
formennsku,
væri barnaníð-
ingur. Því hélt hann áfram að starfa með
félaginu,“ skrifaði Helgi á nýársdag.
Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður,
sem sjálfur þurfti að þola kynferðisof-
beldi af hálfu Karls Vignis, tók undir með
Helga og furðar sig á orðuveitingunni.
Erna Agnarsdóttir og María
Haraldsdóttir Aðstoðuðu Kast-
ljós við að fá játningar frá Karli
Vigni Þorsteinssyni barnaníðingi.
MyNd Eyþór ÁrNASoN
n Bréf ekki næg sönnun fyrir glæpum Karls Vignis n Prestur gekk á Karl sem neitaði öllu