Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 17.–20. janúar 2014 Sjónvarpsdagskrá F rönsk kvikmyndahátíð hefst í Háskólabíói í dag, föstudag, og stendur til 30. janúar næstkom- andi. Hátíðin er orðin að árlegum viðburði og í ár verða sýnda níu nýjar myndir. Opnunarmynd hátíðarinnar er myndin Eyjafjallajökull. Myndin er frönsk eins og aðrar myndir hátíðarinnar. Með aðalhlut- verk fara Valérie Bonneton og Danny Boon en þau eru bæði þekktir leikar- ar í heimalandi sínu. Í myndinni leika þau fráskilin hjón sem ætla sér að vera viðstödd brúðkaup dóttur sinnar í apr- íl 2010. Eyjafjallajökull á Íslandi byrj- ar hins vegar að gjósa og hefur áhrif á flugsamgöngur um allan heim. Flugi hjónanna fyrrverandi er aflýst og þau neyðast til þess að leigja bílaleigubíl til þess að ná brúðkaupi dóttur sinn- ar. Gallinn við það fyrirkomulag er hins vegar sá að fólkið þolir ekki hvort annað. Þau þurfa að keyra langa leið í brúðkaupið – frá Frakklandi til Grikk- lands, þar sem brúðkaupið fer fram. Á leiðinni getur allt gerst. Meðal annarra mynda sem sýnd- ar verða á hátíðinni má nefna nýju- stu mynd Romans Polanski, Venus í feldi sem tilnefnd var til Gullpámans á Cannes og kvikmyndina Ég um mig og mömmu eftir leikstjórann Guillaume Galliane. Sú hlaut Art Cinema-verð- launin og SACD-verðlaunin á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Þá verða sýndar tvær teiknimyndir, Málverk- ið (Le tableau) og verðlaunamyndin Samþykktur til ættleiðingar (Coleur de peau – Miel). n viktoria@dv.is Sunnudagur 19. janúar RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN Eyjafjallajökull opnunarmyndin Franskir bíódagar í Háskólabíói Að hata líkamsrækt 07.00 Morgunstundin okkar07.01 Smælki (6:26)07.04 Háværa ljónið Urri (47:52) 07.15 Tillý og vinir (6:52) 07.26 Ævintýri Berta og Árna (11:52) 07.31 Múmínálfarnir (32:39) 07.40 Einar Áskell (11:13) 07.53 Hopp og hí Sessamí (6:26) 08.17 Sara og önd (17:40) 08.25 Kioka 08.32 Kúlugúbbarnir (7:20) 08.55 Disneystundin (2:52) 08.56 Finnbogi og Felix (2:26) 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Herkúles (2:21) 09.47 Skúli skelfir (14:26) 09.58 Undraveröld Gúnda 10.11 Mollý í klípu (2:6) 10.35 Fum og fát 10.40 Fisk í dag 10.50 Handunnið: Kristine Mandsberg (Handmade by: Kristine Mandsberg) 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Þrekmótaröðin 2013 (2:8) (CrossFit - seinni hluti) 12.35 Minnisverð máltíð – Ritt Bjerregaard (En go' frokost: Ritt Bjerregaard) 12.45 Hvað veistu? Orka úr hafi og vítamín úr sól (Viden om: Drager i strömmer og bölgeenergi) 13.15 Reykjavíkurleikarnir 2014 (Frjálsar íþróttir) 14.35 EM í handbolta - Milliriðlar 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Poppý kisuló (46:52) 17.21 Franklín (2:2) 17.43 Engilbert ræður (50:78) 17.50 Fisk í dag 888 e 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Basl er búskapur (3:10) (Bonderøven) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 Frétta- og þjóðlífsþáttur í umsjón fréttamanna um allt land. Ritstjóri er Gísli Einarsson. 20.00 EM í handbolta - Milli- riðlar Seinni hálfleikur í milliriðli á EM í handbolta. 20.45 EM stofa Í þættinum fer Björn Bragi Arnarsson ásamt góðum gestum yfir leiki dagsins og stöðuna á Evrópumeistarmótinu í handknattleik 2014. 21.05 Erfingjarnir (3:10) (Arvin- gerne) Glæný, dönsk þátta- röð um systkini sem hittast eftir margra ára aðskilnað og verkefnið er að gera upp arf eftir móður sína, en það sem í fyrstu virðist tækifæri til sameiningar breytist í uppgjör leyndarmála og lyga sem tengjast lífi þeirra í nútíð og fortíð. 22.05 Kynlífsfræðingarnir 8,3 (10:12) (Masters of Sex) Bandarískur myndaflokkur um William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífs- rannsókna. Aðalhlutverk leika Michael Sheen og Lizzy Caplan. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.00 Sunnudagsmorgunn e 00.10 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 11:35 Undefeated 13:25 La Liga Report 13:55 Spænski boltinn 2013-14 15:35 Sportspjallið 16:15 NBA 17:50 Spænski boltinn 2013-14 19:50 NFL 2014 23:30 NFL 2014 10:00 Liverpool - Aston Villa 11:40 Man. City - Cardiff 13:20 Swansea - Tottenham 15:50 Chelsea - Man. Utd. 18:00 Arsenal - Fulham 19:40 Sunderland - Southampton 21:20 Swansea - Tottenham 23:00 Chelsea - Man. Utd. 00:40 Man. City - Cardiff 09:55 I Am Sam 12:05 Dear John 13:50 Philadelphia 15:55 I Am Sam 18:05 Dear John 19:55 Philadelphia 22:00 Kingdom of Heaven 00:25 American Reunion 02:15 Ninja 03:40 Kingdom of Heaven 15:30 Extreme Makeover: Home Edition (12:26) 16:15 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 16:45 Top 20 Funniest (9:18) 17:25 Make Me A Millionaire Inventor (8:8) 18:05 Dads (9:22) 18:25 Mindy Project (18:24) 18:45 Mad 19:00 Bob's Burgers (7:9) 19:25 American Dad 19:45 The Cleveland Show 20:05 Unsupervised (1:13) 20:30 Brickleberry (1:10) 20:50 Dads (10:22) 21:10 Mindy Project (19:24) 21:35 Do No Harm (7:13) 22:15 The Glades (4:13) 22:55 Men of a Certain Age 23:40 Bob's Burgers (7:9) 00:00 American Dad 00:20 The Cleveland Show 00:45 Unsupervised (1:13) 01:05 Brickleberry (1:10) 01:25 Dads (10:22) 01:50 Mindy Project (19:24) 17:55 Strákarnir 18:25 Seinfeld (8:22) 18:50 Friends (20:24) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (17:24) 20:00 Viltu vinna milljón? 20:45 Krøniken (11:22) 21:45 Ørnen (11:24) 22:40 Meistarinn (14:15) 23:35 Ally McBeal (13:23) 00:20 Without a Trace (17:23) 01:05 Viltu vinna milljón? 01:45 Krøniken (11:22 ) 02:43 Ørnen (11:24) 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Fasteignaflóran 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Fiskikóngurinn 22:00 Hrafnaþing 23:00 ABC Barnahjálp 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 UKI 07:55 Doddi litli og Eyrnastór 08:05 Waybuloo 08:25 Algjör Sveppi 08:30 Könnuðurinn Dóra 08:55 Kalli litli kanína og vinir 09:20 Ofurhundurinn Krypto 09:40 Ben 10 10:05 Tom and Jerry 10:15 Grallararnir 10:35 Tasmanía 10:55 Victorious 11:20 The Middle (8:24) 12:00 Spaugstofan 12:25 Nágrannar 12:45 Nágrannar 13:05 Nágrannar 13:25 Nágrannar 13:45 Nágrannar 14:10 The Big Bang Theory (2:24) 14:30 Masterchef USA (3:25) 15:20 The Face (2:8) 16:10 Mike & Molly (8:23) 16:35 Heilsugengið 17:00 Eitthvað annað (4:8) 17:35 60 mínútur (15:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (21:30) 19:10 Sjálfstætt fólk (18:30) 19:45 Breathless (3:6) Dramat- ískir þættir um lækna og hjúkkur á spennandi tímum. Þættirnir gerast snemma á sjöunda áratug síðustu aldar og þeir hafa því verið bornir saman við bandarísku verðlaunaþættina Mad Men en hér er aðalsöguhetjan kvensjúkdómalæknirinn Otto Powell. Hann er nýtur virðingar i starfi og mikillar hylli hjá hjúkkunum á spít- alanum. Hann er giftur og á yfirborðinu lifir hann hinu fullkomna lífi en undir niðri krauma leyndarmál og lygar. 20:35 The Tunnel (8:10) 21:25 Banshee (2:10) 22:15 60 mínútur (16:52) 23:00 Daily Show: Global Edition 23:25 Nashville 7,6 (2:20) Önnur þáttaröð þessara frábæru þátta þar sem tón- listin spilar stórt hlutverk og fjallar um kántrí-söng- konuna Rayna og ungstirnið Juliette Barnes. Með aðal- hlutverk fara Connie Britton úr American Horror Story og Heyden Panettiere. 00:10 Hostages (14:15) 01:00 True Detective (1:8) 01:50 American Horror Story (1:13) 02:35 Mad Men (3:13) 03:25 The Untold History of The United States (3:10) 04:25 The Goods: Live Hard, Sell Hard 05:55 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:20 Dr. Phil 12:05 Dr. Phil 12:50 Once Upon a Time (2:22) 13:40 7th Heaven (2:22) 14:30 The Bachelor (12:13) 16:00 Family Guy (12:21) Ein þekktasta fjölskylda teiknimyndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 16:25 Happy Endings (20:22) 16:50 Parks & Recreation (20:22) 17:15 Parenthood (2:15) 18:05 Friday Night Lights (2:13) 18:50 Hawaii Five-0 (10:22) 19:40 Judging Amy (23:24) Bandarísk þáttaröð um lög- manninn Amy sem gerist dómari í heimabæ sínum. 20:25 Top Gear - NÝTT (1:6) Bílaþátturinn sem verður bara betri með árunum. Tilraunir þeirra félaga taka sífelldum breytingum og verða bara frumlegri, og skemmtilegri. 21:15 Law & Order: Special Victims Unit (21:23) Bandarískir sakamálaþætt- ir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg. Hatursglæpur er framinn og lögreglan þarf að bregðast við áður en ástandið fer úr böndunum. 22:00 The Walking Dead 8,8 (3:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. Hluti hópsins ætlar að auka matarbirgðirnar en það ger- ir hópinn veikari á meðan. 22:50 Elementary (2:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. 23:40 Necessary Roughness 6,9 (7:10) Vinsæl þáttaröð um sálfræðinginn Dani sem aðstoðar marga af bestu íþróttamönnum Bandaríkj- anna þegar andlega hliðin er ekki alveg í lagi. 00:30 The Walking Dead (3:16) 01:20 The Bridge (2:13) 02:10 Beauty and the Beast (8:22) 03:00 Excused 03:25 Pepsi MAX tónlist Í janúar fyllist meirihluti lands- manna óútskýrðri orku og metnaði, kaupir sér kort í rækt- inni og byrjar að borða hollan mat. Kók víkur fyrir vatni, nammi fyrir ávöxtum og brauð fyrir grænmeti. Fyrir fólk eins og mig sem hefur enga ánægju af því að hreyfa sig er þessi tími erfiður. Það er nefnilega helmingi erfiðara að hundsa ræktina og auðvelt að sogast inn í heilsubrjálæðið sem tröllríður öllu. Heilsubrjálæðingar sem eru eins og sértrúarsöfnuður ná að hrella alla með visku sinni og þú verður að vera samviskulaus til þess að láta ekki glepjast. Sykur og súkkulaði Íþróttaferill minn er ekki glæsilegur. Það kom mjög snemma í ljós að líklega væru íþróttir ekki mjög of- arlega á hæfileikaskalanum mín- um. Ég hef eiginlega aldrei þolað íþróttir af nokkru tagi og hata lík- amsrækt. Þegar vinir mínir voru í boltaleikjum eða snú snú sat ég yfir leitt á kantinum og var sykur og súkkulaði. Ég minnist þess ekki að hafa verið neitt sérstaklega súr yfir því heldur eiginlega bara glöð að sleppa við að þurfa vera með. Svo var fínt að hafa mig á kantinum ef það þurfti að rífa kjaft við eldri krakka sem voru með eitthvert vesen. Það var nefnilega þannig að mér fannst bara ótrúlega leiðinlegt að hreyfa mig. Það vantaði allt keppn- isskap og ég hafði enga unun af því að þreytast. Þegar fólk talar um hvað það sé frábært að svitna við erfiða æfingu eða hversu endur- nært það sé eftir góðan tíma þá er ég ekki að tengja. Ég veit ekkert óþægilegra en að ná ekki andan- um eða reyna það mikið á mig að ég geti ekki staðið. Nei takk. Í skóla- leikfimi notaði ég allar heimsins af- sakanir til þess að sleppa við tím- ann. Í útileikfimi stytti ég mér leiðir eða tók leigubíl til baka (já, það gerðist og ég var reyndar ekki ein að verki). Í skólasundi kom sér vel að vera með munninn fyrir neðan nefið og með góðum klækjum tókst mér að sleppa við að synda ótelj- andi ferðir í sundprófinu í 10. bekk en útskrifaðist samt. Með langloku í spinningtíma Ég hef aðeins kynnt mér líkams- ræktarstöðvar í gegnum tíðina en lítið hreyft mig þar af viti. Ég fór í fyrsta skipti í líkamsræktarstöð þegar ég var 14 ára. Við fórum þrjú vinirnir og enduðum í spinning- tíma. Okkur fannst mjög merki- legt að það væri hægt að kaupa samlokur og gos í þessari stöð og enduðum aftast í salnum hjólandi með dietkók og samloku. Þetta var helvíti fínt en við fórum ekki aftur. Stanslaust samviskubit Þó ég hreyfi mig ekki mikið þá er ég samt með stanslaust samvisku- bit yfir hreyfingarleysinu. Fólk sem hreyfir sig er hamingjusamara, lif- ir lengur og allt það sem er troðið stanslaust inn í hausinn á manni. Inn á milli fæ ég þá flugu í höfuðið að ég verði að drífa mig af stað svo ég deyi ekki fyrir aldur fram (það gerist iðulega eftir að ég hef umgengist heilsutrúarfólkið of mikið). Þegar þetta gerist þá hef ég vanalega farið út að hlaupa eða keypt mér líkams- ræktarkort. Ég á nokkrar skemmti- legar hlaupaferðir að baki þar sem ég hleyp út, enda svo á einhverj- um bekk í hverfinu hristandi höf- uðið yfir því hvernig mér detti þetta rugl í hug. Þarna kemur skorturinn á keppnisskapinu sterkur inn því þegar ég er þreytt þá bara sest ég niður. Ég get ekki pínt mig og er yfir- leitt aldrei lengur en 10 mínútur úti. Í ræktina til að horfa á Stöð 2 Í eitt þessara skipta sem einhverjir ræktarbrjálæðingar voru búnir að heilaþvo mig keypti ég mér kort í World Class. Ég mætti og vissi náttúrlega ekkert hvað ég ætti að gera en var nokkuð örugg með að labba bara á göngubrettinu. Þetta gekk vel og ég mætti í nokkrar vik- ur. Ekki til þess að hreyfa mig held- ur vegna þess að ég komst að því að það var hægt að horfa á Stöð 2 í tækjunum. Ég var nefnilega ný- flutt að heiman og ekki með áskrift. Þetta var því svona helvíti hentugt (og ódýrara en að kaupa áskrift) að mæta þegar Nágrannar voru í gangi og hjóla hægt eða labba á göngu- brettinu meðan þátturinn var. Þetta gekk í nokkrar vikur en svo hætti ég að nenna. Blekking? Þar sem ég er stöðugt með nag- andi samviskubit yfir því að vera ekki að hreyfa mig þá ákvað ég að kaupa mér kort í vikunni. Nú skyldi aldeilis breyta um lífsstíl í eitt skipti fyrir öll. Aldurinn færist yfir og það gengur ekki að vera með bumbu. Fyrsta skiptið gekk vel – við entu- mst nánast allan tímann (fyrir utan að fara út í korter því við náðum ekki andanum). Í seinna skiptið var tíminn erfiðari og ég fann gömlu Viktoríu banka upp á: „Æ, þetta er svo leiðinlegt. Af hverju ertu að gera hluti sem þér finnast leiðinleg- ir? Þú lifir bara einu sinni.“ Ég náði að þagga niður í henni og ætla mér að reyna drepa hana. Þriðji tíminn er á morgun. Sjáum hvor vinnur. Ég er allavega spennt að sjá hvort það sé hægt að byrja að elska líkams- rækt. Lifir þetta fólk ekki bara allt í blekkingu? n „Því þegar ég er þreytt þá bara sest ég niður. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Helgarpistill Eyjafjallajökull Gosið í Eyjafjallajökli verð- ur til þess að fráskilin hjón þurfa að keyra langa leið saman í brúðkaup dóttur sinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.