Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Page 60
Helgarblað 17.–20. janúar 201460 Fólk Ö nnur Olsen systranna – As­ hley – er á lausu. Leikkon­ an og fatahönnuðurinn Ashley hætti með kærasta sínum, David Schulte, eftir um hálfs árs samband samkvæmt heimildum US Weekly. „Hann var frábær strákur og myndar­ legur. En þetta gekk bara ekki upp hjá þeim,“ segir heimildar­ maður blaðsins. Ashley og David höfðu ver­ ið að dandalast saman í hálft ár. David er farsæll viðskiptamað­ ur en hann hefur stjórnað fyrir­ tækinu Oliver Peoples í nokkur ár. Það fyrirtæki framleiðir gleraugu og hefur þótt eitt það flottasta í þeim bransanum. Ashley hefur lítið sem ekkert viljað tjá sig um sín einkamál í fjöl­ miðlum en hún á nokkur ástarsam­ bönd að baki. Meðal annars hefur hún í gegnum tíðina verið orðuð við nokkra aðra farsæla viðskipta­ menn. n Hætt saman Olsen systirin, Ashley, á lausu Gekk ekki upp Ashley og David höfðu verið saman í um hálft ár. Ræðir ekki einkalífið Ashley hefur lítið viljað tjá sig um einkalíf sitt í fjölmiðlum í gegnum tíðina. Hér sést parið fyrrverandi saman á röltinu. topp 5 1 Svínka úr Prúðuleikur-unum gæti hæglega leikið í kvikmynd um leikkonuna Jessicu Simp- son. Þær elska báðar bleikan og hárið gæti ekki verið líkara. Svo eru þær báðar tískufyrirmyndir. Einhverra allavega. 2 Josh Groban minnir óneitan-lega á sjónvarpsstjörnuna Alf. Kannski eru það bara brúnu augun. 3 Jorge Garcia úr Lost með slegið hár minnir óneitanlega á píanóleikarann Rolf úr Prúðuleikurunum. 4 Janice, hin stelpan í Prúðuleikur-unum, líkist Suzanne Somers, Donatellu Versace og Betsey Johnson en mest þó söngkonunni Nicki Minaj. 5 Olsen-systur og Kira, kven-hetjan úr brúðumyndinni The Dark Crystal gætu verið þríburar. Stjörnur sem líkjast brúðum Gleði og glaumur ofurfyrirsætu Cara Delevingne er ein vinsælasta fyrirsæta heims C ara Delevingne er ein um­ talaðasta fyrirsæta heims­ ins í dag. Cara skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um tveimur árum og síðan hef­ ur verið nóg að gera hjá henni. Hún er af nýrri kynslóð ofurfyrirsæta sem leysir af fyrirsætur á borð við Kate Moss, Naomi Campell og Cindy Crawford svo einhverjar séu nefnd­ ar. En hver er þessi Cara Delevingne? Fyrirsæta ársins Cara er fædd 12. ágúst 1992 og er því 21 árs. Hún er fædd í London og er yngri systir fyrirsætunnar Poppy Dele­ vingne. Þegar hún var barn að aldri byrjaði hún að sitja fyr­ ir í auglýsingum fyrir Cardbury­ súkkulaði. Frá unglingsaldri hefur hún setið fyrir í auglýsingaherferðum og sýnt á sýningum fyrir mörg þekkt­ ustu tískumerki heims: Stellu McCart­ ney, Dolce & Gabbana, Oscar de la Renta, Burberry, Jason Wu, Moschino, Schiatzi Zhen, Victoria's Secret og Fendi. Hún hefur einnig prýtt forsíð­ ur helstu tískutímaritanna og verið andlit nokkurra þekktra vörumerkja, meðal annars DKNY, Chanel Resort og Burberry Beauty. Cara var einnig valin fyrirsæta ársins 2012 á British Fashion­verðlaunahátíðinni. Myndi gera allt Hún hefur einnig reynt lítillega fyrir sér í leiklist og lék lítið hlutverk í myndinni Princess Sorokina árið 2012. Að eigin sögn vill hún reyna frekar fyrir sér í leiklistinni og er tilbú­ in til þess að gera ýmislegt fyrir réttu hlutverkin. „Ég myndi raka allt hárið af mér og augabrúnirnar, ég myndi bæta á mig kílóum. Ég myndi gera hvað sem er,“ sagði hún í samtali við ID­tímaritið í nóvember síðastliðn­ um aðspurð um leiklistina sem hana langar mikið að leggja fyrir sig. Cara hefur líka vakið athygli fyrir sérstæðan stíl og margir sem horfa upp til hennar. Augabrúnir henn­ ar hafa orðið að hálfgerðu tískufyrir­ brigði og fjölmargir sem öfunda hana af þeim. Einkalífið vakið athygli Einkalíf Cöru hefur líka vakið athygli og ljósmyndarar elta hana hvert sem hún fer. Undanfarið hefur hún sést mikið með stórstjörnum á borð við Rihönnu og fleiri og hafa slúðurblöð­ in keppst um að birta myndir af þeim saman. Mikið hefur líka verið fjallað um meinta eiturlyfjaneyslu Cöru og myndir birtar af henni þar sem hún er sögð vera að reykja marijúana. Það náðust einnig myndir af henni á síðasta ári þar sem hún missti lít­ inn poka með hvítu dufti fyrir fram­ an ljósmyndarana. Cara tjáði sig ekki um málið þegar hún var spurð út í það. Cara er gestur í öllum heit­ ustu stjörnupartíunum en virðist ekki kippa sér mikið upp við það og er þekkt fyrir að gretta sig framan í myndavélarnar. n Hress Hún er ekki mikið að stressa sig á því að pósa fyrir framan myndavélarnar. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Eftirsótt Cara er ein eftirsóttasta fyrir- sæta heims. Með Rihönnu Hér sést hún með vinkonu sinni Rihönnu. Vogue Cara hefur prýtt forsíður fjölmargra tímarita. Pokinn Hér sést hún með pokann fræga, með hvíta duftinu, sem hún missti fyrir framan ljósmyndara. Tungan ógurlega Miley Cyrus vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir að breyta gjör­ samlega um ímynd. Hún er hvergi nærri hætt og er í sama gír á nýja árinu. Miley er óhrædd við að reka út úr sér tunguna við hvert tæki­ færi og þá allra helst þegar mynda­ vélarnar birtast. Pósan fer að verða hennar sérmerki og virðist Miley ætla halda henni við á nýja árinu eins og sást þegar þessi mynd náð­ ist af henni á djamminu á dögun­ um. Þar var hún ásamt rapparan­ um Bishop Don Juan og fleira fólki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.