Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 22
Vikublað 8.–10. apríl 201422 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonEkkert mál fyrir Össur Bitbeinið Borgartún - Bílastæðum hefur fjölgað! E itt af þremur málunum sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ráðast í fyrir komandi borg­ arstjórnarkosningar eru breytingarnar við Borgartún og bíla­ stæðamál. Morgunblaðið reið á vað­ ið með opnugrein um hið „skelfi­ lega ástand“. Þar var meðal annars greint frá því að manneskja sem vinnur í Borgartúninu, geti ekki hitt venslafólk sitt sem vinnur líka vinna í Borgar túninu – „því annars missir hún bílastæðið“. Einnig var greint frá því að sumir sem vinna í Borgartúni 6 þurfi að leggja við Borgartún 20. Hugsið ykk­ ur þá „skelfingu“ að þurfa að ganga fram hjá 7 byggingum til að komast í vinnuna! Þar sem þessi tilraun Sjálfstæðis­ flokksins er frekar örvæntingar­ full, datt mér í hug að þarna væri nú sennilega eitthvað bitastætt. Ég hringdi nokkur símtöl upp í fram­ kvæmdasvið og borgarskipulag og komst að því að bílastæðum við Borgartún hefur ekki fækkað við breytingarnar. Þeim hefur fjölgað – Ekki fækkað eins og Morgunblaðið/Sjálfstæðis­ flokkurinn heldur fram. Með tilkomu bílastæðahússins í kjallara Höfða­ borgar, hefur bílastæðum fjölgað gríðarlega og þegar bílastæðahús­ ið verður tilbúið (vinna í gangi) munu bílastæði í bílastæðahúsum verða 800 talsins. Bílastæðum á yfir­ borði fækkar að vísu úr 3.500 í 3.450 sem er 1,5% fækkun yfirborðsstæða. Heildarfjölgun stæða við Borgartún er samt um 25%. Það er óheiðarlegt að tala um fækkun bílastæða og taka fyrir utan sviga 800 bílastæði í bílastæðahús­ um. Inntak Morgunblaðsins er (eins og oft áður) að halda fram staðleys­ um og bera fram eins og um stað­ reyndir væri að ræða. Ljóst er að ásetningar(stak)steinar Sjálfstæðis­ flokksins eru fáir og veikburða enda hefur núverandi meirihluti Besta og Samfylkingar staðið sig vel. Borgatún er miklu flottara eftir breytingarnar. Gatan er bæði vist­ legri og fallegri. n H inn eini sanni þjóðarréttur Íslendinga eru pulsur. Já, pulsur; ekki pylsur. Hin sér­ íslenska pulsa er dúnmjúk, rennur ljúft niður og er al dente; lítið eitt stinn undir tönn. Svarthöfði hefur alla tíð frá því að hann settist að á Íslandi dáðst að íslensku pulsunni. Hún minnir hann á góðmeti sem var á boðstól­ um í fjarlægum vetrarbrautum á tímum heimsveldis Svarthöfða; Welding­pulsuna, sem kennd var við Lawrence nokkurn Welding, en hann var frægur matreiðslumeistari á plánetunni G.L.I.T.N.I.R. 5743b. Ólíkt hinni hefðbundnu vín­ arpylsu er Welding­pulsan silkimjúk og lin, lippast niður undir tönn og er safarík og temmilega sölt. Hún er næstum því eins og kæfa, hún er svo mjúk, og meira að segja strang­ trúuðustu kjötmeistarar geta ekki annað en dáðst að linkind hennar. Ólíkt öðrum pulsum þá stendur Welding­pulsan ekki í neinum. Eitt af þjóðartáknum Íslendinga er útrásarvíkingurinn, og ein af ástæðum þess að pulsur eru svo vel metnar á Íslandi er sú að hinn fram­ kvæmdaglaði, harði og sjálfsöruggi víkingur, hvort sem hann er í útrás eða innrás, laðast náttúrlega að mýkt og linkind pulsunnar. Útrásarvíkingurinn holdgerist í Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en það er líkt og þjóðarbúið hafi fylgt hans persónulega auð. Til hvers að mæla hagsveiflur? Miklu betra að skoða bara bankabókina hans! Fyrir hrun leigði hann Reykjavíkurhöfn undir brúðkaupið sitt og bar á borð lunga­ mjúkt, japanskt gæðanaut fyrir mýmarga vini og vandamenn. Eftir hrun hélt hann pulsuveislu heima hjá sér fyrir nánustu ættingja. Það sýnir og sannar að Jóni Ásgeiri er annt um Íslendinga, hann setur okkur fordæmi í blíðu og stríðu, hann lifir sem við. Hann er miklu meira tákn Íslands en einhver forseti. Það er því ekki skrýtið að lands­ menn, líkt og Jón Ásgeir, kunni vel að meta pulsuna. Nú er hins vegar svo komið að Jón Ásgeir hefur verið dreginn fyrir dóm, þar sem ást hans á pulsum hef­ ur meðal annars verið opin­ beruð. En það er augljóst að Jón Ásgeir gerði ekkert rangt. Það er ekki hægt að álasa fuglinum fyr­ ir að fljúga, eða víkingn­ um fyrir að fara í víking. Svarthöfði lítur raunar þannig á málið að við séum í stríði við eigið eðli með þess­ um málaferlum. Hann er blóraböggull fyrir okkar innri útrásarvíking og ást á pulsum. Honum skal fórnað fyrir syndir okkar. Eftir munum við standa með fórnarhnífinn, en lífið mun halda áfram. Við getum ekki fangelsað eigið eðli, og sagan geng­ ur í hringi. n Welding-pulsan Svarthöfði Teitur Atlason skrifar Af blogginu 1 Setti af stað söfnun og spurði mánuði síðar: „Af hverju ætti ég að safna fyrir ykkur?“ Öll fjárframlög til Hjálparsamtaka Íslendinga voru lögð beint inn á persónulegan reikning Ró- berts Guðmundssonar stofnanda. 47.552 hafa lesið 2 „Hún græðir ekkert á því að vera í útistöðum við fjölskyldu sína“ Stuðningsmenn Sigurbjargar Gunnarsdóttur segja Gunnar, föður hennar, eiga að fagna rannsókn á Krossinum. 34.046 hafa lesið 3 „Ég styð strákinn minn alla leið“ Bassaleikari Ring of Gyges er sonur Írisar í Buttercup. 25.106 hafa lesið 4 18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skot- gröfum Fjöldi íslenskra hermanna féll í fyrri heimsstyrjöldinni. 22.021 hefur lesið 5 Átta smokka nóttin í Nata Sigmundur Ernir Rúnars- son sagði frá óvenjulegri uppákomu í ferðalagi í Botsvana. 17.323 hafa lesið Mest lesið á DV.is sAmseTT mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.