Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Umræða Stjórnmál 23
Staðfesti hina
skýrsluna
Eftir birtingu nýrrar Evrópuskýrslu
á mánudag hefur því víða verið
slegið upp að þegar hafi verið
samþykktar undanþágur í samn-
ingaviðræðum Íslands og Evrópu-
sambands-
ins. Það eru
þó ekki ný
sannindi
því að í síð-
ustu skýrslu,
sem unnin
var að beiðni
Gunnars
Braga Sveins-
sonar utanríkisráðherra, kom
þetta einnig fram. Þar var vitn-
að í enn eldri skýrslu sem Öss-
ur Skarphéðinsson, þáverandi
utanríkisráðherra, flutti Alþingi
um stöðuna í utanríkismálum
og aðildarviðræðum Íslands við
Evrópusambandið. Skýrslur Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands
og Alþjóðamálastofnunar sama
skóla eru því á pari í þessum efn-
um, þrátt fyrir að einn aðalhöf-
unda fyrri skýrslunnar hafi sjálfur
lýst því yfir eftir útgáfu sinnar eig-
in skýrslu að útilokað væri að eiga
í samningaviðræðum við ESB um
varanlegar sérlausnir.
Upptekin
í öðru
Óskar Bergsson hvarf óvænt af
sviði borgarmálanna í síðustu
viku þegar hann steig upp úr odd-
vitasæti framsóknarmanna fyrir
komandi
borgarstjórn-
arkosningar.
Mikið hefur
verið spáð í
hver muni
taka sætið og
hefur nafn
Lilju Daggar
Alfreðsdóttur
verið nefnt oft. Hún er dóttir ein-
hvers atkvæðamesta framsóknar-
manns í borginni, Alfreðs Þor-
steinssonar, sem lengi gegndi
stjórnarformennsku í Orkuveitu
Reykjavíkur. Hún er þó ekki á þeim
buxunum að hella sér út í borg-
arpólitíkina. Í samtali við DV sagð-
ist hún kannast við umræðu um að
hún tæki að sér oddvitasætið en að
það væri ekki á döfinni hjá sér. Nóg
væri við að vera í öðrum verkefn-
um en hún útilokaði ekkert í fram-
tíðinni. Eftir stendur Framsóknar-
flokkurinn leiðtogalaus í borginni.
Bjarni Benediktsson boðar frekari skattalækkanir
B
jarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra,
boðaði enn frekari skatta-
lækkanir í ræðu sem hann
hélt á flokksstjórnarfundi
Sjálfstæðisflokksins um síðast-
liðna helgi. Þar vísaði hann einnig
til þeirra skattalækkana sem þegar
hefðu komið til framkvæmda af
hálfu ríkisstjórnarflokkanna.
25 milljarða lækkun
„Þegar þessar skattalækkanir eru
lagðar saman og horft er á þær
áherslur sem vinstri flokkarnir hafa
talað fyrir í kosningabaráttunni og
ekki síður frá kosningum – því sumt
var of erfitt að tala um fyrir kosn-
ingar – er ljóst, að það sem skilur á
milli okkar og þeirra eru um 25 millj-
arðar í skattamálum á ári. Það er
ágætis byrjun,“ sagði hann á fund-
inum. Taldi hann þar einnig með
auðlegðarskatt sem ekki stóð til að
endurnýja en samkvæmt lögum um
skattinn verður hann lagður á í síð-
asta sinn árið 2014.
Bjarni sagði einnig að skatta-
breytingar ríkisstjórnarinnar snúist
ekki bara um skattalækkanir heldur
gagngera endurskoðun á skattkerf-
inu. Til stendur að draga úr beinum
sköttum og auka neysluskatta, svo
sem virðisaukaskatt. Hann talaði um
að þegar væri hafin vinna við endur-
skoðun á því kerfi með það að mark-
miði að fækka undanþágum, auka
jafnræði á milli atvinnugreina og
einfalda umsýslu.
Ríkir og sjávarútvegurinn
hagnast mest
Stærsti einstaki skattalækkunar-
liðurinn gagnvart einstaklingum
sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni
er brottfelling auðlegðarskattsins.
Reiknað er með að skatturinn skili
ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í
ár samkvæmt upplýsingum í fjár-
lagafrumvarpinu en hann nær til
um tæplega sex þúsund einstak-
linga. Almennar tekjuskattslækk-
anir, þar sem milliþrep tekjuskatts
var lækkað og neðri mörk hans
hækkuð, skilar ekki nema fimm
milljörðum og nær til flestra laun-
þega.
Skattur á sjávarútvegsfyrir-
tæki var svo lækkaðir sem nem-
ur 7,4 milljörðum króna, eða jafn-
virði um 60 þúsund króna á hvert
heimili. Þá hafa tryggingargjöld á
fyrir tæki verið lækkuð sem nemur
milljarði, samkvæmt ræðu Bjarna.
Samtals nema þessar lækkanir um
23 milljörðum króna en því til við-
bótar hefur stimpilgjöldum verið
breytt og öðrum sköttum sem hafa
minni áhrif á tekjur ríkissjóðs. n
Efaðist um
lögmætið
Bjarni Benediktsson lýsti á síðasta kjör
tímabili yfir efasemdum með lögmæti
auðlegðarskattsins. Látið var reyna á
lögmætið í dómsmáli sem Guðrún Lárus
dóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa,
höfðaði gegn ríkinu vegna skattsins.
Það fór svo að skatturinn var dæmdur
löglegur. Síðar, þegar Bjarni kynnti stór
aukna skattheimtu á fjármálastarfsemi
studdist hann meðal annars við lögmæti
auðlegðarskattsins þegar hann svaraði
spurningum um lögmæti bankaskattsins.
Engu að síður eru engin áform uppi um að
endurvekja auðlegðarskattinn.
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Ósáttur við
hvalasprengjur
„Afstaðan mun hins vegar ekki
ráðast af umvöndunum þeirra sem
telja að aðrar reglur eigi að gilda
um okkur
en þá sjálfa,“
segir Sig-
mundur Davíð
Gunnlaugs-
son forsætis-
ráðherra um
hvalveiðar og
þann þrýsting
sem Banda-
ríkin hyggjast beita Íslendinga
vegna þeirra. Hann birti á mánu-
dag pistil á vefsíðu sinni þar sem
hann fjallar meðal annars um
hvalveiðar Bandaríkjamanna. Þar
segir hann Bandaríkjamenn hafa
veitt þarlendum her sínum „kvóta“
til að sprengja höfrunga og önnur
dýr af ættbálki hvala. „Á þessu ári
mun sjóherinn hefja nýjar tilraun-
ir með neðansjávarsprengjur og
önnur hergögn. Tilraunirnar munu
standa til 2019,“ segir hann og bæt-
ir við að áætlað sé að 341 hvalur
drepist í þessum tilraunum, 13.306
særist alvarlega, 3,75 milljón-
ir hljóti minniháttar tjón auk þess
sem í 27,7 milljónum tilvika geti
tilraunirnar truflað atferli dýranna.
Ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu
M
eginmarkmið Íslands í að-
ildarviðræðum við Evrópu-
sambandið í fiskveiðum er
að í samningnum verði skil-
greint sjálfstætt fiskveiðistjórnunar-
kerfi við Ísland. Þetta er meðal þess
sem fjallað er um í nýrri skýrslu Al-
þjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
um aðildarviðræður Íslands við sam-
bandið.
Erfitt er að finna dæmi í að-
ildarsamningum annarra ríkja til
að byggja á þegar kemur að þessari
kröfu Íslendinga. „Aldrei fyrr hef-
ur ríki sem hefur sjávarútveg sem
grundvallarhagsmuni sótt um aðild
að ESB,“ segir í skýrslunni en við að-
ild yrðu Íslendingar stærsta fiskveiði-
þjóðin innan sambandsins. Til staðar
eru þó nokkur fordæmi til að réttlæta
sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði,
samkvæmt skýrsluhöfundum. Þá
telja höfundar skýrslunnar íslensku
samninganefndina geta bent á að
aðildarsamningur Noregs við sam-
bandið hafi verið felldur í þjóðarat-
kvæðagreiðslu meðal annars vegna
þess að ESB gaf ekki nógu mikið eftir
að því er varðar sjávarútvegsmál.
„Ekki er hægt að spá fyrir um
hvernig krafa Íslands um sjálfstætt
fiskveiðistjórnunarsvæði færi. Til að
það liggi ljóst fyrir þarf að klára að-
ildarviðræður við sambandið,“ seg-
ir í skýrslu Alþjóðamálastofnunar en
þar kemur einnig fram að möguleiki
á varanlegum undanþágum frá sjáv-
arútvegsstefnu sambandsins sé form-
lega til staðar. Fleiri breytur eru í fisk-
veiðistjórnunarmálum sem erfitt
er að sjá fyrir um hvaða áhrif hefðu.
Loftslagsbreytingar geta til að mynda
orðið til þess að fiskistofnar sem nú
eru staðbundnir innan íslenskrar
lögsögu breyti um göngumynstur og
verði í raun deilistofnar. Það myndi
skapa vandasama stöðu fyrir Ísland
hvort sem landið er innan Evrópu-
sambandsins eða ekki. n
adalsteinn@dv.is
„Ekki er hægt að spá fyrir um hvernig krafa Íslands um sjálfstætt fiskveiðistjórnunarsvæði færi“
Fá dæmi Erfitt er að byggja
kröfur Íslendinga um sjálf
stætt fiskveiðistjórnunarkerfi
innan ESB á aðildarsamning
um annarra ríkja.
Ríkir fá langmest
Von á meiru „You ain't
seen nothing yet!“ sagði
Bjarni á fundi með flokks
bræðrum sínum um helgina.
Vísaði hann til komandi
skattkerfisbreytinga.