Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Síða 15
Helgarblað 14.–17. febrúar 2014 Fréttir 15 „Það er enginn að hjálpa þessum manni“ D ætur Hjördísar Svan og Kims Grams Laursen eru enn hér á landi, þar sem þær búa hjá ömmu sinni og ganga í skóla. Samkvæmt lögmönnum Hjördísar verður Kim að höfða brottnámsmál til þess að fá börnin aftur til Danmerkur. Lögmað­ ur hans, Lára V. Júlíusdóttir, segir úti­ lokað að hægt sé að gera kröfu um að hann höfði mál í hvert sinn sem börnin eru flutt úr landi með ólög­ legum hætti. „Ég veit ekki hvað á að vera hægt að egna hann endalaust í málaferli. Ég er ekkert að rjúka upp til handa og fóta og höfða nýtt að­ fararmál fyrir héraðsdómi eins og sakir standa, ekki þegar það er búið að höfða brottnámsmál og dóms­ niðurstaða liggur fyrir. Er það ekki nægilegt? Í mars 2011 gekk mál í Hæstarétti sem kvað á um að börnin skyldu fara út til hans. Síðan hefur hún ítrekað farið með börnin til Íslands í óleyfi. Nú er verið að takast á um þá gerð hennar fyrir dönskum dómstólum. Ég sé ekki að það sé hægt að gera þá kröfu til föður sem er með fulla forsjá að hann þurfi eilíflega að byrja aftur á byrjunarreit í hvert sinn sem hún fer ólöglega með börnin til Ís­ lands, til að ná börnunum aftur til sín. Þetta er einkennilegt réttarríki ef svo er.“ Hefur ekki séð ný gögn Í yfirlýsingu frá lögmönnum Hjör­ dísar hér á landi, þeim Hreini Lofts­ syni og Katrínu Ólafsdóttur, kom fram að henni hafi „ekki aðeins ver­ ið rétt heldur skylt á grundvelli nauð­ varnar, að forða börnunum úr þeim aðstæðum sem þau bjuggu við.“ Þess verði krafist að nýleg gögn er varða meint harðræði verði tekin til um­ fjöllunar ekkert síður en kæra föður varðandi brottnám barnanna. Lára spyr hvaða nýju gögn liggi fyrir í málinu: „Önnur en þau að nú er hann einn með forsjá barnanna og hún hefur ítrekað gerst brotleg við þær reglur sem gilda um umgengni.“ Hún segist hafa upplýsingar um meint ofbeldi en þær hafi legið fyrir áður en hæstaréttardómurinn féll árið 2011. „Annars er erfitt fyrir mig að tjá mig um gögn sem ég hef ekki séð og þegar ég veit ekki til hvers er verið að vísa í þessari yfirlýsingu. Þau gögn sem ég hef séð um meint ofbeldi lágu fyrir þegar málið var tek­ ið fyrir í Hæstarétti árið 2011. Þá voru þau með sameiginlega forsjá. Samt var kveðið á um að börn­ in skyldu fara aftur út til Danmerkur þar sem verið var að fjalla um for­ sjármálið fyrir dönskum dómstólum. Í því máli varð niðurstaðan sú að honum var dæmd forsjá barnanna.“ Börnin foreldralaus á landinu Hún segir að Kim verði að ákveða hver næstu skref verði í málinu. „Það er erfitt að taka ákvarðanir í þessu andrúmslofti sem hér ríkir. Það er verið að ræða þetta mál á opin berum vettvangi af aðilum sem hafa takmarkaðar forsendur til að tjá sig. Á meðan svo er og á með­ an meira að segja stjórnvöld hafa uppi alls konar yfirlýsingar sem eru á skjön við þær lagareglur sem hér gilda þá veit maður ekki hvar mað­ ur á að byrja eða hvernig á að stíga til jarðar í þessu,“ segir Lára sem kveðst meðal anars vera að vísa í orð ráðherra. „Ég er að vitna til yfir­ lýsinga ráðherra á Alþingi og full­ yrðinga um loforð ráðherra um full­ tingi til móður barnanna. Það er mjög sérstakt. Þetta er hvort tveggja opinbert. Innanríkisráðherra lýsti yfir fullri samúð sinni og aðstoð við konuna í umræðum á þingi. Síðan kom fram í bréfi frá prestinum í Noregi að far­ ið hefði verið á fund ráðherra sem fullvissaði aðila um að hún myndi gera það sem í hennar valdi stæði til að aðstoða konuna. Ég skil ekki hvernig ráðherra dómsmála getur tjáð sig með þessum hætti. Ég höfða til þess að fyrir liggur dómur og það er íslenskra barna­ verndaryfirvalda að sjá til þess að börnin komist í hendur foreldris. Börnin eru foreldralaus hér á landi. Þau eiga ekki lögheimili á Íslandi heldur í Danmörku. Það er alveg ljóst hver er forsjáraðili barnanna, það er þessi danski faðir. Hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að n Lögmaður Kims Laursen segir ekki hægt að egna hann til málaferla n Börnin enn á Íslandi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is sjá til þess að börnin fari til hans þegar búið er að taka konuna fasta og setja hana í fangelsi? Hvað er um að vera?“ Bað um aðstoð barnaverndar Lára segist hafa gert allt sem í henn­ ar valdi stendur til þess að tryggja rétt föðurins. „Það sem ég tel vera í mínum höndum hef ég gert. Ég hef skrifað til barnaverndaryfirvalda. Ég hef skrifað til hlutaðeigandi aðila og bent þeim á skyldur sínar. Enn eru börnin hér á landi. Ef það væri ein­ hver töggur í barnaverndaryfirvöld­ um þá myndu þau grípa inn í og fara eftir ákvæðum barnaverndarlaga.“ Þessu eru lögmenn Hjördísar, þau Hreinn og Katrín, ósammála. Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars: „Varðandi þá túlkun lög­ mannsins að barnaverndaryfirvöld eigi tafarlaust að taka börnin frá móðurfjölskyldunni skal því einnig mótmælt þar sem þau eiga ekki að­ komu að málum þar sem enginn ágreiningur er um að velferð barn­ anna er borgið. Börnin hafa fengið skínandi vitnisburði frá íslenskum skólayfirvöldum þar sem fram kem­ ur að þau hafi haft góðan framgang í námi og búið við gott atlæti.“ Lára biður aftur á móti um að ljósi sé varpað á þá stöðu sem börn­ in eru í. „Og að þeir aðilar sem hér ráði láti af þeirri undarlegu hegðun að láta sem ekkert sé. Samkvæmt barnaverndarlögum á að sjá til þess að börn séu hjá foreldrum sín­ um. Nú eru þessi börn ekki hjá for­ eldrum sínum og þá hvílir ákveðin skylda á yfirvöldum að fylgjast með að velferð barnanna sé tryggð. Það getur vel verið að það sé allt í lagi með afa þeirra og ömmu, en það er búið að handtaka móður þeirra í Danmörku. Og það er enginn að hjálpa þessum manni að koma börnunum aftur til Danmerkur til hans.“ n S teinunn Bergmann, félags­ ráðgjafi hjá Barnaverndar­ stofu, segir það misskiln­ ing að barnaverndaryfirvöld geti gripið inn í forsjárdeilu. „Það er ekki hlutverk barnaverndaryfir­ valda að fara í slíka aðgerð. Sýslu­ maður framkvæmir slíka aðgerð á grundvelli dómsúrskurðar að beiðni forsjáraðilans. Ef sýslumað­ ur fer í slíka aðgerð ber hins vegar að kalla barnaverndaryfirvöld til og mögulega getur barnavernd þurft að taka börnin í sína umsjón. En barnaverndaryfirvöld stíga ekki inn í svona mál að eigin frumkvæði.“ Satt best að segja skilur hún ekki af hverju þau ættu að gera það. „Ef börnin eru hér forsjárlaus, af hverju kemur faðirinn ekki að sækja börn­ in sín? Það er flókið að ætla að blanda opinberum aðilum inn í málefni foreldra sem eru í forsjárdeilu. Það væri svolítið harkaleg aðgerð gagnvart þeim börnum sem um er að ræða. Yfirleitt er það ekki talið þjóna hagsmunum barnanna að opinber aðili blandi sér inn í slíkar deilur til viðbótar við þau átök sem fyrir eru á milli foreldranna. Engu að síður eru leiðir sem for­ sjáraðili getur farið eftir og hann verður þá að nýta sér þessar lög­ formlegu leiðir. Það er ekki hægt að gera bara eitthvað.“ Aðspurð hvort barnaverndar­ yfirvöldum beri að bregðast við þegar börn eru foreldralaus hér á landi, líkt og lögmaður mannsins benti á, segir Steinunn að það eigi ekki við þegar forsjáraðili er þekkt­ ur og geti sótt börnin sjálfur. „Það er fyrst og fremst foreldra að sjá til þess að börnin séu ekki foreldra­ laus í ókunnugu landi. Ef það koma til dæmis börn án forsjáraðila til landsins og eru hér án öruggs um­ önnunaraðila þá þarf barnaverndin að grípa inn í, taka til sín forsjá barnanna og tryggja þeim örugga umönnun. Þegar um er að ræða forsjár­ deilu foreldra er það ekki hlutverk barnaverndar að taka barnið frá mömmu og fara með það til pabba. Það er ekki hægt að spila á barna­ verndarlögin eins og strengi. Þau hafa tilgang og þeim er ætlað að venda börn sem eru í hættu. Þegar börn eiga þekkta foreldra sem eru nánast í næsta bæjarhluta er engin þörf á því að barnavernd hlutist til um málið. Þú ert þrjá tíma að fljúga frá Kaupmannahöfn til Íslands. Faðir þessara barna hlýtur að vera fullfær um að koma sjálfur til lands­ ins að sækja þau. Íslensk yfirvöld eru ekki að hlut­ ast til í málum barna nema það sé metið sem svo að börnin séu í hættu. Íslenskum barnaverndar­ yfirvöldum er ætlað að bregðast við þegar börn sem stödd eru hér á landi eru í hættu, óháð því hvar þau eiga lögheimili.“ „Af hverju kemur faðirinn ekki að sækja börnin?“ Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir það ekki hlutverk barnaverndar að grípa inn í forræðisdeilu „Ég hef skrifað til hlutaðeigandi að- ila og bent þeim á skyldur sínar. Enn eru börnin hér á landi. Berst fyrir börnunum Kim hefur forsjá yfir börnunum og kærði Hjördísi fyrir mannrán. Myndin er skjáskot úr frétt Stöðvar 2 árið 2013. Bíður dóms Hjördís var handtekin í Danmörku þar sem hún var kærð fyrir mannrán eftir að hafa flutt börnin til Íslands með ólögmætum hætti. Börnin eru enn á Íslandi. Á ábyrgð foreldra Steinunn bendir á að faðir barnanna hafi forsjána yfir þeim og beri að gæta þess að þau séu ekki forsjár- laus í ókunnugu landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.