Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 8.–10. apríl 201416 Fréttir Erlent Rándýr barátta gegn spillingu n Moldríkir Kínverjar óttast spillingarstimpil og halda að sér höndum S pilling hefur verið út­ breitt vandamál í Kína, fjölmennasta ríki heims, undanfarin misseri. Ekki alls fyrir löngu ákváðu kín­ versk yfirvöld að skera upp her­ ör gegn spillingu og má fullyrða að talsverður árangur hafi náðst í þeirri baráttu. En fórnarkostn­ aðurinn er talsverður eins og niðurstöður nýrrar skýrslu Bank of America Merril Lynch bera með sér; þannig er talið að bar­ áttan muni kosta kínverska hag­ kerfið allt að hundrað milljörðum Bandaríkjadala á þessu ári. Hræddir við stimpil Ástæðan fyrir þessum áhrifum á hagkerfið er meðal annars sú að þeir sem eiga peninga kjósa frekar að halda að sér höndum en vekja grunsemdir vegna stórra fjár­ festinga. Þeir eru smeykir um að fá á sig spillingarstimpil. Breska rík­ isútvarpið, BBC, greindi frá þessu fyrir helgi. Í umfjöllun BBC kemur fram að þetta sjáist í ýmsum hagtölum. Þannig hefur sala á ýmsum lúxus­ varningi minnkað síðan kínversk yfirvöld hófu átakið. Má þar nefna lúxusbíla og merkjafatnað. Inni­ stæður í kínverskum ríkisbönkum hafa til marks um þetta aukist mik­ ið, eða um 30 prósent á undan­ förnum tólf mánuðum. Er nú svo komið, samkvæmt BBC, að jafnvel strangheiðarlegir opinberir starfs­ menn eru hræddir við að fjárfesta af ótta við að einhver stimpli þá spillta. Kjósa þeir frekar að halda peningum inni í bönkum en fjár­ festa. Hagvöxtur minnkar Talið er að hagvöxtur muni minnka í Kína á þessu ári af þess­ um sökum, um 0,6 prósent. Svört­ ustu spár gera ráð fyrir að hag­ vöxtur muni minnka um allt að 1,5 prósentum. Í skýrslunni er tekið fram að aðeins um áætlanir sé að ræða, þannig geti vel farið svo að samdrátturinn verði minni. Hvað sem því líður sé ljóst að kostnað­ urinn sé umtalsverður. Ótrúlegar fjárhæðir Það var Xi Jinping, sem tók við embætti forseta Kína í fyrra, sem er drifkrafturinn á bak við þessa bar­ áttu. Telur hann að spilling standi framförum í Kína fyrir þrifum og ógni jafnvel kínverska Kommún­ istaflokknum. Í síðustu viku var greint frá því að kínversk yfirvöld hefðu lagt hald á eignir Zhou Yongkang, fyrrverandi hátt setts aðila inn­ an Kommúnistaflokksins. Ekki var um neinar smá eignir að ræða, en þær eru metnar á 14 milljarða Bandaríkjadala. Þykir þetta vera til marks um umfang og alvarleika spillingar sem grasserað hefur í Kína um langt skeið. Of mikil barátta rústar flokknum Sitt sýnist hverjum um þessa hörðu baráttu gegn spillingu enda ljóst að hún hefur sína kosti og galla. Í síð­ ustu viku var greint frá því að Ji­ ang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, hefði látið að sér kveða og sent þau skilaboð til forystunnar að láta að­ gerðirnar ekki fara úr böndun­ um. Evan Osnos, blaðamaður New Yorker, hafði athyglisverð ummæli eftir Chen Yun, valdamanni í Kommúnistaflokknum. „Ekki berjast gegn spillingu og þú rústar landinu; berstu af of miklum krafti gegn spill­ ingu og þú rústar flokknum.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Lúxusbíll Baráttan gegn spillingunni á sér ýmsar birtingar- myndir. Þannig hefur sala á lúxusbílum tekið snarpa dýfu. Gegn spillingu Xi Jinping, forseti Kína, hefur lagt á það ríka áherslu að uppræta spillingu. „Ekki berjast gegn spillingu og þú rústar landinu; berstu af of miklum krafti gegn spillingu og þú rústar flokknum. Fær oft martröð Oscar Pistorius notar þunglyndislyf og á erfitt með svefn O scar Pistorius, suðurafríski spretthlauparinn sem ákærð­ ur hefur verið fyrir að myrða unnustu sína, Reevu Steen­ kamp, fær martraðir. Þá notar hann þunglyndislyf og svefnlyf að staðaldri. Þetta sagði Oscar þegar réttarhöld yfir honum héldu áfram í Pretóríu í Suður­Afríku á mánudag. Pistorius er ákærður fyrir að skjóta Reevu til bana þann 14. febrúar í fyrra. Réttarhöldin hafa staðið yfir í um það bil mánuð og hefur fjöldi vitna verið kallaður fyrir dóminn. Á mánu­ dag var komið að Oscari sjálfum þar sem hann lýsti því meðal annars hvað átti sér stað þessa örlagaríku nótt. „Það hefur ekki komið augna­ blik þar sem ég hef ekki hugsað um þennan harmleik. Ég var einfaldlega að reyna að verja Reevu og ég get lofað ykkur því að hún fann fyrir ást og hlýju þegar hún lagðist til svefns þessa nótt,“ sagði Oscar. Sem kunn­ ugt er var Reeva, sem var hollensk fyrirsæta, skotin til bana í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Suður­Afríku. Oscar segist sjálf­ ur hafa talið að innbrotsþjófur væri í húsinu og þess vegna hafi hann hleypt af skotum úr byssu sinni. Eins og áður segir lýsti Oscar því að hann fyndi blóðlykt og vaknaði oft með martraðir. Sagðist hann stundum óska þess að hann þyrfti ekki að sofa vegna þessa. n einar@dv.is Dauðadæmd fyrir guðlast Dómstóll í Pakistan hefur dæmt kristið par þar í landi til dauða fyrir guðlast. Parið var sakfellt fyrir að fara niðrandi orðum um Múhameð spámann í smáskilaboðum. Sendu þau skilaboðin til múslimaleið­ toga í mosku í bænum Gojra í Punjab­héraði. Breska ríkis­ útvarpið greindi frá þessu og hafði eftir lögmanni parsins að dómnum yrði áfrýjað. Hvort sem sú áfrýjun skilar árangri eða ekki þykir ólíklegt að parið verði tekið af lífi þrátt fyrir dóminn. Fullnustu slíkra refs­ inga er jafnan frestað fram í hið óendanlega eða þeim breytt í lífstíðarfangelsi. Festist í holræsi Sextán ára stúlka komst í hann krappan á dögunum þegar hún missti símann sinn ofan í hol­ ræsi í bænum Dover á England. Stúlkan, Ella Birchenough, sá sig knúna til að freista þess að ná símanum og ákvað hún því að fara ofan í holræsið. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér fór það ekki eins og hún ætlaði, en hún komst ekki upp um opið, en sat þar pikkföst. Slökkviliðsmenn voru kallaðir út til að aðstoða stúlkuna og tókst þeim að ná henni lausri eftir nokkuð vesen. Engum sög­ um fer af símanum, að því er breskir fjölmiðlar greina frá. Neitar sök Rétt- arhöldin standa yfir í Pretóríu í Suður-Afríku. Oscar hefur staðfastlega neitað því að hafa orðið Reevu að bana að yfir- lögðu ráði. MyNd REutERS Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.