Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 25
Fréttir Erlent 25Helgarblað 17.–20. janúar 2014
n Hundruð þúsunda manna hafa mótmælt í Úkraínu n Deilt um hvort landið á snúa sér til Evrópu eða Rússlands
Úkraína í kjöltu Moskvu
Heimsmeistari
vill forsetastól
„Úkraína verður að breytast eða horfast
í augu við gereyðingu.“ Þetta eru orð
eins frægasta núlifandi íbúa Úkraínu,
boxarans og stjórnarandstæðingsins
Vitaly Klitsjkó, sem nýlega tilkynnti að
hann stefni á að verða forseti landsins
í forsetakosningum sem fram eiga að
fara á næsta ári. Flokkur hans gæti
heitið Lýðræðislegi umbótaflokkurinn á
íslensku, en skammstöfunin á úkraínsku
er UDAR og þýðir „högg.“ Mjög viðeig-
andi fyrir fyrrverandi heimsmeistara í
þungavigt.
Í stjórnmálum hefur Klitsjkó verið virkur
frá 2005, samhliða boxferlinum. Hann
er eini heimsmeistarinn i boxi sem getur
státað af doktorsgráðu, en hann er með
slíka gráðu frá háskólanum í Kiev á sviði
íþróttafræða. „Ég elska Úkraínu … hér er
mitt heimili og hér líður mér vel,“ sagði
hann í samtali við Al-Jazeera. Hann
segist ætla að berjast gegn spillingu og
lítur til Evrópu sem fyrirmyndar á sviði
mannréttinda, lýðræðis og efnahags-
mála. Samkvæmt könnunum er Klitsjkó
gríðarlega vinsæll og í nýlegri slíkri fékk
hann 43% stuðning en sitjandi forseti
(Janúkóvits), aðeins 25%. Það er því
ljóst að um alvöru keppinaut er að ræða,
sem hlýtur að hleypa spennu í næstu
forsetakosningar. Á útifundi þann 12.
janúar í Kiev, hvatti Klitsjkó til allsherjar-
verkfalls í landinu. n
Mesta kjarnorkuslys sögunnar
Úkraínumenn hafa fengið sinn skerf af áföllum
Íbúar bæjarins Pripyat vöknuðu upp
við vondan draum í apríl árið 1986,
þegar einn af kjarnaofnum Chernobyl-
kjarnorkuversins þar í bæ sprakk í loft
upp. Mikið magn geislunar slapp út í
andrúmsloftið og á meðan verkamenn
í kjarnorkuverinu börðust við elda
og aðrar afleiðingar slyssins, þögðu
ráðamenn í Sovéríkjunum þunnu
hljóði. Það var ekki fyrr en geislamælar
í Svíþjóð fóru að sýna aukna geisla-
virkni, að mönnum á Vesturlöndum
varð ljóst að eitthvað skelfilegt hefði
gerst. Chernobyl-slysið er versta kjarn-
orkuslys sögunnar, sem gerði risastór
svæði í landinu óbyggileg. Talið er að
Chernobyl-slysið og eftirköst þess hafi
átt sinn þátt í falli Sovétríkjanna. n
Gríðarleg geislun Mesta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað í Chernobyl-kjarn-
orkuverinu í Úkraínu árið 1986. Einn kjarnaofnanna sprakk, gríðarleg geislun slapp út
og stór svæði eyðilögðust vegna hennar.
Með stálhnefa? Vitaly Klitsjkó,
fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt,
stefnir á að verða forseti eftir næstu
forsetakosningar, 2015. Svindluðu á prófum
Þ
rjátíu og fjórum meðlim
um bandaríska flughersins
hefur verið vikið frá störf
um vegna gruns um að
þeir hafi svindlað á hæfn
isprófum. Málið þykir allt hið vand
ræðalegasta fyrir flugherinn enda
gegndu þessir meðlimir mjög
ábyrgðarmiklum stöðum. Var starf
þeirra meðal annars fólgið í hafa
umsjón með, og ef ske kynni, að
stýra kjarnorkueldflaugum banda
ríska hersins.
Sendu smáskilaboð
Að því er breska ríkisútvarpið,
BBC, greinir frá þurfa meðlim
ir flughersins að gangast undir
hæfnispróf með reglulegu millibili.
Þessir þrjátíu og fjórir, sem grunað
ir eru um að hafa svindlað á próf
unum, gerðu það með því að senda
smáskilaboð til kollega sinna með
réttum svörum í viðkomandi próf
um. Þá vissu einhverjir af svindlinu
og tilkynntu það ekki til yfirmanna
sinna þótt þeir hafi ekki með bein
um hætti tekið þátt í svindlinu.
Svindlið kom upp þegar fulltrú
ar flughersins hófu rannsókn á
meintri lyfjamisnotkun hermanna
í flughernum.
„Algjörlega óásættanlegt“
Deborah Lee James, einn æðsti full
trúi bandaríska flughersins, segir
að svindlið hafi átt sér stað í Malm
stromherstöðinni í Montana og
tengst prófum sem fulltrúar hersins
undirgangast einu sinni í mánuði.
„Það voru nokkrir sem tóku beinan
þátt í svindlinu en aðrir vissu af því
án þess að tilkynna það,“ hefur BBC
eftir James. Málið þykir grafalvarlegt
enda höfðu þessir fulltrúar umsjón
með kjarnorkueldflaugum hersins.
James segir að hegðun full
trúanna þrjátíu og fjögurra sé „al
gjörlega óásættanleg“ en fullyrð
ir þó að engin hætta hafi skapast
vegna málsins. Sem fyrr segir komst
upp um málið þegar rannsókn hófst
á meintri eiturlyfjamisnotkun her
manna. Þrír hermenn voru leystir
frá herþjónustu í kjölfar þeirrar
rannsóknar.
Röð hneykslismála
Þetta er ekki eina hneykslismálið
sem komið hefur upp í bandaríska
flughernum undanfarin misseri. Í
ágúst var yfirmanni í Malmstrom
herstöðinni vikið frá störfum þegar
í ljós kom að geymslu og viðhaldi
kjarnorkueldflaugar í stöðinni
var ábótavant. Þá var sautján her
mönnum vikið frá störfum í maí
síðastliðnum þegar öryggisreglur
við geymslu kjarnorkueldflauga
voru brotnar í Minotherstöðinni í
Norður Dakóta. Þá var tveimur hátt
settum meðlimum flughersins vik
ið frá störfum á síðasta ári. Annars
vegar Michael Carey, sem var yfir
deild hersins sem hafði langdrægar
kjarnorkueldflaugar á sinni könnu,
og hins vegar Tim Giardina, sem
hafði stundað ólögleg veðmál. n
n Höfðu umsjón með kjarnorkueldflaugum hersins
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Rekinn Michael Carey var vikið frá störfum á síðasta ári. Röð hneykslismála hefur komið
upp í bandaríska flughernum að undanförnu.
Malmstrom-herstöðin Fulltrúarnir sem voru reknir höfðu meðal annars það hlutverk að stýra kjarnorkueldflaugum bandaríska hersins.
Það er eins gott að vera með á hreinu hvernig það er gert.
„Það voru nokkrir
sem tóku beinan
þátt í svindlinu
Óttast að hann vakni aldrei
Fjölskyldan grátbiður um frið en þýskir fjölmiðlar fylgjast ákaft með þróun mála
Þ
ýskir fjölmiðlar fara mik
inn og óttast um hag
ökuþórsins Michaels
Schumacher, sem slasað
ist alvarlega í skíðaslysi
rétt fyrir áramót. Schumacher er
meðvitundarlaus og er haldið sof
andi, enda þykja meiðsl hans afar
alvarleg. Taugasérfræðingar sem
þýsku blöðin Focus og Bild hafa
rætt við segja að litlar líkur séu
á að hann nái aftur meðvitund.
Ástand hans er sagt „alvarlegt, en
stöðugt.“ Aðstoðarmenn hans og
læknar segjast þó ekki ætla að tjá
sig frekar um ástand hans og því
hafa þýsku fjölmiðlarnir leitað á
náðir annarra sérfræðinga.
Allt er þetta gert þrátt fyrir
að eiginkona Michaels, Corinna
Schumacher, hafi óskað sérstak
lega eftir því og nánast grátbeðið
fjölmiðla um að láta þau í friði.
En sérfræðingur Bild segir engu
og síður að þar sem Schumacher
hafi verið haldið svo lengi sofandi,
eða í rúmar tvær vikur, sé ljóst
að læknateymi hans sé að glíma
við erfiðleika. Líklegt sé að þeim
gangi erfiðlega að eiga við bólgur
eða blæðingar á heila hans. Hann
segir þó að hægt sé að viðhalda
slíkum svefni lengi og að slíkt
skaði ekki heilastarfsemi. „Það er
erfitt að vera með getgátur,“ segir
Andreas Zieger, taugasérfræðing
ur við sjúkrahúsið í Oldenburg.
„Heilaskaði er eitt það sem erfið
ast er að eiga við þegar kemur að
mannslíkamanum.“ n
astasigrun@dv.is Ökuþór Schumacher er haldið sofandi, en
hann er alvarlega slasaður eftir skíðaslys.