Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 8.–10. apríl 201410 Fréttir n Gjaldtaka er líkleg á þessum stöðum n Hugmyndir um jarðvangspassa H ugmyndir eru uppi um að hefja gjaldtöku af ferða­ mönnum á ýmsum vinsæl­ um náttúrustöðum í ná­ inni framtíð. Ekki eru allir sammála um hvaða leið sé best að fara og vilja sumir rukka ferðamenn við hliðin á meðan aðrir styðja sér­ staka aðgangspassa eða þá skatt­ lagningu. Í síðasta vikublaði DV var fjallað um gjaldtöku við nátt­ úruperlur Íslands og hvar hún er nú þegar hafin, en nú verða nokkrir af þeim stöðum taldir upp þar sem líklegt þykir að gjaldtaka verði að veruleika. Umræðan um nátt­ úrupassa hefur verið mjög áberandi síðastliðið ár en iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur nú sagt að náttúrupassinn verði til­ búinn um næstu áramót. Það þykir mörgum landeigendum of langur tími og hafa því þegar hafið gjald­ töku, til dæmis við Geysi og Kerið. Upphæðirnar sem greiða þarf til að skoða þessa staði eru mjög mis­ munandi, allt frá 200 krónum upp í 37.000 krónur. Aðrir bíða hins vegar róleg­ ir, líkt og á Reykjanesi þar sem full­ trúar sveitarfélaga og aðilar sem tengjast ferðaþjónustu hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri við nefndina sem vinnur að nátt­ úrupassa. Engu að síður telja allir þörf á því að byggja þarf upp á vin­ sælustu ferðamannastöðunum og „Varla tilbúin fyrir þennan ferðamannastraum“ Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Látrabjarg Látrabjarg er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum. Meðal annars hef­ ur svæðislandvörður á sunnan­ verðum Vestfjörðum sagt að svæðið sé engan veginn undir það búið að taka á móti þeim fjölda ferðamanna sem þangað kemur og að lítið hafi verið byggt upp á svæðinu. Engir göngu­ stígar eru á svæðinu og salernis­ aðstaða í lágmarki. Uppi eru hugmyndir um að svæðið verði hluti þjóðgarðs. Reykjanesviti Reykjanesviti er fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi. Danir fjármögn­ uðu byggingu hússins sem var í um­ sjá Íslendinga, sem einnig útveguðu efni í bygginguna. Vitinn var formlega vígður 1. desember 1878. Vitinn var upphaflega reistur á Valahnúk en síð­ ar þurfti að reisa nýjan vita á Bæjar­ felli, þar sem sá gamli hafði orðið fyrir skemmdum í jarðskjálftum. Sá nýi var tekinn í notkun árið 1908. Hann stend­ ur nálægt Gunnuhver, en verði gjald­ taka að raunveruleika þá verður líklega selt inn á svæðið en ekki sérhvern stað. Gunnuhver Ekki langt frá Reykjanesvita er jarðhitasvæði og einn þekkt­ asti hverinn þar er Gunnuhver. Árið 2010 voru nýir göngupall­ ar og útsýnispallar teknir í notk­ un á svæðinu. Í könnun sem var gerð nýlega kom það greinilega í ljós að íbúar á Reykjanesi telji svæðið mikilvægt og að það þurfi einna helst að setja fé í upp­ byggingu og varðveislu þess. Hér þarf að greiða Líkt og fram kom í síðasta vikublaði DV þarf að greiða aðgangseyri að sjö náttúru­ perlum. Þær eru hér merktar inn með gráum punktum, en staðirnir eru Geysir, Silfra, Hveragarður, Bláa lónið, Vatnshellir, Þríhnúkagígur, Kerið og Dettifoss. Að vísu hefst gjaldtaka í Dettifossi ekki fyrr en í sumar.í Rangárþingi eystra hefur hefur sveitarstjórnin kannað möguleika á gjaldtöku. Hugmyndir um hvaða leið sé best eru margar, en ein þeirra er sú að sérstakur jarðvangspassi verði seldur og veiti þar með aðgang að Kötlu jarðvangi. Innan hans eru staðir á borð við Þórsmörk, Skóga­ foss og Seljalandsfoss auk Para­ dísarhella, sem eru í einkaeigu. Engin niðurstaða fyrir áramót „Þetta er allt í hugmyndavinnu enn­ þá og ein af hugmyndunum er sú að þessi jarðvangspassi verði að veruleika. Ég á ekki von á því að kom­ in verði niðurstaða í þá vinnu fyr­ ir áramót,“ segir Ísólfur Gylfi Pálma­ son, sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Unnið er að nýju deili­ skipulagi við Skógafoss þannig að ekki sé hægt að keyra þangað, alveg upp að, eins og í dag. Við höfum varla verið tilbúin fyrir þenn­ an ferðamannastraum, en þó höf­ um við staðið okkur betur en aðrir. Við erum með útsýnispall, göngustíg upp meðfram Skógafossi og það er eins við Seljalandsfoss. Til þess höf­ um við notið styrkja úr framkvæmda­ sjóði ferðamála, en sveitarfélögin hafa líka verið að leggja pening í þetta,“ segir Ísólfur en Skógafoss er í eigu nokkurra sveitarfélaga. Gunnuhver mikilvægur Nýlega var gerð könnun hjá íbúum Reykjaness um gjaldtöku á ferða­ mannastöðum. Alls svöruðu tæp 80% þannig að þau væru hlynnt því að gjaldtaka af ferðamönnum yrði tekin upp. Af þeim sem svöruðu já­ kvætt sögðust tæp 30% að þau vildu að gjöldin yrðu innheimt með brottfarar­ og/eða komugjaldi en tæp 18% sögðu að þau vildu náttúrupassa fyrir allt landið. Aðeins 13% voru hlynnt að­ gangseyri inn á einstaka staði. Þá sögðu 60% aðspurðra að þau teldu það líklegt að gjaldtakan skilaði sér í uppbyggingu ferðamannastaða og sögðu tæp 82% að þar þyrfti Gunnu­ hver hvað helst á uppbyggingu og varðveislu að halda. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.