Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Fréttir 13 sem heldur hafi ekki verið búið að draga áminninguna til baka þann 18. október 2013 þegar stjórn LÍN skilaði tillögu sinni um að hún teldi þrjá umsækjendur hæfa til að gegna starfinu en jafnframt að Kristín Egils dóttir væri hæfust. Að minnsta kosti lét stjórn LÍN þess ekki getið í tillögu sinni til Illuga að búið væri að draga áminninguna til baka. Þetta bendir til þess að áminn- ingin hafi verið dregin til baka eftir að Illugi fékk málið til sín frá stjórn LÍN eða að búið hafi verið að draga áminninguna til baka eftir að Illugi fékk tillöguna frá stjórn LÍN. Taldi hana ekki hafa fengið áminningu Líkt og kom fram í máli Illuga Gunnarssonar í viðtali við DV þá leit hann svo að Hrafnhildur Ásta hefði ekki fengið neina áminningu til að byrja með: „Nei, hún fékk ekki áminningu því hún var dregin til baka. Út af því að hún var dregin til baka þá má ég ekki láta það hafa nein áhrif á mig.“ Á sama tíma og Illugi sagði að hann hefði litið svo á að Hrafnhildur Ásta hefði ekki fengið áminningu þá taldi hann það ekki heppilegt að hún hefði ekki greint frá því í ráðn- ingarferlinu að hún hefði fengið áminninguna. „Ég tók það upp við hana [Hrafnhildi Ástu] og sagði að það hefði verið óheppilegt og held- ur verra að svo hefði ekki verið og innti hana eftir þessu. Hún hafði sínar ástæður sem meðal annars undirstrikast af því að þessi áminn- ing var dregin til baka. Það var augljóslega gert á málefnalegum forsendum. Þetta er það sem máli skipti fyrir mig.“ Illugi greindi jafnframt frá því í viðtali við DV að umhverfisráð- herra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefði óskað eftir því að embætti um- boðsmanns Alþingis veitti álit sitt á áminningunni og réttmæti hennar. Hann sagði að sú niðurstaða hefði verið sú að áminningin væri ólög- mæt og að líklega myndi íslenska ríkið tapa dómsmáli þar sem tekist væri á um lögmæti hennar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki verið reiðubúið að veita upplýsingar um hvenær áminningin var dregin til baka. „Verulegur samskiptavandi“ Í stefnunni er samskiptavandinn sem Hrafnhildur Ásta var áminnt fyrir í umhverfisráðuneytinu rakinn í nokkuð ítarlegu máli. Þar segir meðal annars: „Ásta Hrafnhildur Þorvaldsdóttir (ÁHÞ) hafði starfað um langt árabil hjá umhverfisráðu- neytinu og sem skrifstofustjóri frá árinu 2004. Innan ráðuneytisins var verulegur samskiptavandi sem ráðuneytinu hafði ekki lánast að ná tökum á. Eins og títt er við þess hátt- ar aðstæður höfðu einstakir starfs- menn mismunandi skoðanir á hvað olli þessu eða hverjum væri um að kenna.“ Í stefnunni segir að starfsmaður ráðuneytisins hafi kvartað undan einelti Hrafnhildar Ástu og að í sam- ræmi við verkferla stjórnar ráðsins hafi utanaðkomandi sérfræðing- ur, vinnusálfræðingurinn Marteinn Steinar Jónsson, verið kallaður til. Þetta var gert í tíð setts ráðuneytis- stjóra í umhverfisráðuneytinu, áður en Stefán Thors, fyrrverandi skipulagsstjóri ríkisins, var ráðinn í starfið í apríl 2013. Ráðuneytisstjór- inn sem verið hafði í starfinu þar á undan, Magnús Jóhannesson, hafði ekki tekið á vandamálinu. Ræddi við 20 starfsmenn Svo segir um rannsókn Mar teins Steinars: „Hann ræddi við Vill þrettán milljónir Kristín Egilsdóttir hefur stefnt íslenska ríkinu út af þeirri ákvörðun Illuga Gunnarssonar að ráða Hrafnhildi Ástu Þorvalds- dóttur í starf fram- kvæmdastjóra LÍN. Hún krefst þrettán milljóna vegna þess tjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir. Mynd SigTRygguR ARi Fer í mál við ríkið „Ágæta samstarfsfólk, Marteinn Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðingur, skilaði til mín í sumar skýrslu um úttekt sína á meintum samskiptavanda innan ráðuneytisins. Meginniðurstaða Marteins er í stuttu máli sú að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa að HÁÞ [Hrafnhildur Ásta Þorvalds- dóttir] hafi margsinnis með óásættanlegu viðmóti sínu og framkomu stuðlað að samskiptavanda innan ráðuneytisins. Að loknu andmælaferli hef ég nú gripið til viðeigandi aðgerða í samræmi við 21. grein laga nr. 70 1996 [grein sem fjallar um áminningu ríkisstarfsmanna]. Kveðja, Stefán“ „Hafið yfir skynsamlegan vafa“ Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er systir Ólafs Barkar Þorvaldssonar hæstaréttar- dómara. Þau eru náin skyldmenni Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Ráðning Ólafs Barkar í Hæstarétt er ein þekktasta ráðning seinni tíma hjá hinu opinbera á Íslandi og hefur henni iðulega verið stillt upp þannig að hann hafi notið skyldleika síns við Davíð enda var hann ekki metinn hæfastur. Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra og meðráðherra Davíðs í ríkisstjórn á þeim, skipaði hann sem dómara við réttinn árið 2003. Hæstiréttur hafði metið umsækjendurna um starfið og skilaði tillögum til Björns. Þeir Eiríkur Tómasson og Ragnar Hall voru taldir hæf- ari en Ólafur Börkur til að gegna starfinu en samt fékk hann það. Þá var Hjördís Hákonardóttir einnig talinn uppfylla hæfisskilyrði um starfið. Þau Ragnar, Hjördís og Eiríkur fóru fram á rökstuðning fyrir ákvörðuninni og sagði Ragnar í því sambandi: „Ég tel að umsögn Hæstaréttar verði ekki skilin öðruvísi en svo að það séu tveir menn úr átta manna hópi sem séu hæfari en aðrir til að gegna þessari stöðu. Úr því að ráðherra skipar mann sem er ekki annar þessara tveggja, þá langar mig að fá skriflegan rökstuðn- ing fyrir því.“ Í svari Björns Bjarnasonar var það einkum talið Ólafi til tekna að hann bjó yfir þekk- ingu á Evrópurétti. Árið 2004 snupraði embætti umboðsmanns Alþingis Björn Bjarnason fyrir þessa ráðningu en komist var að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki byggt á málefnalegum forsendum. Engir frekari eftirmálar urðu hins vegar af málinu og varði Björn ákvörðun sína á vefsvæði sínu eftir að ákvörðun lá fyrir: „Álitið hefur, eins og ég hef ítrekað sagt undanfarna daga, að geyma lögfræðilegar vangaveltur, sem eru til leiðbeiningar um framtíðina, án þess að umboðsmaður hnekki niðurstöðu minni eða því mati, að sérþekking í Evrópurétti sé málefnaleg forsenda fyrir vali á hæstaréttardómara.“ Í tilfelli Ólafs Barkar var það Evrópu- rétturinn sem tryggði honum starfið en í tilfelli Hrafnhildar Ástu var það þekking hennar á stjórnsýslulögum. Umboðsmaður taldi forsendurnar ómálefnalegar Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari Rökstuðningur Illuga „Það sem mér fannst skipta töluvert miklu máli var reynsla hennar [Hrafnhild- ar Ástu Þorvaldsdóttur] af fjármálastjórn og reynsla hennar af opinberri stjórnsýslu því það reynir mjög á það inni í Lánasjóðn- um. Og síðan vinna í kringum fjárlagagerð, það skiptir miklu máli að það sé þekking á slíku. Það er einkum þetta þrennt sem mér fannst mikilvægast við þennan kandídat sem síðar fékk starfið.“ Rökstuðningurinn fyrir ráðningunni „Ráðuneytið tók viðtöl við þrjá umsækj- endur sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna lagði til í umsögn sinni og tillögu og var það niðurstaða mennta- og menningarmálaráðherra [Illuga Gunnarssonar] að Hrafnhildur Ásta Þor- valdsdóttir væri best til þess fallin að starfa sem fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra náms- manna.“ n Vill þrettán milljónir út af ráðningu Hrafnhildar Ástu n Þriðja deilumálið vegna ráðninga ættmenna Davíðs Oddssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.