Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Fréttir Viðskipti 15
Hagnaðurinn er skattskyldur
n Breyta auroracoin í krónur n Taka tvo aura fyrir
L
ítið hefur dregið úr gjaldeyris-
viðskiptum með auroracoin, nú
þegar hálfur mánuður er liðinn
frá hinu svokallaða „Airdrop.“
Tæplega þrjátíu þúsund Íslendingar
hafa sótt aurana sína, en heildarupp-
hæð sóttra aura er 946.845. Það ger-
ir 9% af þeim rúmlega tíu milljónum
aura sem í boði eru í þessari fyrstu
gjöf Baldurs Friggjar Óðinssonar.
Gengi rafmyntarinnar hefur sveiflast
gríðarlega, en það hríðféll fyrstu dag-
ana eftir að hún fór í umferð. Síðan
þá hefur gengið haldist nokkuð stöð-
ugt en með nokkrum tímabundnum
sveiflum upp á við.
Einstaklingar sem bjóðast til þess
að sjá um sölu og kaup á aurum
hafa verið duglegir að auglýsa þjón-
ustu sína á söluvefnum bland.is og á
Facebook. Greiða þarf skatt af hagn-
aði af slíkri starfsemi en lagalegt um-
hverfi auroracoin hefur verið mjög
óljóst. „Sé hagnaður af viðskiptum
með aura, þá þarf að greiða af því
skatt. Ef þú ert farinn að versla með
eitthvað sem hefur ígíldi fjármuna,
þó það sé ekki raunverulegur gjald-
miðill, þá þarf að fara eftir skattlagn-
ingarreglum samkvæmt lögum,“
segir Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri. „Aðalvandamálið í þessu
er að menn átta sig ekki á því hvað
þetta er,“ segir Skúli jafnframt, en tek-
ur fram að telja þurfi fram aura sem
eign í skattframtali.
Þjónustan fer þannig fram að aur-
inn er lagður inn á reikning í eigu
þjónustuaðilans sem síðan selur
aurana fyrir aðra rafmynt. Henni má
síðan skipta yfir í hefðbundna mynt
eins og dollara. Fyrir þetta er tekið
þjónustugjald, til dæmis tveir aurar. Í
viðskiptaskilmálum eins þjónustuað-
ila segir að öll viðskipti verði að fara
fram undir eigin nafni og kennitölu
viðskiptavina og að sýna þurfi fram
á umboð eða prókúru fyrir aðra. Við-
skiptin geta tekið allt upp í sjö daga að
klárast, en talað er um að milli færsla
til viðskiptavina eigi að berast „um
leið og greiðsla hefur borist til lands-
ins.“ Sérstakt sérákvæði segir að þjón-
ustuaðilinn áskilji sér rétt til að breyta
þessum skilmálum án fyrirvara. n
rognvaldur@dv.is
Útrásin sligaði Vísi
n Keyptu útgerð í Kanada n Fengu afskrift 2010 n Loka þremur fiskvinnslum
Þ
etta er bara fjárfesting okk-
ar í Kanada, sjávarútvegs-
fyrirtæki í Kanada, á því
herrans ári 2007. Þetta
var allt gert í samræmi við
andrúmsloftið árið 2007,“ sagði
Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík,
í samtali við DV í apríl í fyrra þegar
hann var inntur eftir því hver væri
aðalástæðan fyrir erfiðri skulda-
stöðu útgerðarinnar. Vísir keypti
sjávarútvegsfyrirtæki í Kanada,
Ocean Choice, í ársbyrjun 2008 og
eru þau viðskiptin sem Pétur Haf-
steinn vísaði til.
Eiginfjárstaða Vísis hf. var nei-
kvæð um tæplega 15 milljónir evra,
nærri 2,5 milljarða króna, í lok árs
2012 og leiddi staða félagsins til þess
að afskrifa hafði þurft um 1.700 millj-
ónir króna af skuldum þess árið 2010.
Skuldastaða Vísis leiddi sömuleiðis
til þess að útgerðin fékk afslátt af sér-
staka veiðigjaldinu árið 2013, sam-
kvæmt Pétri Hafsteini í apríl í fyrra.
Neyðarfundur vegna lokunar
Líkt og greint var frá fyrir skömmu
þá hefur Vísir hf. ákveðið að loka
þremur fiskvinnslum sem félagið
hefur rekið á Húsavík, Þingeyri og
Djúpavogi og færa alla vinnsluna til
Grindavíkur. Um 150 manns missa
vinnuna í heildina í fiskvinnslunum
þremur sem er umtalsverð blóðtaka
fyrir lítil sjávarpláss á landsbyggð-
inni. Stjórnendur Vísis hafa boðið
umræddum starfsmönnum vinnu í
Grindavík í staðinn.
Á fimmtudaginn í síðustu viku
héldu þingmenn Norðausturkjör-
dæmis neyðarfund með sveitar-
stjórnarmönnum í kjördæminu
vegna lokunarinnar. Tvær af fisk-
vinnslunum voru í Norðausturkjör-
dæmi, vinnslurnar á Djúpavogi og á
Húsavík. Athygli vakti að fyrsti þing-
maður Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra, mætti
ekki á fundinn.
Tengist ekki segir Pétur
Í samtali við DV í síðustu viku
sagði Pétur Hafsteinn að ástæðan
fyrir lokun fiskvinnslanna þriggja
væri ekki erfið skuldastaða Vísis
hf. vegna umræddra kaupa á út-
gerðinni í Kanada árið 2008. „Þetta
hefur ekkert með það að gera,
þetta er hvorki krafa banka né erf-
ið skuldastaða, framleiðnin er fall-
in niður og menn verða bara að
leiðrétta hana.“
Víkjandi lán upp á fimm milljarða
Ljóst er hins vegar að neikvæð
eigin fjárstaða Vísis og háar skuldir
auk lánveitingar til útgerðarinnar í
Kanada, hafa sligað félagið síðustu
ár og gerir þessi staða henni erf-
iðara fyrir og krefur á um aukið að-
hald í rekstri og hagræðingu. Líkt og
áður segir fékk útgerðin afskrift á
hluta skulda sinna árið 2010.
Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2012 kemur til dæmis fram að fé-
lagið eigi útistandandi víkjandi lán
upp á meira en 30 milljónir evra hjá
dótturfélagi sínu í Kanada, Ocean
Choice. Víkjandi lán þýðir að lánið
er fyrir aftan aðrar skuldbindingar
kanadíska félagsins og víkur fyrir
þeim komi til greiðslufalls þess. Því
er um að ræða lán sem ekki er vel
tryggt. Sökum lélegra trygginga fyrir
láninu er varúðarniðurfærsla í árs-
reikningi vegna þess.
Af þessu má sjá, bæði af orðum
framkvæmdastjórans og eins tölun-
um í ársreikningi, að stærsta ástæð-
an fyrir rekstrarerfiðleikum er fjár-
festingin í Kanada.
Ábending endurskoðenda
Staða Vísis hf. í árslok 2012 var það
erfið að endurskoðendur útgerðar-
innar birtu ábendingu um rekstrar-
hæfi þess í upphafi ársreikningsins.
Þar er vísað í skýringu stjórnenda
Vísis hf. á því að félagið sé sannar-
lega rekstarhæft. Endurskoðend-
urnir gera ekki fyrirvara við álit sitt
heldur láta stjórnendur þess segja
að útgerðin sé rekstrarhæf. Endur-
skoðendur fyrirtækja gefa yfirleitt
ekki slíkar ábendingar að ástæðu-
lausu enda er eiginfjárstaða félags-
ins líka neikvæð.
Í skýringu frá stjórnendum Vísis
aftast í ársreikningnum stendur
orðrétt: „Samkvæmt efnahags-
reikningi var eigið fé félagsins nei-
kvætt um EUR 14,5 milljónir og
hagnaður ársins nam EUR 4,39
milljónum. Langtímalán félags-
ins eru í skilum og engin vanskil á
skuldum til staðar. Stjórnendur fé-
lagsins telja að rekstur félagsins
standi undir skuldbindingum þess
og það sé því rekstrarhæft.“
Miðað við þessar upplýsingar
um rekstur Vísis hf. er kannski ekki
skrítið að útgerðin ákveði að draga
saman seglin til að ná aukinni hag-
ræðingu í reksturinn með því að
loka og fækka starfsstöðvum. Líkt
og á við um svo mörg önnur fyrir-
tæki á Íslandi í dag þá er Vísir enn
að glíma við afleiðingar erlendra
fjárfestinga sem gengu ekki alveg
sem skyldi á árunum fyrir hrunið. n
Neyðarfundur Þingmenn Norðausturkjördæmis héldu neyðarfund með sveitarstjórnar-
mönnum vegna lokunar Vísis á fiskvinnslunum á Húsavík og Djúpavogi. MyNd ReuTeRs
„Þetta var allt gert
í samræmi við
andrúmsloftið árið 2007.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Á tæp fimm prósent Vísir hf. er fjölskyldu-
fyrirtæki Páls Jóhanns Pálssonar, þingmanns
Framsóknarflokksins, og á hann tæp fimm pró-
sent í því. Vinnslum útgerðarinnar á Húsavík,
Þingeyri og Djúpavogi verður lokað.
skattskyldur
„Sé hagnaður af
viðskiptum með
aura, þá þarf að
greiða af því skatt,“
segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkis-
skattstjóri.
Upptaka evru
tekur 2–3 ár
Átta smáríki hafa tekið upp
evru með aðild að ERM II
(European Exchange Rate
Mechanism), og sex þeirra
gerðu það á 2–3 árum. Þetta
kemur fram í skýrslu Al-
þjóðastofnunar um úttekt á
aðildarviðræðum Íslands við
ESB. Í henni er sú ályktun
dregin að Íslands ætti að geta
gengið í gegnum ERM II-ferl-
ið til upptöku á evru á svipað
löngum tíma, 2–3 árum. Með
aðild Íslands að myntbanda-
lagi Evrópu yrði Seðlabanki Ís-
lands eitt af útibúum Evrópska
seðlabankans og fengi þar með
réttindi til prentunar á evrum.
Þar með hefði bankinn tæki til
þess að varðveita fjármálastöð-
ugleika og þjóna sem lánveit-
andi til þrautavara.
Þess er þó einnig getið í
skýrslunni að við inngöngu
í myntbandalagið myndu ís-
lensk stjórnvöld ekki lengur
hafa frelsi til þess að ákveða
sjálf eigin peningamálastefnu.
Það sé fórn að gefa eftir sjálf-
stæði í peningamálum og að
einhverju leyti sjálfstæði ríkis-
fjármála, jafnvel þótt íslensk-
um stjórnvöldum hafi ekki tek-
ist vel upp við beitingu þessara
hagstjórnar tækja.
Þá er möguleg aðstoð ESB
við afnám hafta einnig skoðuð
og þrjár ályktanir dregnar um
slíkt. Sú fyrsta er að slík aðstoð
yrði eitt af þeim málefnum sem
myndu liggja fyrir á samninga-
borðinu í aðildarviðræðum.
Önnur er að ESB og Evrópski
seðlabankinn hafa þegar gefið
ádrátt um að koma að þessu
ferli og sú þriðja ef slík aðstoð
yrði veitt, myndi hún ávallt vera
hluti af áætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins og undir eftirliti
hans.
„Einkaskuldir
ríkisvæddar“
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar,
sagði á þingi á mánudag að
ríkisstjórnin væri að ríkisvæða
einkaskuldir með aðgerðum
sínum vegna skuldamála heim-
ilanna. Guðmundur spurði
einnig Bjarna Benediktsson
hvernig þessi aðgerð samrýmd-
ist grunnstefnu Sjálfstæðis-
flokksins um frelsi og ábyrgð
einstaklingsins og lágmarks
ríkisafskipti. Bjarni svaraði því
til að hann teldi aðgerðina falla
vel að stefnu flokksins og líkti
því við kerfið í Bandaríkjunum,
þar sem veittur er skattafsláttur
vegna vaxtaafborgana af hús-
næði sem búið er í, jafnvel þótt
fólk væri tekjuhátt. Munurinn
hér væri sá að greiðslan kæmi
beint inn á höfuðstólinn í gegn-
um ríkissjóð.