Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 17.–20. janúar 2014
5. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is
… þetta er
hann Óli
prik!
Fengu kökudisk frá vinkonu ráðherra
Tæplega 900 þúsund krónum varið í jólagjafir fyrir starfsmenn ráðuneytis
R
úmlega 896 þúsund krónum
var varið í jólagjafir handa
starfsmönnum atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytis-
ins nú fyrir jólin. Munaði þar
mestu um forláta kökudisk sem starfs-
mennirnir 68 fengu en hann er íslensk
hönnun og framleiðsla.
Samkvæmt upplýsingum frá ráðu-
neytinu lagði Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
áherslu á að í pakkanum yrði íslensk
hönnun og framleiðsla en hún fer
með málefni nýsköpunar og hönnun-
ar. Svo vill til að listakonan sem býr
til kökudiskana, Ragnheiður Ingunn
Ágústsdóttir, er vinkona ráðherrans.
DV barst ábending um málið þar
sem hermt var að einhverjum innan-
húss hafi þótt þessi staðreynd í besta
falli óheppilegt. DV spurðist fyrir um
málið og fékk þau svör að við val á
jólagjöfinni hafi verið sett á fót nefnd
þriggja starfsmanna til að hafa um-
sjón með því verkefni. Er fullyrt að
Ragnheiður Elín hafi hvergi komið
nálægt valinu.
„Hvorugur ráðherra ráðuneytisins
hafði með það að gera hvar viðskiptin
fóru fram,“ segir í svari ráðuneytisins
við fyrirspurn DV. Um heildarkostnað
jólagjafanna segir að ráðuneytið hafi
haft ákveðna upphæð til viðmiðunar
eins og undanfarin ár og fyrir valinu
varð kökudiskur frá RAKIdesign og
fékk hver starfsmaður einn disk, alls
68 stykki, sem ekki er hægt að skila eða
skipta samkvæmt upplýsingum DV.
Um meintan vinskap Ragnheiðar
Elínar og Ragnheiðar Ingunnar segir
í svarinu:
„Iðnaðarráðherra þekkir
hönnuðinn og til verka hennar, eins og
fjölmarga aðra íslenska hönnuði.“ n
mikael@dv.is „Fótóbombaði“
forsetann
n Ása Dýradóttir, bassaleikari
rokksveitarinnar Mammút og ein
þeirra sem reka kaffihúsið Stofuna,
„fótóbombaði“ sjálfan forsetann,
Ólaf Ragnar Grímsson, á mynda-
töku í 20 ára afmæli Sigur Rósar í
Iðnó nýverið. „Fótóbomb“, eða ljós-
myndasprengja, er gjörningur sem
felst í því að lauma sér inn á mynd
bak við grunlausar fyrirsætur. Ása
birti mynd af afrekinu á Face-
book-síðu sinni og vakti hún mikla
kátínu meðal vina hennar.
Í JÖR í Vogue
n Í desemberhefti bandarísku
útgáfunnar af tískutímaritinu
Vogue birtist viðtal við listamann-
inn Ragnar Kjartansson. Þar er
meðal annars fjallað um verkið
Visitors og leiksýninguna Kraft-
birtingarhljómur Guðdómsins
sem verður frumsýnd í Volks-
bühne-leikhúsinu í Berlín í febrúar
og síðar sett upp í Borgarleikhús-
inu. Á mynd sem fylgir viðtalinu
klæðist Ragnar jakkafötum frá
JÖR, merki íslenska fatahönnuðar-
ins Guðmundar Jörundsson-
ar. Ljósmyndarinn
er enginn annar
en Anton Corbijn
sem hefur leikstýrt
fjölda þekktra tón-
listarmyndbanda
og kvik-
myndinni
Control.
Kenndi Ólafi að
teikna
n Á fimmtudag talaði Hilmar Þór
Björnsson arkitekt á málþingi um
mannlíf og byggingarlist í Reykja-
vík í tilefni þess að Harpa hlaut
Mies van der Rohe- verðlaunin í
byggingarlist. Í bloggfærslu þar
sem hann auglýsti málþingið
birti hann mynd af Ólafi Elías-
syni, hönnuði glerhjúps Hörpu,
sem var tekin í eldhúsi Hilmars í
Kaupmannahöfn árið 1970. Hilm-
ar segist stundum halda því fram
að hann hafi kennt
Ólafi að teikna
enda hafi flest
börn sem komu
við á heimilinu
elskað að leika
sér með vinnu-
tæki arkitekt-
úrnemans.
Glæsileg íslensk
hönnun Starfsmenn
atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytis-
ins fengu kökudisk frá RAKIdesign.
Ragnheiður Elín lagði áherslu á íslenska
hönnun og framleiðslu. mynD RaRiKDesiGn.is
Skiptu út
hveiti
& Sykri
Uppskriftir á
Sukrin.iS
Söluaðilar: SamkaUp, Nettó, króNaN, NóatúN, HagkaUp og kjarval
Sukrin bökunarvörur – heilsunnar vegna
d
v
e
h
f.
/
d
a
v
íð
þ
ó
r