Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 14.–17. febrúar 201414 Fréttir
„óttast mjög um hann“
Þ
etta er mjög erfitt,“ segir
móðir fimmtán ára pilts,
grunnskóladrengs sem
hefur verið að fikta við
kannabisneyslu. Dreng-
urinn er að flosna upp úr skóla
sem virðist vera að gefast upp á
honum. Hann mætir illa og fé-
lagsskapurinn sem hann sækir
í er slæmur. Móðir hans segir að
vegna þessa sé náið samband
þeirra mæðginanna nú á kross-
götum, enda séu forsendurnar
fyrir trausti nú ekki lengur til
staðar. „Hann hefur verið að
haga sér mjög undarlega og
valda okkur foreldrum hans
mjög miklum áhyggjum,“ segir
hún og segir erfiðleika og bresti
í sambandi þeirra vegna þessa.
„Hann hefur viðurkennt að hafa
reykt kannabis og það er bara
alls ekki í lagi fyrir 15 ára krakka.“
Móðir drengsins segir mikilvægt
að ná drengnum út úr heimi
fíkniefna og slæms félagsskapar
sem fyrst og er sannfærð um að
ef það takist séu bjartari tímar
fram undan hjá fjölskyldunni.
Hríðversnaði
Eftir jól versnaði ástandið til
muna og segist móðir hans
finna á drengnum sínum mikl-
ar breytingar. „Honum gekk svo
miklu betur í skólanum fyrir jól.
Fyrir svona tveimur vikum hryn-
ur hann niður í mætingu, lokar al-
veg á okkur og skilar sér ekki heim.
Þetta er mjög einkennileg hegð-
un,“ segir hún og tengir það við
vinahóp drengsins og félagsskap.
„Ég held að það sé alveg ljóst,
þetta hefur breyst mikið eftir að
hann vingaðist við fólk úr öðrum
hverfum. Hann svarar okkur ekki
þegar við tölum við hann, hann
skellir hurðum og segir okkur
jafnvel að þegja.“
Nýir vinir
„Hann hefur verið að færa sig
hægt og rólega inn í þennan
heim. Hann hefur hingað til ver-
ið mjög staðfastur og dugleg-
ur, en núna er eitthvað að breyt-
ast. Hann átti rosalega góða vini,
enda er hann vinsæll og mjög fé-
lagslyndur. Vinirnir hafa skipt hann
öllu máli, eins og svo oft á þess-
um aldri. Svo fór hann að kynnast
krökkum úr öðrum hverfum. Mörg
hver búa þau við vanrækslu heima
hjá sér. Þau fá jafnvel að drekka
heima,“ segir hún. „Þá fer hann
að fylgja með. Hann veit að ég vil
koma honum frá þessum hópi, en
hann fer á bak við mig og gerir það
samt.“
Fann dópsíðu
„Strákurinn minn skilaði sér ekki
heim eitt kvöldið og við foreldrar
hans vorum orðin mjög óróleg.
Hann svaraði okkur ekki þegar við
n 15 ára á dópsölusíðu n Slæmur félagsskapur og neysla fylla foreldra óhug
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
reyndum að hringja og þetta var
mjög erfitt. Ég ákvað að kíkja í tölv-
una hans til að reyna að finna út úr
því hvar hann gæti verið og þá fann
ég þessa síðu,“ segir hún og á þar
við dópsölusíðuna Wonderland.
Hún segir að stemningin í vina-
hóp drengsins sé þannig að það sé
eðlilegt að neyta fíkniefna á borð
við kannabis. Krakkarnir tali um
það sem skaðlaust fíkniefni. „Það
er náttúrlega áróður fyrir því rek-
inn víða, sérstaklega erlendis og á
netinu,“ segir hún og bendir á að
með síðum eins og Wonderland sé
börnum gert mjög auðvelt að kom-
ast í efnin.
Berst fyrir honum
„Ég er að berjast fyrir honum og
gera mitt besta. Það er full vinna
að vera á fundum með barna-
verndarnefnd og með skólanum.
Skólinn virðist vera að gefast upp
á honum,“ segir hún. Drengurinn
fer brátt á fund SÁÁ, en foreldrar
barna á grunnskólaaldri geta ekki
sjálf komið þeim í meðferð. Til
þess að fara á Stuðla þarf að liggja
fyrir ákvörðun barnaverndaryfir-
valda. Hún segir að á þessum tíma-
punkti sé staðan ekki þar, en ef fari
sem fram horfi verði drengurinn að
komast í meðferð.
„Ég hélt að þetta myndi aldrei
koma fyrir. Þetta er svo ólíkt honum
og ég hélt að við myndum aldrei
lenda í svona löguðu,“ segir hún.
„Nú erum við að vinna í því að
reyna að koma honum út úr þess-
um heimi. Ég óttast mjög um
hann.“ n
Grunnskólabörn á dópsölusíðu
Á
síðu á samfélagsmiðlinum
Facebook má finna dópsölu-
síðuna Wonderland.
Þar ganga eiturlyf kaup-
um og sölum, notendur ganga
stundum undir fullu nafni og
gefa jafnvel upp símanúmerin
sín. Áhyggjufull móðir sendi DV
myndir af síðunni, en hún hafði
sér til mikillar skelfingar kom-
ist að því að sonur hennar á ung-
lingsaldri var meðlimur í hópnum.
Börn á grunnskólaaldri eru því
meðlimir á síðunni og hafa að því
er virðist auðvelt aðgengi að fíkni-
efnum. Algengasta fíkniefnið sem
selt er á síðunni virðist vera kanna-
bis en einnig má þar finna harðari
efni. Síðan virkar þannig að hún
er ósýnileg nema annar notandi
bjóði þér inn í hana. Um fjögur
hundruð einstaklingar eru í hópn-
um, stærsti hluti þeirra er ung-
menni, grunnskóla- og framhalds-
skólanemar.
Vantar parkódín
„Er með spikfeitar 2 tegundir sem
enginn verður svikinn af,“ segir
einstaklingur sem kallar sig Bong
Ripper og virðist eiga sérstakan að-
gang að síðunni aðeins fyrir fíkni-
efnaviðskipti. Hann gefur einnig
upp símanúmer. Aðrir reyna að
selja fíkniefnið MDMA, eða Mollý
sem er afbrigði E töflu. Verkjalyf
ganga einnig kaupum og sölum
og vill einn einstaklingur meðal
annars skipta á einni tegund fyrir
aðra af contalgini. Þá eru floga-
veikilyf einnig föl. Landasalar lifa
þar góðu lífi en einnig er eitthvað
um að reynt sé að selja það sem
virðist vera þýfi og talsvert er um
að óskað sé eftir farsímum til sölu.
„Vantar parkodín forte fyrir
einstakling í lyfjameðferð,“ segir
einn aðili á síðunni og segir að
viðkomandi fái lyfinu ekki ávísað,
hann hafi fengið stimpil um of-
notkun hjá læknum. „Sendið á
mig ef þið getið hjálpað. Ekkert
rugl verð samt, takk fyrir,“ segir ung
kona sem kemur fram undir hálf-
gerðu dulnefni en samt ekki.
Ríkir rannsóknarhagsmunir
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu segir í
samtali við DV að lögreglunni sé
kunnugt um þennan sölumáta
á fíkniefnum. Hann kaus að tjá
sig ekki um það hvort eða hvern-
ig tilteknar síður væru til rann-
sóknar. Ætla má að það myndi
stefna rannsóknarhagsmunum
lögreglunnar í hættu. Samkvæmt
upplýsingum DV er lögreglunni
þó kunnugt um að slíkar síður
spretti upp með reglulegu milli-
bili. Karl Steinar segir lögregluna
skorta heimildir til að krefjast
þess af samfélagsmiðlum að slík-
um síðum sé lokað.
Margar síður
DV hefur áður greint frá svipuð-
um síðum og virðist sem fíkniefna-
sala blómstri á netinu í skjóli sam-
félagsmiðla. Sem dæmi má nefna
Facebook-síðuna Adidas þar sem
fíkniefni ganga kaupum og sölum.
Sölumenn og skjólstæðingar þeirra
komu þar fram undir fullu nafni,
gáfu upp símanúmer og auglýstu
fíkniefni og annan varning. Þar
mátti finna fólk af ýmsum samfé-
lagshópum og aldurshópum sem
blygðunarlaust auglýstu fíkniefni til
sölu eða vildu kaupa þau. Að auki
hafði hópnum verið settar siðarleg-
ur. Þar kom meðal annars fram að
meðlimir máttu ekki hleypa öðr-
um en fíkniefnaneytendum inn í
hópinn. Þá var stranglega bannað
að greina frá öðrum meðlimum
eða ræða það sem fram færi á síð-
unni utan hennar. Á síðunni Mucho
Grande fór fram umfangsmikil sala
á fíkniefnum sem og ólöglegum
dýrum á borð við snáka og sama
var að segja um hópinn Rebels þar
sem ólögleg efni af ýmsu tagi gengu
kaupum og sölum.
n Lögreglan getur lítið gert n Díla undir fullu nafni
„Hann hefur viður-
kennt að hafa
reykt kannabis og það er
bara alls ekki í lagi fyrir 15
ára krakka.
Flogaveikilyf og kannabis Alls kyns
varningur gengur kaupum og sölum á síð-
unni, meðal annars landi og flogaveikilyf.
Myndskreytingar Teknar eru myndir af eit-
urlyfjunum og þær látnar fylgja auglýsingunum.
Blygðunarlaust Kaupendur koma fram
ýmist undir nafni eða dulnefni, margir gefa
upp símanúmer.
Ekki á þeirra valdi Í raun er það ekki á valdi
lögreglunnar að loka slíkum síðum og segir
Karl Steinar að það sé erfitt að koma því við.
Hræðsla Drengurinn neitar að
svara foreldrum sínum, skilar sér
ekki heim og segir þeim jafnvel
að þegja. Hann er að flosna
upp úr skóla og mun með þessu
áframhaldi ekki útskrifast úr 10.
bekk. SViðSEtt MyNd dV