Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2014, Page 22
Helgarblað 14.–17. febrúar 201422 Fréttir Erlent V eiðiþjófnaður á nashyrn- ingum í Suður-Afríku hefur aldrei verið umfangsmeiri. Hornin eru, í trássi við lög, söguð af og seld á svörtum markaði. Kaupendurnir, í Víetnam og víðar í Asíu, trúa því að hornin hafi lækningarmátt. BBC fjallar um málið á vefsíðu sinni. Þann 30. desember, fyrir rúmum mánuði, gekk þjóðgarðsvörður á vakt fram á dauðan tveggja tonna nashyrning. Verksummerki bentu til þess að hornið hefði verið sagað af dýrinu á meðan það var enn með lífsmarki. Dýrið virtist hafa þurft að upplifa kvalafullan og hægan dauð- daga. Þúsund drepnar í fyrra Í Suður-Afríku er viðburður sem þessi daglegt brauð. Dýrið sem drepið var 30. desember var númer 1.004 í röðinni það árið. Fjölgunin frá fyrra ári nam 50 prósent- um. Yfirvöld í Suður-Afr- íku segja að 668 dýr hafi verið drepin 2012. Tíu árum áður voru aðeins 22 dýr drepin, svo aukningin er ógnvænleg. Óttast er að ef þessi þróun heldur áfram verði þess ekki langt að bíða að afríski nashyrn- ingurinn deyi út. Það er í það minnsta mat Naomi Doak hjá Traffic, samtök- um sem vinna gegn því að viðskipti með villt dýr og plöntur raski jafnvægi náttúrunn- ar eða ógni stofnum. „Nashyrning- um mun fara að fækka. Í lok þessa árs eru fleiri nashyrningar drepnir en þeir sem komast á legg. Við- koman er ekki næg. Stofninn mun minnka mjög hratt ef þetta heldur áfram.“ Sagt lækna krabbamein Í borginni Hanoi í Víetnam er iðandi mannlíf. Sölumenn eru á hverju horni, ekki síst við hina rótgrónu götu Medicine Street. Þar er jafnan mikill mannfjöldi saman kominn; sumir sitja og drekka te og reykja á meðan aðrir spila eða tefla. Þannig var stemmingin þegar blaðamann BBC bar að garði, en hann vildi af eigin raun komast að því hversu erfitt væri að kaupa þar nashyrn- ingshorn. Vel er fylgst með blaða- mönnum sem ferðast til borgarinnar og skrifar blaðamaður að eftirlits- maður hafi aldrei verið langt undan. Allir sölumenn sem blaðamaðurinn, Sue Lloyd Roberts, ræddi við hristu hausinn þegar hún spurði um nas- hyrningshorn – enda hafi viðskipti með hornin verið bönnuð í landinu í átta ár. „En þegar ég reyndi aftur, án eftir litsmanns, búin falinni mynda- vél, var aðra sögu að segja. Sölu- menn vildu ólmir selja mér horn,“ skrifar Roberts. Þegar hún sagðist eiga veikan eiginmann voru henni boðin nashyrningshorn sem áttu að lækna hann af krabbameini. „Á miðstigi sjúkdómsins lækna hornin sjúklinginn í 85 til 90 prósenta til- fella,“ fullyrti einn sölumaður. Dýrara en gull Nashyrningshorn eru verðmætari en gull í Víetnam. Hundrað grömm kosta um 700 þúsund krónur – kílóið á sjö milljónir. Engu virðist skipta þó efn- isinnihaldið í nashyrningshornum sé ámóta og í nöglum á mannfólki. En Víetnamar virðast trúa því að hornin geri kraftaverk. „Það er hita- stillandi og fjarlægir eitur úr líkam- anum,“ sagði maður – sem sagðist vera læknir – þegar Roberts bað um eitthvað við þynnku. Algengt er að reynt sé að selja ýmiss konar eftirlíkingar á götum úti. Sölumaðurinn fullvissaði Roberts um að hornin sem hann hefði væru ekta. Hann hafi sjálfur skotið nas- hyrninginn í Suður-Afríku en til að færa sönnur á það hafði hann bæði myndir af sér við hræið og pappíra því til staðfestingar. Engin leið var þó að vita hvort búturinn, sem maður- inn afhenti henni, væri af afrískum nashyrningi. Skutu síðasta dýrið í Víetnam Um 100 leyfi til að skjóta nashyrn- inga eru gefin út árlega í Suður- Afríku, að uppfylltum ströngum skil- yrðum – meðal annars þeim að ekki megi saga af hornin. Leyfin eru gefin út til að fjármagna eftirlit með dýr- unum og þannig stuðla að fjölgun þeirra. Leyfin eru afar dýr. Nashyrningar hafa lengi verið fórnarlömb veiðiþjófa, sem engan áhuga hafa á öðru en hornunum. Árið 2010 var síðasti Javan-nashyrningur- inn skotinn í Víetnam og er tegundin nú útdauð. Í kjölfarið hefur eftirspurn eftir suðurafrískum nashyrningum aukist til muna. Flestar umsóknir um veiðileyfi hafa á undanförnum árum komið frá Víetnam. Þeir voru þó sett- ir á svartan lista árið 2012 eftir að hafa ítrekað verið staðnir að því að selja af dýrunum hornin. Ólöglegar veiðar hafa færst hratt í vöxt síðan þá og Víetnamar – sem og fólk frá öðr- um Asíulöndum – gera nú út veiði- þjófa sem drepa fyrir þá dýrin – og taka hornin. Tíminn á þrotum Lengi hefur verið reynt að þrýsta á að yfirvöld í Víetnam herði löggjöf sína þegar kemur að verslun með nas- hyrningshorn. Verslun með þessa vöru hefur lengi þrifist í Asíu og hef- ur Víetnam verið þar í fararbroddi. Til stóð að samþykkja ný og hert- ari lög á dögunum en þau bíða enn afgreiðslu. Á meðan eru nashyrn- ingar drepnir og stofninn minnkar. Eftirspurnin eftir beinunum í Asíu er gífurleg og stofninn stendur engan veginn undir henni. Mary Rice, fram- kvæmdastjóri EIA, Environmental In- vestigation Agency, segir að tíminn sé á þrotum. „Við erum einfaldlega að horfa upp á slátrun nashyrninga í Suður-Afríku – til að metta óseðjandi markað í Víetnam og víðar í Asíu. Al- þjóðasamfélagið getur ekki horft upp á þetta án þess að grípa til aðgerða. Við erum að renna út á tíma.“ n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is n Eftirspurn eftir hornum ógnar stofninum n Víetnamar skæðastir Kílóið Kostar sjö milljónir „Við erum einfald- lega að horfa upp á slátrun nashyrninga í Suður-Afríku – til að metta óseðjandi markað í Víetnam og víðar í Asíu. Horn Hundrað grömm kosta 700 þúsund á markaði í Víetnam. Eftirlit Löglegar veiðar fjármagna eftirlit með veiðiþjófum – en betur má ef duga skal. Í hættu Árið 2010 var síðasti Javan-nashyrningurinn skotinn í Víetnam. Nú herja veiðiþjófar á Suður-Afríku. mynDir rEuTErS Hættulegum föngum sleppt Afganir hafa sleppt 65 grunuðum uppreisnarmönnum úr haldi. Þetta var gert þrátt fyrir hörð mótmæli Bandaríkjamanna sem telja mennina vera uppreisnar- menn á vegum talíbana og þess verði ekki langt að bíða að þeir fari aftur út á vígvöllinn og beini spjótum sínum að hermönnum og bandamönnum Afgana í landinu. Mönnunum var haldið föngnum í Parwan-fangelsinu sem eitt sinn laut stjórn banda- ríska hersins. Hamid Karzai, for- seti Afganistans, fyrirskipaði að mönnunum skyldi sleppt, en skömmu áður höfðu Afganir tek- ið við fangelsinu af Bandaríkja- mönnum. Borgarstjóri þáði mútur Ray Nagin, fyrrverandi borgar- stjóri New Orleans, hefur verið sakfelldur fyrir að þiggja mútur eftir að fellibylurinn Katrín lagði borgina nánast í rúst árið 2005. Um var að ræða 21 ákærulið alls og var Nagin sakfelldur fyrir 20 þeirra. Hann var meðal annars ákærður fyrir að þiggja hundruð þúsunda Bandaríkjadala frá verk- tökum í skiptum fyrir verðmæta samninga hjá borginni. Nagin hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp en refsiramminn fyrir brotin er allt frá þriggja ára fangelsi til tuttugu ára fangelsisvistar. Nagin lét af embætti borgarstjóra New Orleans árið 2010. 28 létust í 44 árásum Frá því að Adam Lanza skaut 26 manns til bana í Sandy Hook- grunnskólanum í desember 2012 hafa 44 skotárásir verið gerðar í skólum í Bandaríkjunum. Í þess- um árásum hafa 28 manns látið lífið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum samtakanna Mayors Against Illegal Guns. Svo virðist vera sem skotárásum sé að fjölga, ef eitthvað er, en til marks um það voru gerðar 13 skotárásir fyrstu sex vikur ársins 2014. „Miðað við þetta er ekki langt þangað til atvik eins og átti sér stað í Sandy Hook endurtek- ur sig,“ segir þingmaðurinn Chris Murphy í samtali við New York Daily News.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.