Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 12
Vikublað 8.–10. apríl 201412 Fréttir K ristín Egilsdóttir hefur stefnt íslenska ríkinu út af ráðningu Illuga Gunnars­ sonar á Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur í starf fram­ kvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn. Í stefnunni í mál­ inu kemur fram að stefnt sé á þeim forsendum að ráðning Hrafnhildar Ástu hafi verið meint ólögmæt stjórnvaldsákvörðun. Í málinu gerir Kristín þá kröfu að íslenska ríkið greiði henni rúmlega ellefu milljónir króna vegna fjártjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir auk tveggja millj­ óna króna miskabóta. Þá er gerð krafa um greiðslu málskostnaðar. DV hefur fjallað um ráðninguna á Hrafnhildi Ástu, sem var starfs­ maður umhverfisráðuneytisins áður en hún varð framkvæmdastjóri LÍN, síðustu vikurnar og hefur ýmis­ legt komið fram sem segja má að bendi til að ráðningin á henni til LÍN hafi verið sérstök. Hrafnhildur Ásta var ekki metin hæfust af stjórn LÍN heldur Kristín Egilsdóttir, og Sigurður Ingi Jóhannsson um­ hverfisráðherra afturkallaði áminn­ ingu sem Hrafnhildur Ásta hafði fengið í starfi skömmu áður en Illugi Gunnarsson réð hana í starfið. Til að ráða Hrafnhildi Ástu þurfti því að yfir stíga þessar tvær hindranir. Hvorug þessara hindrana kom í veg fyrir að Hrafnhildur fengi starfið og ekki heldur þessar tvær hindranir teknar saman. Hrafnhildur Ásta er náfrænka Davíðs Oddssonar, fyrrverandi for­ sætisráðherra og ritstjóra Morgun­ blaðsins, en Illugi var aðstoðar­ maður hans um árabil áður en hann fór sjálfur út í stjórnmál. „Skoraði hæst“ Í stefnu Kristínar í málinu kemur fram að hún hafi „skorað hæst“ umsækjendanna í viðtalsmati sem stjórn LÍN og Hagvangur, ráðgjafa­ fyrirtækið sem sá um ráðningarferl­ ið, gerðu. Svo segir: „Þegar stefnandi er borin saman við HÁÞ [Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur] sést að hún kom betur út úr öllum þeim þátt­ um sem lagðir voru til grundvallar í auglýsingu um starfið og hæfnis­ flokkun sem lýst er í tillögu stjórn­ arinnar að undanskilinni kunnáttu í einu Norður landamáli sem talin var æskilegur eiginleiki.“ Í tillögu stjórnarinnar til Illuga Gunnarssonar sagði orðrétt að: „… þrír hafi þá menntun og starfs­ reynslu til að gegna starfi fram­ kvæmdastjóra LÍN og hafi stað­ ið öðrum framar. Miðað við viðtöl og þau verkefni sem fyrir voru lögð þótti Kristín Egilsdóttir standa framar hinum tveimur.“ Í stefnunni er vísað til umsagna um umsækjendur þar sem fram koma frekari skýringar á afstöðu stjórnar LÍN í málinu og segir meðal annars að Hrafnhildur Ásta hafi ekki náð að „leysa fyrirlagt verk­ efni á sviði fjármála og rekstrar eins og væntingar voru um miðað við reynslu hennar sem skrifstofu­ stjóra á því sviði“. Þá segir einnig að framtíðarsýn Hrafnhildar Ástu hefði mátt vera „skýrari“ og að hana hefði skort „þekkingu“ á sviði „fjár­ hagslegrar áhættu“ og reynslu af því að stýra stórum vinnustað. Gagnrýni stjórnar LÍN á stefn­ andann í málinu gekk hins vegar út á það að hana hefði aðeins skort „skilning á fjárlagaferlinu“ auk þess sem hún hefði ekki áður stýrt eins stórum vinnustað og Lánasjóði ís­ lenskra námsmanna. Samskipti um áminningu Í stefnunni er svo vakin athygli á því að Hagvangur hafi spurt Hrafnhildi Ástu út í áminninguna sem hún fékk í starfi með bréfi dagsettu þann 4. október 2013. Meðal þess sem spurt var um var hvort ekki hefði verið rétt af Hrafnhildi Ástu að greina frá því í ráðningarferlinu að hún hefði feng­ ið áminninguna auk þess sem farið var fram á að hún greindi frá sjónar­ miðum sínum um þessa áminningu. Þetta gerði Hrafnhildur Ásta í bréfi þann 10. október en þar kom meðal annars fram að áminningin hefði ekki átt rétt á sér og að Sigurður Ingi Jóhannsson ætlaði sér að draga hana til baka. Athygi vekur að þann 10. október var ekki búið að draga áminninguna til baka. Svo virðist Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Miðað við viðtöl og þau verkefni sem fyrir voru lögð þótti Kristín Egilsdóttir standa framar hinum tveimur. Fer í mál við ríkið n Vill þrettán milljónir út af ráðningu Hrafnhildar Ástu n Þriðja deilumálið vegna ráðninga ættmenna Davíðs Oddssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.