Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2014, Page 21
Umræða 21Vikublað 25.–27. febrúar 2014
Spurningin
Á að lögleiða
kannabis?
Ég hef engan áhuga á
ástarmálum Sigríðar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson um orð Sigríðar Daggar. – Eyjan
Almenningur á
að ráða þessu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um aðild að ESB fyrir ári. – Sprengisandur
Það er verið að
svíkja þig
Mikael Torfason um ályktun um þjóðaratkvæðisgreiðslu. – Mín skoðun Stöð 2
„Því er fljótsvarað; nei.“
Magnús Björn Brynjólfsson
60 ára lögmaður
„Mér finnst það ekki.“
Rósa Margrét Húnadóttir
32 ára heimavinnandi
„Já, fyrst og fremst í læknisfræðileg-
um skilningi.“
Fríða Jónsdóttir
52 ára rekur fyrirtæki
„Nei.“
Jakob Ævar Hilmarsson
58 ára lagerstjóri
„Mér finnst mjög mörg góð rök mæla
fyrir því og fyrst og fremst þá að
þessu sé ekki ýtt neðanjarðar og það
sé ekki endalaust verið að refsivæða
til dæmis það sem kallast burðardýr.
Svo hef ég nú heyrt að það sé ekki
mikið meira skaðlegt að nota slík efni
en að neyta áfengis óhóflega, sem
Íslendingum finnst sjálfsagður hlutur,
þannig að það eru ýmis rök fyrir því.
Svo eru líka þessi forvarnarrök sem
mér finnst líka góð, þannig að ég
kannski hef ekki alveg myndað mér
endanlega skoðun á þessu.“
Katrín Oddsdóttir
40 ára lögfræðingur
Þ
ingsályktunartillaga ríkis-
stjórnarinnar um að slíta
aðildarviðræðum er alvar-
leg. Ekki er aðeins verið að
svíkja ítrekuð loforð beggja
stjórnarflokka heldur er líka verið
að loka dyrum sem getur leitt að
stöðugu og heilbrigðu efnahags-
umhverfi sem Ísland þarf svo á að
halda. Ríkisstjórnin býður upp á
gjaldeyrishöft, verðbólgu og ein-
angrun sem er ekki leiðin að betri
lífskjörum.
Hagsmunamat
Áður en Alþingi tekur ákvörðun
um hvort slíta eigi aðildarvið-
ræðum er lágmarkskrafa að það
leggi mat á kosti og galla aðildar
Íslands að Evrópusambandinu.
Ríkisstjórnin vill ekki bíða eftir
slíkri vinnu. Hún leggur fram til-
lögu um að slíta aðildarviðræðum
áður en umræðu um skýrslu Hag-
fræðistofnunar er lokið.
Í skýrslu Hagfræðistofnun-
ar er ekki ráðist í heildstætt hags-
munamat heldur er hún lýsing á
Evrópusambandinu, hver áhrif
þess eru og hvernig það hefur
verið að þróast. Hagsmunamat á
grunni þeirrar skýrslu þarf að fara
fram og við gerð þess er eðlilegt að
taka einnig mið af skýrslu Alþjóða-
málastofnunar HÍ um Evrópusam-
bandið sem aðilar vinnumark-
aðarins hafa beðið um og verður
skilað nú í apríl.
Helsti veikleiki skýrslu Hag-
fræðistofnunar er þó ekki skortur
á hagsmunamati heldur er hann
sá að þar er ekki heildstætt mat
á áhrifum þess fyrir Íslendinga
að taka upp evru í samvinnu við
Evrópusambandið. Spurningin
hvort við ætlum að taka upp evru
eða búa við laskaða krónu skipt-
ir sköpum þegar kemur að úr-
lausn stærstu spurninga sem nú
eru uppi í íslenskum stjórnmál-
um. Afnám gjaldeyrishafta, mót-
un peningamálastefnu sem hefur
áhrif á vaxtakjör almennings og
fyrirtækja, uppbygging nýs hús-
næðislánakerfis, afnám verð-
tryggingar og svo mætti áfram telja
verður mun auðveldara með evru
en krónu.
Hvað má læra af skýrslu
Hagfræðistofnunar?
Nýútkomin skýrsla Hagfræðistofn-
unar HÍ um Evrópusambandið
styður við stefnu Samfylkingarinn-
ar um að ljúka við aðildarviðræð-
ur. Aðeins þannig fá Íslendingar
að vita hvaða sérlausnir standa Ís-
landi til boða, hvernig hægt yrði að
taka upp evru og afnema gjaldeyr-
ishöft og hverjar verða niðurstöður
samningaviðræðna um sjávarút-
vegs- og landbúnaðarmál.
Þegar þessi svör liggja fyrir á
þjóðin að ákveða hvort Ísland
eigi að vera aðili að Evrópusam-
bandinu. Það er besta leiðin til að
taka ákvörðun í þessu stóra hags-
munamáli og aðeins þannig fæst
niðurstaða sem sátt verður um.
Ríkisstjórnin hefur ekki umboð
til að slíta aðildarviðræðum. Ríkis-
stjórnarflokkarnir hétu kjósendum
því fyrir kosningar og við stjórnar-
myndun að þjóðaratkvæðagreiðsla
færi fram um framhald aðildar-
viðræðna. Þeir hafa því ekkert lýð-
ræðislegt umboð til að slíta að-
ildarviðræðum án þess að þjóðin
fái aðkomu að málinu. Þeir hefðu
aldrei fengið það fylgi sem þeir
fengu síðasta vor ef þeir hefðu
sagst ætla að slíta aðildarvið-
ræðum. Tveir af hverjum þremur
landsmönnum vill ljúka aðildar-
viðræðum og þrír af hverjum fjór-
um vilja að haldin verði atkvæða-
greiðsla um áframhald viðræðna.
Nú á að loka dyrunum, án
nokkurra efnislegra raka eða af
sýnilegri ástæðu. Það verður ekki
gert átakalaust. n
Svikin loforð og dyrum lokað án ástæðu
Árni Páll Árnason
þingmaður
Kjallari
„Nú á að loka
dyrunum,
án nokkurra efn-
islegra raka eða af
sýnilegri ástæðu.
Það verður ekki
gert átakalaust.
Myndin Öflug gæsla Katrín Júlíusdóttir, alþingiskona og fyrrverandi iðnaðarráðherra, þurfti að gera grein fyrir ferðum sínum á leið til vinnu í Alþingishúsinu á meðan mót-mæli stóðu yfir á Austurvelli á mánudag. MynD SiGTryGGur ari
Könnun
Vilt þú þjóðaratkvæða-
greiðslu um framhald
viðræðna við ESB?
n Já n Nei n Ég vil að aðildarviðræður
verði kláraðar án þjóðaratkvæðagreiðslu
2515 aTkvæði
56,5%
12,8%
30,6%