Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 8.–10. apríl 201414 Fréttir rúmlega 20 starfsmenn og áttaði sig fljótlega á því að um væri að ræða mun stærra mál en einangrað til- felli í samskiptum tveggja einstak- linga. Hann skilaði af sér úttekt á meintum samskiptavanda innan ráðuneytisins. Meginniðurstaða Mar teins er í stuttu máli sú að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að HÁÞ [Hrafnhildur Ásta Þorvalds- dóttir] hafi margsinnis með óásætt- anlegu viðmóti sínu og framkomu stuðlað að samskiptavanda innan ráðuneytisins.“ Í stefnunni er rakið hvernig áminningin hafi verið veitt á grund- velli þessarar niðurstöðu. Það var Stefán Thors sem veitti henni áminninguna, líkt og DV hefur fjallað um, en það var ekki hann sem hóf rannsóknina sem leiddi til áminningarinnar. „Á grund- velli þessarar niðurstöðu sætti HÁÞ áminningu af hálfu yfirmanns síns, ráðuneytisstjóra. Mun sú ákvörðun hafa verið í undirbúningi síðsumars 2013. Þá lét hún opinskátt í ljósi að að hún teldi áminninguna ekki eiga rétt á sér og ræddi um málsókn í því samhengi. Stefnanda er kunnugt um að HÁÞ mætti með lögmanni sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. á fund með umhverfisráðherra vegna málsins.“ Líkt og áður segir liggur ekki fyllilega fyrir hvenær áminning var aftur kölluð en svo virðist sem þetta hafi verið gert eftir að Illugi Gunnarsson fékk tillögu stjórnar LÍN til sín þann 18. október 2013. Þennan sama dag boðaði hann þá þrjá starfsmenn sem stjórn LÍN hafði mælt sérstaklega með í viðtöl til sín í menntamálaráðuneytið. Taldi ljóst að hún fengi ekki starfið Í stefnunni er viðtal Illuga við Krist- ínu Egilsdóttur rakið nokkuð ítar- lega. Þar segir að í fyrra hluta þess hafi Illugi verið einn með Kristínu og að hann hefði farið yfir það með henni að hann væri ekki bundinn af tillögum stjórnar LÍN og að hann þyrfti ekki einu sinni að ráða einn af þeim þremur sem stjórnin hefði mælt með, hann gæti skipað hvern sem væri úr hópi umsækjenda en að hann teldi „enga ástæðu“ til að fara út fyrir þann þriggja manna hóp sem stjórnin hefði lagt til. Í stefnunni segir enn fremur að Illugi hafi rætt það við Kristínu að hann teldi ekki lengur þörf á að „verja fólk gegn stjórnmálamönnum“ þó að full þörf hefði verið á því þegar Jónas frá Hriflu var ráðamaður. Illugi sagði Kristínu svo að hans hlutverk væri ekki að meta hæfni hennar til að gegna starfinu hjá LÍN heldur vildi hann kanna „týpuna“ sem um ræddi. Illugi var með öðr- um orðum að segja að hann væri ekki að meta faglega hæfni henn- ar til að gegna starfinu heldur að skoða hvernig persóna hún væri. Illugi lagði svo tvær spurningar fyr- ir Kristínu: Hvernig henni fyndist að vinna við aðstæður þar sem ekki væri tími til að kafa djúpt í mál og eins hvernig hún brygðist við því þegar hún áttaði sig á því að hún hefði gert mistök. Svo segir í stefn- unni: „Þótt þetta samtal gengi ágætlega fékk stefnandi sterklega á tilfinninguna að því væri fremur ætlað að uppfylla einhverja form- skyldu en að nokkur raunveruleg tilraun til mats fælist í því.“ Þegar viðtalið var hálfnað komu aðstoðarmenn Illuga, Sig- ríður Hallgrímsdóttir og Magnús Ragnarsson, inn til þeirra Ill- uga og Sigríðar auk skrifstofu- stjóra í menntamálaráðuneytinu. Í stefnunni segir að engar skrifaðar spurningar hafi verið bornar upp. Þá hafi ekki legið ljóst fyrir af hverju skrifstofustjórinn væri þátttakandi í viðtalinu en meðal þess sem fram fór í því var að hann fletti upp upp- lýsingum í fjárlögum fyrir Illuga. Að viðtalinu loknu var Kristínu þakkað fyrir komuna og þá miklu vinnu sem hún hefði lagt í um- sóknarferlið. „Hafði hún mjög ein- dregið á tilfinningunni að fyrir lægi ákvörðun um að hún fengi ekki stöðuna.“ Viku síðar var svo tilkynnt að Hrafnhildur Ásta fengi stöðuna jafnvel þó að Kristín hefði verið metin hæfust og jafnvel þó að hún hefði verið með áminningu á bak- inu sem dregin hafði verið til baka. „Nauðsyn að höfða mál“ Eftir að Hrafnhildur Ásta fékk stöð- una reyndi Kristín Egilsdóttir að fá upplýsingar frá ráðuneytinu um af hverju hún hefði ráðin. Þá fékk Kristín send gögnin sem Ill- ugi hafði fengið frá stjórn LÍN þar sem fram kom að hún hefði ver- ið talin hæfust. Hún óskaði þá eftir rökstuðningi frá menntamálaráðu- neytinu um af hverju Hrafnhildur Ásta hefði samt verið ráðin þrátt fyrir að hún sjálf hefði verið metin hæfust. Sá rökstuðningur sem barst var ekki nægjanlegur að hennar mati, en í bréfi ráðuneytisins til hennar voru ekki tilgreindar neinar ástæð- ur fyrir því af hverju Hrafnhild- ur Ásta hefði fengið starfið en ekki hún, líkt og fram kemur í stefnunni: „Í ljósi þess að stefnandi telur gögn málsins bera mjög skýrlega með sér að menntamálaráðherra hafi gengið fram hjá henni við veitingu stöðunnar, þrátt fyrir að hún hafi verið hæfust til að gegna henni og ekki hafa fengist neinar viðhlít- andi skýringar á ákvörðuninni er stefnanda nauðsyn að höfða mál þetta til að krefja íslenska ríkið um skaðabætur.“ Þriðja málið Með þessari stefnu verður mál Hrafnhildar Ástu hið þriðja á síð- ustu tíu árum sem fer fyrir dóm eða til umboðsmanns Alþingis þar sem náin skyldmenni Davíðs Oddsson- ar hafa verið ráðin í störf hjá hin- um opinbera þrátt fyrir að hafa ekki verið metin hæfust. Í hinum tveim- ur var dæmt eða úrskurðað gegn þeim pólitísku ákvörðunum ráð- herra Sjálfstæðis flokksins að rétt- mætt hefði verið að ráða umrædda ættingja Davíðs í dómarastörf, þá Ólaf Börk Þorvaldsson og Þor- stein Davíðsson. Ef ríkið tapar máli Hrafnhildar Ástu fyrir dómi verður um að ræða þriðja skiptið sem sleg- ið er á putta ráðherra Sjálfstæðis- flokksins af þessum sökum. n Í lok árs 2007 skipaði Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson í starf héraðsdómara. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar. Ráðning Þor- steins er önnur af þekktari og umdeildari ráðningum í dómarastarf á Íslandi á síðasta áratug. Hin er ráðning Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem einnig er sagt frá í þessari grein. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vék sæti við skipun Þorsteins þar sem hann hafði áður verið aðstoðarmaður hans í ráðuneytinu. Athygli vekur að Þorsteinn var hvorki metinn vel hæfur né mjög vel hæfur heldur aðeins hæfur hjá dóm- nefndinni sem mat umsækjendurna um starfið. Var það í fyrsta skipti sem einstak- lingur sem aðeins var metinn hæfur fékk dómaraembætti. Þrír umsækjendur, meðal annars Guðmundur Kristjánsson, voru hins vegar metnir vel hæfir og þar með hæfari en Þorsteinn af valnefndinni sem mat umsækjendurna. Þá vakti einnig athygli að Árni var settur dómsmálaráðherra sama dag og hann fékk ráðninguna til meðferðar, þann 18. desember 2007. Tveimur dögum síðar hafði Þorsteinn verið ráðinn í starfið. Rökstuðn- ingur Árna fyrir ákvörðun sinni var að skrif- leg meðmæli hefðu haft úrslitaáhrif þegar hann ákvað að ráða Þorstein í starfið. Eftir að ráðning Þorsteins lá fyrir ákvað Guðmundur Kristjánsson að höfða mál gegn Árna Mathiesen og íslenska ríkinu út af ráðningunni. Guðmundi voru dæmdar bætur í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur og staðfesti Hæstiréttur Íslands dóminn í apríl 2011 þótt upphæð bótanna til Guðmundar hefðu verið lækkaðar. Þá var Guðmundi einnig dæmdur málskostnaður. Taldi bæði héraðsdómur og Hæstiréttur sannað í málinu að Árni hefði ekki ráðið í starfið á málefnalegum forsendum. Sonur Davíðs skipaður dómari Vandamál Sigurður Ingi Jóhannsson afturkallaði áminninguna sem Hrafn- hildur Ásta var með á bakinu og leysti þar með áralangt vandamál í ráðuneytinu. Snupraður Árni Mathiesen var snupraður í dómi Hæstaréttar Íslands árið 2011 vegna ráðningar Þorsteins Davíðssonar árið 2007. Þriðja málið Málið gegn ríkinu út af ráðningu Hrafnhildar Ástu er það þriðja sem fer fyrir dóm eða til Umboðsmanns Alþingis þar sem ættingjar Davíðs eru ráðnir í störf hjá hinu opinbera þrátt fyrir að vera ekki taldir hæfastir. „Hann ræddi við rúmlega 20 starfsmenn og áttaði sig fljótlega á því að um væri að ræða mun stærra mál en einangrað tilfelli í samskiptum tveggja einstaklinga. Ómálefnalegt Umboðsmaður Alþingis taldi skipan Björns Bjarnasonar á Ólafi Berki Þorvaldssyni í starf hæstaréttardómara hafa verið ómálefnalega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.