Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 8.–10. apríl 2014 Það er verið að ljúka málum þannig að þeir geti vel við unað Kristín Einarsdóttir, leikstjóri Borgarleikhússins, um uppsagnir þar á bæ. – mbl.is Hvar er lögreglan? „Samkvæmt nátt- úruverndarlögum má ekki tálma för ferða- fólks að náttúru landsins. Guðjón Jensson bókasafnfræðingur og leiðsögumaður erlendra ferðamanna. Aðsent U ndanfarnar vikur hafa gróðapungar halað inn hundruð þúsundir, ef ekki milljónir, og haft af ferða- mönnum sem inna þessa greiðslu af hendi af ókunnugleika en kannski meira af kurteisi. En heimildin til gjaldtöku fyrir að- gang að ferðamannastöðum er ekki byggð á neinum lagalegum forsendum. Samkvæmt náttúru- verndarlögum má ekki tálma för ferðafólks að náttúru landsins. Eigi er vikið sérstaklega að gjaldtöku í þessum lögum en ef slíkt hefði komið til tals á þeim tíma sem þessi lagabálkur var til meðferðar á Alþingi, hefði því sjálfsagt verið komið við. Svo fjarri er að taka greiðslu fyrir aðstoð björgunarsveita að það ætti að ganga enn lengra að krefja ferðafólk um aðgang að ís- lenskum náttúruperlum sem eru sannarlega í opinberri eigu. Þessi ríkisstjórn sem nú situr í Stjórnarráðinu krafðist fyrir nokkru að sýslumaðurinn í Árnes- sýslu legði lögbann við þessa geð- þóttaákvörðun gjaldtökumanna. Sýslumaðurinn neitaði og hefði verið tilefni fyrir innanríkisráðu- neytið að grípa fram fyrir hendurn- ar á sýslumanninum hvað varð- aði þessa ákvörðun og krefja hann að minnsta kosti skýringa á hvers vegna hann sinnti ekki umbeðinni beiðni því gjaldtakan byggist ekki á einni einustu réttarheimild. Mörgum þykir einkennilegt að lögreglunni hafi ekki verið sig- að gegn ólögmætri gjaldtöku að nýjum skatti sem viðkomandi aðili stingur sjálfsagt í eigin vasa enda ekki séð að hann hafi gert neitt í þágu ferðaþjónustu. Gjaldtöku fylgja ekki aðeins réttindi heldur einnig skyldur. Gamli göngustígurinn frá bíla- stæðunum og upp að hverasvæð- inu er víða úr sér genginn og víða misfellur þar sem einkum eldra ferðafólk er í hættu. Eru inn- heimtubraskararnir við Geysi til- búnir að axla ábyrgð vegna hugs- anlegra slysa og málaferla? Hvergi eru neinar upplýsingar eða þjón- usta af neinu tagi, eins og snyrting eða annað, sem nauðsynlegt er að hafa þegar um freka gjaldtöku er að ræða. Benda má á 186. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940: „Nú vinnur maður í heimildarleysi starf, sem opinbert leyfi eða viður- kenningu þarf til að gegna, og skal hann þá sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, ef ekki er ákveðin sér- stök refsing við brotinu í öðrum lögum.“ Augljóst er að skattur eða gjald verði ekki lagt á nema með stoð í lögum. Innheimtugjaldið ber því í sérstöku refsimáli að vera gert upptækt sýni þessi ríkisstjórn smá viðleitni að brjóta af sér hug- leysi og verkkvíða. Þessi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur ekkert gert í þágu ferðaþjónustu en hugar meir að hagsmunum stóriðju- og útgerðarauðvaldsins. Í haust sem leið var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð til vegna mótmæla náttúruverndar- fólks í Garðahrauni/Gálgahrauni. Það var einkennilegt að þetta mál mætti ekki fyrst vera kljáð fyr- ir dómstólum, heldur tók fram- kvæmdarvaldið fram fyrir hend- urnar á dómstólunum. Í augum margra var augljóst að við Ís- lendingar stóðum ansi nálægt frammi fyrir fasisma en fasismi er skilgreindur þannig að þegar lögreglu er sigað á pólitíska and- stæðinga og opinbert vald þannig misnotað, þá er það ákvörðun sem bersýnilega er angi af fasisma. Nú hafa 9 manns verið ákærðir fyrir að hindra störf lögreglu, með öðrum orðum leyfði hópurinn sér ásamt Ómari Ragnarssyni og fleirum að mótmæla þarflausri vegafram- kvæmd sem fyrst og fremst er til þess fallin að auka hagsmuni lóða- braskara í Garðabæ. Hvernig er hægt að réttlæta það inngrip margra tuga lögreglu- þjóna að handtaka friðsama borg- ara á sama tíma og ekki er unnt að senda einn einasta lögreglumann að stoppa þá lögleysu sem nú fer fram við Geysi? Er von að mörgum finnist umburðarlyndi ríkisstjórn- arinnar vera töluvert mikið gagn- vart gróðapungum þessa lands? n Mynd RöGnvalduR MáR Í blíðunni Milt veður hefur verið á landinu undanfarna daga og hafa margir notið veðurblíðunnar, jafnvel þótt endrum og sinnum hafi brostið á með rigningu. Mynd SiGtRyGGuR aRi Myndin Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Það er sagt að andlegur þroski mannsins mælist eftir því hvort hann sjái aðeins velferð sinnar nánustu fjölskyldu, landsmanna sinna eða allra jarðarbúa. Ég er hrædd um að forsætisráðherra fái falleinkun.“ ingibjörg Friðbertsdóttir um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um nýútkomna skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Sigmundur sagði tækifæri fyrir Ísland felast í hlýnun jarðar. 11 „Vonandi verður hann endurráðinn. Hann er svo frábær.“ Hildigunnur Þórðardóttir um það að Jóhannes Kr. Kristjáns- son sé farinn að taka að sér verkefni fyrir Kastljós. 11 „Sammála nöfnu minni. Siðlaus maður, sem ætti enn að sitja inni, eins og Madoff o.fl. af hans sauðahúsi gera þó enn. Flakkar þess í stað um heimsbyggðina og heldur rándýra fyrirlestra þar sem hann kennir fólki að pranga kúlupennum hvoru inn á annað ! Viðurnefnið „The Wolf of Wall Street“ er móðgun við úlfa. Hyena væri nærri lagi …“ Hildur Helga Sigurðardóttir segist sammála Hildi Eir Bolladóttur sem gagnrýndi komu Jordans Belfort til Íslands. Belfort var stórtækur fjárfestir á Wall Street áður en hann var dæmdur fyrir fjársvik og peningaþvætti. 23 „Vandamál SDG er að hann talar alltaf með hroka og talar niður til allra, bæði talar hann niður til þigsins og þjóðarinnar. “ Guðmundur Kristján Guð- mundsson um þau ummæli Davíðs Oddssonar og Björns Inga Hrafnssonar að málfrelsið sé í hættu þegar valdhafi sé gagnrýndur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra hefur einmitt verið gagn- rýndur harðlega undanfarin misseri. 13 „Ég bregst bara harðar við þegar svona aðför er gerð að mér og segi bara líkt og Mel Gibson þegar aðför var gerð að dóttur hans í einhverri bíómynd. „Mun einsetja mér fyrir lífstíð að uppræta svona starfsemi“.“ árni Stefán árnason, sérfræðingur í dýrarétti, við frétt DV þar sem greint er frá lögsókn Ástu Sigurðardóttur, sem kennd er við Dalsmynni, á hendur Árna. 34 Þegar fólk stendur á lagaréttinum vita aðilarnir upp á sig skömmina ögmundur Jónasson fór að Geysi og neitaði að borga. – mbl.is Karlar fundu Stígamót Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um mikla fjölgun mála þar – DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.