Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Fréttir 3 „Þessu verður að linna“ n Líklegt að Ella Dís sé með heilaskaða vegna slyss n Ragna höfðar mál gegn Reykjavíkurborg Sjúkrasaga Ellu Dísar Sjúkrasaga Ellu Dísar er löng og ströng. Hún fæddist alheil- brigð en þegar hún var um 15 mánaða gömul fór að bera á skertu jafnvægi hjá henni og á innan við hálfu ári hafði hún tapað nánast allri hreyfigetu. Læknar vissu ekki hvað am- aði að Ellu þrátt fyrir miklar rannsóknir. „Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu við að finna hvað væri að. Mig grunaði að þetta tengdist vítamínupptöku á einhvern hátt en læknarnir vildu ekki taka blóðprufur til að kanna þetta,“ sagði Ragna í viðtali við DV í febrúar. Ellu Dís hrakaði stöðugt og Ragna leitaði í örvæntingu leiða til þess að finna út hvað amaði að dóttur sinni og fór meðal annars með hana í rándýrar stofnfrumumeðferðir, þar sem yngri systir Ellu gaf henni bein- merg, og fór með hana til Bret- lands og Bandaríkjanna í leit að lækningu. „Auðvitað gerði ég margt sem ég hefði kannski ekki átt að gera. En ég var örvæntingar- full. Stofnfrumumeðferðirnar gerðu hvorki henni né systur hennar nokkuð vont. Það voru engin eftirköst og þó ég hafi enga staðfestingu á því þá gerðu þær Ellu frekar gott en vont, hún var hraust í tvö ár á eftir. Þær voru bara rosalega kostnaðarsamar, kostuðu um 20 milljónir og ef ég gæti farið til baka þá myndi ég sleppa þeim,“ sagði hún í sama viðtali. Íslenskir læknar voru mót- fallnir því að Ragna færi með Ellu út og töldu hana ekki vera í ástandi til þess. „Hér var henni bara boðin líknandi meðferð og enginn vildi gera neitt til þess að reyna að bjarga henni. Ég var búin að horfa upp á barnið mitt næstum því deyja tvisvar í fanginu á mér og ég ætlaði ekki að láta það ger- ast. Þannig að ég fór með hana út,“ segir hún. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum en breskir lækn- ar héldu því meðal annars fram að Ragna væri með „Münchausen by Proxy“, sem gengur út á að foreldri ýkir, skáldar eða veldur veikindum barns síns. „Það varð aldrei neitt úr þessum ásökunum hjá þeim en það var samt öm- urlegt að þurfa sitja undir þessu,“ segir Ragna en hún var svipt umsjón yfir Ellu að hluta til meðan hún var í Bret- landi. Úti fékk Ella loks sjúk- dómsgreiningu en þar kom í ljós að hún er með sjúkdóm- inn BVVL eða „Brown Vialetto Van Leare Syndrome“ sem veldur því að líkaminn vinn- ur ekki B-vítamín úr fæðunni og það veldur skemmdum á líkamanum. Ragna sagði frá því í fyrrnefndu viðtali að Ellu hefði farið fram eftir hún fór að fá viðeigandi B-vítamín skammta. Úrkula vonar Ragna segir slysið hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hún telur Barnaverndarnefnd hafa beitt sig og Ellu miklu ranglæti og henni hafi verið illa sinnt. Mynd Sigtryggur Ari Mæðgurnar Ragna, Ella Dís og Jasmín skömmu fyrir slysið. Mynd Sigtryggur Ari ir því. Það er búið að margbrjóta á mínum réttindum en fyrst og fremst réttindum Ellu Dísar og þessu verð- ur að linna. Það er því miður ekki hægt að breyta því sem gerðist en ég vil að þjáningar Ellu verði til þess að ríkið axli ábyrgð, lögum verði breytt og eftirlit verði aukið með barna- verndarstarfsfólki.“ DV fékk staðfest hjá hjúkrunar- stjóra heimaþjónustunnar sem um ræðir að málið hafi verið tilkynnt til landlæknis eins og þeim er skylt að gera komi upp slík atvik. Hjúkr- unarstjórinn gat ekki tjáð sig um málið en sagði að ekki væri rétt að tiltekinn starfsmaður hefði ekki þekkt til Ellu Dísar og að hér væri um hörmulegt slys að ræða sem þau hörmuðu mjög. Það yrði rannsakað hjá landlækni þar sem kæmi í ljós hvað hefði gerst. n Þau berjast um stöðurnar F réttamenn, fyrrverandi al- þingismenn, upplýsingafull- trúar og sundkappi eru með- al umsækjanda um stöður framkvæmdastjóra á RÚV, en nöfn þeirra sem sóttu um stöð- urnar voru gerð opinber á mánu- dag. Sem kunnugt er sagði Magnús Geir Þórðarson upp öllum fram- kvæmdastjórum RÚV þegar hann tók við störfum og auglýsti stöðurn- ar. Hann kveðst vilja jafna kynja- hlutföll í stöðunum en hann hvatti þá sem höfðu gegnt stöðunum að sækja aftur um. Aðeins tveir tóku hann á orðinu, en flestir sóttu ekki um að nýju, þeirra á meðal Óðinn Jónsson fréttastjóri. Sækja aftur um Ingólfur Bjarni Sigfússon, fráfar- andi vef- og nýmiðlastjóri, sækir aft- ur um stöðu sína og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjón- varps, sækir einnig um sína gömlu stöðu. Þá sækir Ingólfur um stöðu fréttastjóra. Raunar sækja margir innanbúðarmenn um stöðu fréttastjóra, en það gera einnig Heiðar Örn Sigurfinnsson, Jó- hann Hlíðar Harðarson, Pálmi Jónas son, Rakel Þorbergsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir varafréttastjóri. Þá sótti Svavar Hall- dórsson um stöðuna sem og Bene- dikt Sigurðsson, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar og fyrr- verandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. núverandi starfsmenn Innanbúðarfólk vill einnig taka að sér dagskrárstjórnun. Ólafur Páll Gunnarsson sækir um stöðu dag- skrárstjóra Rásar 2. Það gerir einnig samstarfsmaður hans, Matthías Már Magnússon, og fréttakonan Ragnhildur Thorlacius. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi al- þingismaður, og Hjálmar Hjálm- arsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og leikari, vilja líka verða dagskrár- stjórar á RÚV. Sundkappi vill stjórna Athygli vekur að sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson sækir um þrjár stöður hjá RÚV, en Jakob er verk- fræðinemi. Jakob sækir um stöðu fréttastjóra, vef- og nýmiðlastjóra og stöðu dagskrárstjóra sjónvarps. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður, sækir einnig um þrjár stöður á RÚV en hún hafði áður sóst eftir því að verða dagskrár- stjóri útvarps og útvarpsstjóri. Hún sækir nú um stöðu dagskrárstjóra Rásar 1 og Rásar 2 sem og stöðu dag- skrárstjóra sjónvarps. Þá vill Andrea Róbertsdóttir verða mannauðsstjóri RÚV og Atli Fannar Bjarkason vill verða nýmiðlastjóri. Lista yfir um- sækjendur má sjá á heimasíðu DV, DV.is n Alþingismenn, aðstoðarmenn og fréttamenn vilja verða framkvæmdastjórar RÚV Vilja stjórna Fjölmargir sóttu um stöðurnar sem RÚV auglýsti á dögunum, meðal annars sundkappi og alþingiskona. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.