Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Page 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 25.–27. febrúar 2014 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Átt þú rétt á slysabótum? Verðmætara en gull n Hamas-liðar tóku 2.500 ára líkneski sem Ghurab fann á hafsbotni n Ekki enn fengið krónu Í sraelski sjómaðurinn Jawdat Abu Ghurab vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þegar hann sá glitta í mannslíkama á sjávar botni skammt úti fyrir ströndum Gaza síðastliðið sumar. Hann var á fisk- veiðum á árabát sínum þegar hann sá glitra á eitthvað sem líktist manneskju á hafsbotni. Það reyndist vera 2.500 ára gömul stytta úr bronsi – líkneski af gríska sólargoðinu Appolló. Ghurab var smiður þar til Ísraelar hófu að hefta innflutning byggingar- efna árið 2007. Þá keypti hann sér lít- inn árabát og fór að róa til fiskjar. Hann fer aldrei langt út, enda ekki vel búinn, og veiðir aðeins smáfisk. Daginn sem um ræðir veiddi hann ekki bara fisk. Einn við veiðar Frændi hans, sem einnig var við veiðar þennan dag í ágúst í fyrra, var farinn í land – því illa fiskaðist. Ghurab, 29 ára, ákvað að veiða svolítið lengur. „Ég varð einn eftir úti á sjó, í litla bátnum mín- um og með árina. Ég hafði veitt tímun- um saman en gerði mér ekki í hugar- lund hvað kæmi upp úr sjónum,“ segir hann í samtali við BBC. Ghurab ber að stundum, þegar hann veiði á grunnu vatni, verði hann þess var að öldurnar hreyfi til botninn. Þegar það gerist nýta smáfiskar tæki- færið og leita ætis í sandinum. „Það var þá sem ég sá móta fyrir mann- eskju, hálfri ofan í sandi á hafsbotnin- um.“ Hann varð í fyrstu svolítið hrædd- ur en stakk sér svo til sunds. Hluturinn var á um fjögurra metra dýpi. Hann fann, þegar hann snerti fyrirbærið, að það var úr einhverju hörðu. Hann fékk því varla haggað einn síns liðs. Hann réri því í land og sótti liðsauka. Verðmætari en gull Ghurab tókst, í félagi við aðra menn, að draga styttuna upp úr sjónum. Hann flutti hana heim til sín. „Kon- an mín tók fyrir augun og bað mig að hylja þennan nakta mann, þegar hún sá hann á stofugólfinu,“ segir Ghurab og hlær. Eftir að hafa velt vöngum yfir því hvort styttan væri verðmæt eða ekki, afréð Ghurab að leita til frænda síns, gullsala. Sá taldi að gripurinn væri úr bronsi og væri líklega verðmætari en ef hún væri úr gulli. Nú voru góð ráð dýr. Ghurab datt í hug að smygla líkneskinu til Egyptalands til að freista þess að selja það safnara en lagði ekki í landamæri vöktuð af meðlim- um Hamas-samtakanna. Fljótt flýgur fiskisagan og innan fárra daga voru nágrannar farnir að spyrja Ghurab um gripinn. Úr varð að Ghurab leitaði til frænda síns, yfirmanns í herskáum armi Hamas og bað hann um að sjá til þess að líkneskinu yrði komið í verð. „Þeir tveir sem komu og tóku styttuna fullyrtu að ég fengi væna fúlgu fjár þegar búið væri að selja. Ég hef ekki séð eyri enn þá,“ segir hann en hon- um var sagt að styttan gæti verið 2.500 ára gömul. Á BBC kemur fram að styttan hafi um hríð verið tölu sölu á eBay fyrir um hálfa milljón dollara, litlar fimmtíu og sjö milljónir króna. Dag einn var hún horfin af síðunni. Fékk ekki að sjá styttuna Ahmed Elburch, yfirmaður hjá ferða- manna- og fornmunaráðuneytinu, sem stýrt er af Hamas-liðum á Gaza segist í samtal við BBC að styttuna hafi hann síðast séð í október. Þá hafi hún litið fremur illa út; auga var fallið úr augnatóft og að hafi verið farið að falla á hana. Hann segir að hið heims- þekkta franska safn Louvre hafi ósk- að eftir að fá styttuna til varðveislu og verið sé að fara yfir þá beiðni, en stytt- an er hálft tonn að þyngd. Blaðamað- ur fékk ekki leyfi til að sjá styttuna, þegar eftir því var óskað, svo ómögu- legt er að vita fyrir víst hvað af henni hefur orðið. Íbúar telja að hún sé enn í vörslu hersins. Því er ekki víst að Ghurab, sjómaðurinn eljusami, fái krónu fyrir fundinn. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Sjómaður Ghurab hélt að hann hefði fundið lík á sjávarbotni. 150 kíló Líkneskið er í fullri stærð. 2.500 ára gamalt? Styttan hefur látið á sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.