Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 8.–10. apríl 2014 Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Þórólfur og Bjarni vinna saman Iðnaðarráðherra vill hefja koltrefjaframleiðslu á Íslandi á næstunni K aupfélag Skagfirðinga, Bjarni Ármannsson fjárfestir og Sveitarfélagið Skagafjörð­ ur eru eigendur eignarhalds­ félags um framleiðslu á koltrefjum sem stofnað var árið 2008. Félag­ ið heitir UB koltrefjar og koma hlut­ hafaupplýsingarnar fram í ársreikn­ ingi þess. Koltrefjar eru notaðar í ýmiss konar iðnframleiðslu til að styrkja efni sem byggt er úr, til dæmis í bílum og flugvélum. Efnið er bæði léttara og sterkara en til dæmis ál. Fyrir stendur að koltrefjafram­ leiðsla muni hefjast hér á landi á næstu árum samkvæmt svari Ragn­ heiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar­ ráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns í síð­ ustu viku. Undirbúningur að stofn­ un koltrefjaverksmiðju hefur staðið yfir í nokkur ár á Sauðárkróki og mælti Össur með því að Kaupfélagið nyti þess frumkvæðis sem það hefði sýnt í málinu: „Á Króknum er hefð fyrir trefjaframleiðslu, og þar er eina menntastofnunin á landinu sem beinlínis býður upp á nám í trefja­ fræðum […] … heimamenn eiga að njóta frumkvæðis og innviðanna sem þeir hafa byggt upp,“ sagði Össur í samtali við Eyjuna á laugardaginn. Ef af byggingu koltrefjaverksmiðj­ unnar verður mun Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðarárkróki, hafa skotið enn einni stoð undir styrkan rekstur Kaupfélags Skag­ firðinga en fyrirtækið stefnir einnig á byggingu virkjana í náinni framtíð. Fyrir stundar Kaupfélag Skagfirðinga útgerð, verslunarrekstur, framleiðir kjöt og mjólkurvörur, á stóran hlut í MS og á og rekur fyrirtæki sem eru mikilvæg fyrir innviði sveitarfélags­ ins eins og til dæmis flutningaþjón­ ustuna. n ingi@dv.is Rukkarar elta börn Motus og Momentum senda kröfur á ólögráða einstaklinga D æmi eru um að innheimtu­ fyrirtæki sendi fjárkröfur á ólögráða börn þrátt fyrir að það sé skýrt brot á lögum. Ólafur Þ. Ólafsson fékk rukk­ un frá Motus vegna meintra skulda sem sonur hans, Ólafur Erick Ólafs­ son Foelsche, átti að hafa stofnað til þegar hann var fimmtán og sautján ára. Ólafur gagnrýnir fyrirtæk­ ið harkalega í samtali við DV. „Mér finnst þetta bara ófyrirleitið, þeir vita að þetta er lögbrot og eru einfaldlega að fara gegn betri vitund.“ Hrafnkell Sigtryggsson, verkefna­ stjóri hjá Motus, segir verklags­ reglur hjá fyrirtækinu skýrar. „Við sendum ekki innheimtubréf á ólög­ ráða einstaklinga. Í þeim tilfellum sem reikningar eru gefnir út á ólög­ ráða einstaklinga, en það gera ýmsir aðilar, bæði einkaaðilar og opinberir, er forsvarsmanni hins ólögráða sent bréfið vegna hans. Séu dæmi um annað eru það mistök.“ Margrét María Sigurðardóttir, hjá skrifstofu umboðsmanns barna, seg­ ir alltaf óheimilt að beina innheimtu að börnum. Það sé alveg skýrt í lög­ ræðislögum að börn megi ekki stofna til skulda. Þá sé einnig óheim­ ilt að beina innheimtu að ungmenni vegna skulda sem viðkomandi stofnaði til fyrir 18 ára aldur. „Um­ boðsmaður barna hefur í gegnum tíðina fengið ábendingar um að inn­ heimtu sé beint að börnum og hefur þá brugðist við með því að hafa sam­ band við viðkomandi aðila.“ Átti að beita hörku Ólafur fékk símtal frá starfsmanni Motus í upphafi mánaðar þar sem hann var látin vita af meintum skuld­ um sonar síns og að þær væru komn­ ar í innheimtu hjá fyrirtækinu. Hann segist í fyrstu hafa beðið um að fá að semja um skuldirnar en það hafi ekki verið hægt. Þá hafi þeim feðg­ um brugðið í brún þegar í ljós kom að kröfurnar voru að öllu tilefn­ islausar. Þannig hafði sonurinn til að mynda verið rukkaður um þrett­ án þúsund krónur vegna 1.590 króna skuldar við Heilbrigðisstofnun Vest­ mannaeyja, en þar var um að ræða reikning sem hann hafði þegar greitt. Eftir þónokkuð stapp við innheimtu­ fyrirtækið sé þó útlit fyrir að kröfurn­ ar verði felldar niður. „Þetta finnst mér þó ekki vera að­ alatriðið heldur hitt að þessi fyrirtæki séu með kröfur á börn undir átján ára aldri. Þetta snýst um prinsippið og það hvernig menn eru að vinna. Þarna er um löglært fólk að ræða og það stendur skýrt í lögum að þetta sé ólöglegt.“ Ólafur segist hafa rætt við umboðsmann barna í kjölfarið. Þar hafi hann fengið þau skilaboð að þetta væri ekki einsdæmi. „Þó þeim sé falið að innheimta skuld þá er það bara óheimilt ef einstaklingurinn er ólögráða. Það átti bara að keyra á hörkunni í strákinn. Mér blöskraði einfaldlega að einhver 1.500 kall væri kominn upp í þrettán þúsund.“ Fékk reikning frá Momentum DV hefur upplýsingar um sambæri­ legt tilfelli hjá innheimtufyrirtækinu Momentum. Í kröfuyfirliti Moment­ um sem DV hefur undir höndum kemur fram að sá einstaklingur hafi stofnað til skulda, sautján ára að aldri, sem innheimtufyrirtækið reynir nú að innheimta. Þrátt fyrir að einstaklingurinn sé ennþá sautján ára og því ólögráða samkvæmt lög­ um sendi innheimtufyrirtækið kröfur á hann í upphafi mánaðar. Samkvæmt heimildum DV var inn­ heimtubréfið stílað á barnið sjálft en ekki forsjáraðila. Í 5. kafla lögræðislaga númer 71 frá árinu 1997 eru ákvæði er varða fjárræði og meðferð fjármuna barna og unglinga. Samkvæmt lögunum er ófjárráða barni óheimilt að stofna til skulda. Þá kemur fram í lögunum að löggerningar ólögráða manns bindi hann ekki og því sé einstaklingum og lögaðilum með öllu óheimilt að beina kröfu að barni til innheimtu skulda heldur skuli beina innheimtu hennar til forsjáraðila barnsins. Geri fyrirtækið hins vegar samning við ófjárráða einstakling, án samþykkis forsjáraðila tekur það þá áhættu að fá ekki greiðslu samkvæmt samn­ ingnum. Innheimtufyrirtæki áminnt Margrét María Sigurðardóttir segist telja að minna sé um að innheimtu­ fyrirtækin sendi rukkun á börn en áður. Embættið hafi vissulega feng­ ið slíkar ábendingar en „ábending­ um sem þessum hefur þó fækkað á síðustu árum sem vonandi er merki um að fólki sé almennt kunnugt um þessi ákvæði laganna.“ Þá segir hún frá því að umboðs­ maður barna hafi nýlega fengið ábendingu um að innheimtufyrir­ tæki hefði beint innheimtu að ung­ menni vegna skuldar sem stofnað var til þegar viðkomandi var barn. „Við stefnum á að senda almenna ábendingu til allra innheimtufyrir­ tækja og minna á gildandi lög.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is „Mér finnst þetta bara ófyrirleitið, þeir vita að þetta er lög- brot og eru einfaldlega að fara gegn betri vitund. Ósáttir feðgar Ólafur Þ. Ólafsson fékk rukkun frá Motus vegna meintra skulda sem sonur hans átti að hafa stofnað til þegar hann var fimmtán og sautján ára. Mynd SIgtryggur ArI Beint í afbrot Par sem handtekið var í um­ dæmi lögreglunnar á Suður­ nesjum um helgina vegna ölv­ unar á almannafæri reyndist geyma ýmislegt í bakpoka sem það hafði meðferðis, að því er fram kemur í dagbók lögreglunn­ ar á Suðurnesjum. Þar á meðal voru átta rakspíraglös í innsigluð­ um pakkningum. Grunur leikur á að um hafi verið að ræða þýfi úr apóteki í umdæminu frá því fyrr um daginn sem fólkið var hand­ tekið. Parið var látið sofa úr sér vímuna á lögreglustöðinni í Keflavík. Því var svo sleppt þegar það var komið sæmilega til ráðs og rænu. Þar með var þó sagan ekki öll, því frá lögreglu­ stöðinni fór fólkið beinustu leið í annað apótek þar sem það stal fimm ilmvatnsglösum, að verð­ mæti ríflega 30 þúsunda króna. Starfsmaður þar kallaði lögreglu til og parið var því handtekið öðru sinni og flutt á lögreglu­ stöð til skýrslutöku og þaðan til móts við lögregluna á höfuð­ borgarsvæðinu, því í umdæmi hennar er fólkið búsett. Saman í koltrefjum Þórólfur Gíslason og Bjarni Ármannsson vinna saman í félagi sem stofnað var utan um framleiðslu koltrefja á Sauðárkróki. Frestað til haustsins Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tonys Omos gegn Útlendinga­ stofnun var á mánudag frestað þangað til í október. Þetta er í þriðja skiptið sem fyrirtöku í málinu er frestað. Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tonys, fór fram á að málinu yrði frestað þangað til niðurstöður fengjust úr rannsókn lögreglu á leka­ málinu. Ekki liggur fyrir hvenær þeirri rannsókn lýkur en heim­ ildir DV herma að hún sé nokkuð umfangsmikil og kemur emb­ ætti sérstaks saksóknara meðal annars að rannsókninni. Sam­ kvæmt heimildum miðar rann­ sókninni vel og talið að niður­ stöðu sé jafnvel að vænta á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.