Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 38
Vikublað 8.–10. apríl 201438 Fólk „Ég er í Eurovision-sætinu“ Magni Ásgeirsson kominn út í pólitík É g var boðaður á fund með skemmtilegu fólki sem hefur svipaða sýn á lífið og ég og ákvað að slá til og fá að vera með,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson sem situr í 16. sæti á framboðslista Bjartrar framtíðar á Akureyri. „Ég er í Eurovision-sætinu,“ segir Magni brosandi og bætir við að það sé aldrei að vita nema hann skelli sér á fullt í pólitík. „Kannski maður leggi þetta fyrir sig og verði framar á lista næst. Ég loka engum dyrum hvað það varðar. Ég er að þessu núna til að styðja þá sem eru ofar á listanum og veita þeim móralskan og andlegan stuðning. En svo er aldrei að vita nema maður verði bara stjórnmála- maður þegar maður verður stór.“ Magni hefur aldrei áður tekið virkan þátt í pólitík en segist hafa fengið áhuga á stjórnmálum nýlega. „Ef þú ert virkur meðlimur í þjóðfé- lagi ertu þá ekki alltaf í pólitík? Þetta snýst bara um að vera með og láta sig málin varða. Þegar þú ert kominn með þrjú börn og heimili verður þú að gera það. Ég, eins og svo margir, fór að fylgj- ast með stjórnmálum og hafa áhuga á þjóðmálunum þegar Gnarr og hans vinir sýndu fram á að venjulegt fólk gæti orðið stjórnmálamenn. Fram að því hélt ég að fólk sem ég þekkti og ég sjálfur gæti ekki tekið þátt í þessu. Í dag veit ég að stjórnmál snúast einmitt um venjulegt fólk og okkar hag og persónulega vil ég að „venju- lega fólkið“ stjórni,“ segir Magni sem ætlar að láta sig bæjarmálin á Akur- eyri varða. „Ég er bara svo nýfluttur í bæinn og er því ekki kominn með heimt- ingu á bæjarstjórastólnum strax. Fyrst þarf ég aðeins að læra á bæinn en svo er aldrei að vita.“ n indiana@dv.is Pólitískur Magni Magni segist ekki eiga heimtingu á bæjarstjórastólnum þar sem hann sé nýfluttur í bæinn. Ætlar að verða einkaþjálfari Segir þáttinn hafa breytt lífi hennar og ætlar að halda áfram á sömu braut É g er náttúrlega bara ennþá að reyna að lenda á jörðinni,“ svarar Jóhanna Elísa Engel- hartsdóttir, sigurvegari Biggest Loser Ísland, aðspurð hvern- ig lífið eftir keppnina sé. „En ég held bara áfram mínu striki, maður hætt- ir ekkert þó þetta sé búið,“ bætir hún við. Jóhanna segist ætla að halda ótrauð áfram í ræktinni. „Ég ætla nú samt ekki að mæta þrettán sinnum í viku, ég ætla nú bara að fara svona sex sinnum eins og venjulegt fólk,“ segir hún hlæjandi en í keppninni æfði hún stíft og uppskar samkvæmt því. Jóhanna missti samtals 52 kíló í keppninni, sem tryggði henni sigur að lokum. Var ekki að fela sig Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að fela hvað hún hafði lést mik- ið meðan á keppninni stóð segir Jó- hanna svo ekki vera. „Fólkið í World Class í Mosó vissi alveg hvernig mér gekk, þannig að ég fór ekkert með það í felur þar. En ég klæddi mig heldur ekkert þannig að ég væri að sýna mig. Ég var alltaf bara í dúnúlp- unni, maður var ekkert að auglýsa þetta. Enda sökuðu vinkonur mín- ar mig um að ég væri að fela þetta,“ segir Jóhanna létt í lund. „Vá, mamma, ég næ utan um þig!“ Jóhanna segir að fjölskyldan hafi tekið þátttöku hennar í keppninni og úrslitunum vel. „Maðurinn minn er náttúrlega himinlifandi,“ seg- ir Jóhanna en bætir þó við: „hann var alveg mjög sáttur við mig eins og ég var, hann er nú ekkert mikið að pæla í útliti á fólki. En hann er bara mjög stoltur af mér.“ Jóhanna segir að börnin hafi ekki síður ver- ið sátt með árangur móður sinn- ar. „Eins og strákurinn minn sagði þegar þau komu og heimsóttu mig: „vá, mamma, ég næ utan um þig!“ Þetta er kannski svona hlutur sem þau föttuðu ekkert fyrr en núna þegar maður er kominn í eðlilega líkamsstærð.“ En Jóhanna segist ætla að fara rólega í nammiátið og páska- eggin. „Ég ætla að fá mér páska- egg. Maður þarf bara að finna sér sinn meðalveg. Maður á ekkert að meina sér um alla hluti, bara fá sér þegar maður vill en samt halda því í hófi. Það er það sem fólk gleym- ir, það „dettur í það“ eins og mað- ur segir, svo nær það sér aldrei upp aftur.“ Stendur á tímamótum og vill hjálpa öðrum Aðspurð segir hún þáttinn tvímæla- laust hafa breytt lífi hennar. „Það er vægt til orða tekið. Þetta var bara ná- kvæmlega það sem ég þurfti til að koma mér úr þessum vítahring sem ég er búin að vera föst í í mörg ár.“ DV spurði Jóhönnu hvaða ráð hún vildi gefa fólki sem er í sömu spor- um og hún var í. „Númer eitt, tvö og þrjú er: gefðu þér tíma til að hugsa um sjálfan þig, það er það sem ég gleymdi. Ég þóttist aldrei hafa tíma til að gera neitt fyrir sjálfa mig og lét börnin mín alltaf ganga fyrir í öllu sem ég gerði.“ Aðspurð hvað sé fram undan svar- ar Jóhanna að hún hafi náttúrlega bara „mætt í vinnuna eins og ekk- ert hafi í skorist,“ og bætir við að hún sé núna að vinna í því að sækja um einkaþjálfaranám hjá Keili. „Það er bara næsta stóra markmiðið, að klára það, þannig að ég geti farið að hjálpa fólki.“ n Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is „Ég þóttist aldrei hafa tíma til að gera neitt fyrir sjálfa mig. Gísli ánægður með Akureyri Sem kunnugt hélt Gísli Mar- teinn norður til Akureyrar um helgina þar sem hann stýrði þætti sínum, Sunnudagsmorgni, í beinni útsendingu frá menn- ingarhúsinu Hofi. Reykvíkingur- inn var greinilega ánægður með þann bæ ef marka má ummæli hans á Twitter á laugardag. „Mættur til Akureyrar. Ólgandi stemning, yndislegt veður og bærinn skartar sínu fegursta. Væri ok að #sunnudagur byrji uppúr kl.14 á morgun?“ Eins og ný Jóhanna náði glæsilegum árangri í Biggest Loser og segist ætla að halda sínu striki. Mynd Sigtryggur ari Ásdís Rán prófar súludans Fyrirsætan og frumkvöðullinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir setti inn mynd á Instagram í vikunni þar sem sjá má strippsúlu, en myndin er tekin í æfingastöð fyrir súlufitness. Á myndinni fylgir svo textinn „finally we meet.“ Ásdís Rán, eða Ísdrottningin eins og hún kallar sig stundum, segir í ummælum við myndina að tilefnið sé upptökur fyrir nýjan þátt hennar sem nefn- ist Heimur Ísdrottningarinnar. Spennandi verður að sjá hvernig Ásdísi tekst til á súlunni. Rikka hélt fyrirpartí Árshátíð fjölmiðlafyrirtækis- ins 365 var haldin með pomp og prakt á Nordica hóteli á laugar- dagskvöld. Þar var margt um manninn eins og sjá mátti á um 300 myndum sem birtust á Vísi eftir hátíðina. Stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir hélt fyrirpartí fyrir árshátíðina þar sem hún bauð nokkrum vel völd- um gestum. Meðal gesta voru þær Kolbrún Björnsdóttir, Ellý Ármanns, Hödd Vilhjálmsdóttir, Freyr Einarsson og Sindri Sindra- son, sem stýrir Íslandi í dag. Mik- ið fjör var á árshátíðinni en Rikka mætti með kærastann, Skúla Mogensen, en fyrrverandi eigin- maður hennar, Stefán Hilmars- son, dansaði við Ásdísi Rán undir tónum stuðsveitarinnar Buffs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.