Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 8.–10. apríl 2014 Ari Eldjárn hitaði upp fyrir tónleikana K óngarnir tveir, Bó og Bubbi, sameinuðust í Eldborgarsal Hörpu á föstudagskvöldið. Ari Eldjárn hitaði upp fyrir tónleikana og gerði óspart grín af B-unum tveimur. Þeir gerðu líka grín hvor að öðrum en Bó söng meðal annars lagið Hahaha (Rækjureggae) þar sem Bubbi söng um löggilta öryrkja sem hlustuðu á HLH og Brimkló. Mörg þekkt andlit voru í saln- um og var umtalað meðal gesta hversu vel heppnaðir tónleikarnir hefðu verið. n Siggi Hall Kokkurinn síkáti lét sig ekki vanta á tónleikana. Gull og silfur Hjónin í Gulli og silfri, þau Kristjana Ólafsdóttir og Sigurður G. Steinþórsson. Flott Hólmfríður og Gunnar skemmtu sér vel. Tveir þriðju Savanna-tríósins Þórir Baldursson og Björn Björnsson. Gerði grín að Bubba og Bó Ari Eldjárn hitaði upp fyrir tónleikana og fékk salinn til að veltast um af hlátri. Gerði óspart grín að Bubba og Bó Bubbi og Bó Flottir í Hörpu áður en þeir stigu á svið. Með kærastanum Dóttir Bubba, Gréta Morthens, mætti til að hlusta á föður sinn ásamt Sigurbirni. Glæsilegt par Jón Axel Ólafsson mætti með sambýliskonu sinni, Maríu Johnson. Piparsveinar í stuði Stefán Hilmarsson, fjármálastjóri 365, og Ívar Guðmundsson útvarpsmaður. Fjallmyndarleg Fjallakappinn Ólafur Sveinsson ásamt dóttur sinni, Rannveigu. Hneigðu sig fyrir hvor öðrum Bubbi og Bó hneigðu sig fyrir áheyr- endum og síðan hvor öðrum. Núverandi og fyrrverandi Gyða Dan Johansen, Ari Edwald núverandi forstjóri 365, Hreggviður Jónsson, sem var forstjóri Norðurljósa sem er forveri 365, ásamt eiginkonu sinni, Hlín Sverrisdóttur. Stjörnum prýdd Hljómahöll Glæsileg opnunarhátíð Þ að var margmenni á opnunar hátíð Hljómahallarinnar í Reykjanes- bæ um helgina. Hljóma höllin er ný menningarmiðstöð en undir þaki hennar er hinn sögufrægi Stapi og Rokksafn Íslands meðal annars. Fjöl- mörg þekkt andlit voru meðal gesta og mikið fjör. n Með Hljóma í bakgrunni Gunnar Þórðarson og eiginkona hans, Sigrún Toby Herman. Bak við þau er Gunnar ungur með félögum sínum úr Hljómum. Dýrasta platan Óli vínyll á líklega flestar vínylplötur á Íslandi. Hér heldur hann á Hljómaplötunni Umbarumbamba sem er dýrasta íslenska vínylplatan en ein slík seldist á tæplega 170 þúsund krónur á eBay fyrir tveimur árum. Óli á fjögur eintök. Kátir karlar Einar Bárðarson og Árni Samúelsson. Með Hljóma Einar Bárðarson er mikill aðdáandi Hljóma. Tónelskir Erlingur Björnsson og Rúnar Þór. Létu sig ekki vanta Magnús Kjartansson og Bogomil Font. Gaf áritun María Baldursdóttir, ekkja Rúnars Júlíussonar, áritaði vegg Hljómahallarinnar. Fögnuðu Hljóma- höllinni Óli vínyll, Guðmundur Ingólfs- son, María Baldurs- dóttir og Erlingur Björnsson. Hress og kát Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Rúnars heitins, Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, og Þorbjörg Margrét Guðnadóttir. Flott hjón Jenný Borgedóttir og tónlistar- maðurinn Magnús Þór Sigmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.