Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 8.–10. apríl 201426 Lífsstíll Heilsunammi á kvöldin Á kvöldin, þegar sykurlöngunin hellist yfir mann, er hægt að fá sér dýrindis snarl sem er einnig þeim kostum gætt að vera afar hollt. Vínber þykja góð en frosin bragðast þau jafnvel enn betur. Þá er hægt að smyrja hnetu- smjöri á niðurskorna eplabita en það þykir afar ljúffengt. Hollt snarlið slær á sykurlöngunina og súkkulaðistykkið liggur enn- þá í umbúðunum í eldhúsinu. Þegar lagst er til hvílu, með bros á vör, er því algjör óþarfi að vera með samviskubit. 10 hollir og bragðgóðir þeytingar og næringargildi þeirra E rtu orðin/n þreytt/ur á sama gamla þeytingnum alla morgna? Prófaðu eitthvað nýtt og spennandi. Af nógu er að taka. Á lífsstílsvefsíðunni prevention.com er að finna fjöld- ann allan af hollustudrykkjum og nákvæmar lýsingar á næringargildi þeirra. Hér eru nokkrir drykkir sem vert er að prófa. n Appelsínudraumur Fyrir einn n 1 blóðappelsína, afhýdd n ¼ ds fitulaus jógúrt n 2 tsk. frosið appelsínuþykkni n ¼ tsk. vanilludropar n 4 ísmolar Aðferð: Blanda öllu saman í blandara. Áhrif: Góður til að kæla sig niður eftir erfiða æfingu eða heitan dag á ströndinni. Næring (í einum skammti): 160 kcal, 3 gr prótein, 36 gr kolvetni, 3 gr trefjar, 28 gr sykur, 1 gr fita, 0,5 gr mettuð fita og 60 mg natrón. Banana- og engi- fersþeytingur Fyrir tvo n 1 banani, niðurskorinn n ¾ dós vanillujógúrt n 1 tsk. hunang n ½ tsk. rifinn ferskur engifer Aðferð: Blanda öllu saman í blandara. Áhrif: Róar meltinguna, hefur jákvæð áhrif á brjóstsviða og ógleði. Næring (í einum skammti): 175 kcal, 1 gr fita, 0,8 gr mettuð fita, 75 mg natrón, 34 gr kolvetni, 28 gr sykur, 1,5 gr trefjar og 5 gr prótein. Berjaárroði Fyrir tvo n 1 bolli frosin, ósykruð hindber n ¾ bolli kæld möndlu- eða hrísgrjónamjólk n ¼ bolli frosin, ósykruð kirsuber n 1½ tsk. hunang n 2 tsk. saxaður ferskur engifer n 1 tsk. mulin hörfræ n 2 tsk. ferskur sítrónusafi Aðferð: Allt sett saman í blandara. Smakk- aðu til með sítrónusafa. Áhrif: Byrjaðu daginn með hvelli með þessum ávaxtaríka þeytingi. Næring (í einum skammti): 112 kcal, 1,5 gr fita, 0 gr mettuð fita, 56 mg natrón, 25,5 kol- vetni, 20 gr sykur, 3 gr trefjar og 1 gr prótein. Heimsins besti Fyrir einn n 1 dós fitulaus jógúrt n 1 banani n ½ bolli appelsínusafi n 6 frosin jarðarber Aðferð: Skelltu jógúrt, banana, safa og berjum í blandarann í 20 sekúndur. Skafðu niður af hliðunum og kveiktu aftur á blandaranum í 15 sekúndur til viðbótar. Áhrif: Skelltu honum í þig eldsnemma morguns og þú ert saddur til hádegis. Næring (í einum skammti): 300 kcal, 14 gr prótein, 63 gr kolvetni, 5 gr trefjar, 45 gr sykur, 0,5 gr fita, 0 gr mettuð fita, 180 mg natrón. Andagift ananassins Fyrir einn n 1 dós vanillujógúrt n 6 ískubbar n 1 dós ananas Aðferð: Blandið öllu saman í blandara. Áhrif: Þessi gómsæti drykkur getur jafnvel mettað löngun í ís. Næring (í einum skammti): 283 kcal, 3,5 gr fita, 2 gr mettuð fita, 167 mg natrón, 53,5 kol- vetni, 48 gr sykur, 2 gr trefjar og 13 gr prótein. Fyrir fjóra n 1¼ bolli kaldur eplasafi n 1 þroskaður niðurskorinn banani n 1 niðurskorið kíví n 5 frosin jarðarber n 1½ tsk. hunang Aðferð: Blanda öllu saman í blandara. Áhrif: Mettir og er vörn gegn sjúkdómum. Næring (í einum skammti): 87 kcal, 0,3 gr fita, 0 gr mettuð fita, 3,5 mg natrón, 22 gr kolvetni, 16,5 gr sykur, 1,5 gr trefjar og 0,5 gr prótein. Banana-, bláberja- og sojaþeytingur Fyrir tvo n 1¼ bolli létt sojamjólk n ½ bolli lausfryst bláber n ½ banani n 2 tsk. sykur eða sætuefni n 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Blandið einum bolla af mjólkinni, bláberjum, banana, sykri og vanilludropunum í blandara í 20–30 sekúndur. Hellið svo afganginum af mjólkinni út í eftir því hversu þykkan þið viljið hafa drykkinn. Áhrif: Bragðgóður og sumarlegur drykk- ur. Slepptu sykrinum og gerðu hann ennþá hollari. Næring (í einum skammti): 125 kcal, 1,5 gr fita, 0,1 gr mettuð fita, 60 mg natrón, 25 gr kolvetni, 11 gr sykur, 2 gr trefjar, 3 gr prótein. Apríkósu- og mangótryllingur Fyrir tvo n 6 afhýddar og niðurskornar apríkósur n 2 þroskuð mangó, afhýdd og niðurskorin n 1 bolli létt, hrein jógúrt n 4 tsk. ferskur sítrónusafi n ¼ tsk. vanilludropar n 8 ísmolar n Sítrónubörkur til skrauts Aðferð: Blandið apríkósum, mangó, jógúrt, sítrónusafa og vanilludropum í blandarann og blandið vel saman. Bætið svo ísnum saman við og blandið áfram. Hellið í há glös og skreytið með sítrónuberki. Drekkið strax. Áhrif: Ferskur drykkur sem gírar þig upp fyrir daginn. Næring (í einum skammti): 252 kcal, 3,5 gr fita, 1,5 gr mettuð fita, 57 mg natrón, 53 gr kolvetni, 45,5 sykur, 6 gr trefjar, 7 gr prótein. Vatnsmelónu- undur Fyrir tvo n 2 bollar af niðurskorinni vatnsmelónu n ¼ léttmjólk n 2 bollar ís Aðferð: Hentu öllu í blandarann en ísnum síðast. Áhrif: Breyttu sjálfu sumrinu í holl- ustudrykk. Mundu bara að fjarlægja fræin áður en þú skellir melónunni í blandarann. Næring (í einum skammti): 56 kcal, 0,3 gr fita, 0 gr mettuð fita, 19,5 mg natrón, 13 gr kolvetni, 11 gr sykur, 0,5 gr trefjar og 2 gr prótein. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Jarðarberja- og kívíþeytingur Grænt te, bláber og bananar Fyrir einn n 3 tsk. vatn n 1 poki grænt te n 2 tsk. hunang n 1½ bolli frosin bláber n ½ banani n ¾ bolli sojamjólk Aðferð: Hitið vatnið í örbylgjuofni í lítilli skál. Bætið teinu í og látið bíða í þrjár mínútur. Fjarlægið tepokann og hrærið hunangið saman við. Setjið ber, banana og mjólk í blandarann og hrærið saman. Bætið teinu saman við. Sumir blandarar þurfa smá auka vatn til að ráða við þessa blöndu. Áhrif: Ríkur af andoxunar- efnum. Algjör hollustubomba! Næring (í einum skammti): 269 kcal, 2,5 gr fita, 0,2 mettuð fita, 52 mg natrón, 63 gr kolvetni. 38,5 gr sykur, 8 gr trefjar og 3,5 gr prótein. Hver finnst þér bestur? Fjögur ókeypis smáforrit Skipuleggðu uppskriftirnar með smáforritum ChefTap Með ChefTap getur þú flutt hvaða uppskrift sem er af hvaða bloggi eða vefsíðu sem er, til að mynda Pinterest, í heildstætt kerfi með aðeins þremur aðgerðum. Forritið virkar vel í Android-stýrikerfi, jafnt í símum og spjaldtölvum sem og í tölvu. Pepperplate Forritið gerir þér kleift að skipuleggja máltíð frá upp- hafi til enda. Í því er hægt að leita að uppskriftum, taka tíma og búa til innkaupalista út frá mataráformum eða uppskrift- um sem þú vilt fara eftir hverju sinni. Einnig getur þú skipulagt máltíðir fram í tímann. For- ritið er frítt og virkar vel í öllum helstu stýrikerfum. Evernote Food Með forritinu getur þú tekið myndir og sett upp þínar eigin uppskriftir í þína persónulegu „uppskriftabók.“ Þú getur fund- ið veitingastaði í nágrenni við þig, hvar sem þú ert í heimin- um, og skrifað glósur og tekið myndir af reynslu og upplifun af mat. Þú getur einnig notað þetta til þess að skoða nýjar uppskriftir frá öðrum notend- um. Allthecooks Recipes Þú getur bæði sett upp þínar eigin uppskriftir í forritinu og af vefsíðum. Einnig getur þú fylgt öðrum notendum eftir og notendur geta fylgt þér. Með því að segja forritinu hvaða hráefni þú átt, finnur það fjöl- margar uppskriftir fyrir þig sem þú getur skimað yfir. Þá getur þú spurt spurninga um mat á spjallsvæði og fengið svar inn- an fárra mínútna frá öðrum notanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.