Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Qupperneq 62
Helgarblað 17.–20. janúar 201462 Fólk Braut tönn á skinkusalati Leikarinn Hilmir Jenssen er fluttur norður Þ etta var svolítið fyndið því leikmyndin er þvílík klifur- grind og ég leik í hverju áhættu atriðinu á fætur öðru. Svo brýt ég tönn með því að borða brauðsneið með skinkusalati,“ seg- ir leikarinn Hilmir Jensson sem fer með heil fimm hlutverk í Gullna hliðinu hjá Leikfélagi Akureyrar en þarf nú að drífa sig til tannlæknis fyrir frumsýningu. Á meðal hlutverka Hilmis er djöf- ullinn þar sem hann fetar í fótspor ekki ómerkari leikara en Arnars Jónssonar og Lárusar Pálssonar. „Það hefur her af flottum leikurum leikið þetta hlutverk en það þýðir ekkert að hugsa um það. Ég geri bara mitt. Tönnin er eins og vígtönn sem er pínu „bad ass“ fyrir djöfulinn en ég leik fleiri karaktera og þeir geta ekki allir verið tannlausir. Þess vegna þarf ég að láta laga þetta svo ég líti ekki út eins og Bó Hall. Sem þarf þó alls ekkert að vera slæmt, ég er bara nokkrum áratugum of seinn með þá tísku.“ Hilmir og kona hans, Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstjóri, sem leikstýrði meðal annars Sek, eru flutt til Akureyrar þar sem þau una sér vel. „Okkur fannst starfsumhverfið spennandi hjá leikfélaginu og sótt- um fast að komast hingað. Ætli við séum ekki þessar hefðbundnu mið- bæjarrottur sem vildu breyta til,“ segir Hilmir en þau Ingibjörg eiga eina dóttur, Hallgerði sem er eins og hálfs árs. „Hér er þægilegt að vera og stutt í allt,“ segir hann en bætir við að það sé óákveðið hvort þau séu kom- in norður til að vera. „Við erum að skoða stöðuna og skipuleggja í ró- legheitum. Við sjáum hvað setur.“ n indiana@dv.is Hilmir Leikarinn leikur í fjölda áhættuatriða en tókst að brjóta tönn í matartímanum. Ásgeir fær EBBA-verð- launin Ásgeir Trausti er einn þeirra sem hlutu EBBA-verðlaunin (Europe- an Border Breakers Awards) á hollensku tónlistarhátíðinni Eurosonic síðastliðinn miðviku- dag. Alls voru tíu tónlistarmenn verðlaunaðir fyrir árangur sinn í tónlistarheiminum í Evrópu á ný- liðnu ári en það var breski sjón- varpsmaðurinn Jools Holland sem afhenti verðlaunin að þessu sinni. Ásgeir vakti þó nokkra athygli erlendis á síðasta ári en líkt og kunnugt er var plata hans, Dýrð í dauðaþögn, þýdd yfir á ensku síðasta sumar. Dæmi um tónlistarfólk sem hlotið hefur EBBA-verðlaunin á undanförn- um árum eru Of Monsters and Men, Adele, Ameli Sandé, Carla Bruni og fleiri. Ásdís Rán boðar í viðtöl Fyrirsætan og athafnakonan Ás- dís Rán hefur í nógu að snúast þessa dagana, en væntanlegur raunveruleikaþáttur sem hún mun stýra hefur vakið mikla um- ræðu undanfarið. Í þáttunum mun Ásdís hjálpa húsmóður á aldrinum 30–40 ára að komast í form auk þess sem viðkomandi mun gangast undir fegrunarað- gerðir á borð við bótox og vara- fyllingu. Líkt og fyrr segir hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa en Ásdís segir mikinn áhuga fyrir þættinum og hefur nú tilkynnt að hann verði enn stærri í sniðum en upphaflega var ætlað. „Mig langar líka að taka fram við ykkur sem hafið sent mér e- mail að ég er EKKI byrjuð að fara yfir þetta, það á eftir að taka mig nokkra daga! Ég boða svo um 10 í viðtöl eftir helgi,“ skrifar Ásdís á Facebook-síðu sína. Gyða á 101 hótel Gyða Dan Johansen, unnusta Ara Edwald, er hætt hjá 365 og farin að vinna á 101 hótel. Gyða hafði unnið hjá 365 í nokkur ár í ýmsum verkefnum. Ari er líkt og kunnugt er, forstjóri fjölmiðla- fyrirtækisins. Hjónin munu því ekki vinna lengur saman en 101 hótel er í eigu Ingibjargar Pálma- dóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en Ingibjörg á einnig 365. Parið mun því áfram vinna fyrir sama fólkið. Er ekki á bömmer yfir því að eldast n Inga Lind nýtur lífsins í Barcelona n Fagnar hverju ári É g vona bara að þættirnir hafi jákvæð áhrif, ekki bara á þátttakendur heldur líka þá sem horfa,“ segir Inga Lind Karlsdóttir, þáttastjórn- andi Biggest Loser en þættirn- ir hefja göngu sína á Skjá Einum á næstu dögum. Inga Lind segist hafa fengið sönnun þess efnis að þættirnir hafi jákvæð áhrif út fyr- ir hópinn. „Flest allir í tökuliðinu hafa snúið mataræði sínu við og einn úr hópnum missti tíu kíló og aðrir eitthvað minna. Menn voru að nota hádegishléið til að æfa og það var afar sjaldgæft að sjá ein- hvern laumast út í sjoppu í pylsu og kók. Maður smitast nefnilega af orkunni og áhuganum.“ Gamla góða hófið Sjálf segist Inga Lind hafa hreyf- ingu að lífsstíl. „Ég borða allan mat en ekkert of mikið af neinu og ég verð ekki ástfangin af matn- um. Ef ég kemst í góða köku er frá- bært að geta smakkað hana en ég þarf ekki að fá mér þrjár sneiðar. Þetta er bara spurning um gamla góða hófið. Varðandi hreyfingu þá eyði ég ekki einum og hálfum tíma inni á líkamsræktarstöð á hverjum degi heldur vel ég frekar stigann en lyftuna og fer í göngutúra með fjölskyldunni um helgar. Svo bý ég í Barcelona og hér er auðvelt að kjósa fæturna frekar en bílinn. Og svo spila ég tennis en það get- ur tekið vel á,“ segir hún en er hóg- værðin uppmáluð þegar hún er spurð út í getu sína í íþróttinni. „Ég vildi óska þess að ég væri betri en tennis er eins og golf. Maður get- ur notið þess þótt maður sé ekkert rosalega góður í því. Það sama er að vísu sagt um kynlíf,“ segir hún hlæjandi. Skíðaferð til Sviss Inga Lind fagnaði 38 ára afmæli sínu í vikunni. „Ég er búin að ákveða að halda alltaf upp á af- mælið mitt þótt það sé gert með mismunandi hætti. Afmælisdag- ur okkar þýðir að líf okkar hafi orðið ári lengra og því ber að fagna. Ég neita að vera á bömmer yfir því að eldast,“ segir hún og bætir við að börnin hafi fært henni morgunmat í rúmið á afmælis- daginn. „Ég var vakin af börnun- um og fékk dásamlegt, nýbakað brauð, hollar og óhollar kökur og niðurskorna ávexti í rúmið – algjör draumamorgunmatur. Svo lagði ég af stað í ferðalag með manninum mínum en kosturinn við að búa í Evrópu er að geta skellt sér upp í bílinn og keyrt af stað. Nú erum við á leiðinni til Sviss í skíðaferð.“ Inga Lind nýtur lífsins í Barcelona með fjölskyldunni en er ákveðin að koma heim aftur. „Það er gaman að hafa tækifæri til að búa annars staðar en á Íslandi í einhvern tíma en við komum heim aftur. Ísland er of frábært land til að vera fjarri því of lengi.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Maður getur notið þess þótt maður sé ekkert rosalega góður í því. Það sama er að vísu sagt um kynlíf. Aftur í sjónvarp Inga Lind snýr aftur á skjáinn sem þáttastjórnandi í þáttunum The Biggest Looser.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.