Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Side 10
Helgarblað 14.–17. febrúar 201410 Fréttir
Hæfnikröfum breytt
í miðju ráðningarferli
„Ferlinu var því breytt svo hún fengi vinnuna,“ segir vitni um ráðningu Söru Lindar Guðbergsdóttur
S
tefán Einar Stefánsson,
fyrrverandi formaður VR,
hafði bein afskipti af ráðn
ingarferli núverandi unn
ustu sinnar þegar hún var
ráðin til stéttarfélagsins árið 2012.
Afskipti Stefáns Einars fólust með
al annars í því að hann hafði sam
band við Capacent, fyrirtækið sem
sá um ráðningarferlið, og gerði
kröfu um að lögfræðimenntun væri
eitt af skilyrðunum sem gera ætti
í ráðningarferlinu. Þetta inngrip
Stefáns Einars átti sér stað eftir að
ráðningarferlið hófst. Núverandi
unnusta Stefáns er lögfræðimennt
uð. Þetta kom fram í aðalmeðferð í
héraðsdómi á þriðjudaginn.
Stefán Einar og unnusta hans,
Sara Lind Guðbergsdóttir, hafa
stefnt DV fyrir meiðyrði og krefj
ast miskabóta vegna umfjöllunar
blaðsins um ráðningu Söru Lindar
í yfirmannsstarf hjá VR. DV fjallaði
um málið í desember 2012 og hélt
því fram að ráðningarferlið hefði
verið sett á svið en að búið hefði ver
ið að ákveða að Sara Lind skyldi ráð
in. Í stefnunni segir að bæði sé gefið
í skyn og fullyrt af hálfu DV að Stefán
Einar hafi séð til þess að Sara Lind
Guðbergsdóttir yrði ráðin til VR og
sérstakt ráðningarferli verið sýndar
leikur á kostnað félagsmanna. Gefið
hafi verið í skyn að stefnandi hafi
misbeitt valdi sínu og ráðið Söru
Lind vegna ástarsambands en ekki
verðleika.Aðalmeðferð í málinu fór
fram síðastliðinn þriðjudag og var
Stefán Einar einn þeirra sem gáfu
skýrslu. Stefán Einar hélt því fram í
vitnisburði sínum að Sara Lind hefði
verið eini umsækjandinn um starf
ið sem hefði uppfyllt öll skilyrði sem
krafa var gerð um. Í máli hans fyrir
dómi kom þó ekki fram að hæfni
kröfum hefði verið breytt eftir að
starfið var auglýst en í miðju ferli var
bætt við þeirri hæfnikröfu að æski
legt væri að viðkomandi væri með
lögfræðipróf.
Stefán Einar beið afhroð í for
mannskosningum gegn Ólafíu Björk
Rafnsdóttur í mars í fyrra. Sara Lind
var rekin í júní sama ár og var ástæð
an sögð vera skipulagsbreytingar hjá
VR.
Segir Stefán hafa
haft sterkar skoðanir
Í aðalmeðferðinni í meiðyrðamálinu
á þriðjudaginn staðfesti Sigríður
Pétursdóttir, sem var ráðgjafi
Capacent í ráðningarferlinu, í vitnis
burði sínum að í starfsauglýsingu
sem Capacent hafi séð um að gera
hafi hvergi komið fram að æskilegt
væri að umsækjandi hefði lögfræði
próf. „Ég fór á fund með Stefáni og
við ræddum hvað ætti að standa
í auglýsingunni. Auglýst var eftir
að viðkomandi hefði reynslu af at
vinnumálum, íslenskukunnáttu og
háskólamenntun við hæfi; þetta
týpíska íslenska,“ sagði Sigríður.
Auglýst var í þrjár stöður, annars
vegar eftir tveimur aðilum í starf
hópstjóra og svo hins vegar einum
aðila sem myndi starfa undir þeim.
Sigríður sagði að málum hafi
verið háttað þannig að Capacent sá
um að skoða umsækjendur til hóp
stjórastarfsins. Sara Lind var ekki
meðal þeirra sem Capacent töldu
hæfasta og vildu bjóða í viðtal. Sam
kvæmt Sigríði breyttust þá skyndi
lega hæfniskilyrðin. „Stefán biður
mig um að finna lögfræðing innan
hópsins og þá finn ég umsókn henn
ar,“ sagði Sigríður. Hún sagði Stefán
hafa haft sterkar skoðanir á um
sækjendum og í kjölfar breytinga á
hæfniskilyrðum hafi Sara Lind verið
tekin inn í þann hóp sem fór í við
tal. Stefán Einar sagði í vitnisburði
sínum að Sara Lind hefði verið sú
eina sem hefði uppfyllt öll hæfniskil
yrði. Sigríður sagðist þó ekki telja að
ráðningarferlið hefði verið sýndar
leikur.
Capacent kom ekki
nálægt ráðningunni
Í vitnisburði Sigríðar kom auk þess
fram að Sara Lind hafi ekki sótt um
starf deildarstjóra heldur hópstjóra.
Starf deildarstjóra var ekki auglýst
og má segja að það sé þrepi ofar en
starf hópstjóra. „Mér fannst þetta
ekki sjónarspil en ég verð að viður
kenna að mér fannst Sara vera ung
og auk þess var hún ekki með stjórn
unarreynslu. Hún er síðan ráðin í
annað starf en var auglýst og það
tengist okkur ekki neitt. Við tilkynn
um Söru að hún hafi fengið starf
hópstjóra, svo heyri ég að hún hafi
verið ráðin sem deildarstjóri ráð
gjafadeildar og kom Capacent ekki
nálægt því,“ sagði Sigríður en mið
að við orð hennar þá var Sara Lind
á endanum ráðin í annað starf en
Capacent hafði verið í vinna í.
Viðurkennir forskot
Sara Lind sagði í vitnisburði sínum að
fyrstu kynni hennar af Stefáni Einari
hefðu verið þegar hann hafði sam
band við hana og bað hana um að
halda fyrirlestur á vegum Landssam
bands íslenskra verslunarmanna á
Hótel Rangá. Hún sagði að nokkrum
dögum eftir fyrirlesturinn hefði Stef
án Einar haft samband við hana aftur
og boðað hana á fund. Á þeim fundi
var henni meðal annars bent á að
uppstokkun yrði innan samtakanna
bráðlega og henni var sagt að sækja
um starf þegar það yrði auglýst.
Þessi ummæli hennar ganga gegn
ummælum Stefáns Einars í um
ræddri blaðagrein frá árinu 2012
sem stefnt er fyrir í málinu. „Hún
sótti bara um þetta eins og annað
fólk,“ sagði hann þá en lét þess ekki
getið að þau hefðu átt í þeim sam
skiptum sem Saran Lind upplýsti í
skýrslu sinni fyrir dómi.
Sara Lind sagði fyrir dómi að hún
hefði verið í sambúð með öðrum
manni þegar hún var ráðin. Að
hennar sögn lauk því sambandi í júní
sama ár og fór hún þá að draga sig
saman við Stefán Einar. Stefán Einar
og Sara Lind eru enn í sambúð í dag.
Mælti með Söru Lind
Árni Leósson, sviðsstjóri þróunar
sviðs VR, sagði í vitnisburði sínum að
hann hefði bent Stefáni Einari á Söru
Lind á sínum tíma en hann hafði
áður starfað með henni í úthlutun
arnefnd Vinnumálastofnunar. Að
hans sögn hvatti hann Söru Lind
til að sækja um starfið og auk þess
mælti hann með því að hún yrði ráð
in. Árni var ásamt Helgu Árnadóttur,
þáverandi framkvæmdastjóra, Sig
ríði Pétursdóttur, ráðgjafa Capacent,
og Stefáni Einari í viðtalsnefnd. Árni
viðurkennir þó að hann hafi mælt
með henni í starf hópstjóra en ekki
deildarstjóra sem var það starf sem
hún fékk að lokum. Hann staðfesti
að hæfniskilyrðum hefði verið breytt
í miðju ráðningarferli en sagði þó
ekki frá hverjum þau skilaboð komu.
Helga Árnadóttir sem var
framkvæmdastjóri VR þegar Sara
Lind var ráðin sagði í vitnisburði sín
um að ekki hafi verið búið að ákveða
fyrirfram að ráða hana. Þrátt fyrir
það segir hún að Stefán Einar og
Árni Leósson hafi lagt sterka áherslu
á að ráða hana. Hún sagði það hafa
styrkt stöðu hennar.
Fjallað um málið
á stjórnarfundum
Benoný Valur Jakobsson, stjórnar
maður VR, sagði að ráðning Söru
Lindar hefði reglulega komið upp
á stjórnarfundum áður en DV fjall
aði um málið. Töldu stjórnarmenn
eitthvað bogið við það að Sara Lind
hefði verið ráðin þrátt fyrir að hún
hefði ekki verið í hópi þeirra hæf
ustu til að byrja með. „Menn gerðu
athugasemdir við það að henni hafi
verið bætt við og ferlinu hafi verið
breytt,“ sagði Benoný í vitnisburði
sínum. Að hans sögn er óvanalegt
að einstök ráðningarmál komi upp
á fundum stjórnar en að hans sögn
var rætt um ráðningu Söru Lindar
þrisvar til fjórum sinnum áður en
málið komst í hámæli þegar DV fjall
aði um það.
Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar
maður VR, sagði í vitnisburði sín
um að eftir að DV fjallaði um málið
hafi Helga Árnadóttir og Árni Leós
son viðurkennt að ferlinu hefði verið
breytt svo tiltekinn starfsmaður
fengi vinnuna. Þetta sagði hann
hafa komið fram á sérstökum upp
lýsingarfundi sem ekki var bókað
ur. „Á fundinum kemur fram að vilji
stjórnenda hafi verið að hún fengi
vinnuna. Ferlinu var því breytt svo
hún fengi vinnuna. Það var skipt um
hest í miðri á,“ sagði Ragnar Þór sem
var sakaður um að vera „hatursvitni“
af lögfræðingi Stefáns Einars.
Málsmeðferð er lokið og málið
bíður nú dóms. Hann verður
kveðinn upp á næstu vikum. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Stefán biður
mig um að
finna lögfræðing
innan hópsins og
þá finn ég umsókn
hennar
„Það var skipt um
hest í miðri á
Stefna DV Sara Lind
Guðbergsdóttir og
Stefán Einar Stefánsson
eru í meiðyrðamáli við
DV vegna greinar þar
sem því er haldið fram að
ráðning hennar hafi verið
sýndarleikur. Hvorugt
þeirra starfar á vegum
VR í dag. MynD SiGtryGGur Ari