Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Sport 31 Sektaðir fyrir of lítinn svefn H ver hefði trúað því í fyrra­ sumar að Everton yrði í harðri baráttu í vor um að tryggja sér sæti í Meistara­ deild Evrópu? Ef einhver hefði trúað því þá er það Roberto Martinez en hann tók við stjórnar­ taumunum á Goodison Park í byrj­ un júní í fyrra. Martinez upplifði tím­ ana tvenna sem þjálfari Wigan en þar hafði hann stýrt skútunni frá ár­ inu 2009. Á síðasta tímabili varð Wig­ an bikarmeistari undir hans stjórn, eftir glæstan sigur á Manchester City á Wembley, en aðeins þremur dög­ um síðar féll liðið úr ensku úrvals­ deildinni eftir tapleik gegn Arsenal. Þrátt fyrir magurt ár í deildinni efaðist þó enginn um hæfileika Martinez sem knattspyrnustjóri – hann hafði gjörbreytt spilamennsku liðsins og naut virðingar í starfi. Þess vegna vildu stjórnarmenn Everton ólmir fá hann til þess að setja fingra­ för sín á bláa liðið úr Bítlaborginni. Sem hann hefur sannarlega gert. Vill svefnherbergi á æfingasvæðið Hinn fertugi Martinez tók með sér fjóra úr þjálfarateymi sínu hjá Wigan til Everton og hóf að leggja drög að leikmannahópnum. Belginn Marouane Fellaini, sem hafði verið lykilmaður hjá þeim bláklæddu, gekk í raðir Englandsmeistaranna í Manchester United fyrir stórfé. Alls hefur Martinez selt leikmenn frá Everton fyrir 40 milljónir punda og fengið leikmenn til félagsins fyr­ ir 13 milljónir punda. Í sumar verð­ ur þó breyting á. „Það er ljóst að við munum eyða peningi í sumar,“ sagði Martinez nýlega í samtali við Daily Mail. Martinez, sem kemur frá Spáni, vill styrkja liðið með leikmönnum fyrir 20 milljónir punda og þá vill hann bæta æfingaaðstöðu félags­ ins enn frekar, með athyglisverðum hætti. „Við viljum gera sér svefn­ herbergi fyrir leikmenn félagsins og bæta við grasvöllum. Æfingaaðstað­ an er stórkostleg nú þegar, en það er alltaf svigrúm til þess að gera betur,“ sagði Martinez sem vill að yngri leik­ menn liðsins gisti endrum og eins á æfingasvæðinu. „Það hjálpar þeim að einbeita sér að vinnunni. Ungir leikmenn, 24 ára og yngri, þurfa að hafa hið fullkomna jafnvægi á milli æfinga og hvíldar til þess að taka framförum. Knattspyrnumenn verða til að mynda að sofa átta klukku­ stundir á nóttu,“ útskýrir Martinez og bætir því við að hann hiki ekki við sekta leikmenn sína komi í ljós að þeir hafi ekki sofið nóg fyrir æfingar eða leiki. Hægt að koma í veg fyrir meiðsli Samhliða atvinnumannaferli sínum í knattspyrnu stundaði Martinez há­ skólanám af kappi. Hann lærði með­ al annars sjúkraþjálfun sem hefur nýst honum vel í þjálfun. „Námið hjálpaði mér til þess að skilja manns­ líkamann betur þegar ég var sjálf­ ur að spila og einnig til þess að vera meðvitaðri um meiðsli og hvernig líkaminn nær bata,“ sagði Martinez en á 16 ára atvinnumannsferli sín­ um var hann aldrei meiddur lengur en í níu vikur í senn. Námið hefur augljóslega gagnast Martinez að ein­ hverju leyti en lið hans hafa jafnan verið með fæst meiðsli á ársgrund­ velli. „Ég trúi því að hægt sé að koma í veg fyrir hvers konar vöðvameiðsli,“ útskýrir Martinez en hann leggur ríka áherslu á að leikmenn sinni forvarnaræfingum. Að sama skapi passar hann upp á álagið á leik­ mönnum og að þeir æfi ekki of mik­ ið. Sé ekki haldið rétt á spöðunum aukast líkurnar á ofþjálfun. „Þú lendir vissulega í átökum á vellin­ um sem geta orðið þess valdandi að þú meiðist. En ef þú sérð vel um þig og líkamann þinn muntu ná fyrr bata.“ n „Það er alltaf svigrúm til þess að gera betur n Everton nálgast Meistaradeildina n Martinez lærður sjúkraþjálfari Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Hugsuður Martinez þykir þenkjandi maður sem hugsar til framtíðar í starfi sínu. Mynd ReuteRS Kolbeinn óánægður Kolbeinn Sigþórsson, framherj­ inn knái sem leikur með stórliði Ajax í hollensku deildinni, segist vera óánægður með frammistöðu sína á tímabilinu. Kolbeinn hefur skorað tíu mörk en segir, í samtali við vefinn ajax1.nl, að hann hafi ekki átt sitt besta tímabil. „Ég ætti að vera kominn með að minnsta kosti 20 mörk.“ Í greininni er þó bent á að Kolbeinn hafi skorað flest mörkin í þýðingarmiklum leikjum, til dæmis báðum leikj­ unum gegn Feyenoord auk þess sem hann hafi skorað gegn PSV, Twente og Vitesse, en þessi lið eru helstu keppinautar Ajax á toppi deildarinnar. Wilbek hættur Ulrik Wilbek, fráfarandi lands­ liðsþjálfari Dana í hand­ knattleik, hefur stýrt liðinu í síð­ asta sinn. Það gerði hann um helgina þegar liðið tapaði með tveggja marka mun fyrir Frökk­ um á fjögurra landa æfingamóti í Danmörku. Wilbek hefur stýrt liðinu í 13 ár. Liðið hefur undir hans stjórn unnið til sjö gull­ verðlauna á stórmótum. Heiðursmaðurinn Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, hrósaði Wilbek í hástert eftir leikinn og sagði hann fremsta landsliðsþjálfara sögunnar. Sjálfur hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna með landslið – og það oftsinnis. Eftir yfirstandandi leiktíð í Þýskalandi tekur Guðmund­ ur Guðmundsson við danska liðinu. Bale spilar ekki Gareth Bale, stórstjarnan í liði Real Madrid, verður fjarri góðu gamni í síðari viðureign Real við Dortmund í átta liða úr­ slitum Meistaradeildarinnar. Bale meiddist í leik á Spáni um helgina og fékk skurð á hné. Fjarvera Bale ætti ekki að koma að sök þar sem Real hefur af­ gerandi þriggja marka forystu fyrir seinni leikinn. Ekki liggur fyrir hvort Bale missir af fleiri leikjum vegna þessa. Brons Liðið hafnaði í þriðja sæti á Algarve Cup í mars. Mynd KSÍ Formsatriði á Möltu Stelpurnar okkar mæta botnliði riðilsins í undankeppni HM K vennalandsliðið í knatt­ spyrnu lenti á Möltu á sunnudag eftir næturferða­ lag frá Tel Aviv. Liðið leikur gegn Möltu í hádeginu á fimmtu­ dag í mikilvægum leik. Þær malt­ nesku hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum í undankeppn­ inni til þessa. Liðið hefur spilað fjóra leiki og tapað þeim öllum. Liðið hefur fengið á sig 21 mark en ekki tekist að skora. Íslenska liðið hefur aftur á móti verið á miklu skriði undanfarið. Stúlkurnar náðu frábærum árangri á Algarve Cup í mars þar sem liðið krækti í bronsverðlaun eftir að hafa lagt Svía að velli. Áður hafði liðið lagt Kína og Noreg, en tapað fyrir ógnarsterku liði Þýskalands. Íslenska liðið ætti fyrir leikinn að teljast mun sigurstranglegra. Á heimasíðu KSÍ kemur fram að ferðalagið frá Tel Aviv hafi gengið ágætlega en liðið lagði af stað til Möltu klukkan tvö að nóttu til, eftir að hafa lagt Ísrael með einu marki gegn engu á laugardag. Stúlkurn­ ar hafa því verið þreyttar, en sælar eftir sigurinn, þegar þær komu til Valetta á Möltu. Leikurinn á fimmtudag fer fram á gervigrasi en fram kemur á vef­ síðu KSÍ að aðstæður á Möltu virð­ ist vera góðar. Stúlkurnar munu æfa ýmist á grasi eða gervigrasi í aðdraganda leiksins. n baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.