Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 30
Vikublað 8.–10. apríl 201430 Sport n PSG og Real Madrid í vænlegri stöðu fyrir síðari leikina n Hvað gerir United í Þýskalandi? S íðari leikirnir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar verða háðir á þriðju- og miðviku- dag og verður hart barist um sæti í undanúrslitunum. Fyrri leikirnir buðu upp á mikla skemmtun og glæsileg mörk, en þeir voru leiknir í síðustu viku. PSG ber að taka alvarlega Dortmund er nánast úr leik eftir að hafa tapað 3–0 á móti firnasterku liði Real Madrid. Að minnsta kosti eiga sparkspekingar afar erfitt með að sjá það fyrir sér að lærisveinar Carlos Ancelotti hleypi inn þremur mörkum hjá sér í Þýskalandi á þriðjudaginn. Öfluga tvíeykið, Bale og Ronaldo, skoraði sitt hvort markið og hinn ungi Isco kom knettinum einnig í netið. Parísarmenn sendu Evrópu- búum ákveðin skilaboð með góð- um heimasigri, 3–1, á Chelsea. Paris Saint-Germain er lið sem ber að taka alvarlega í baráttunni um sigur í Meistaradeildinni. Lavezzi kom PSG yfir snemma leiks en Hazard, sem er að góðu kunnur úr franska bolt- anum, jafnaði metin úr vítaspyrnu. David Luiz, leikmaður Chelsea, skor- aði sjálfsmark í síðari hálfleik og á lokamínútunum gulltryggði Pastore sigurinn fyrir heimamenn. Chelsea- menn geta þó huggað sig við það að ef einhver ætti að kunna svör við leik PSG er það José Mourinho, þjálfari þeirra. United stóð í þýsku meisturunum Mörgum kom á óvart þegar Eng- landsmeistararnir í Manchest- er United, sem hafa leikið illa í vetur, stríddu þýsku meisturun- um í Bayern München á heima- velli sínum. Eftir að United-liðið hafði spilað firnasterka vörn í tæpa klukkustund kom fyrirliðinn, Nemjana Vidic, heimaliðinu yfir með laglegu skallamarki. Bastian Schweinsteiger jafnaði metin skömmu síðar með frábæru marki og þannig stóðu leikar þegar Carlos Velasco, spænskur dómari leiks- ins, flautaði leikinn af. Ljóst er að Manchester United þarf að koma knettinum í netið á miðvikudaginn á Allianz Arena, heimavelli Bayern München, ætli liðið sér að komast áfram í undanúrslitin. Spænsku liðin Barcelona og Atlético Madrid skildu jöfn, 1–1, á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Diego kom gestunum yfir með bylm- ingsskoti utan af kanti þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar að síðari hálfleik. Neymar jafnaði metin fyrir Barcelona, eftir listilega sendingu frá Andrés Iniesta, á 71. mínútu leiks- ins. Það má því búast við rafmögnuðu andrúmslofti á heimavelli Atlético á miðvikudaginn. n Chelsea – PSG þriðjudagur kl. 18:45 Sindri Snær Jensson, nýr markmaður KR, spáir í spilin fyrir 8-liða úrslit Meist- aradeildarinnar. Hann segir PSG ógnarsterkt lið og nefnir í því sam- bandi að „ef þú getur sett Pastore, Lucas Moura og Cabaye inn á sem varamenn ertu með gríðar- lega sterkan hóp.“ Hann spáir því að Chelsea muni liggja á Parísar- mönnum á heimavelli sínum. „Ég held að Chelsea vinni 2–1 og verði mjög tæpir á því að skora þriðja markið,“ segir Sindri. „Þeir munu setja stífa pressu á þá í lok leiks.“ Mourinho hefur ekki farið leynt með það í fjölmiðlum að Chelsea- liðið sé sem stendur ekki nógu sterkt til þess að vinna titla. „Hann er búinn að tala liðið markvisst nið- ur og ég held að það sé vegna þess að hann meini það. Þau gæði sem PSG hefur fram á við, þó Zlatan verði ekki með, eru slík að liðið mun fara áfram að lokum.“ Dortmund – Real Madrid þriðjudagur kl. 18:45 „Tilfinningin mín fyrir þessum leik er sú að Dort- mund-liðið muni leggja sig allt í verkefnið,“ segir Sindri. „Ég held að Dortmund geti jafnvel unnið þenn- an leik, 2–1.“ Real Madrid er skipað frábærum leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo og Gareth Bale en það kæmi Sindra ekki á óvart að þeir hvítklæddu myndu slaka örlítið á í ljósi úrslita fyrri leiksins. „Mér finnst stundum eins og súper- stjörnur eigi það til og þess utan er ekkert grín að fara til Þýskalands og spila við Dortmund. Ég held að Dortmund vilji líka sýna úr hverju þeir eru gerðir fyrir fullum velli og brjálaðri stemningu.“ Sindri segir varnarleikinn hjá Real töluvert frá því að vera í hæsta gæðaflokki og að framherjar Dort- mund geti nýtt sér það. „Það býr mikið í þessu Dortmund-liði.“ Atletico Madrid – FC Barcelona miðvikudagur kl. 18:45 „Mér líst mjög vel á þetta lið Atletico Madrid,“ segir Sindri. „Þeir spila mjög fast og af hörku. Maður sá það þó í lok fyrri leiks- ins hversu þreyttir þeir voru orðn- ir á léttleikandi spili Barcelona- manna.“ Sindri efast ekki um að Barcelona muni skora á útivelli og segir að nú sé lag fyrir þá katalónsku að þjappa sér saman í ljósi neikvæðra frétta af félaginu. „Atletico náði ekki alveg að halda í við tempóið hjá Barcelona. Ég hef trú á því að Barcelona klári þetta einvígi, þó liðið sé ekki með jafn mikla yfirburði og undanfar- in ár.“ Sindri spáir því að leikurinn fari 2–2 og að Messi skori bæði mörkin fyrir Barcelona. Bayern München – Manchester United miðvikudagur kl. 18:45 „Fyrri leikurinn var sennilega einn besti leikur sem ég hef séð með Manchester United á þessu tímabili,“ útskýrir Sindri. Hann seg- ir mikla baráttu hafi einkennt United-liðið og að það hafi leikið afar þétta vörn. Að sama skapi hafi virst sem einbeitingu skorti hjá liði Bayern München. „Ég veit að Pep Guardiola hefur legið yfir þessum leik og greint hann,“ segir Sindri. „Hann er full- komnunarsinni og sættir sig ekki við neitt annað en sigur. Ég held að Bayern vinni 2–0.“ Moyes hefur sætt mikilli gagn- rýni fyrir störf sín og Sindri hefur ekki mikla trú á honum. „Hann á þó skilið sitt tækifæri. Ég held að hann muni samt sem áður ekki ráða við þennan slag. Það þarf virkilega mikið til að Manchester United fari áfram.“ n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Í háloftunum Nemanja Vidic stýrir knettinum í netið í fyrri leik Manchester United og Bayern München. Í bakgrunni má sjá athyglisverðan munnsvip Phil Jones, eins og honum einum er lagið. MynD ReUteRS Ensku stórliðin kveðja Spáir í spilin Sindri Snær er ekki aðeins liðtækur markmaður en hann starfaði sem verslunarstjóri hjá Sautján og þá hefur bloggsíða hans um tísku notið mikilla vinsælda. Slegist um sæti í undanúrslitum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.