Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Side 33
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Fólk Viðtal 33
„Ég ætlaði að segja upp“
tíminn fyrir mig. Og ég held líka bara
að fólkinu sem sat þarna eftir hafi
ekki liðið mikið betur á þessum tíma.“
Óöruggt að vinna á fjölmiðlum
„Ég hef aldrei vitað svona langt fram
í tímann hvað ég er að fara að gera
því þegar maður vinnur á fjölmiðl-
um þá er ekkert meitlað í stein. Mér
finnst líka svo skrýtið að fólk hafi ver-
ið svona hissa á uppsögnunum, því
þetta er fjölmiðill og ef það er eitthvað
sem er óöruggt á Íslandi þá er það
að vinna á fjölmiðli. Þegar ég sagði
mömmu og pabba að mig langaði að
hætta á RÚV sögðu þau við mig: „Það
er svo óöruggt. Margrét, þú getur ekki
stólað á sirkusinn.“ Þá benti ég þeim á
að ég get ekkert stólað á það að vera í
Kastljósinu þangað til ég verð fertug.
Alls ekki.“
Urðu góðir vinir
„Það var ótrúlega gaman í Kastljósinu
en líka svolítið erfitt,“ segir Margrét,
spurð um reynslu sína af starfinu.
„Ég var líka svo glöð hvað hópur-
inn tók mér vel. Ég hélt kannski að
svo yrði ekki þar sem ég kom bara
inn í afleysingar en við urðum rosa-
lega góðir vinir og hittumst alltaf
reglulega. Ég fann það líka að þegar
verið var að vinna að erfiðum mál-
um, málum sem ég gat kannski ekki
talað um heima hjá mér því við erum
auðvitað bundin trúnaði, að þá gat
ég alltaf talað opinskátt við sam-
starfsmenn sína um hvernig mér
leið. Þetta var rosalega gaman og ég
fékk frjálsar hendur til að gera inn-
slög um það sem mig langaði. Mér
fannst skemmtilegast að tala við fólk
sem er ekki alltaf verið að tala við og
besta hrósið sem ég fékk var þegar
fólk sagði við mig: „Hvar finnurðu allt
þetta fólk?“. Það fannst mér skemmti-
legt að heyra.“
Lenti sjálf í veseni
Margrét segist hafa verið ánægð með
RÚV sem vinnustað.
„Þess vegna kemur mér rosa-
lega mikið á óvart þegar verið er að
tala um einelti og annað af því að ég
varð aldrei vör við slíkt. Ég var alltaf
að vinna í litlum, nánum hópum og
varð því minna vör við það sem gerist
kannski oftar í stærri hópum; að það
myndist hjarðhegðun um að ýta ein-
hverjum út í horn eða eitthvað slíkt.
En ég lenti samt alveg í veseni. Eftir
að Ragnhildur kom aftur úr fæðingar-
orlofi var á huldu hvort ég yrði áfram
í Kastljósinu og mér hafði verið lof-
að að staðan mín á Rás 2 myndi bíða
mín. Ég hefði aldrei tekið afleys-
ingarstarfinu í Kastljósi nema vegna
þessa loforðs. Svo kom í ljós að stað-
an beið mín ekki því Virkir morgnar
voru settir á dagskrá og það var bara
vika eftir af samningnum mínum
við Kastljós en ekki búið að gera ráð
fyrir mér neins staðar. Ég hafði bara
gleymst, var orðinn einhvers konar
bastarður sem hvorki Sjónvarpið né
Rás 2 vildu kannast við, sem heyrðu
reyndar bæði undir sömu konuna
á þessum tíma. Eftir miklar flækjur
og vitleysu var komist að lendingu,
en það var eingöngu því ritstjórinn
minn og yfirpródúsent gengu í mál-
ið. Þetta var fyrir tveimur árum og ég
hélt að þetta hefði lagast – að þetta
atvik væri einstakt klaufa tilvik – en
þetta rímar við hvernig staðið var að
uppsögnunum.“
Var byrjuð að leita að vinnu
Margrét segir ýmislegt að í samskipt-
um innan stofnunarinnar.
„Þú veist til dæmis ekki við hvern
þú átt að tala í sambandi við ýmis-
legt, eins og þetta atvik sýnir. Þetta á
samt alls ekki við um fólk sem mað-
ur á í daglegum samskiptum við og
maður vissi alltaf hvert maður átti
að leita með hversdagsleg vandamál.
En um leið og það komu kannski
stærri spurningar þá var maður svo-
lítið týndur í völundarhúsinu. Mál-
ið leystist svo eftir að ég talaði við
ritstjórann minn sem stóð við bakið
á mér og þá var ákveðið að ég myndi
halda áfram í Kastljósinu. Það var
samt mjög stuttu áður en samningur-
inn minn rann út svo ég var byrjuð
að hringja út um allt að leita mér að
annarri vinnu.“
Kann að redda sér
Margrét er ávallt með nóg af verkefn-
um í gangi því hún er dugleg að fram-
kvæma hluti sem hún hefur áhuga á.
„Já, ég er kakkalakki. Ég lifi ýmis-
legt af. Mamma og pabbi eru svona
fólk líka. Pabbi minn er prestur og
kennari og hann hefur líka verið í
öllu. Hann var til dæmis leigubílstjóri
og plötusnúður þegar hann var í há-
skólanum, þannig vann hann fyrir
sér þegar hann var í guðfræðinni, og
mamma er líka algjör „survivor“. Það
reddast allt hjá henni og hún lendir
alltaf á löppunum. Svo ég hef þetta
frá þeim en það hefur líka haft áhrif
að móðurfjölskyldan mín eru mest
allt leikarar og listafólk þannig að
ég hef séð að það er allt í lagi þó að
stundum gangi ekki alveg allt upp því
svo kemur kannski bara eitthvað gott
verkefni. Kannski gerist það ekki en
það jafnar sig alltaf út og ef eitthvað
endar ekki vel þá er það ekki búið.
Maður getur alltaf reddað sér.“
Hvött til að
hætta „vitleysunni“
Ekki hefur þó öllum litist vel á þau
fjölmörgu störf og verkefni sem Mar-
grét tekur sér fyrir hendur.
„Ég hef
miklu
frekar viljað
bera gleði
mína á torg en
harm
Ásamt nemendum sínum
Margrét varð ekki ánægð með
líkamann sinn fyrr en hún hóf að
æfa magadans.
Magadansmær Margrét
hefur kennt ýmiss konar dansa í
Kramhúsinu undanfarin ár.
Skinnsemi Margrét
verður nú í fullu starfi
hjá Sirkus Íslands.