Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 8.–10. apríl 2014 Fréttir 11 „Varla tilbúin fyrir þennan ferðamannastraum“ Skógafoss Hugmyndir um gjaldtöku á svæði Rangárþings eystra ná til staða á borð við Skógafoss. Mikil ásókn er í fossinn en utan bílastæðis er ekki mikil þjónusta í boði fyrir ferða- fólk við fossinn. Bílastæðið er lagt möl en ekki malbiki og stígarnir á svæðinu og grassvæði við fossinn lætur mikið á sjá seinni part sum- ars. Stígur hefur verið lagður upp með fram fossinum og þar efst er útsýnispallur, en það hafa sveitar- félögin sem eiga fossinn byggt upp sameiginlega. Ætla að bæta nemendum tapið T uttugu þúsund framhalds- skólanemendur mættu aftur í skólann á mánudag í reglubundna kennslu, eftir þriggja vikna verkfall fram- haldsskólakennara. Verkfallinu hef- ur nú verið frestað tímabundið þar til kennarar hafa kosið um kjara- samninginn. Fari svo að hann verði felldur í kosningu hefst verkfall að nýju. Nú ferðast fulltrúar Kennara- sambandsins um landið og kynna samninginn félagsmönnum sínum og líkur eru á því að kosning um samninginn hefjist undir lok þessa mánaðar. Bæta nemendum vinnutap Ljóst er að bæta þarf nemendum upp vinnutap, en líkur eru á að þeir fái að minnsta kosti sex daga bætta, jafnvel örlítið fleiri. Til þess að ljúka önninni þarf því í einhverjum til- fellum að fresta prófatíma, kenna á laugardögum og einhverjir skól- ar munu fara seinna í páskafrí og kenna í dymbilvikunni. Þetta er gert til þess að hægt sé að ljúka námsefni vetrarins, en nemendur voru hvatt- ir til þess að halda sínu striki í nám- inu þrátt fyrir verkfall. Líkur eru á að brottfallstölur liggi ekki fyrir fyrr en á haustönn, það er að segja hversu margir nemendur ákváðu að hætta námi vegna verkfallsins. Líklega mun einhver hópur ekki klára önn- ina, en freista þess frekar að innrit- ast aftur í haust. Samkvæmt upplýs- ingum DV munu skólarnir reyna að koma til móts við nemendur eins og hægt er, þá sérstaklega þá sem stefna á útskrift í vor. Miklar breytingar Nýr kjarasamningur felur í sér tals- verðar breytingar en meðal annars er í honum áætlun um samningu nýs vinnumats sem kynna á fyr- ir kennurum og kosið um það í febrúar á næsta ári. Samningurinn felur það einnig með sér að endur- meta á kennarastarfið og aðlaga það og kjarasamninginn að breytingum á námskrá framhaldsskólanna, sem sett var 2008 en tekur gildi á næsta ári. Síðast en ekki síst eiga að felast í honum talsverðar kjarabætur á launum kennara og stjórnenda. Launahækkunin kveður á 2,8 pró- senta hækkun á launum strax, önn- ur tvö prósent í ágúst á þessu ári og í janúar 2016 kemur önnur tveggja prósenta hækkun. Skólaárið lengist að auki, bæði varðandi kennslu- daga og prófadaga en með öllum breytingunum eru launahækkanir metnar allt að sextán prósentum á samningstímanum. Með öðrum breytingum getur farið svo að launin hækki í allt að 29 prósentum á samningstímanum, en þá hefur starfsumhverfi kennara breyst um- talsvert. Líkt og fram hefur komið kröfðust kennarar sautján prósenta launaleiðréttingar þar sem þeir töldu sig hafa dregist mjög langt aftur úr viðmiðunarstéttum, auk launahækkunar. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Kennarar fá umtalsverðar launahækkanir gegn breytingu á vinnu Börðust Nemendur sýndu kennurum stuðn- ing í verki. Mynd Sigtryggur ari Paradísarhellir Hellirinn er í einkaeigu og til að komast að honum þarf að leggja við fjárréttir, en engin sérstök aðkoma er að hellinum. Mjög auðvelt er að komast að rétt- unum, sem eru rétt við þjóðveg 1. Eigandi landsins sem hellirinn er á segir að átroðningur ferðamanna sé vandamál, þar sem þeir eyðileggi girðingar svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur ekki áform um að hefja gjaldtöku við hellinn en segist styðja Landeigenda- félag Geysis, og gæti sjálfur hugsað sér að taka gjald fyrir þá sem vilja skoða Paradísarhelli. Honum hugn- ast þó ekki hugmyndir um náttúrupassa, þar sem hann segist ekki treysta því að staðið sé réttlátt að út- deilingu úr sameiginlegum sjóðum. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Tilboðið gildir til 25. apríl Sorpkvarnir í eldhúsvaska 20% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.