Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 25.–27. febrúar 20144 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Bifreiðin varð alelda Eldur kom upp í bifreið í Þrengsl- um í síðustu viku. Í dagbók lög- reglunnar á Selfossi kemur fram að ökumaður bifreiðarinnar hafi orðið var við reyk sem steig upp frá gírstöng bifreiðarinnar. Mað- urinn stöðvaði bifreiðina en ekki vildi betur til en svo að skömmu síðar blossaði upp eldur í mæla- borði hennar. Slökkvilið Bruna- varna Suðurnesja fór á staðinn og slökkti eldinn. Bifreiðin er þó líklega ónýt eftir brunann, að sögn lögreglu. Gerðu rétt með að fara til Sochi Meirihluti landsmanna telur að Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi gert rétt í að vera viðstaddir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi. Þetta er sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar MMR. Á vef MMR kemur fram að skiptar skoðanir hafi verið á þessu. Niðurstaðan var engu að síður sú að 55,1 pró- sent töldu að Ólafur Ragnar hafi gert rétt en 44,9 prósent að hann hafi gert rangt. Niðurstöðurn- ar voru svipaðar hvað varðar Ill- uga. 54,1 prósent töldu að hann hefði gert rétt en 45,9 prósent að hann hefði gert rangt með að fara til Sochi. Þá vekur athygli að meirihluti þeirra sem studdu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- inn töldu að bæði Ólafur Ragnar og Illugi hafi gert rétt með að vera viðstaddir opnunarhátíðina, en meirihluti þeirra sem studdu Samfylkinguna, Vinstri græn, Bjarta framtíð og Pírata töldu að báðir hefðu gert rangt. Bílstjóri fær 19 milljónir VÍS taldi hann ekki eiga að fá bætur enda væri ekki um slys að ræða Héraðsdómur Flutningabílstjórinn stefndi VÍS þar sem hann taldi sig eiga rétt á bótum. Héraðsdómur var sammála manninum. Mynd Rakel ÓSk SiguRðaRdÓttiR Ö kumaður flutningabíls sem valt á hliðina í september árið 2008 fær greiddar tæpar 19 milljónir króna í bætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þetta er niður- staða Héraðsdóms Reykjavíkur, en maðurinn stefndi Vátryggingafé- lagi Íslands vegna málsins. VÍS taldi hann ekki eiga rétt á bótum þar sem hann hafði ekki slasast í slysi, að þeirra mati. Maðurinn ók flutningabíl fá Pat- reksfirði til Suðureyrar í slæmu veðri um nótt, þegar hann sá skarð í veg- inum. Hann reyndi að keyra framhjá því en festi bílinn. Smám saman gróf vatn undan bílnum með þeim af- leiðingum að hann lagðist á hliðina. Vatn fór að flæða inn í bílinn og mað- urinn missti símann sinn í vatnið, svo hann varð sambandslaus. Mað- urinn gat ekki yfirgefið bifreiðina og þurfti því að halda til í henni þar til vegfarendur komu að bílnum um morguninn. Hann beið í átta tíma og varð fyrir tjóni á þeim tíma vegna þess hve erfiðlega honum gekk að koma sér fyrir. VÍS taldi það ekki sannað að hann hefði ekki verið við stjórn ökutæk- isins þegar hann varð fyrir tjóninu, jafnvel þótt hann hafi setið undir stýri. Til að hann teljist hafa verið við stjórn þurfi ökutækið að vera í gangi og á ferð, og því hafi hann ekki verið að nota ökutækið sem slíkt. Dómurinn var þessu ekki sam- mála og dæmdi VÍS til að greiða sem fyrr segir, tæplega 19 milljónir króna í bætur. n Í slensku sjónvarpsþættirnir Biggest Loser ala á fitufordómum og sam- rýmast ekki faglegum vinnubrögð- um að mati heilbrigðisstarfsmanna og fagmanna í heilbrigðisstéttinni. Félag fagfólks um átraskanir, Félag fag- fólks um offitu, Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Matarheill, Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands, Samtök um líkamsvirðingu og Sálfræðinga- félag Íslands sendu frá sér yfirlýsingu um helgina sem vakti viðbrögð um leið. Í henni gagnrýna þeir þá hug- myndafræði sem sett er fram í Biggest Loser og segja að þátttakendum sé ekki sýnd virðing og telja að þættirnir ali á fitufordómum. „Þessir þættir hafa sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina þannig að það er ekkert nýtt að þetta efni sé umdeilt,“ segir Sigrún Daníels- dóttir sálfræðingur, formaður samtaka um líkamsvirðingu. „Þetta er umdeilt vörumerki sem er verið að vinna með. Markmiðið er auðvitað að selja sjón- varpsefni og þetta er sett fram í þeim tilgangi.“ ekki gagnrýni Sigrún ítrekar að ekki sé um að ræða gagnrýni á þátttakendur í Biggest Loser heldur hugmyndafræði keppn- innar. „Þetta er alls ekki gagnrýni á keppendur. Við erum að gagnrýna sjónvarpsefni og það sem er sett fram þar,“ segir hún. „Þetta eru þættir sem ganga fyrst og fremst út á sem mest þyngdartap á sem skemmstum tíma og þar sem að ákveðin framkoma í garð skjólstæðinga þykir í lagi. Okk- ur fannst ástæða til þess að taka fram, af því að það er verið að blanda fag- fólki inn í þetta, að þessi framkoma er ekki eitthvað sem við myndum sætta okkur við hjá lækni eða hjúkrunar- fræðingi. Við viljum ekki að það sé verið að blanda íslensku fagfólki inn í þetta af þessum ástæðum. Þetta á ekki við um okkur,“ segir hún. Sigrún segir það að mörgu leyti skjóta skökku við að þátturinn láti í veðri vaka að alhliða heilbrigði þátt- takenda skipti mestu máli, þegar þyngdartapið leiki augljóslega stærsta hlutverkið. „Það er það sem virðist ráða úrslitum um hvort fólk fær að vera í þáttunum eða ekki,“ segir hún. ekki vottað Í auglýsingum þáttanna kemur fram að þeir séu vottaðir af heilbrigðis- starfsfólki og segir fagfólkið að slík vottun komi ekki frá þeim. Í yfirlýs- ingu þeirra segir: „Við viljum taka skýrt fram að meint „vottun“ sem þættirnir eru sagðir hafa fengið frá læknum, sálfræðingum og næringar- fræðingum á ekki við um fagfólk hér á landi. Enginn íslenskur heilbrigðis- starfsmaður gæti viðhaft þá nálgun gagnvart sínum skjólstæðingum sem einkennir þessa þætti án þess að það væri brot á siðareglum viðkomandi fagstéttar og gildandi lögum um heil- brigðisstarfsmenn.“ 118 kíló í 47 Þessi gagnrýni á Biggest Loser er ekki ný af nálinni. Bandarísku þættirnir (og sömu þáttaraðir víða um heim) hafa fengið á sig mikla og alvar- lega gagnrýni. Síðasta þáttaröðin í Bandaríkjunum vakti óhug margra þegar að sigurvegarinn reyndist vera ung kona, Rachel Fredrickson, sem var 118 kíló þegar þættirnir byrjuðu en hafði grennt sig niður í 47 kíló og var þar með komin úr yfirþyngd og taldist vera of létt miðað við hæð og aldur. Segja keppnina faglega Í yfirlýsingu frá Skjá Einum og þátt- takendum í Biggest loser segjast þátt- takendur ekki hafa orðið fyrir fitufor- dómum, faglega hafi verið staðið að þjálfun og mataræði þátttakenda. „Við framleiðslu þáttanna hér á landi var fylgt eftir fyrirmælum er- lendu framleiðendanna hvað varðar þá þjónustu sem keppendum skyldi veitt. Allir keppendur fóru í gegnum ítarlega læknisrannsókn áður en þeir hófu æfingaferlið og var sú rannsókn framkvæmd af Heilsuvernd og Teiti Guðmundssyni, lækni,“ segir Skjár Einn. „Samkvæmt reglum þáttanna var ávallt sjúkrahús eða læknisað- stoð í innan við 15 mínútna fjarlægð við æfingar, hjúkrunarfræðingur var alltaf viðstaddur þrautir og keppend- ur höfðu alltaf aðgang að geðhjúkr- unarfræðingi. Vottun þessi sem vísað er í af framleiðendum er því sú vott- un sem fylgir alþjóðlega formatinu The Biggest Loser og er yfirfarin af erlendum sérfræðingum eins og ferl- ið allt sem er frá Bandaríkjunum.“ Anna Lísa Finnbogadóttir, hjúkr- unarfræðingur og keppandi í Biggest Loser, segir að keppnin hafi í alla staði farið vel fram. „Mín reynsla af þjálfurunum og öllum þeim sem stóðu að tökum þáttanna hér á landi er ekkert nema jákvæð og öll vinnan í kringum þetta var unnin af einstakri fagmennsku.“ n „Umdeilt vörumerki“ Biggest loser samrýmist ekki faglegum vinnubrögðum íslensks heilbrigðisstarfsfólks Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Við viljum ekki að það sé verið að blanda íslensku fagfólki inn í þetta. keppendur Hér má sjá þá keppendur sem taka þátt í íslensku Biggest Loser-sjónvarps- þáttunum sem sýndir eru á Skjá Einum Þyngdartapið Sigrún segir að þyngdartapið ráði mestu um hvort fólk vinni Biggest Loser, eða ekki. Mynd SigtRygguR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.