Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2014, Qupperneq 2
Helgarblað 2.–5. maí 20142 Fréttir 50% afsláttur af nammibarnum alla föstudaga og laugardaga Ódýrasti ísinn í hverfinu! Söluturn Ísbúð Vídeóleiga Réttarholtsvegi 1 • 108 Reykjavík • Sími 553 5424 Kúlan KÚLAN KLIKKAR EKKI „Erum samt sem áður heimilislausar“ Sædís Hrönn og dóttir hennar fengu inni hjá ættingjum É g mun ekki þurfa að sofa í bíln­ um eða á götunni,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, einstæð móðir í Hafnarfirði, sem í rúm fjögur ár hefur beðið eftir að fá fé­ lagsíbúð hjá sveitarfélaginu. DV hef­ ur greint frá vandræðum Sædísar og dóttur hennar við leit á íbúð, en nú er svo komið að Sædís hefur misst íbúð sem hún hafði tímabundið til afnota. Síðastliðinn sunnudag sá hún fram á að þurfa að gista í bílnum með dóttur sinni, en hún hefur nú fengið inni í íbúð hjá ættingja sínum. Sædís hefur sett allar eigur sínar í geymslu á með­ an hún leitar að húsnæði. Hún hringir reglulega í félags­ fulltrúa sveitarfélagsins en fær iðu­ lega þau svör að engin íbúð sé laus fyrir hana og dóttur hennar. DV sagði frá því í mars síðastliðnum að al­ mennt sé talað um tveggja ára bið eftir félagsíbúð í Hafnarfirði en Sædís Hrönn hefur beðið í rúm fjögur. Sæ­ dís er bæði einstæð móðir og öryrki og henni hefur verið tjáð að í Hafnar­ firði séu einfaldlega ekki nógu margar íbúðir. Um 250 manns eru á biðlista eftir íbúðum og bærinn á rúmlega 200 íbúðir sem allar eru í útleigu. „Ég var búin að fá boð frá alls kon­ ar fólki, ókunnugum og allt, en við munum ekkert þurfa að vera í bílnum en erum samt sem áður heimilislaus­ ar,“ segir Sædís og segir íbúðarleitina halda áfram. n birgir@dv.is Páfagaukur í óskilum Hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu dvelur nú gulur páfa­ gaukur sem bíður eftir því að eigandi hans komi og sæki hann. Það var síðastliðinn laugardag sem umhyggjusamur borgari hafði samband við lög­ regluna en hann hafði hand­ samað fuglinn í Bjarmalandi í Reykjavík. „Gaukurinn guli er nú í höndum lögreglu en við hefðum endilega viljað koma honum heim til sín. Ef einhver kannast við að hafa týnt gulum páfagauk er sá hinn sami beðinn um að hafa samband,“ segir lög­ reglan. Fengu inni Leit Sædísar að íbúð heldur áfram. L andeigendafélag Reykjahlíðar hyggst hefja gjaldtöku við helstu ferðamannastaði Mývatns­ sveitar; Dettifoss, Leirhnjúk og við Hveri. Til stendur að rukka átta hundruð krónur við hvern stað, en einungis erlendir ferðamenn sem ferðast ekki með rútu verða rukkað­ ir. Innan landeigendafélagsins er ekki samhugur um áformin. Nokkuð víð­ tæk óánægja er meðal aðila ferða­ mannaiðnaðar Mývatnssveitar vegna áformanna sem eru sögð vera óvönd­ uð og handahófskennd. Minnir málið allmikið á umdeilda gjaldtöku Land­ eigendafélags Geysis. Í lögbannskröfu ríkisins ákvað landeigendafélagið að hætta gjaldtöku eftir aðeins mánuð. Rukkun landeigendafélagsins fór fram í óþökk íslenska ríkisins sem á tuttugu og fimm prósenta hlut í svæð­ inu í kringum Geysi. Stefnt er á að gjaldtaka hefjist 1. júní næstkomandi. Gæti haft neikvæð áhrif Á aðalfundi Mývatnsstofu á dögunum var lýst yfir þungum áhyggjum af gjaldtöku landeigendafélagsins. Skor­ ar Mývatnsstofa á yfirvöld að beita sér fyrir því að gjaldtöku verði fre­ stað. Er talið að það gæti haft neikvæð áhrif á ferðamannaiðnað sveitarfé­ lagsins sem hefur verið burðarás í at­ vinnulífi Mývatnssveitar. „Ljóst er að mikil óánægja er með gjaldtöku sem þessa og alls ekki einhugur um hana í sveitarfélaginu. Lengi hefur legið fyrir að fjármuni vantar til uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum en sú leið sem Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur kosið að fara er ekki til þess fall­ in að leysa þann vanda,“ segir í álykt­ un Mývatnsstofu vegna málsins. Þriðjungur ósáttur Daði Lange, einn hluthafa í Land­ eigendafélagi Reykjahlíðar, segir að tæplega þrjátíu prósent hluthafa séu ósátt við gjaldtökuna. „Þegar land­ eigendur eru ekki allir sammála, og er það í lögum, þá er óheimilt að fara í svona stórar aðgerðir í óskiptu landi. Það komu strax fram landeigendur sem voru á móti þessu í janúar. Miðað við hvernig er búið að ganga fram, auk þessa útspils að rukka bara útlending­ ana, er þeim búið að fjölga,“ segir Daði í samtali við DV. Hann telur að heppi­ legra væri ef íslenska ríkið myndi veita landeigendum styrki fyrir almennu viðhaldi. Líkir gjaldtöku við gullæði Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð, segir í samtali við DV að framkvæmd fyrirhugaðrar gjald­ töku hafi verið mjög klaufaleg. Að hans sögn geti núverandi fyrirkomu­ lag raskað háþróuðum ferðamanna­ iðnaði í Mývatnssveit. Hann líkir hugsunarhætti margra hvað varðar ferðamannaiðnaðinn við gullæði. „Þetta er bara illa hugsað og reifað og ekki tilbúið til framkvæmda. Það er mjög mikil óánægja í sveitar félaginu vegna þessa. Bæði eru hreppsnefnd og Mývatnsstofa búin að álykta gegn þessu og allir sem eru spurðir að þessu eru alls ekki sáttir við þetta, enda hefur enginn verið með í ráðum. Það er ekki deilt um að það þarf að fá fjármuni til að halda þessum stöðum við. Það er verið að deila um þessa að­ ferð, að rjúka til og ætla að seilast ofan í vasa fólks sem er borga uppistöð­ una í neyslusköttum á Íslandi, ferða­ mönnum,“ segir Pétur. Hann segir auk þess að það fyrirkomulag að rukka aðeins ákveðna hópa ferðamanna sé hlægilegt. „Eins og þetta lítur út núna þá vantar bara að það fylgi með að þeir sem eru með blátt naglalakk fái líka frítt.“ Sveitarstjóri á hlut í félaginu Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitar­ stjóri Skútustaðahrepps, á fjórðungs hluta í Landeigendafélagi Reykja­ hlíðar. „Þú verður að tala við aðra um hana,“ svaraði Guðrún María spurð um gjaldtökuna. Hún harðneitaði að tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd land­ eigenda né fyrir hönd sveitarfélagsins sem hún fer þó fyrir og gæti mögulega misst spón úr aski sínum með gjald­ tökunni. Að sögn viðmælenda DV er Guðrún, ásamt Ólafi H. Jónssyni, tengdaföður Björgólfs Thors Björgólfs­ sonar, helsti talsmaður gjaldtöku. Bæði sitja þau í stjórn félagsins. n Víðtæk óánægja vegna gjaldtöku Sveitarstjóri berst fyrir að rukkað sé inn á ferðamannastaði í Mývatnssveit„Eins og þetta lítur út núna þá vantar bara að það fylgi með að þeir sem eru með blátt naglalakk fái líka frítt. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Sveitarstjóri og hluthafi Guðrún María er sögð vera driffjöðrin í gjaldtökuáformum. Hún neitaði alfarið að tjá sig um málið. Dettifoss Verði af áformum Landeigendafélags Reykja- hlíðar munu erlendir ferðamenn sem ekki ferðast í rútum þurfa að greiða átta hundruð krónur til að sjá fossinn. Reyndu að stela golfsetti Íbúi í Breiðholti hafði samband við lögreglu snemma á mið­ vikudagsmorgun vegna tveggja drengja sem brotist höfðu inn í bílskúr við heimili hans og voru á leið brott með golfsettið hans. Er lögreglu bar að garði benti nágranni þeim á að íbúinn hefði farið á eftir drengjunum. Lögreglumenn komust á spor­ ið og hittu íbúann sem sagði að drengirnir hefðu hent frá sér golfsettinu er þeir urðu hans var­ ir. Mikil leit fór fram að drengj­ unum en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit. Íbúinn endurheimti þó golfsettið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.