Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 45
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Sport 45
verið afkastamikill leikmaður
þegar kemur að markaskorun í ein
stefnuleikjum. „Mörk eru bara mörk;
fótbolti snýst um meira.“
Hann segir að áhersla á tölfræði
þætti ýti undir stórfellda einföldun á
nútímaknattspyrnu og hættuna á að
leikmenn verði eingöngu metnir út
frá fjölda marka og stoðsendinga
en ekki framlagi þeirra til liðs
heildarinnar.
Fyrirliði án
leiðtogahæfileika
Whitney segir að það sorgleg
asta við útnefninguna sé að
með því sé verið að verðlauna
eða ýta undir egó leikmanns
ins, sem sé nóg fyrir, og gefi
honum ástæðu til að álykta
að hann þurfi ekki að bæta sig
sem leikmaður.
Ronaldo hafi verið gerður
að fyrirliða Portúgal 22 ára,
áður en hann hafi sýnt
snefil af leiðtogahæfileik
um. Þrátt fyrir að lands
lið Portúgal sé stjörnum
prýtt hafi því gengið afar
illa í undankeppnum
fyrir stórmót og end
að neðar í riðlum sín
um en Danmörk (í
tvígang), Pólland og
Rússland, svo dæmi
séu tekin.
Hlustaði ekki
Ronaldo hafi orðið
dýrasti leikmað
ur allra tíma árið
2009 þegar hann
gekk í raðir Real Ma
drid. Hann hafi í kjölfar
ið byrjað að skjóta á markið
úr öllum mögulegum og ómögu
legum tækifærum, næstum hverri
einustu aukaspyrnu innan 40 metra
færis. Engu hafi skipt þótt hann hafi
sjaldnast skorað úr þessum auka
spyrnum og hvorki þjálfarinn né aðr
ir leikmenn hafi haft burði til að grípa
inn í. Hann sé sjálfum glaður leik
maður og þótt hann leggi hart að sér
á æfingum á vissum þáttum leiksins,
geri hann fátt til að reyna að bæta
sig þar sem helst sé þörf á. Hann sé
þrjóskur, sjálfselskur og eins og kóng
ur í ríki sínu.
Þessir eiginleikar, segir Whitn
ey, hafi fælt José Mourinho frá fé
laginu. Hann rifjar upp að Mourin
ho hafi gagnrýnt hann opinberlega
fyrir að taka ekki leiðsögn. „Hann tók
því illa því hann hélt að hann vissi allt
og að þjálfararnir gætu ekki hjálpað
honum að bæta sig,“ hefur hann eftir
Mourinho, sem bæði hefur stýrt Porto
og Inter Milan til sigurs í Meistara
deild Evrópu.
Ætti að vera bestur
Whitney segir að Ronaldo
ætti að vera besti leikmaður
í heimi og í honum búi mun
meira en hann sýni. Eig
ingirni og óhóflegt
sjálfsöryggi kemur
í veg fyrir að hann
verði bestur, að mati
Whitney. Hann hafi
mikla hæfileika, frá
bæra líkamsbyggingu
og afburða skottækni.
Hann sé einstaklega góður
„einn á einn“. Hann hlaupi
hins vegar aldrei á móti bolt
anum, fórni höndum þegar
sendingar rata ekki til hans og
áfellist liðsfélagana ef honum
gengur ekki vel. Þessir veik
leikar birtist þegar Real mæti
sterkustu liðunum, sem gefi
Madridliðinu lítinn tíma með
knöttinn. „Þess vegna brást
Ronaldo í flestum mikilvægustu
leikjunum í fyrra. Eins og Mo
urinho hefur bent á tekur leik
maðurinn ekki leiðsögn.“
Hann segir að allar
hinar stórstjörn
urnar í Real Madrid hafi sætt sig við
að vera í stuðningshlutverki, á meðan
hann hugsi eingöngu um eigin hag.
Hann lýsir viðhorfi leikmannsins sem
eitruðu. „Vitanlega er hart að skella
slæmu gengi Real Madrid á einn
leikmann. Hann vill hins vegar vera
númer eitt og getur þess vegna ekki
skorast undan ábyrgð þegar liðinu
gengur ekki vel, alveg eins og þegar
því gengur vel.“
Nýr og betri Robben
Whitney bendir á að
annar framúrskar
andi leikmaður
hafi haft áþekka
lesti og Ronaldo.
Arjen Robben
hafi á umliðn
um árum ver
ið einstaklega
eigingjarn og
hrokafullur
leikmaður.
Honum brást
tvisvar boga
listin á víta
punktinum vorið 2012, sem varð til
þess að lið hans, Bayern München
vann engan titil 2012. Tímabilið eftir
hafi hann einfaldlega verið settur
í bekkinn. Heilu ári síðar, vor
ið 2013, fékk hann tækifæri á
ný þegar Toni Kroos meiddist.
Síðan hafi frammistaða Arjen
Robben verið framúrskarandi.
Hann hafi skorað 23 mörk
og lagt upp önnur 18 fyr
ir liðsfélaga sína.
„Við höfum séð
nýjan Arjen
Robben,
leikmann
sem verst
af fullum
krafti og leyf
ir liðsfélögum
sínum, þegar
þeir eiga góð
an dag, að njóta
sviðsljóssins. Það
er engin tilviljun að
Bayern vann þrennuna
eftir að Robben var skot
ið niður á jörðina. Og það
er heldur engin tilviljun að
Cristiano Ronaldo hafi
unnið sinn eina Meistaradeildartitill
þegar hann var púsl í öflugri liðsheild
Manchester United – ekki eina púslið.
Opnaði eigin verðlaunasafn
Whitney er á því að Ronaldo geti tekið
álíka framförum og Robben og að þá
muni hann vinna stóra titla með fé
lagi sínu. „En eins og staðan er í dag
hefur enginn komið Ronaldo niður á
jörðina, eins og Jupp Heynckes gerði
við Robben. Þess í stað hefur leikmað
urinn nýlega opnað sitt eigin verð
launasafn í Madeira í heimalandinu,
sér sjálfum til heiðurs. Í skugga slælegs
gengis Real Madrid og Portúgal hefur
hann hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir markamet. Þær viðurkenn
ingar eru ekki til þess fallnar að
stuðla að bættu gengi liðanna
sem Ronaldo leikur með.
Hann er frábær leikmaður,
29 ára, en það er ekki víst að
hann verði nokkurn tímann
sigursæll. Þeir sem hafa
ljáð honum atkvæði
sitt í kosningunni
um Gullknöttinn
hafa ekki gert
leikmannin
um Cristiano
Ronaldo
neinn
greiða.“ n
Þess vegna er hann ekki bestur
Ofurtrú
á tölfræði
Zinedine Zidane hlaut Gullknött-
inn í þrígang; 1998, 2000 og
2003, þegar hann lék fyrir Real
Madrid og Juventus. Á tíu ára ferli
skoraði hann 75 mörk og lagði upp
43 – tölfræði sem Messi og Ronaldo
myndu næsta auðveldlega slá út á
tveimur árum.
Whitney bendir réttilega á að
Zidane hafi verið einn besti leikmaður
sem sést hafi í boltanum. Hann hafi
notið mikillar velgengni og unnið titla
hvar sem hann kom auk þess að leiða
þjóð sína, Frakkland, til sigurs á EM og
HM. Hann hafi meira að segja komið
Bordeaux í úrslitaleik í Evrópukeppni.
Zlatan Ibrahimovic lét eitt sinn hafa
eftir sér að Zidane hafi iðulega gert alla leikmenn í kring um sig
betri. Það hafi gert hann að frábærum leikmanni.
Whitney gagnrýnir ofurtrú á tölfræði og bendir á að hún segi ekki alla söguna.
„
Hvernig fór
Portúgal,
í riðli með
Rússlandi
og Ísrael, að
því að vinna
ekki riðilinn
sinn?
„Enginn hefur komið honum
niður á jörðina, eins og
Heynckes gerði við Robben.