Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 27
Lífsstíll 27Vikublað 8.–10. apríl 2014
Svaf með hendur
fyrir augunum
n Júlíana talar við látið fólk n Miðilsfundir á Facebook n Erfiðast að fá látin börn í gegn
L
ífið eftir dauðann hefur alltaf
verið Íslendingum sérlega hug
leikið. Líklega trúa fleiri hér en
annars staðar á mátt miðla sem
sagðir eru geta náð sambandi
við hina látnu. Júlíana Torfhildur er
einn þessara miðla sem gefa sig út
fyrir að tala við fólk í öðrum víddum.
„Ég var alltaf voða skrýtinn krakki
sem talaði við einhverja sem hin
ir sáu ekki. Ég svaf líka alltaf með
hendurnar fyrir augunum því það
var alltaf verið að trufla mig í svefni
og það stóð oft einhver yfir mér þegar
ég vaknaði,“ segir Júlíana Torfhildur
Jónsdóttir miðill.
Heldur fundi á Facebook
Hún hefur frá því hún man eftir
sér talað við fólk sem er ekki þessa
heims og aldrei þótt það neitt til
tökumál. Það var þó ekki fyrr en ný
lega sem hún fór að nýta sér mið
ilshæfileika sína til þess að miðla til
annarra. Hún er nú nýbúin að útskrifa
fyrsta hópinn úr miðilsskólanum sín
um sem hún starfrækir í Danmörku
þar sem hún býr ásamt fjölskyldu
sinni og hefur gert undanfarin átján
ár. Annað sem hefur líka vakið nokkra
athygli er að Júlíana nýtir sér nútíma
tækni við miðlun sína og heldur með
al annars opna miðilsfundi á Face
book á sunnudagskvöldum.
Vinnur sem fjármálastjóri á daginn
Júlíana segist ekki hafa pælt mikið í
þessum hæfileikum sínum sem barn.
„Langamma mín var rithandarmið
ill svo þetta liggur svolítið í ættinni.
Ég var alltaf að gera þetta annað slag
ið á Íslandi – bara fyrir vini og vanda
menn. Vinkonur mínar voru alltaf svo
ánægðar eftir fundina og fannst svo
margt passa en ég var samt ekkert að
gera þetta að atvinnu minni. Svo flutti
ég hérna út og lærði viðskiptafræði og
fór að vinna við það. Fyrir sex árum
síðan ákvað ég síðan að fara í miðils
skóla hérna úti. Eftir að ég kláraði
skólann setti ég inn auglýsingu og þá
fór boltinn að rúlla. Síðan 2009 hef
ur verið brjálað að gera hjá mér,“ seg
ir Júlíana sem starfar einnig sem fjár
málastjóri í dönsku fyrirtæki. „Ég er
ekki að gera þetta peninganna vegna,
ég er í góðri vinnu en hef þörf til þess
að miðla þessu áfram.“
Miðlar á Facebook
Eftir að hún fór að auglýsa miðilsþjón
ustu sína segist hún hafa orðið vör við
mikinn áhuga frá fólki sem bjó í ein
hverri fjarlægð frá henni og átti ekki
auðveldlega heimangengt til hennar.
Til dæmis fólk búsett í Kaupmanna
höfn eða á Íslandi en Júlíana býr
ásamt fjölskyldu sinni í Esjeberg. „Ég
hugsaði þá með mér: „Ég er miðill,
ég hef samband við þá látnu svo það
skiptir í raun og veru engu máli hvar
kúnninn er,“ segir hún. „Ég prófaði að
stofna danska síðu og út frá því fór ég
að verða þónokkuð vinsæl og síðan
er ég búin að stofna miðilsskóla „on
line“ á Skype og svo kemur fólk hing
að til mín. Það sem er svolítið sniðugt
við þennan miðilsskóla er að ég nota
mér það sem ég hef lært á Íslandi af
ömmu minni, af þeirri tækni sem hún
notaði,“ segir hún. Námskeiðið í mið
ilsskólanum skiptist í nokkur misseri.
„Eftir fyrsta „session“ geta flest allir
haft samband við andlega heiminn,“
segir hún. „Ég prófaði svo í kjölfar
ið „online“ miðilsfundi á Íslandi og
það er að verða vinsælla og vinsælla.
Það eru fleiri að átta sig á þessu en
fólk hefur auðvitað hingað til verið
vant því að mæta á fund hjá miðlin
um en ekki að hann fari fram í gegn
um tölvu. Ég held samt líka venjulega
fundi hérna heima hjá mér.“
Aðspurð hvernig látna fólkið birt
ist henni segist hún fyrst og fremst
heyra í þeim. „Það eru svo margir sem
halda að maður sjái þá látnu eins og
við sjáum manneskjur. En það er ekki
þannig. Ég sé þau í raun eins og flata
mynd. Þetta er ekki eins og ljósmynd
en heldur ekki eins og hreyfimynd.
Samt í orkuformi. Það er svona sem ég
sé þetta. Og svo heyri ég,“ segir hún.
Júlíana segist eiga auðvelt með að
loka á hina látnu á milli þess sem hún
miðlar. Það sé tækni sem hún hafi
lært. „Ég kann vel á þetta í dag en það
var ekki alltaf þannig. Nú get ég lokað
á og ekki séð nema ég vilji. Mín rútína
er þannig að hálftíma áður en ég byrja
fundinn þá stilli ég mig inn eins og ég
kalla það. Ég nota kirkjukerti og stari
inn í það. Svo loka ég augunum og
sit við borð og þar eru allir sem vilja
koma í gegnum mig. Svo byrja ég bara
– það kemur alveg í bunu.“
Meðan á Facebookfundi stend
ur þá er hún með manneskju bæði
heima á Íslandi og úti til þess að stýra
fundinum þannig að það sé ekki ein
hver vitleysa í gangi. „Ég fell í hálf
gerðan trans og byrja bara að skrifa.
Skilaboðin koma og ég skrifa þau inn.“
Erfiðast að fá börn í gegn
Júlíana segist ekki fara inn á Face
booksíður fólks til þess að afla sér
upplýsinga um það. „Ég hef verið
spurð að því. Ég get alveg sagt að ég
geri það aldrei. Ég stórefa líka að fólk
hafi svona persónulegar upplýsingar
á síðunni sinni. Persónulegar upp
lýsingar um látna ættingja og annað,“
segir hún.
Júlíana segir það oft vera fólk sem
standi á einhverjum tímamótum
sem sæki í þjónustu hennar. Fólk
sem vanti svör og leiðsögn. „Kannski
ef það er að skilja eða er að ganga
í gegnum erfitt tímabil. Ég hef líka
hjálpað fólki sem hefur misst börnin
sín að vinna í sorginni. Það er rosa
lega erfitt að fá börn í gegn. Þegar þau
koma þá er eins og ég æsist öll upp,
orkan verður svo mikil og um leið
og þau eru farin þá verð ég ofsalega
þreytt.
Börnin koma og lýsa einhverju
sem þau þekkja. Ég get nefnt eitt
dæmi. Það var lítil stelpa sem kom í
gegnum mig sem dó úr krabbameini í
fyrra. Mamma hennar var á fundi hjá
mér einn sunnudaginn á Facebook.
Ég segi: ég er með ljósa stelpu sem
lést úr krabbameini, með gleraugu,
hún segir að á ísskápnum séu teikn
ingar frá staðnum þar sem að fiðr
ildin og hitinn kemur frá. Og mamma
hennar skrifar til mín og segir að þetta
sé nákvæmlega sú saga sem hún
sagði henni frá sumarlandinu. Hún
hafði teiknað land sem voru blóm og
fiðrildin í sumarlandinu. Hún sagði:
„mamma, hér er heitt en eins og þú
veist þá líður mér vel en þetta er ekki
nákvæmlega eins og ég teiknaði á ís
skápnum en hér er gott að vera. Þetta
hjálpaði mömmunni mikið. Hún hef
ur skrifað til mín annað slagið. Hún
segir að þetta hafi hjálpað sér mikið,“
segir hún.
Önnur vídd
Þeir sem leita til Júlíönu trúa á líf eft
ir dauðann en það eru ekki allir sam
mála um það og sumum þykja miðlar
vera hin mesta svikamylla. Júlíana seg
ist ekki geta dæmt um það sem aðrir
halda, hún hafi ekki valið sér að tala
við hina látnu heldur fæðst með þann
eiginleika. En af hverju eru þeir látnu
að hafa samband við okkur? „Þeir vilja
leiðbeina og hjálpa,“ segir hún.
Blaðamaður stenst ekki
freistinguna að spyrja að því sem all
ir vilja vita. Hvert förum við þegar við
deyjum? Er líf eftir dauðann? „Ég segi
að þetta sé millistig. Þegar við deyjum
þá förum við yfir á aðra vídd þar til
við erum sátt að fara áfram. Þegar ég
segi áfram þá er það að fæðast aftur.
Ég átti til dæmis ömmu sem dó fyrir
tólf árum síðan sem ég hélt rosalega
upp á. Ég get ekki fengið samband við
hana í dag, ég held að það sé vegna
þess að hún sé endurfædd. Ég talaði
oft við hana í svona níu ár eftir að hún
dó. En núna dreymir mig hana ekki
einu sinni svo ég held að hún sé far
in áfram.“
Hlusta á draumana
Júlíana segist alltaf hafa verið næm
og auk þess að geta talað við þá látnu
þá fær hún oft fyrirboða um ýmis
legt í draumi. „Ég fæ vísbendingar
um ýmis legt í draumi. Um daginn
dreymdi mig til að mynda fólk sem
ég þekki vel. Ég kem heim til þeirra
og spyr hvar maður konunnar sé. Hún
bendir á hjartalaga spegil á veggn
um sem er allur brotinn. Daginn eftir
hringi ég í konuna og kemst að því að
fólkið er skilið eftir 40 ára hjónaband.
Ég held að fólk þurfi að vera duglegra
að hlusta á draumana sína, það er
oft verið að segja okkur eitthvað þar,“
segir hún.
Hægt er að finna Júlíönu á Face
book undir nafninu Þín Spákonu
miðill en miðilsfundirnir fara fram á
sunnudagskvöldum. n
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
„Það eru svo margir
sem halda að
maður sjái þá látnu eins
og við sjáum manneskjur.
En það er ekki þannig.
Miðlar frá þeim látnu
Júlíana segist alltaf hafa
verið gædd þeim eigin-
leika að geta talað við
þá sem eru látnir.
Fellur í trans við tölvuna Hér er Júlíana við tölvuna en hún heldur meðal annars miðilsfundi í gegnum Facebook. Áður en hún byrjar fundina þá horfir hún í kertalogann.