Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Síða 53
Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Menning 53
Vændi Baldvin kynnti sér reynslu íslenskrar vændiskonu og missti um leið trú á
kynbræðrum sínum sem kaupa vændi. „Ég get ekki ímyndað mér að þú berir snefil af
virðingu fyrir konum kaupir þú vændi.“
sagði okkur þó ítarlega sögu sína.
Við fengum þó að hitta milli
göngumanneskju sem staðfesti
sögu hennar.“
Sjúkur heimur karla
Sagan vændiskonunnar breytti
gildum Baldvins fyrir lífstíð.
Veruleiki karlmanna í þessum
heimi leitar á hann. Baldvin seg
ir hann sjúkan og einkennast af
virðingarleysi fyrir konum. Þenn
an veruleika vill hann spegla í
Vonarstræti.
„Þetta er hræðilegur veruleiki.
Það sem breytti mér mest í þessu
öllu var að uppgötva veruleika
karlmanna í heimi vændis. Hann
er svo sjúkur. Oft er vændi af
leiðing einhvers annars eða
sprottið af neyð.
Vændi er enn fremur háð
kaupandanum – við hugsuðum
mikið út í þá staðreynd þegar
við vorum að gera þessar sen
ur. Það verður ekki auðvelt fyr
ir áhorfandann að horfa á þær,
virðingin er engin. Ég get ekki
ímyndað mér að þú berir snefil
af virðingu fyrir konum kaupir þú
vændi. Mögulega ertu alþingis
maður, giftur og nýtir þér þessa
neyð til að svala eigin löngun
um. Það er algjörlega siðlaust.
Það hefur vaxið í mér öflug vit
und fyrir kvenréttindum við gerð
þessarar myndar. Gildum mín
um hefur verið breytt fyrir lífs
tíð og mig langar að varpa ljósi
á heim þeirra sem bera mesta
ábyrgð á tilvist vændis. Kaup
andann sem skortir virðingu fyrir
manneskjunni. Það má segja að
ég sé búinn að missa trú á kyn
bræðrum mínum.“
Gerir aðra mynd um
mansal unglinga
Hugleiðingar og breytt gildismat
Baldvins hefur getið af sér ann
að verkefni. Næsta kvikmynd
hans mun fjalla um skelfilegan
veruleika unglinga sem eru í viðj
um vændis og eiturlyfja og hefur
hann fengið Jóhannes Kr. Krist
jánsson fjölmiðlamann með sér í
handritsgerðina.
„Ég stefni á leikna bíómynd
um unglinga í heimi vændis,
glæpa og eiturlyfja. Í þeirri mynd
erum við komin alveg á botninn
í öllum skilningi þess orðs. Ég vil
fjalla um þennan veruleika sem
Íslendingar munu ekki trúa að sé
til. En hann er til. Mansal á ung
lingum er skelfileg staðreynd og
ég hef fengið Jóhannes Kr. Krist
jánsson til liðs við mig í handrits
gerð. Hann hefur óhugnanlega
sýn í þennan heim sem hann hef
ur rannsakað.“
Jafnaldrinn sem var forstjóri
Góðærisprinsinn leikinn af Þor
valdi Davíð sem kemur við sögu
í myndinni er sprottinn af síðum
DV. Þegar Baldvin var þrítugur
var tekið við hann stutt viðtal um
áfangann. Á sömu síðu var fjall
að um jafnaldra hans sem starf
aði sem forstjóri.
„Góðærið er ekki frontur
myndarinnar, hún snýst ekki
um útrásina. Þetta eru sögur um
mannlega breytni. Raunverulega
kveikjan að þeim kafla myndar
innar varð 18. mars, 2008, á þrí
tugsafmælisdaginn minn. Ég var
í viðtali í DV um afmælisdaginn
og beint fyrir ofan mig á síð
unni blasti við mér umfjöllun
um jafnaldra minn, sem hafði
komið sér fyrir í stóli forstjóra.
Ég þekkti þennan ágætis dreng
ekki neitt en það leitaði fast á mig
hvernig í ósköpunum strákur á
þessum aldri hefði náð svona
langt. Á þessum tíma barðist ég
fyrir lífi mínu sem kvikmynda
gerðarmaður. Svo hrynur þetta
allt saman nokkrum mánuðum
seinna, fólk fór að hrópa alls kon
ar nöfn um þessa menn. Ég hugs
aði með mér að þessi ungi maður
væri sjálfsagt ekki vondur maður.
Saga hans hlyti að eiga sér bak
grunn sem væri ekki augljós. Ég
varð ennþá forvitnari um það
hvernig hann komst þessa greiðu
leið. Myndum við ekki öll gera
það sem þeir gerðu á þessum
tíma, myndum við vera skárri?“
Draumur frá barnsaldri
Baldvin hefur dreymt um að
starfa sem kvikmyndagerðar
maður frá barnsaldri. Þegar
hann var ellefu ára lék hann sér
með forláta myndavél og spreytti
sig á klippigræjum. „Mig hefur
ekki langað að gera nokkuð ann
að síðan ég var ellefu ára gamall.
Besti vinur minn átti pabba sem
vann á Stöð 2, við fengum að
grípa í vélina og klippigræjuna.
Þetta var því frá upphafi ákaf
lega þröngt markmið sem ég ein
setti mér í lífinu. Þetta er ekki
stór heimur að ná sessi í. En að
komast áfram og fá að búa til
bíó er ótrúlegt kraftaverk finnst
mér. Um tíma var þetta fjarlægur
draumur, baslið var svo mikið. En
þetta hafðist. Ég hef verið lukku
legur. Ég tek mig ekkert svo alvar
lega. Ég lít á mig sem 100 prósent
amatör sem er góður í að hlaða í
kringum mig hæfileikafólki.“
Langir og strangir dagar
Hann er þriggja barna faðir. Kona
hans, Heiða Sigrún Pálsdóttir,
starfar einnig í kvikmyndageir
anum og því eru dagarnir oft
langir hjá fjölskyldunni en á
sama tíma spennandi. „Þetta eru
langir og strangir dagar. Maður
fjárfestir mörgum árum ævi sinn
ar í hvert verkefni sem ráðist er í.
Ég og Heiða eigum þrjá grislinga
á aldrinum sjö til þrettán ára.
Þegar ég hóf vinnslu fyrir alvöru
á Vonarstræti var yngsta barnið
enn á leikskóla. Þetta geta verið
langir vinnudagar hjá okkur en
þetta er á sama tíma skemmti
legt ævintýri og við njótum þess
meðan á því stendur. Konan mín
vinnur sem pródúsent hjá Kaoz
við að framleiða teiknimyndir. En
börnin okkar eru tiltölulega heil
miðað við álagið,“ segir hann og
skellir upp úr. n
„Mansal á
unglingum
er skelfileg stað-
reynd
Ekkert án
Ólafs Darra
Fálm og upplausn þegar hann er ekki á sviðinu
Þ
að er þörf áminning hjá
Peter Brook í leikskránni
að Hamlet þegar hann bið
ur okkur um að gleyma
Shakespeare til að geta fund
ið hann á ný. Og það sama gildir um
grein Hallgríms Helgasonar varðandi
svörin við spurningunum sem kunna
að vakna því betur sem við kynnumst
Hamlet: „Allt sem þú hefur að segja
um Hamlet hefur ekkert að segja og
allra síst um Hamlet. Verkið hlær að
öllu slíku fikti.“ Við þurfum því líka að
gleyma Hamlet til að finna hann aftur.
Og líklegt er að sú leið hafi ver
ið valin í nýrri uppsetningu Borgar
leikhússins. Vísast hefur leikstjórinn
Jón Páll Eyjólfsson og leikhópur hans
reynt að gleyma öllu sem áður hefur
verið sagt og skrifað um Hamlet, í ein
lægri leit að sínum eigin Hamlet. Svo
ekki sé minnst á allar uppfærslurnar
sem þau kunna að hafa séð eða ekki
séð, hvað þá bíómyndirnar og aðrar
aðlaganir. Hamlet er nefnilega ekki
bara ein saga, heldur fjölmargar og
ekki sama eðlis og því alltaf spennandi
að sjá hvaða saga verður ofan á í túlk
un og meðförum leikhússins.
Óvæginn gagnrýnandi
Það er líka rétt hjá Hallgrími Helga
syni að Hamlet er svarthol sem all
ar aðrar persónur verksins sogast inn
í fyrr eða síðar. En hann er ekki bara
svarthol, hann er líka ógurleg sól sem
allar hinar persónur verksins eru á
sporbaug í kringum og geta ekki ann
að. Það snýst allt í kringum hann. Í
þessari uppfærslu verður það nokk
uð augljóst með Ólaf Darra í hlutverki
Hamlets. Hann beinlínis gnæfir yfir
allar persónurnar í verkinu, ekki að
eins af því hlutverkið er stærst, heldur
einfaldlega vegna þess að um leið og
hann fer út af sviðinu, þegar hans nýt
ur ekki við þá er eins og slokkni á sól
inni og vanhæfni og fálm taki við, jafn
vel upplausn og ef til vill er það í takti
við ástandið innanhúss í kastalan
um á Helsingjaeyri. Það nægir nefni
lega ekki alltaf að losa sig við gagnrýn
andann, sjáandann og listamanninn.
Ef einhver er óþægilegur og verulega
óvæginn í gagnrýni sinni á fjölskyldu,
ástand mála í ríkinu, flokkinn og söfn
uðinn, þá er það Hamlet og hann er
þetta allt og hefur nægilegan orða
forða til að velgja okkur undir ugg
um. Þannig mann þarf að losna við og
helst að taka af lífi. Þannig hefur það
verið í mannkynssögunni og þannig
er það enn.
Ólafur Darri á sviðið
Sviðsnánd Ólafs Darra og stærð, ekki
bara líkamleg, heldur stærð raddar
hans ásamt leikarasjálfi fyllir gersam
lega upp í allar glufur leiksviðsins. Já,
nær eiginlega út fyrir þann lokaða og
vaktaða kastala sem valdhafinn hef
ur búið um sig í svo utanaðkomandi
skríllinn fari ekki að heimta sitt. Ilm
ur Stefánsdóttir leggur áherslu á þetta
innmúraða, sjálfskipaða fangelsi sem
valdastéttin hefur byggt sér, ekki að
eins með stórfenglegu víravirki leik
myndarinnar, heldur hefur hún virkj
að járntjald á hliðarsviði leikhússins til
þess að minna á margumrætt fangels
ið sem Danaveldi er í verkinu. Og inni
í þessu járnbenta vígi leikur Hamlet
lausum hala í skuggalegri og áhrifa
mikilli lýsingu Björns Bergsteins og
reynir árangurslaust að koma höggi
á morðingja föður síns. Og það gerir
hann með ýmsum ráðum, ólíkinda
tólið sem hann er, hann er röddin sem
leikur sig til geðbilunar, heilbrigða
röddin í sjúku samfélagi svo aftur sé
vitnað í Hallgrím Helgason. Ólafur
Darri á ekki í nokkrum vandræðum
með að skapa sinn Hamlet á sviðinu,
hann ræður við allan skalann, sýn
ir okkur hæstu hæðir og dýpstu dali í
hugsun og tilfinningalífi þessa óham
ingjusama einstaklings. Hann leikur
næstum alla út af leiksviðinu og upp
sker sterk viðbrögð hjá áhorfendum.
Leikið gegn klisjum
Hilmar Jónsson leikur Kládíus, en án
hans færi nú lítið fyrir öllum hama
ganginum í Hamlet. Án hans þyrfti
hann ekki að leika sig geðveikan, án
hans væri Hamlet ekki Hamlet. Því
miður nær Hilmar aldrei þeim tök
um á Kládíusi sem nauðsynleg eru
til að veita Hamlet viðnám
og mótleik. Hann er
máttleysislegur og
litlaus í meðförum
Hilmars sem ef
til vill er hluti
af leið leikstjór
ans, að leika
gegn viðtekn
um skoðun
um og
klisjum.
Hér er
Hamlet
ekki veik
lundaður
aumingi
með þung
lyndishugsan
ir og Kládíus
illa innrættur
morðingi.
Nema
þegar
hann
slekkur á
ljósinu,
öllum
þeim
kertum
sem
Hamlet tendrar á leiksviðinu. Það
er ekki laust við að þar komi trúar
leg skírskotun eða túlkun í ljós hjá
leikstjóranum. Hamlet er þrátt fyr
ir allt boðberi sannleikans sem felst
í ljósinu, jafnvel Kristur sem Pontíus
Pílatus vill dæma til dauða. Við sjá
um þessa trúarlegu skírskotun í fleiri
sviðslausnum, t.d. í yfirheyrslunni eft
ir morðið á Pólóníusi, þar sem Hamlet
er lentur nakinn í pyntingaklefa Kládí
usar. Jóhann Sigurðarson hafði hins
vegar hlutverk Pólóníusar, ráðgjafa
Kládíusar, fullkomlega á valdi sínu og
meira en það, jafnvel á kostnað Hilm
ars Jónssonar.
Misjafn leikur
Ásamt Hamlet er Ófelía einnig boð
beri ljóssins í þessari uppfærslu, hún
reynir árangurslaust að kveikja ljós
sem ekki fær að loga og sjálf er hún
ljós sem slokknar allt of fljótt. Hildur
Berglind Arndal er þokkafull Ófelía í
fyrri hluta verksins en einhvern veg
inn verður leikur hennar stefnulítill
og marklaus í seinni hlutanum þegar
geðveikin tekur hana heljartökum.
Það sama gildir um Elvu Ósk, hún nýt
ur sín ekki til fulls í hlutverki Gertrude
drottningar og eiginlega synd hversu
lítið henni verður úr einni frægustu
senu verksins, heimsókn Hamlets
í svefnhús drottningar. Það verður
að segjast eins og er að helsti veik
leiki sýningarinnar er hvernig skipað
er í sum hlutverkin. Það var t.d. ekki
nokkur leið að spyrða Hilmar Guð
jónsson saman við Laertes, Hjörtur
Jóhann Jónsson er trúverðugri í hlut
verki besta vinarins Horatios, en geld
ur vissulega eins og fleiri fyrir stærð
Ólafs Darra. Halldór Gylfason átti
nokkra góða spretti, einkum í grafara
senunni frægu.
Hafði ekki tilætluð áhrif
Þrátt fyrir stórkostlegan leik Ólafs
Darra og glæsilega sviðsetningu í
mörgu tilliti, ekki síst tónlist Úlfs Eld
járns sem hefur fengið úrvals hljóð
færaleikara til að spila og túlka marg
víslegar raddir hennar, svo ekki sé
minnst á flotta og vandaða búninga
Maríu Ólafsdóttur, þá tekst sýningin
aldrei á flug. Hún silast áfram, eink
um eftir hlé, þar sem leikurinn verður
hægur og statískur. Ný útgáfa eða leik
gerð er töluvert stytt og tilraun til að
færa textann og þýðingu Helga Hálf
danarsonar nær nýrri kynslóð með
kunnuglegum slettum úr nútím
anum hafði ekki önnur áhrif
en að kitla hláturstaugarn
ar af og til. Kannski komst
leikstjórinn aldrei á rétt
an sporbaug kringum
verkið með hugmyndir
sínar, þótt helst glitti
í pólitíska túlkun
hans. n
Hamlet
Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson
Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Hilmar
Jónsson, Hilmar Guðjónsson, Hildur Berglind
Arndal, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Þór
Óskarsson, Halldór Gylfason, Elva Ósk
Ólafsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur „Hann ræður við
allan skalann,
sýnir okkur hæstu hæðir
og dýpstu dali.
Ólafur Darri á sviðið
Þrátt fyrir stórkostlegan
leik Ólafs Darra þá tekst
sýningin aldrei á flug.