Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 29
Umræða 29Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Spurningin Ég vil biðja alla afsökunar á óskýru og taugaveikluðu spaugi Frábært að þættirnir séu að fara í sýningu Því miður í takt við það sem ég óttaðist Fylgist þú með Íslandi á EM? Viðbrögð Mugison við listamannalaununum misskildust. – DV.is Egill Einarsson er ánægður með að þættirnir Lífsleikni Gillz verði sýndir. – DV Ármann Kr. Ólafsson um lækkun á lánshæfismati bæjarins. – mbl.is „Já ég fylgist með þessu svona nokkurn veginn. Við komumst svona hálfa leið.“ Haraldur Haraldsson 42 ára markaðsmaður „Svona með öðru auganu, alltaf þegar þetta fer að verða spennandi.“ Ámundi Rögnvaldsson 23 ára verkamaður á dekkjaverkstæði „Nei, ég vissi ekki einu sinni að það væri í gangi.“ Maria Bailey 19 ára nemi „Ekkert mikið, svolítið. Ef þeir verða ekki allir á sjúkralista þá geta þeir eitthvað kraflað sig áfram.“ Davíð Hauksson 59 ára sjómaður „Er það byrjað?“ Jón Ingi Einarsson 26 ára grafískur hönnuður Könnun Hvaða kvikmynd er best? 16,2% 4,4% 8,8% 1,5% 11,8% 1,5%1,5% 54,4% 68 atKvæði Þingmenn á neytendavakt Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Aðsent Í byrjun nóvember ritaði ég kjallara í DV sem ég fylgdi síðan eft- ir í ræðustól á Alþingi þar sem ég fjallaði um innflutning á landbún- aðarvörum og upprunamerkingar þeirra. Það er óhætt að segja að upp- lýsingarnar og málið allt vakti mikla athygli almennings og fjölmiðla. Margir voru reyndar efins um rétt- mæti upplýsinganna og ég fann fyrir vantrú. Á endanum kom sannleikurinn í ljós, sem ég vissi fyrir, og enn eru að koma upp á yfirborðið nýjar upplýs- ingar sem við verðum að taka alvar- lega og standa okkur öll betur. Ég hef úr ræðustól í þinginu þakkað þeim aðilum sem ég beindi orðum mínum til um skjót viðbrögð þeirra varðandi merkingar á vörum sínum og góðum vilja til að bæta nauðsynlegar upplýs- ingar. Við getum alltaf gert betur og reglur og tilskipanir ætti ekki alltaf að þurfa til að upplýsingar og hagur neytenda verði bættur. Gæði íslenskra landbúnaðar- afurða eru mikil en það er pólitísk ákvörðun að vernda framleiðslu þeirra og markað með verndartoll- um. Má ekki líkja verndartollum við landhelgina í kringum landið sem verndar fiskimiðin fyrir ásókn er- lendra fiskiskipa og áhrif þeirra á markaði okkar? Með hvoru tveggja tryggjum við fæðuöryggi þjóðarinn- ar sem við verðum að horfa frekar til, en spár um fjölgun mannkyns og fæðuöryggis eru dökkar. Skamm- tímasjónarmið duga ekki í þegar rætt er um fæðu- og matvælaöryggi. Hvernig er vöruverð á landbúnaðar- afurðum sem ekki njóta verndartolla. Eru íslenskir neytendur að fá kaffi og pasta á sama verði og neytendur í nágrannaþjóðum okkar? Hvað um hveiti, sykur matarolíu og ávexti? Er það bara kjötið sem er dýrara hér á landi? Fjölmiðlar ættu að kanna það og upplýsa neytendur um stöðuna á þeim málum. Þá er ekki síður mikil- vægt að skoða þá staðreynd hvern- ig lágt afurðaverð til bænda er skýrt þegar verðið á landbúnaðarafurðum er hátt til neytenda. Þingmenn eru að ræða þessi mál í þinginu. Þjóðin þarf að vita það að þingmenn eru á „neyt- endavaktinni“. Gagnrýnin og málefnaleg um- ræða um neytendamál er mikilvæg og hana verðum við að taka í þinginu og samfélaginu. Í þinginu hafa margir þingmenn rætt um vöruverð og þá einkennilegu stöðu að þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlend- um myntum hefur vöruverð í landinu ekki lækkað. Fram hefur komið að styrking krónunnar gagnvart okk- ar helstu viðskiptamyntum hafi ver- ið á bilinu 10% á sl. ári og 30% gagn- vart japönsku jeni. Stór hluti þessarar styrkingar var komin til á miðju síð- asta ári en ekkert bólaði á verðlækk- un á innfluttri vöru. Við nýgerða kjarasamninga voru launahækkanir í algjöru lágmarki til að viðhalda stöð- ugleika og verkalýðshreyfingin teygði sig eins langt og hugsast gat. Síðan kom hrina verðhækkana og margar hverjar 10% eða hærri. Eftir harða baráttu hafa mörg fyrirtæki lækk- að verð eða hætt við hækkanir til að stuðla þannig að lágu verðbólgustigi sem er forsendur samninga. En það eru skýr markmið ríkisstjórnarinn- ar, SA og ASÍ að halda verðbólgunni í skefjum. Þrátt fyrir þessar lækkan- ir eiga neytendur enn inni verðlækk- un á innfluttri vöru vegna styrkingar krónunnar á síðasta ári að mínu mati. Það sýna afkomutölur. Í allri þessi umræðu er þögn Neyt- endasamtakanna ærandi. Þegar ég hóf umræðuna í nóvember gerði formaður samtakanna lítið úr þing- manninum sem hóf umræðuna. Í útvarpsviðtölum, á heimasíðu sam- takanna og víðar var ég minnkaður fyrir að vita lítið hvað ég segði. Sam- tökin sendu innflutningsaðilum bréf og spurðu hvort þeir væru að bjóta reglur og lög. Það er svona álíka ár- angursríkt og ef ríkisskattstjóri sendi skattsvikurum landsins bréf og spyrði þá hvort þeir væru virkilega að svíkja undan skatti. Svörin geta menn gefið sér fyrirfram. En það eru þingmenn sem vinna vinnuna sína fyrir neyt- endur, fólkið í landinu. n „Þrátt fyrir þessar lækkanir eiga neytendur enn inni verð- lækkun á innfluttri vöru vegna styrkingar krón- unnar. Framsóknarsátt Þ egar ég samþykkti ramma- áætlun um vernd og orku- nýtingu fyrir ári var það með blendnum tilfinningum. Vissulega var þetta ekki sú rammaáætlun sem ég persónulega hefði kosið og ég veit að það sama átti við um marga þingmenn. Við erum mörg sem teljum ekki sjálfgef- ið að haldið sé áfram út í hið óend- anlega að virkja allt rennandi vatn og sérhvern hver. Við erum mörg sem teljum mikilvægt að ganga ekki um of á takmarkaðar auðlindir landsins. Við erum mörg sem teljum að slíkar ákvarðanir þurfi að taka með hags- muni komandi kynslóða að leiðar- ljósi. Og við erum mörg sem sjáum ekki brýna þörf til að ganga meira á þessar auðlindir í bili í ljósi þess að þegar hafa 34% virkjanlegs afls á Ís- landi verið virkjuð. En við samþykkt- um rammaáætlun á þeim forsend- um að þar hefði faglega verið staðið að tillögugerð um að vernda eitt og nýta annað og með henni mætti ná sátt um þær aðferðir sem við beitum til að taka slíkar ákvarðanir. Því eru nýjar fréttir um að hugs- anlega verði stoðunum kippt undan einum þætti gildandi rammaáætlun- ar áhyggjuefni. Umhverfisráðherra hefur kynnt breyttar hugmyndir að mörkum friðlands Þjórsárvera. Þær opna möguleika á nýjum virkjana- kostum í Þjórsá nærri hinni um- töluðu Norðlingaölduveitu sem sett var í verndarflokk í rammaá- ætlun. Samkvæmt lögunum inni- ber slík ákvörðun ekki aðeins virkj- anakostinn heldur svæðið í kring, vatnasviðið fyrir ofan og meginfar- veg árinnar fyrir neðan. Í rökstuðn- ingi fyrir því að þessi kostur lenti í verndarflokki var einmitt tiltekið að mikilvægt væri að verja fossana þrjá sem eru í ánni fyrir neðan; Dynk, Gljúfurleitarfoss og Kjálkaversfoss. Nýr virkjanakostur myndi ekki síður stofna þessum fossum í hættu á nýj- an leik. Þessi tilraun vekur spurningar um stjórnmálamenningu okkar. Þegar Alþingi samþykkir tillögu á ákveðn- um forsendum er þá eðlilegt að gera eitthvað sem gengur gegn þeim forsendum? Erum við ekki lengra komin í því að bæta okkar stjórn- málamenningu en svo að menn sitji um að finna leiðir til að hrinda því sem áður var gert? Ráðherrum ríkisstjórnarinnar, ekki síst Framsóknarflokksins, hefur orðið tíðrætt um sátt og forsætisráð- herranum sjálfum er ekki aðeins tíð- rætt um sátt heldur líka svokallaða skynsemi og rökhyggju. Nú myndi maður ætla að talsmenn sáttar, skyn- semi og rökhyggju legðu sig fram um að skilja forsendur þeirra ákvarð- ana sem þegar hafa verið teknar og virða þær forsendur. Sú tillaga sem nú liggur fyrir af hálfu umhverfisráð- herra felur það í sér að draga mörk friðlandsins þannig að rými sé fyrir nýjan virkjanakost sem myndi spilla fossunum þremur sem voru tilteknir sérstaklega í rökstuðningi fyrir þeirri tillögu sem samþykkt var. Ef þessi til- laga er til marks um Framsóknarsátt tel ég að sú sátt sé hið versta öfug- mæli. Hún ber heldur ekki mark skynsemi og rökhyggju. Hún ber þess fremur mark að menn segi eitt og geri annað; segist leita sáttar en geri svo tillögur sem ekki eru líklegar til að skapa sátt; segist taka röklega afstöðu þó að ljóst sé að hún gangi gegn þeim forsendum sem lágu fyrir fyrri ákvörðunum. Það getur seint talist góð stjórnmálamenning. n Katrín Jakobsdóttir formaður VG Aðsent „Það getur seint talist góð stjórn- málamenning. n 12 Years a Slave n American Hustle n Captain Phillips n Dallas Buyers Club n Gravity n Nebraska n Philomena n The Wolf of Wall Street

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.