Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 8.–10. apríl 201418 Fréttir Erlent
Skuggahlið
Þ
að er alveg hægt að búa
þannig um hnútana að það
verði bara heimaáhorfendur
á leikjunum í Allsvenskan,
þetta hefur verið gert í ís-
hokkíinu með góðum árangri,“ sagði
íþrótta- og menningarmálaráðherra
Svía, Lena Adelsohn Liljeroth, í
morgunsjónvarpi sænska sjónvarps-
ins.
Sænska fótboltavertíðin fór veru-
lega illa af stað í ár. Fjögurra barna
faðir, frá Stokkhólmi og stuðnings-
maður Djurgården frá Stokkhólmi,
var barinn til dauða á götu úti í Hels-
ingborg, en það var einmitt liðið sem
Djurgården átti að spila við þar síð-
asta sunnudag. Nú eru fjögur börn
föðurlaus, líf hans endaði á leiðinni á
fótboltaleik. Málið er mikill sorgarat-
burður í sögu sænsku úrvalsdeildar-
innar.
Árás um hábjartan dag
Árásin var gerð um hábjartan dag í
miðborg Helsinborgar, en þar búa
rúmlega 97.000 manns. Maðurinn
var á leiðinni á leikinn þegar ráðist
var á hann og hann einfaldlega bar-
inn til bana. Síðan fór sá sem stóð
fyrir árásinni á leikinn. Í sænskum
fjölmiðlum hafa gengið ýmsar sög-
ur um að maðurinn hafi verið barinn
í höfuðið með flösku eða álíka verk-
færi, en í samtali við sænska ríkis-
útvarpið neitaði talsmaður sænsku
lögreglunnar í Helsingborg þessu
og sagði að ekkert morðvopn tengd-
ist þessu máli. Þegar upp komst um
ódæðið og það fréttist inn á völlinn,
var leikurinn, sem þá var á 74. mín-
útu, blásinn af.
Daginn eftir gaf 28 ára maður sig
fram við lögregluna í Helsingborg
vegna málsins. Lögreglan yfirheyrði
manninn og síðastliðinn miðviku-
dag var hann formlega ákærður fyrir
aðild sína að málinu. Hann er því
sterklega grunaður í málinu. Hels-
ingborgs Dagblad sagði frá því að
að hótanir hafi borist manninum og
að fjölskylda hans þurfi á vernd lög-
reglunnar að halda.
Fótboltaheimurinn í sjokki
Sænski fótboltaheimurinn er í sjokki
eftir þessa atburði og hefur umræðan
um ofbeldi tengt knattspyrnu og
ýmsar hliðar þess blossað upp. Mik-
illar reiði gætir hjá fótboltaunnend-
um, sem líta svo á að búið sé að
eyðileggja fótboltann fyrir hinum al-
menna áhorfanda.
Á ýmsum myndböndum sem sýnd
hafa verið í sænskum fjölmiðlum frá
blóðuga sunnudeginum í Helsing-
borg, má sjá að mikil slagsmál voru í
miðbænum fyrir leikinn. Á myndun-
um sést þegar lögreglan beitir kylfum
og hestum gegn slagsmálabullun-
um á götum úti. Á myndböndum sést
hvernig bullurnar vaða hver í aðra og
einnig sést hvernig sparkað er í liggj-
andi menn – nokkuð sem getur valdið
lífshættulegum áverkum.
„Þetta er ekkert gaman lengur,
það er öll orka úr manni, það er
ekkert gaman að fótbolta leng-
ur undir svona kringumstæðum,“
sagði Andreas Johanson, fyrirliði
Stokkhólmsliðsins, sem margir Ís-
lendingar hafa spilað með og Sig-
urður Jónsson, fyrrverandi lands-
liðsmaður í knattspyrnu, þjálfaði á
sínum tíma.
Sorg og reiði í Helsingborg
Mikil sorg og reiði ríkir í Helsinborg,
þar sem mikil læti og óróleiki ein-
kenndu næturlífið daginn fyrir leik-
inn. Meðal annars kom til slagsmála
og skemmdarverka á veitingastað í
miðborginni. Fleiri þúsund manns
hafa skrifað nafn sitt á mótmæla-
síðu hjá Helsingborgs Dagblad, þar
sem fótboltaofbeldinu er mótmælt.
Nú þegar er rætt um að grípa verði
til mjög ákveðinna aðgerða, til dæm-
is eins og gert var í Bretlandi á sínum
tíma. Bretar glímdu við mjög alvar-
legt fótboltaofbeldi á tímabili, en
tókst að ná tökum á því.
Við þurfum hjálp
Íþróttastjórar beggja liða sem um
ræðir, Helsgingborg og Djurgården,
þeir Jesper Jansson, sem er fyrr-
verandi leikmaður Helsingborg, og
Bosse Andersson, fyrrverandi lög-
reglumaður, sátu fyrir svörum í
morgunsjónvarpi SVT í vikunni sem
leið. Báðir voru sammála um að
nú þyrfti að grípa til alvarlegra að-
gerða og það var nokkuð átakanlegt
að heyra það frá Bosse þegar hann
sagði: „Við þurfum hjálp,“ og vísaði
til ofbeldisins sem virðist gegn-
sýra sænska knattspyrnumenn-
ingu. Greinilegt var að þeir báðir
voru í hálfgerðu áfalli vegna atburð-
anna í Helsingborg og mátti greina
ákveðinn vanmátt í orðum þeirra.
Það er því spurning hvort forráða-
menn sænskra knattspyrnuliða hafi
nokkur þau verkfæri sem þarf til, til
þess að sporna við þessari óheilla-
þróun?
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
n Stuðningsmaður barinn til dauða n Bulluofbeldi viðvarandi vandamál í Svíþjóð
fótboltanS
„Þetta er ekkert
gaman lengur, það
er öll orka úr manni, það
er ekkert gaman að fót-
bolta lengur undir svona
kringumstæðum.
Hér var ráðist á manninn Staðurinn, þar
sem ráðist var á manninn er í raun fornfrægur
miðaldakastali og vinsæll ferðamanna-
staður í Helsingborg, kallaður Kärnan eða
Kjarninn og er í elsta hluta borgarinnar.
Sorg og reiði
Almenningur safnaðist
saman i Helsingborg í
Svíþjóð í kjölfar þess að
43 ára maður, fjögurra
barna faðir, var barinn
til dauða þar í borg þann
30. mars síðastliðinn,
rétt fyrir leik Helsing-
borg og Djur gården frá
Stokkhólmi.